Fjallkonan - 15.05.1901, Blaðsíða 2
2
FJALLK'ONAN.
herstj órnarráðaneytið hefir látið gera, eu að
öðru leyti eru mælingarnar þar erfiðar yegna
þoku og þykkviðris, sem þar er sífelt, ogsvo
vegna straumanna, sem eru þar miklir. Fiski-
miðin eru þar alt að 60 fj.milur frá landi og
suðvestur af eyjunum alt að 90, og verður
því að mæla þar mikið svæði. Afmælingun-
um í fyrra er það nú orðið kunnugt, að stór
fiskimið eru fyrir austan eyjarnar, 40—60 fj,-
mílna frá landi. Þar er botninn með 160—
200 faðma djúpum álum. Mælingar þessar
fóru fram á gæzluskipinu, og stóð sjóliðskapt.
Sohack fyrir þeim. Hann gerði hkauppdrátt
af Yogafirði (Vaagfjord) á Suðurey, sem áður
var illræmdur vegna blindskerja í mynninu.
Nú er það reynt, að fjörður þessi er hættu-
litill, og að hann er ágætt athvarf skipum,
þó í ofsaroki só.
Árið sem leið vóru gerðar 10 þús. djúp-
mælingar við ísland og Færeyjar.
Hafísinn i norðurhöfunum.
V. Oarde, kapt. í sjóliðinu danska, hefir rit-
að nm hafísinn í norðurhöfunum tvö síðustu
árin, eftir skýrslum þeim sem fengist hafa að
undirlagi hins alþjóðlega landfræðingamóts.
Samt hefir ekki tekiat að fá skýrslur frá
hafinn norðanvert við Ameriku, því ekki hafa
hvalveiðamenn frá Ameríkn fengið í tæka tíð
i hendur sýnishorn skýrslnanna. Af skýrslu
þessari má sjá, hvernig ísrekið hefir hagað eér
frá Nowaja Semlja, norðnr af austur-Eússlandi,
til vesturstrandar Bafiínsflóans og Davis snnds.
Hefir árið sem leið verið mikill is í Barenzhafi
(milli Spitsbergen og Nowaja Semlja) og kring-
um Spitsbergen og meðfram austurströnd Qræn-
lands. ísinn var í meðailagi við suðvestur-
strönd Grænlands og mjög iitili við Labrador
og í Baffinsflóanum. í skýrsiunni fyrir 1899
er þess getið til að mikill ís muni verða árið
1900 við austurströnd Qræniands, og studdist
það við þær sennilegu líkur, að af því litinn
ís hafði rekið suður í haf 1899, mundi verða
meiri „útflatningur“ af ísnum að norðan 1900.
Þessi spádómur hefir ekki ræzt; því árið 1900
var lika lítill ís á því svæði, sem hér er um
að ræða, eins og undanfarin ár, nema við Spits-
bergen. Því hafa menn ekki þorað að spá
neinu um þetta ár. — Þessar skýrslur eru
fengnar frá 51 skipi; vóru 34 þeirra dönsk og
17 norsk.
Búist er við að þessar rannsóknir leiði til
þess þegar tímar líða, að unt verði að finna
þær reglur, sem ísrekið fer eftir.
[Mun annars ekki ísinn í norðurhöfunum
vera að minka? Margt virðist benda á það.]
Strandierðabátarnir „Hólar“ og „Skál-
holt“ komu á róttum tíma og með þeim mik-
ið af farþegum.
Hafíslaust. Smáíshroði hefir verið við
Hornstrandir, en er rekinn burt fyrir nokkru.
Yeðrið hefir verið nokkuð hráslagalegt
síðustu daga. Annars má kalla að bezta tíð
hafi verið alt vorið, að undanteknu páska-
hretinu.
Aldamótasamkomur hafa verið haldnar á
Möðruvöllum og á Qrund í Eyjafirði. Þar voru
ræðuhöld og kvæði sungin. Þetta kvæði var
sungið á Möðruvöllum eftir Guðmund skáld Guð-
mundsson:
Sj& úr hafbláma’ í heiðríkju b61
eina og hýreygnr vorboði ris,
til að byggja Bér bró norð’r á pöl,
til að bræða þar fjöllin úr ís.
Yflr sæ
Buðri frá
kemur Bumar þitt fyrsta, vor öld;
hlýjan blæ,
heita þrá
ber þú hingað á foldarsvið köldl
Til þín horfir vor hugur og sál,
mðti heiliandi framtíðar barm’!
þú skait bera hið fúna á bál,
þú skalt byggja’ upp með þróttmiklum arm.
Ööngum frá
fornum haug,
látum feðurna blunda sinn dúr, —
herðum á
hverri taug:
spinnum heiður vorn sjálfum oss úrl
Komdu björt eins og logandi ljós,
kom með lífhvöt frá eannleikans strönd,
komdu blíð eins og brosandi róB,
réttu börnunum leiðandi hönd!
Þú ert ein
öldin vor:
vertu æskunni móðir í þraut;
Láttu bein
liggja spor
út í ljósið á menningar braut!
Færðu eldvakinn anda’ í vor ljóð,
íærðu’ oss auðsæld af hafi og jörð!
skapa þolgóða, tápmikla þjóð,
kapp sem þreytir við lífskjörin hörð.
Yertu’ obs Bönn
„sumaröld",
lyptu Biljósri, vorheiðri brá, —
yfir hrönn
heiðrík kvöld
láttu hefjast með dagroðans þrá!
Ó, að síðast, er sígur þitt tjaíd,
og þú sofnar og hverfur og deyr,
allir bleesi þinn veg og þitt vald,
og þú virt Bért æ betur og meir!
Hverfi skær
skjöldur þinn
eins og skinandi sólroðans gull,
loftsins blær
bölvakinn
hinata beri þjer skilnaðar full!
Heiðursgjöf. í gær vax sagt upp barua-
skólanum hór í bænum. Yið það tækifæri
hólt skólastjóri ræðu og mintist þess, að orga-
nisti Jónas Helgason hefi nú verið söngkenn-
ari við skólann í 25 ár og bæri öllum saman
um hve ágætlega hann hofði leyst það vanda-
sama starf af hendi. Hetði kenslan framan
af ekki getað orðið nema litil, en hr. Jónas
Helgason hefði nú fyrir 12—13 árum getað
fengið því breytt, að kenslan væri aukin og
að kent væri í hverjum bekk söngur og söng-
fræði. Þar næst leyfði hann börnunum að
taka til máls, og afhenti þá eitt þeirra söng-
kennaranum skrautprentað kvæði i nafni skóla-
barnanna með þakklæti frá þeim. Að þvi
búnu afhentu 7 böm, sem staðið höfðu fyrir
samskotunum, hr. Jónasi útskorinn göngustaf
með filbeinshún og gullhólk, og vönduð skrif-
færi, hvorttveggja með ágröfnu nafni hans og
orðunum: „frá skólabörnum".
Kvæðið hljóðar svo:
§Lag: Sólu særinn skýlir.
fst, þar Æsir byggja,
ómar fjallablær;
yzt þar andnes liggja
aldan bumbu slær;
forni fossinn bljómar
fram við klettaþröng;
alnáttúran ómar
:|: öll með helgum söng. :|:
Kynstur er af kvæðum,
kvæða’- og rímnalög
inn í sjálfs vor æðum
eins og hörpuslög.
Oft vér viljum eigi,
að þau snerti sál,
og vér skiljum eigi
:|: alheims tungumál. ;|:
Sagt er allir sjái
svipi úr andaheim
skýrt, ef skygnir ljái
skjól und hendi þeim.
Líkt þú opnar eyra
okkart, venur sál
skilja’ ið helga og heyra
:|: himna tungumál. :|:
Aldarijórðungs iðju
okkur þakka ber.
Fram að marki miðju
miðað hefir þér
Fár oss betur fræddi,
fár oss kærri var;
í oss gott þú glæddir
:|: til gagns og unaðar. :|:
Að þín blessist iðja
ærin merki sér.
Ungu börnin biðja
beztra heilla þér!
Svíf á söngsins bárum
sempre tenuto,
brenni blys með árum
:[: bjartar, creseendo. :|:
Mannalát. 9. apríl lózt á Vopnafirði Pót-
ur Quðjohnsen kaupmaður og áður lengi verzl-
unarstjóri fyrir Örum & Wulffs verzlun á
Vopnafirði, 68 ára. Hann hafði legið sjúkur
mjög lengi. Hann var kvæntur Þórunni
Halldórsdóttur, prófasts frá Hofi í Vopnafirði.
Hann var stúdent frá lærða skólanum i Eeykja-
vík 1862.
Dánar eru nobkrar merkiskonur í Árn-
essýslu, svo sem: húsfrú Ingileif Jóns-
dóttir á Búrfelli í Grímsnesi, kona Jóns óð-
alsbónda Sigurðssonar. Hún var dóttir merk-
ishjónanna: síra Jóns Melsteðs í Klaustur-
hólum og frúar Steinunnar Bjarnadóttur
Thorarensen (systir Boga Melsteðs). Hún
var á miðjum aldri.
19. apr. Sigríður Guðmundsdbttir, ekkja
Bjarna hreppstjóra Hannessonar í Óseyrar-
nesi. Hún var fædd á Slóttum í Hrauns-
hverfi 1817; fluttist þaðan með foreldrum sín-
um að óseyrarnesi 1823; tók þar við búi 1843,
og var þá fyrir 1 eða 2 árum gift Bjarna
Hannessyni frá Baugstöðum. Þau bjuggu
síðan í Óseyrarnesi til 1876, að þau brugðu
búi og tók Grímur þá við, er átti Elínu, ein-
berni þeirra. Bjarni dó 1878; en Sigríður
var síðan hjá Grími meðan hann lifði, og var
lengstum fyrir búi hans, bæði í veikindum
konu hans og eftir lát hennar. Eftir lát
Gríms fór hún að Flóagafli til Páls Gríms-
sonar, dóttursonar síns, og var hjá honum til
dauðadags.
Enn fremur dó í vor Gróa Jónsdóttir, ekbja
eftir Ólaf Jónsson merkisbónda í Eystrageld-
ingaholti á níræðisaldri.
Leiðrétt. Þar sem getið var láts Jóns bónda Jónsson-
ar á Hinnanúpi hefir mishermzt: að hann lézt 18. apríl,
og að hann haíði átt 8 börn og eru 7 á lífi.
Skipakomnr. 15. apr. „Golden Hope“, A. Hansen,
(fiskiveiðaBkip Garðars-fél.) — b. d. „Hólar" (strandferða-
sk.), 321, Jacobsen; kom frá Kanpmh. — 22. apr. „Ang-
nst“ (N. H. Dreiöe); kom frá Kanpmh. með vörnr til
Thomsenaverzlunar. — 23. „Opsal“, 80, J. N. Meve;
kom frá Cadix með salt tíl Hafnarfjarðar. — 25. apríl
„Laura“ (póstsk.), 649, J. F. Aasberg, kom frá Kaupmh.
— s. d. „Thyra“, ankask. gufuskipafél, 502, M. J. Ch.
Jörgeneen; kom frá Leith. — 26. apríl „Alecta", 335,
B.(G. Bellesen, kom frá Troon með saltfarm til Th.
ThorsteinBen og G. Zoéga.
1. maí „Ferona", 132, Pettersen; kom frá Mandal með
timbur til Björns Guðmnndss. kanpm. — 2. mai „Reykja-
vík“ 81, Waardahl. — 2. maí „Mysterious" 67, Eriksen;
kom frá Mandal með timbnr til Bj. Guðmundss. — 3.
mai „ísafold“ 194, N. M. Jensen; kom frá Kaupmh. með
vörnr til Brydesverzl. (í Vík, Vestmeyj., Rvík og Borg-
arn.). — 6. maí „CereB“ 730, Kjær.
Uppfundningar.
Loftsiglingar. Talið er víst að loftbátur
Zeppelins gamla muni duga vel með lítilli við-
gerð. En nú hefir þýzkur maður, Meyer,
smíðað loftbáta, sem látavel að stjórn, og hefir
hann sýnt þá i Ameríku.
Vindmylnu til að framleiða rafmagn hefir
þýzkur maður smiðað. Yængjahjólið er 39
fet að þvermáli, og yfirborð þess 1000 ferh.