Fjallkonan


Fjallkonan - 20.04.1901, Side 2

Fjallkonan - 20.04.1901, Side 2
s FJALLKONAN. fram hefir komið á öldinni, „Sysfcem of Logic“ eftir Stuart Mill, er líka í greinileguin skiln- ingi staðfestingarrökfræði (verifikatior.slógik), svo að hún gerir það óskiljanlegt með niður- stöðum sínum, að ný hugsunarupptök og til- gátur geti komið fram. [Niðurl. næst]. Prestalaunamáliö. Þ6 Fjallk. fylgi annari skoðnn í þossu máli en höf. sft sem ritað heíir grein þá sem hér fer á eftir, eins og tekið verður fram í athugasemd aftan við hana, hefir blaðið ekki viljað synja honum rúms, með því að nauð- synlegt er að skoða þetta mál frá öllnm hliðum. Á siðasta alþingi báru þeir Einar prófast- ur Jónsson i Kirkjubæ og sira Jens Pálsson í Görðum upp frumvarp til laga um breyt- ingu á launum presta. Breytingin er í því fólgin, að sóknatekjur presta: fasteignar-lausa- fjártíund, dagsverk, lambsfóður, ofíúr og lausamannsgjald sé afnumið, og í hækkun á borgun fyrir aukaverk, en að prestarnir i stað sóknatekna íái árlega úr landssjóði laun, er samsvari upphæð þessara tekna eftir 5 ára meðaltali (1893—1898). Frumvarp þetta hefir verið sent um alt land til ihugunar og athugun&r, og munu flesfcir þeir, er réttlega hafa kynt sér það, vera á þeirri skoðun, að frumvarpið sé vel hugsað og horfi til sannlegrar umbótar. Það miðar ekki til þess, að leggja nýjabótágam- alt fat, eins og lögin frá 3. apríi þ. á. gera, sem sira Sigurður Stefánsson barðist mest fyr ir, og ekki eru annað en óverulegt kák, en þó til ills eins, heldur fer það fram á algerða umbreyting á tekju-gjaldmátanum; í stað gam- allar óhentugrar, leiðrar og óvinsællar skatt- innheimtu, fer það fram á, að losa prestana við ixmheimtuna. Frá prestanna sjónarmiði skoðað getur eng- rm blandast hugur um, að frumvarp þetta er þeim i hag; það ^r mjög mikill hagur fyrir prestinn sem sálusorgara, að vera laus við að vera skattafógeti, enda er innheimtan á sókna- tekjunum algerlega ósamboðin prestsembætt- inu sem sliku, þvi hún er engu embætti móthverfari en þvi, en svo er tilhögunin vís- dómsfull meðal vor, að prestarnir mega heita þeir einu embættismenn, er sjálfir þurfa að innheimta laun sín. -- Það er mjög mikill hagur eða ávinningur fyrir prestinn, að þurfa ekki víða hvar að sækja talsvert af sínum litlu tekjum í vasa þeirra manna, sem ef til vill spyrja daglega með skylduliði sínu ang- istarfullir „hvað eigum vér að borða og hverju eigum vér að klæðast'?“ Sérhver viðkvæmur prestur mun eiga bágt með, að innheimta tekjur sínar hjá þessum bágstöddu mönnum, og þá missir hann tekjurnar, en slik affóll geta orðið talsverð, því margir eru sárfátækir. Af þessu myndast þá sannar eða lognar sög- sem slíkar: Fyrir alls ekki mörgum árum flutti prestur nokkur hér á landi, sem var rikur, ágæta ræðu úfc af kærleikanum til ná- ungans. Þegar komið var úr kirkjunni, bað sárfátækur sóknarbóndi hans hann að lána sér litla matbjörg, en það gat presturinn ekki, en krafði hann um tekjur sínar, eftir þvi er sumir segja. Það er mjög mikill hagur og ávinningur fyrir prestinn, að þurfa ekki að sækja tekj- ur sínar í vasa skuldseigra refjamanna, sem lítinn eða engan„ vilja hafa á þvi, að borga prestinum hinar lögboðnu tekjur, og sé prest- urinn meinlaus, missir hann gjaldið, eða fær það loks eftir langan tíma, ef til vill með af- föllum, af því hann samkvæmt stöðu sinni elskaði friðinn. Að vísu hefir presturinnrétt- inn á því að innheimta tekjurnar „eftir striki“ með lögtaki, en þá má búast við ófriði, hatri og jafnvel ofsóknum og kærum vondra manna, sem enga velsæmistilfinning hafa og lítt hirða um drottins hótanir, jafnvel óvinir kristin- dómsins reyna þá sem oftast að sýna bisk- upnum — náfctúrlega alfc af hræ-nisfullri vand- lætistilfinningu fyrir kirkjunni — fram á það með mörgu móti, hvernig drottins þjónar séu ónýfcar fyrirmyudir hjarðarinnar, hvernig þeir með dagfari sínu brjóti niöur kenningu sina og séu því fjarlægir því háá marki, að vera hei- lagir, eins og sá er heilagur, sem oss hefir kallað, og getur þá harla margt ómerkilegt orðið notað. Reynslan hefir sannað, aðbisk- upinn hefir stundum látið til sín fcaka fremur sem dómari en talsmaður prestanna, og má þá búast við óförum, ekki sízt ef óhreinlyndir prófastar róa undir og biása vel að kolun- um. Með þessu er ekki sagt, að vondir menu hafi ei og geti ei fundið fleira til ófrið- ar efnis en skattgreiðslu. Oft þarf lítið til og enda alls ekkert. Blöðin hafa skýrt frá því, og reynslan sann- að, að margir prestar lifa við harða fátæktog mesta basl, ekki síst á Norðurlandi. Yæri þá ei þörf á því, að reyna að bæta lítið eitthag þeirra án verulegrar launahækkunar, en með skynsamari og sanngjarnari tekjugreiðslu. Mjög merkur kennimaður hefir skrifað þessi orð: „Sá presfcur sem lifir á eymdarbrauði og hefir búksorgir, hefir ekki það sálarfjör, sem er skilyrði fyrir því, að stunda embættið ræki- lega, og sá sálusorgari, sem betlar brauð sitt hjá efnamönnum, getur ekki búist við því, að hafa áhrif á þá“. Ef litið er á málið frá safnaðanna eða gjald- endanna hlið, hljóta allir, sem vilja sjá hið rétta, að sjá, að breyting sú sem frumvarpið fer fram á er einnig þeim í hag, ekki sízt hinum fátæku, en meiri hlutinn er þó fátæk- ir menn. Það er mjög mikill hagur fyrir efnamann- inn að losna við 20—30 kr. árlegt gjald, sem á honum kann að hvíla, auk annara skafcta, og ekki er það minni hagur fyrir hinn sárfá- tæka fjölskyldubónda í öreigatíund, að lo3na við 7—8 kr. árlegt gjald. Hversu langan tíma ogmikinn erfiðieika kostar það eigi dags- verkamanninn á enda hinna víðlendustu presta- kalla að vinna dagsyerkið? ,sama er að segja oft með eifiðleika á lambaflutningum i og úr fóðri. Eg álít að hið mikla verzlunar- sam- band milli prests og safnaðar sé ekki með- al til að glæða hið góða kristilega samband, sem nauðsynlega hiýtur að eiga sér stað milli prests og safnaðar bæði innan og utan kirkju til sameiginlegra heilla og blessunar ea guðs- ríkis útbreiðslu og eflingar meðal vor. Eg álít einmitt, að bæði prestar og söfnuð- ir verði frjálsari og þægilegar settir, með því að losna við slíkt viðskiftabrall, nema ef prestar ættu að hafa á hendi innheimtu kirkju- gjaldanna. Upphæð landssjóðsgjaldsins, sem er 65,000 kr. í stað sóknatekna um alt land, er ekki stórfé, sem ná mætti með tolli eða öllu held- ur með heppilegri ráðstöfun. Þannig fengist mikið upp í gjaldstofn þennan, ef lækkað yrði það árlegt gjald, er landsjóður leggurfcil hins sameinaða gufuskipsfélags fyrir gufu- skipaferðirnar. Stórkaupmaður Thor E. Tul- inius og frú Gk Wathne halda uppi strand- ferðum án landssjóðsstyrks. Þegar læknaem- bættum nýlega var fjölgað, var ekki spurt eftir neinum tolli eða hvaðan útgjöldin til þeirra ættu að koma. Þess má geta, að í fyrra vetur var rætt um það á landsþinginu í ríkisdeginum í Kaupmannahöfn, að aftaka preststíundina, en endurgjalda prestum hana úr landssjóði. Móti því að aftaka tíundina var biskup H. Y. Sthyr á Fjóni, sem þá var kirkju og kenslumála- ráðherra. Hann sagði á fundi í desember f. á., að ef presttíundin yrði aftekin, yrðuprest- ar að fá hana 20-falda endurgoldna; á sama máli var prófastnr F. K. Bjerre i Vester-Hass- ing, sem varð eftirmaður Sthyrs í ráðherra- sessinum, en með því að aftaka hana var fremstur í flokki et.atsráð proprietair Brein- holt (frá Vandborg-Yestergaard) á Jótlandi, og margir herramenn og stórbændur fyigdu skoðun hans. Breinholt sagði meðal annars, að tínndin væri þrælamerki á frjálsri fasteign. Ef íslenzkir leikmenn og bændur líta nú öðru- vísi á þetta mál, en leikmenn og bændur í Danmörku, þá rætist sannalega gamla mál- tækið, „að síaum augum lítur hver á silírið“. Að endingu skal ég geta þesa, að ég álít það skoðunarmál, hvort hækka beri tekjur presta fyrir aukaverk, að undantekinni ferm- ingunni, því allir samvizkusamir prestar hafa mikið fyrir barnauppfræðslunni. Yfir höfuð er það mín skoðuu, að embætiismenn, sem landssjóður launar, eigi ekki að hafa háar aukatekjur, en þá virðist mér aftur, að ekk- ert prestakall ætfci að hafa minni tekjur en 8—900 krónur. Prestur. Atkugasemd ritstj. Fjallk. er algerlega á móti breytingum á prestalaunum að sinni, en vill að pr33taköllum sé smámsaman fækkað eftir því sam vegirnir gerast greiðari í hér- uðunum. „Brauða“-samsfceypan mæltisfc illa fyrir framan af, en þ i voru víða vegir ógerðir, sem nú eru lagðir og hafa mjög stytt fjar- lægðirnar. Með því móti ættu tekjur presta að aukast nægilega. Eftirlaun presta eru nú lika oflág, en alt þetta mætti laga smámsam- an með samsteypunum. — Kirkjueignirnar ætti að selja, og andvirðið að renna í laads- sjóð. Það er og í sjálfu sér eðlilegast, að kirkjnaeigi ekki landeignir, þvi Kristur sagði, að sitfc ríki væri ekki af þessum heimi. Reykjavík í krók og kring. i. Rcykjavík að fornu. — Arnarlióll. Mér þykir bezt við eiga, að hefja frásögn mína á Arnarhóli, því það er einhver merk- asti staður í sögu Reykjavíkur og þar með í sögu alls landsins. Þaðan eiga upptök margar minningar að fornu og nýju. Þang- að bar öndvegissúlur Ingólfs, sem hann hafði skotið fyrir borð einhversstaðar fyrir sunnan land og austan, því hann bar að landi þar sem nú heitir austur-Skaftafellssýsla, og tók land í Öræfum. Upp á Arnarhól hafa þeir gengið Yífill og Karli, eftir er þeir fundu öndvegissúlurnar, og litast um. Þar er víð- sýni, og er þar nú einna bezt útsjón sem hægt er að fá yfir bæinn og umhverfi hans. Þaðan er fjallasýn í allar áttir, og ágæt út- sjón yfir skipaleguna og eyjarnar. Þaðan sér inn að Laugum, og má vera að þeir Vífill og Karli hafi fyrstir gefið Reykjavík nafn, er þeir hafa komið fram hjá Laugarnesi, eða staðið á Arnarhóli og horft yfir víkina. Nafa- ið Arnarhóll getur bæði verið dregið af fugls- nafni og mannsnafni, líklega af mannsnafni, og væri svo, hafa þeir Yífill og Karli ekki nefnt hólinn svo, því ekki er ann&rs getið, en þeir væru tveir einir á ferð. G-æti þá verið að Ingólfur sjálfur eða menn hans hefði síðar kent hólinn við einhvern þeirra félaga, og gæti hann jafnvel verið kendur við Örn föður Ingólfs, og að hann hefði farið hingað með syni sínum, þó Flóamannasaga segi, að hann hafi dáið í Noregi skömmu áður. Ekki mun Ingólfur hafa reist bæ á Arnar- hóli, þó ýmislegt kynni að mæla með því að svo hefði verið, heldur mun hann hafa reist bæinn þar sem nú eru hús Andersens skradd- ara og Magnúsar snikkara Árnasonar í Aðal- stræti, eða þar nálægfc. Það var venja, að kirkjur vóru reistar gagnvart bænum, og má því ráða af kirkjugarðinum gamla, að gamli bærinn hafi staðið þar sem nú var sagt, þó ekki væri annað til sönnunar. Um aldamót- in 1800 var þar landfógetahúsið og hús Bechs söðlasmiðs, en af uppdrætti frá 1715 má greinilega sjá, að bærinn í Reykjavík hefir verið á þessum stað,

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.