Fjallkonan - 20.03.1901, Blaðsíða 1
Kemur úteinu sinui
í viku.lYerð árg. 4 kr.
(erlendisEð kr. eða l‘/s
doll.) borgist fyrir 1.
júlí (erlendis fyrir-
fram).
Uppsögn (skrifleg)bund-
in við áramðt, ógild
noma komin sé til út-
gefanda fyrir 1. oktð-
ber, enda hafi hann þá
borgað blaðið.
Atgreiðsla: Þing-
holtsstrceti 18.
Reykjavík, 20. marz 1901.
Nr. 11.
Biöjið ætíö um:
OTTO MONSTEDS
danska smjörliki,
sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott
og smjör.
Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað
hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin.
Fæst hjá kaupmönnunum.
XVIII. árg.
Landsbankinn er opinn hyern virkan dag kl. 11—2.Banka-
Btjðrnin við kl. 12—1.
Landsbókasafniö er opið hvern virkan dag kl. 12 2 og
einni stundu lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána.
Forngripasafniö er í Landsbankahúsinu, opið á mið-
vikudögum og laugardögum ki. 11 12 f. m.
Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á sunnu-
dögum kl. 2—3 e. m.
Ókeypis lœkning á spítalanum á þriðjudögum og föstu
dögum kl. 11—1.
Ókeypis tannlœkning í húsi Jóus Sveinssonar hjá kirkjunni
1. og 3. mánudag hvers mán., kl. 11—1.
Klæðaverksmiðjan fyrirhugaða.
Aiþingi samþykti 1899 !ög, um undirbútiÍDg
og stoinun klæðaverksmiðju á íslandi, sera kon-
ungur staðíesti 21. júní sfð^stliðið ár. Sam-
kvæmt lögum þessum hefir stjórnin íalið mér
að gora allar nauðsynlegar rannsóknir þessu
viðvíkjandi, og kem eg í þeim erindum til ís-
lands seinast í apríimánuði.
Það er áríðandi, að þetta mikilvæga mál fái
svo góðan undirbúning sem unt er, og vil eg
því biðja alla, sem hafa viija &ð styðja að því,
&ð nllariðnaður komist á í landinu og geta gef-
ið einhverjar upplýsingar í þessu roáli, góðfús-
iega að láta mig vit i þ&ð fyrir miðjau maí-
mánuð. Eg mun þá haga ferðam mínum á ís-
landi svo, að eg komi á þá staði, er eg hefi
von um að fá einhverjar upplýsingar.
Verksmiðjan ætti helzt að vera í ullarríku
héraði, þar sem er vatnsafl og greiðar sam-
göngur, og er áríðandi að húu verði á sem hag-
anlegustum stað. Eg býst við að ýmsir víðs-
vegar á landinu þekki svoaa staði, og væri
mér sérstaklega kært, að fá upplýsiugsr því
viðvíkjandi.
Voua eg að menn sinui þessu, og geri þaunig
sitt til að styðja þetta fyrirtæki, sem er mjög
mikilsvarðandi fyrir ísland. Gerið svo vei að
skrifa mór til Reykjavíkur, helzt sem fyrst.
Á ferð í Kriatjaníu, 5. marz 1901.
K. Zimsen,
verkfrœðingur.
Onnur blöð eru góðfúslega beðin að birta
þessa grein. K. Z.
Framtíð íslands.
Með þessari fyrirsögn er grein í þýzku
blaði og hljóðar svo:
„Verkfræðingurinn er forustumaður nútíðar-
innar, og vanalega verður sú raunin á, að
hugmyndir verkfræðinga, sem öllum þorra
manna virðast óframkvæmanlegar í dag, kom-
ast engu að síður í verk þegar fram líða
stundir. Hvort skyidi nú svo verða um stór-
fyrirtæki eitt sem rafmagnsfræðinga félag eitt
heíir bollalagt um uotkun vatnsaflsins á ís-
landi? Eftir því sem J. Fischer, einkaleyfa
umsegjandi í Vín, hefir skýrt oss frá. hafa
menn komist að raun um, að vatnsafl á íslandi
er svo nægilegt og liggur svo vel við til
notkunar, að eigi mundi þurfa neitt gífurleg-
an kostnað til að fr&mleiða svo mikið rafmagn
úr fossum þar í landi, að íbúarnir fengju eigi
aðeins svo ódýra lýsiug og hitun sem fram-
ast mætti verða, heldnr líka svo að nægði til
að hagnyta „minerala“ (málma og steina)
auð þann sem þar er í jörðu fólginn.
Þrátt fyrir fjarstöðu íslands frá hinum öðr-
um heimi, er ekki að vita nema það í fram-
tíðinni verði aðsetur viðtæks iðnaðar og auð-
legðar jafnframt, þegar verkfræðingarnir hafa
fengið fótfestu að marki þar á eynni.
Frá útlöndum.
Búaófriðurinn. Þó ensku blöðin segi að
nú sé brátt séð fyrir enda á ófriði þessum, er
í rauninui ekki meira að marka það nú en áð-
ur, en auðvitað eru líkindi til að Búar geti nú
naumast haldið vörninni áfram á sama hátt og
áður, enda mun vöra þeirra verða fræg í sög-
unni. Hershöfðingjar Englendinga, einkum
French, hafa nú krept að Búum með mesta
móti. — Þegar síðast fréttist var Kristján de
Wet í Óraniu á aorðurleið og sögðu Englend-
ingar hana vopnlausari.
Sagt var að Kítchoner yfirhershöfðingi Eug-
lendmga hefði fengið Botha yfirhershöfðingja
Búa ti! tals við sig til að ræða um friðarsamn
inga, en ekkert hefir frézt um það nánara.
S3gt hefir og verið, að Búar viiji fá hæli á
Madagascar, ef þoir uá ekki þeim friðarkost-
um, að þeir megi við una. Hugsa þeir þá til
að flýja undan ofríki Breta til Madagascar; og
hafa að söga farið þess á leit við Frakka að
fá þar bústað.
Frá Kína eru fregnir óljósar, eins og vant
er, en svo er þó að sjá sðm farið sé að full-
nægja friðarskilmálunum með aftöku ýmsra tígn
ustu mauna. Svo er þó að sjá, sem fáirþeirra
muni teknir af lífi.
Ágreiningur nokkur hefir verið með stórveld-
unum vestrænni og Rússum út af friðarsamu-
inguuam við Kiuverja, svo óvíst er hvort þeim
málum verðnr greiðlega lokið. — Hitt eru ó
saunindi, sem stendur í einu blaði hér, að
Rússar hafi reynt að fá Kíuverja til að gera
sérstakan samning við sig.
Þýzkalands-keisari varð fyrir þvi að geð-
veikur maður kastaði í hann litlum járnmola
er hann var á ferð í Briraum og meiddi haan
lítið eitt á annari kinninni.
Fyrir Filippseyjar vilja nú Bandaríkjamenn
gefa Spánverjum 100 þús. dollara og er það
samþykt af öldungadeild þiogsins.
Banska þingið hefir engin nýmæli í lög leitt, x
nema leynilegar kosningar til þings, og er það
að eins lítið brot af kosningalögunum. — Þetta
ætti þó að greiða veginn íyrir nýjum ísl. kosn-
ingarlögum.
Bólan gengur í Glasgow; Iágu þar á spítöl-
um er síðast fréttist á 5. hundrað manna, en
154 dauðir. - Bólan hefir gert vart við sig
víða í Skotlandi, þar á meðal í Edinborg, og
þar og í Leith var nú verið að bólusetja fólk
af kappi.
Hestarækt og hrossasala.
I.
Eg mun hafa lofr.ð því einhverntíma í vetur,
eða eg man ekki hvenær, að eg sendi „Fjállk“.
fáein orð viðvíkjandi hestunum okkar. Eg ætla
nú að sýna einhvern iit á að efna þetta loforð,
en langorður vil eg ekki vera, enda þótt margt
sé á &ð minnast, og mun flestum koma það
betur.
Öllum er það kunnugt, hvílikri meðferð hest-
arnir hafa orðið að sæta fyrr og síðar, og jafn-
vel þó meðfeiðin á þeim hafi batnað í seinni
tíð, þá er þó langt frá því, að hún sé svo góð,
8em vera bæri. Víst er þ&ð svo, að þeim er
beitt meðan nokkur snöp eru, og þó eigi hafi
komið til þess í vetur, þá hefir það þó borið
við áður, að þeir hafa liðið kulda og hungur
að vetrinum. Eu þegar svo farið er hýsa þá,
er þeim að eins gefið það, er öðram skepnum
þykir ekki boðlegt, svo sem rekjur, moð og annar
úrgangur. Þetta er víða regla, enda verður
það oft svo að vera, til þess að mönnum geti
oiðið eitthvað úr þessu rusli; en þá er um að
gora, að gefa nógu raikið af því, og gott með.
Víðast er samt reiðhestum gcfið betra, og sum-
ir fara ágætlega raeð þá, enda eiga þeir það
skilið.
En þótt uú meðferðiu á hestunun sé yfirleitt
lakleg, eða að minsta kosti ekki eius góð og hún
ætti að vera, þá er samt flestum vel til þeirra,
og þykir gaman að koma þeim á bak. Það er
heldur eigi svo óeðlilegt, þó mönnum finnist til
hestanna, því fallegri og tignailegri skepnur
gefur eigi að líta hér á landi, ef þeir annars
eru vel uppaldir og vel ineðfarnir.
Eitt með fleiru, sem fundið hefir verið
að okkar hestum, er vöxturinn eða hvað
þeir eru litlir. Til þess &ð ráða bót á þessu,
hefir verið stungið upp á að fá hesta frá út*
iöndum til kynbóta.