Fjallkonan


Fjallkonan - 15.05.1901, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 15.05.1901, Blaðsíða 1
Kemur úteinu sinni í viku. Vetð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr. eða l’/a doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram). Uppaögn (skrifleg)bund in við áramðt, ðgild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. oktð- ber, enda hafi kaupandi þáborgað blaðið. Afgreiðsla: Þing- holtsstrœti 18. XVIII. árg. Reykjavík, 18. maí 1901. Xr. 19. Biðjið ætíð um: OTTO MONSTEDS danska smjörliki, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. W^T Fæst hjá kaupmönnunum. Landsbankinn er opinn hvern virkan dag kl. 11—2.Banka- stjðrnin við ki. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Forngripasafnið er í Landsbankahúsinu, opið á mánu- daginn miðvikudögum og laugardögum ki. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á sunnu- dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lœkning á spítalanum á þriðjudögum og íöstu dögum kl. 11—1. Ókegpis tannlœkning í húsi Jðns Sveinssonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánudag hvers mán., kl. 11—1. nL-» *•!»» ’sl*’ *\U* nL-* Sjávarmælingar við ísland. Ekkert íslenzkt blað heíir skýrt frá sjávar- mælingum þeim sem framkvæmdar hafa verið hér við land á „Diana“ undanfarin ár. Þyk- ir því Fjallkonunni rétt að gera það, og er þessi skýrsla tekin eftir ritgerð sjóliðskapteins Hammers, sem staðið hefir fyrir því verki og prentuð er í „Gieographisk Tidskrift“. Skipaferðir hafa aukist stórkostlega við ís- land síðustu 30 árin. í stað þess að þá var að eins eitt gufuskip haft að sumrinu til þess að halda við samgöngum að nafninu við Dan- mörk, og svo fáein seglskip hinna stærri kaupmanna, ganga nú 9 póstgufuskip til ís- lands, og eru flest þeirra í þeim förum bæði vet- ur og sumar; enn fremur er fjöldi farmeimskipa, hvalveiðaskipa og mesti fjöldi fiskieimskipa og seglskipa sem ganga til fiskveiða. Skipstjórar á öllum þessum skipum hafa mjög léleg sjókort sér til leiðbeiningar á hinum örðugu og hættu- legu ferðum sínum við ísland og Færeyjar. Þessi kort eru gerð i byrjun aldarinnar sem leið, og styðjast við lélega landsuppdrætti frá þeim tímum og eldri, og svo við djúp- mælingar, sem þá höfðu gerðar verið á ein- staka stað, en sýna auðvitað ekki neina á- reiðanlega mynd af sjávarbotninum og eðli hans. Kapt. Hammer segir, að allir verði að játa, hve mjög það sé bagalegt, að engin á- reiðanleg sjókort séu til yfir þessi svæði, og telur hann það þjóðlegt drengskaparmál fyrir Dani, að vinna það verk. Nú hefir fyrir nokkuru verið byrjað á verki þessu. Það gerði kapt. Holm á „Diana“ 1898 við austurstrendur íslands, og hefir því verið haldið áfram síðan undir forstöðu Hammers. Þetta er mikið og örðugt starf, og þarf að vinna að því árum saman. Strandlengjan á íslandi er um 800 fjórðungsmilur á lengd, eða jafnlöng og frá Kaupmannahöfn til Róms, og svæðin, sem mæla þarf, ná víða 50—60 fjórð- ungsmílur út frá ströndinni, eða álíka langt og er frá Hausthólmi á Jótlandi til Noregsstranda. Þar að auki vantar áreiðanlega undirstöðu fyrir mælingarnar í góðum landsuppdráttum. Yerkið verður enn örðugra fyrir það, að mæl- ingarnar verða að fara fram fyrir opnu At- lantshafinu, og á því svæði, sem mjög er þokusamt; við Berufjörð eru til dæmis 212 þokudagar á ári; það veldur líka örðugleik- um, að vegna hinna tíðu straumbreytinga verður að ákveða stöðu skipsins 5. hverja mínútu til þess að djúpmælingarnar verði nógu nákvæmar. Enn fremur má geta þess, að áttavitinn vísar ekki rétt á sumum stöðum. Þó hefir nú tekist að mæla svæðið við austurströnd íslands frá Langanesi að Yestrahorni, og suðurströndina frá Hjörleifs- höfða að Yestmanneyjum, en á svæði því sem þar er á milli er landsuppdrátturinn svo ónákvæmur, að fyrst verður að leiðrétta hann með mælingum á landi. Þá minnist höfundurinn á fiskirannsóknir, sem gerðar hafa verið á fjörðunum, einkum til þess að komast eftir því, hvar bezt muni vera að afla kola; sú veiði er að kalla ókunn á íslandi. Til þessara rannsókna var á skip- inu dýrfræðingur og einvalalið fiskimanna. Helzti árangurinn af rannsóknum dýralífsins varð sá, að kringum Yestmannaeyjar fundu þeir það dýralíf, sem er mjög líkt því sem gerist við Skotland, og þar sem dýpið er mest kringum eyjarnar, er dýralífið hið sama og eingöngu er að finna við strendur Portú- gals. Með þessu er fengin ný sönnun fyrir því, að Golfstraumurinn berst að íslandi við Yestmanneyjar, enda er það kunnugt, að þar er loftslagið miklu mildara en annarsstaðar á íslandi. Meðal þeirra fjarða, sem mældir vóru árið sem leið, má nefna Hornafjörð. Sú mæling er mikils verð, því Hornafjörður er eini fjörð- urinn á strandlengju, sem er 260 fjórðungs- mílna löng, þar sem skip geta haft brúklegan akkerisbotn, en þessi fjörður hefir aldrei verið mældur. Innsiglin er annars mjög örð- ug; þar er mjó skipaleið inn, og venjulega er þar svo mikill straumur, að hann samsvar- ar 10—11 knúta hraða, svo að skipaleiðin er sem kaststrengur. Fjörðurinn er líkur lón- um i Danmörku; hann er mjög breiður en örgrunnur, svo að bátar geta að eins fleytt sér í smáálum, og eru þeir ekki nógu djúp- ir fyrir hafskip nema utarlega í firðinum. Póstskipið hefir gengið á Hornafjörð í nokk- ur ár, en þegar það kom á Hornafjörð í vor sem leið, kvaðst skipstjóri ekki fara þangað framar, nema fjörðurinn yrði mældur. Þetta hefir nú „Diana“ gert. Nú eru gerðir nákvæm- ir uppdrættir yfir álana, og merki sett á landi til leiðbeiningar skipum. Það er mik- ils vert, að Hornafjörður verði skipgengur, því hann er eina skipalegan á löngu svæði, og verður að fiytja þar alt á hestum. Ekki er þó hægt að sigla inn á Hornafjörð nema um flóð, þegar straumurinn er minstur, en af því dýpið í innsiglingunni um fjöru er 3—4 faðmar, verður að álíta að fjörðurinn sé skip- gengur, þegar sætt er sjávarföllum. Mikils er það vert, að nákvæmir uppdrætt- ir hafa verið gerðir af sjávarbotninum á Baru- firði; sá fjörðr er illræmdur fyrir sker og sí- feldar þokur. Þar er fundin innsigling með 50 faðma dýpi, og getur héðan af hvert skip, sem hefir góð mælingaráhöld, siglt þar inn, án þess að hætt sé við að það reki sig á sker þó þoka sé. Svo segja Islendingasögur, að Eiríkur rauði hafi fundið Q-rænland fyrir þá sök, að Qunn- björn hefði séð jafnframt Snæfellsjökul á ís- landi og jöklana á Grrænlandi. Fjarlægðin milli jöklanna er 300 fjórðungsmílna, og virð- ist því í fljótu bragði ómögulegt að þeir verði séðir undir eins. Þá mætti fjarlægðin ekki vera meiri en 180 fjórðungsmílur. Nú er þetta þó sannað. Þegar „Diana“ var við mæl- ingarnar i fyrra sumar, sá skipshöfnin Mýr- dalsjökul í skiru veðri í 180 fjórðungs mílna fjarlægð, en hann sést annars ekki í meiri fjarlægð en 80 fj. mílna. Yegna hyllinga sást jökullinn þá í nærfelt tvöfalt meiri fjar- lægð en venja er til. Má því telja víst, að sögurnar hafi rétt að mæla, og að hin ein- kennilegu geislabrot í norðurhöfunum hafi valdið því, að Grunnbj örn hefir séð bæði ís- land og Grænland í einu. Einu sinni var „Diana“ stödd í blíða logni við grunnbrún, sem náði um 50 fjórðungs- milur út frá ströndinni; þá umhverfðist sjór- inn alt í einu og gerði mikla ólgu og hvít- fyssandi brim. Sjófuglarnir fiugu í stórhóp- um og görguðu mjög. íslendingur var áskip- inu sem átti að leiðbeina sem kunnugur mað- ur; hann hljóp upp í lyftingu (kommandó- brú), og hélt að skipið væri komið að ein- hverju ókunnu rifi eða blindskerjaklasa. Dýp- ið var athugað, og var það 100 faðmar, og þegar botninn var rannsakaður, kom það í Ijós, að hafsbotninn var hór hallfleyttur; hækkaði úr 200 faðma dýpi í 100 faðma á nokkurra fjórð.-mílna fjarlægð. Þetta verður skýrt svo, að þegar sjórinn mætir þessum bratta, á hreyfingu sinni inn undir ströndina, knýst hann úr djúpinu upp í yfirborðið. Yið þetta umrót sópast líklega mikið af smádýr- um og smáfiski úr botninum upp á við, og við það fá þá fuglarnir æti. Af þessu atviki má ráða, hvernig stendur á ýmsum sögum skipstjóra um brimrót á hafi úti, þar sem síð- an hafa ekki fundist sker eða grynningar. Sjávarmælingarnar við Færeyjar eru miklu auðveldari en við ísland, af því þar eru fyr- ir hendi ágætir uppdrættir af eyjunum, sem

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.