Fjallkonan - 20.04.1901, Síða 1
Kemur úteinu sinni
í viku. Verð árg. 4 kr.
(erlendis 5 kr. eða l’/a
doll.) borgist fyrir 1.
júlí (erlendiB fyrir-
fram).
Uppsögn (skrifleg)bund-
in við áramðt, ðgild
nema komin sé til út-
gefanda fyrir 1. oktð-
ber, enda hafi kaupandi
þáborgað blaðið.
Afgreiðsla: Þing-
holtsstrœti 18.
XVIII. árg.
Reykjavík, 20. apríl 1901.
Nr. 15.
íburðarmikil húsgögn.
^i.-oL§r§r-o.ístc^ii (ameríkanskur) íyrir karlmann. Fjaðrir í bak
og sæti; klæddur plussi og kögraður, á 125 kr. R.HggU.StÓll íyrir dömu eins
að útbúnaði á 80 kr.
Cliaiselong: á 65 kr. Þessi húsgögn eru seld með innkaups-
verði auk farmgjaids.
Ben. S. Þórarinsson.
Biðjið ætíð um:
OTTO MONSTEDS
danska smjörliki,
sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott
og smjör.
Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað
hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin.
Fæst hjá kaupmönnunum.
Landshankinn eropinn hvernvirkandagki.il—2.Banka-
stjðrnin við kl. 12—1.
Landsbókasafniö er opið hvern virkan dag ki. 12—2 og
einni stundu lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána.
Forngripasafnið er i Landsbankahúsinu, opið á mið-
vikudögum og iaugardögum kl. 11—12 f. m.
Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á sunnu-
dögum kl. 2—3 e. m.
Ókeypis lœkning á spítalanum á þriðjudögum og töstu
dögum kl. 11—1.
Óktypis tannlækning í húsi Jóns Sveinssonar hjá kirkjunni
1. og 3. mánudag hvers mán., kl. 11—1.
Á aldamóiunum.
Ræða, sem haldin var við háskólann í Kaupmannahöfn
í fyrirlestralok fyrir jðlin 1900.
Eftir Harald Höffding.
Þegar eg nofca þennan síðasta tíma okkar
á þessu ári, tilheyrendur mínir, til þess að
líta yfir öldina, sem nú er bráðum liðin, mætti
segja, að skifting tímans í aldir sé einungis
borgaraleg niðurröðun, sem kemur andlega
lífinu ekkert við, þvi saga þess hefir alt aðra
niðurskipun en almanakið hefir að geyma.
Merkustu tímabilin hefjast þegar nýjar hugs-
anir og stefnur í lífinu og vísindunum koma
fram, og það fer ekki eftir almanakinu. Ný
öld má segja að hefjist á hvaða tíma sem er.
Það kemur líka fram í söguuni, að hin and-
lega öld getur hafist fyr eða síðar en borg-
aralega öldin. 18. öidin hófst með Locke,
Newton, Boyle og Leibniz, og 19. öldin hófst
þegar Rousseau, Lessing, Kant og Goethe
settu fram skoðanir, sem stefndu bæði hærra
og dýpra en þá grunaði, sem áttu þátt i bar-
áttunni milli fxæðslu (upplýsingar) og trúar-
reglna (ortodoxi). Það er bersýnilegt, að
tímabil í sögunni er á enda, þegar þau
aðalmál, sem menn höfðu skipast um, ráða
ekki lengur flokkaskiftingunni. En ein öldin
getur haft mikil áhrif á aðra fyrir það, að
menn nýja tímans eru aldir upp í hugsunar-
hætti hins fyrra tíma og verða oft að eiga i
baráttu til þess að verða lausir við hann.
í æfisögu Stuarts Mills eftir sjálían hann,
sem er einhver merkasta bók, sem út hefir
komið á 19. öldinni, er hægt að kynna sér
stefnumismuninn milli 18. og 19. aldarinnar.
Þó er það rétt, að lita aftur við lok hinn-
ar borgaralegu aldar, eins og vér gerum á
afmælisdögum vorum. Menn hafa líka fundið
löngun til þess fvrir 100 árum. A gamlárs-
kveld 1900 var hátíðleg samkoma í Weimar;
um miðnætti settust þeir saman í herbergi
Goethe, Schiller, Scheliing og Steffens og
drukku kampavin. Samtalið var fjörugt, en
ekki vita menn hvað þeir hafa sagt um alda-
mótin. Þó getum vér séð nokkuð, hvernig
einum af þessum mönnum hefir verið innan-
brjósts, af því, hvernig Schiller hafa farist
orð fyrir og eftir aldamótin. 1794 ritaði hann
vini sinum, lækninum og heimspekingnum
Erhard: „Gerið sem eg segi yður, og látið fyrst
um sinu hið vesallega, ómaklega og óþrosk-
aða mannkyn eiga sig. Dveijið í hinu fagra
og rólega landi hugsjónanna, og geymið það
tímanum að færa þær inn í verkiega lifið“.
Hér kemur fram nokkuð af því bezta, S6m
mikilmenni þeirrar tíðar höfðu tii að bera:
eldlegur áhugi fyrir hugmyndunum og hugsjón-
unum, og mistrúnaður á mennina, sem átti rót
sína i afgiöpum stjórnarbyltingarinnar.
19. öidin hófst þannig, að hinn ytri og
innri heimur stóðu öndverðir hvor öðrum.
Ef vér lítum á, hvernig háttað er í hinum
innra heimi, þá birtir þó fyrir oss. Bæði
„upplýsingar" og „rómantíkur“ mennirnir
vóru hvorir á sinn hátt sannfærðir um, að
hið helzta ósamræmi væri burt numið. Hóm-
antiska hreyfingin ruddi sér veg i bókment-
unum og heimspakinni, og boðaði, að skáld-
skapur, vísindi og trúarbrögð skyldu ekki
framvegis standa hvort öðru öndyert, heldur
skyldi sannur skáldskapur, sönn vísindi og
sönn trúarbrögð mætast í samhljóðun. Yér
skuium nú fyrst sjá, hvernig farið hefir fyrir
rómaatikinni, sem hið andlega líf aldarinnar
sem leið hófst með, og svo skulum vér sjá,
hvernig farið hefir fyrir „hinu vesallega, ó-
maklega og óþroskaða mannkyni“, sem hafði
verið látið eiga sig.
I.
Undir eins á fyrstu áratugum aidarinnar
urðu gagnstæðurnar meiri en áður á hinu and-
lega svæði. Ágreiningur i trúarefnum hafði
legið i þagnargildi, en kom nú fram, og
ágreiningurinn um lifsskoðanirnar varð harð-
ari. I staðinn fyrir hina rómantisku sam-
hljóðun kom realistisk ósamhljóðun. Eg get
ekki hér rakið orsakirnar til þeirrar breyt-
ingar, er gerði 19. öldina að öld gagnstœð-
anna; eg hefi annarsstaðar gert fcilraun til að
skýra þessa breytingu, sálfræðilega og sögu-
lega (í ritgerð um trú og þekkingu, sem er
prentuð í „Mindre Arbejder11 eftir mig). Hér
vil eg þar á móti taka það fram, að breyt-
ingin skilst betur, ef vér berum þrosk-
uu trúarbragðanna og iifsskoðananna á öld-
inni sarnan við sögu vísindanna á sama tíma.
19. öldin hefir ekki verið skapandi, ekki
lagt grundvöll á svæði vísindanna. Yísinda-
hugtak nýja tímans varð til á „renaissanse-“
timanum, og á 17. öldinni með Kepler og
Gaiílei, De cartes (frb. Dekart) og Newton
(njúton). Þessir menn hafa sett vísindum
nýja tímans markið og lagt grundvallarregl-
urnar. Starf 19. aldarinnar hefir verið, að
beita þessum reglum svo víða sem unt hefir
verið. Þaðan stafa stórkostlegar uppfundn-
ingar, sem hafa gert hið ytra líf manna
þægilegra og fært þjóðirnar og mennina nær
hvor öðrum. Eu grundvallarhugmyndirnar
eru enn hinar sömu sem þegar vísindi nýja tím-
ans hófust. 19. öldinni er það aftur á móti
að þakka, að hún hefir betur en nokkur önn-
ur öld leitað að og fundið staðfesting reynsl-
unnar á skoðunar og lærisetningum (teóríum).
Hún hefir verið öld staðfestinganna. Um það
má sannfærast með því, að kynna sér sögu
kraftslögmálsins. Menn vóru komnir á þá
skoðun á 17. öld, að ekki væri meira í verk-
uninni en orsökinni, og á þeirri setningu
grundvallaði 17. öldin vísindi sín. En það
var ekki fyrr en á 19. öldinni, sem sýnt var
fram á það með miklum lærdómi, að þessi
skoðun væri rétt. Náttúrufræðingar í ýmsum
löndum funda lögmálið, án þess hvor vissi af
öðrum: Robert Mayer, Jouie, Helmholtz og
Colding, og þeir áiitu að svo hlyti að vera,
en þeir létu sér ekki nægja með það. Þeir
rannsökuðu ýmsa náttúrukrafta, og reyndu að
sanna, að ætíð kæmi fram jafnvirði fyrir þann
kraft, sem sýndist verða að engu. Það er
hægast að sanna þess konar jafngildi í nátt-
úruvísindunum, af því hægt er að telja,
mæla og vega efnið; þar hefir hin vísinda-
lega staðfesting unnið einn sinn mesta sigur.
Önnur vísindi hafa unnið í sama anda. Og
hið merkasta ritverk í rökfræði (logik), sexa