Fjallkonan


Fjallkonan - 31.05.1901, Side 3

Fjallkonan - 31.05.1901, Side 3
FJALLKONAN. 3 hlaup, svo hestur og drengur sem með var, fór á kaf í sandbleytu; sem eg fór að hjálpa þeim, henti mig það sama. í annað sinn hitti eg það sama fyrir á efra veg- innm, most af hávöðum þeim sem komu að framan og gengu upp á móti straumnum, hverir að gengu yfir mig og hostinn. En vatnið sem heita átti var þó ei meira en í kvið. Þessu geta ei ókunnugir nærri og halda ýkjur, hvað þó engan veginn er. Eyrarbakka, 21. maí. Vetrarvertíðin hefir verið mjög rýr hér austanfjalls nema í Þor- lákshöfn; þar rúm 600 til hlutar hæst og full 300 af þorski, en á Eyrarbakka og Stokks- eyri rúm 400 hlutur og þar af 150 þorskur. Hæsti hlutur á Loftsstöðum rúm 200. — Skar- latssóttin breiðist fremur út á Eyrarbakka, þrátt fyrir allar ráðstafanir og dugnað hóraðs- læknisins, og lítur út fyrir, að hún sé á fleir- um heiœilum en menn vita. Frá litlöndum. Frá Búaófriðinum eru engin ný tiðindi. Hvorirtveggju þykjast hafa sigurfregnir að segja, eu víst er um það, að ekkert hefir þar gerzt sögulegt. Sigt í síðustu fréttum að Kristján de Vet hafi verið að draga saman nýtt lið og búast til áhlaupa í Óraníu í fé- lagi við Steyn. Alfred Millner, landstjóri Englendinga i Transwaal, var á leiðinni heim til Englands á fund stjórnarinnar. Ekki er enn lokið deilunum í Kína og alt af virðist þar vera ófriðlegt. Sendiherrar stór- veldanna hafa að sögn komið sór saman um, að skaðabæturnar skulu vera 450 miljónir taels og beðið kínversku stjórnina að segja til, á hvern hátt hún vilji greiða fé þetta. — Lagt hefir verið til að fá lán til þess, sem stórveldin öll ábyrgðust. Búist var við svari stjórnarinnar í þ. m. Ráðaneytisbreyting í Prússlandi, en ekki búist við neinni stjórnarfarsbreytingu. Ekki segir neitt frá ráðaneytinu í Dan- mörku. — Þar hefir verið verkfall með smið- um; mun þó vera að mestu til lykta leitt. Óínægja megn meðal stúdenta í Rússlandi út af gerðum stjórnarinnar við þá. Eftir sið- ustu fróttum ætluðu allir stúdentar við rúss- neska háskóla að láta það ógert að taka próf þetta árið. Kemisk verksmiðja í bænum Griesheim við Frakkafurðu við Mæná sprakk í loft upp 25. apríl. Allir bæjarbúar urðu að flýja. Eldur- inn óð yfir ána og kve.'kti þar í sveitaþorpi. Manntjón varð ekki mjög mikið, 20—25, en nær 200 manna meiddust meira eða minna. Banakonungar ætlaði eftir venju til bað- vistar suður á Þýzkaland, en Rússakeisari ætlar að dvelja í sumar í Kaupmannahöfn eftir er konungur er kominn heim aftur. Dreyfus hefir gefið út útlegðarsögu sína á frönsku og þýzku. Þýzka útgáfan heitir: Alfr. Dreyfus: „Fiiaf Jahre meines Lebens 1894— 99M, fæst í Kaupmannahöfn hjá Sigfr. Micha- elsens Efterf. (Einar Möller) og kostar 2 kr. 40 au., 340 bis. Uni óeirðirnar í Rússiandi segir svo í áreiðanlegu þýzku blaði: „Það er ekki rótt álitið, að óeirðirnar í Rússiandi stafi frá stúdentunum við háskól- ana, eða að það sé tilgangur þeirra að fá framgengt umbótum á kenslumálum við hina hærri skóla. Stjórnin rússneska gerir sór að visu alt far um, að breiða út þær skoðanir. En þar er alt annað og meira á seiði. Hór á rússneska stjórnin að mæta nýrri sósíalis- tiskri hreyfingu, sem er ágætlega undirbúin og dreifð víðsvegar um Rússland, og hafa stúdentarnir gengið í lið með þessum félags- skap, sem er að mörgu leyti líkur hreyfing- um þeim, sem komu upp á Rússlandi í tið Alexanders annars, þegar bænda-ánauðinni hafði verið lótt af og vonir um meiri umbæt- ur brugðust. Þessi undiralda, sem nú hefir risið, hefir látið mikið á sér bera í hinu rússneska Pól- landi og í suður-Rússlandi. Það sannar með- al annars, að hór er ekki um stúdenta eina að ræða, að margir hafa verið handteknir, sem ekki eru stúdentar; þar á meðal eru bændur, menn af verzlunar- og iðnaðarstótt- inni, kennarar og ýmsir fleiri, Engar áreið- anlegar skýrslur eru um það, hve margir hafa verið settir i varðhald, en víst eru þeir á annað þúsund. Það er langt frá því, að þessar óeirðir séu niðurbældar fyrir það; miklu meiri likur til að meiri róstur sóu í vændum, og eftir síð- ustu fróttum frá miðjum þ. m. höfðu þá ný- lega verið fangelsaðir margir menn í Póturs- borg. íslendingasögur á dönsku. Um „Egils sögu“ sem út er gefiu í safni því af íslend- inga sögum, sem þeir Yerner Dahlerup og og Finnur Jónsson gefa út og er endurskoð- uð þýðing afhinum dansksnöruðu íslendinga- sögum N. M. Petersens, segir svo í einu merk- asta blaði Dana, að bók þessi sem út kom í haust í stóru upplagi sé nú þegar uppseld, en eigi það skilið að koma út í mörgum út- gáfum. Hór heima ganga íslendingasögur ekki út. Adelina Patti, söngkonan fræga, ætlar að setjast að í Svíþjóð fyrir fult og alt, þar sem átthagar manns hennar eru. — Hún á höll i Wales á Englandi og hefir Játvarður Eng- lands konungur verið að semja við hana að undanförnu um kaup á þeim kofa handa sór. Uppfundningar. Litljósmyndun. Sviskur ljósmyndari, sem Grartner er nefndur, hefir fundið þá aðferð við ljósmyndun, sem ljósmyndarar hafa lengi þráð að kunna, en það er litljósmyndun, eða það að taka ljósmyndir með náttúrlegum lit- um. 8 7 6 5 4 3 2 1 Hvítt byrjar og mátar í þriðja leik. Ullarband, ágætt í nærföt, grátt, tvinnað og ’ þrinnað er til aölu í Þingholtsstræti í I8a. Útgefandi: Vald. Ásmundsson. Félaggprentsmiðian. Taflþraut 2. Eftir stud. art. Björn Pálason. Svart. a b c d e f g h 36 var í náttkápu og með ilmandi vindliag í munninum, og var að rugga sér. Það var auðséð, að þessi ungi veiklegi maður sparði ekki að njóta lífsins þegar ástæðurnar eða lánstraustið leyfði það. Þegar hann sat þar i bezta næði kom þar inn til hans Liu- der, þjónn Riisenskölds majórs, og læddist nærri því eifls og þjófur. „Hleyptu fyrir lokunni eða taktu lykilinn", sagði Rlisensköld ungi, og hann gerði svo. „Sá nokkur þegar þú gekst hér inn?“ „Nei, það var enginn í forstofunni og enginn á brautinni úti fyrir“. Eftir stundarþögn tók Riisensköld ungi svo til máls: „Þú virðist hafa gleymt loforði þínu þegar eg útvegaði þér víst í Hringnesi,- að þú skyldir láta mig vita alt sem við bæri á heimilinu. Þú hefir Iíklega haldið að þú værir sloppinn úr klón- um á mér, af því svo langt er síðan eg hefi mint þig á það, en þér hefir brugðist það“. Þjónninn varð fölur sem nár og röddin titraði: „Nei“, sagði hann, mér verður það iengst í minni, hvernig herra undirforinginn neyddi mig til þess með hótunum að skrifa undir játDÍngu um glæp, sem þér höfðuð tælt mig til að drýgja. Og þegar eg lof- aði yður þessu visai eg ekki hvernig húsbóndi minn mundi verða. En hann hefir verið mér betri en eg fái það fullþakkað“. „Heldurðu að hann verði það líka, ef eg sýni honum játningu þína, sem þú hefir skrifað undir?“ 83 skaða af þessum strákskap þínum iæt eg þig sleppa í þetta sinn Eg geymi samt víxilinn, en hvenær sem þú fer út yfir eudimörk iaganna næst, skal eg ekki hlífa þér. En þú hofir ef til riil sent fleiri siík skjöl á stað“. „Nei, eg segi yður satt“. „Viltu sverja mér það?“ sagði majórinn í beiskum hæðnis- tón. „Já eg get svarið það og lagtvið yðar drengskap, sem aldrei hefir verið blettur á, að eg hefi aldrei gert neitt þvílíkt, og að eg var sannfærður um, *ð eg mundi geta borgað peningana í tæka tíð. Þér hafið nú sýnt mér vægð, og eg má vera yður þakklátur, en ef þér ætlið nú ekki að hjálpa mér meira, þá getið þér eins vel fengið mig undir eins í hendur réttvísinni, því úr því eg er kominn að barmi glötnnarinnr.r, má það Btanda á sama, hvort þar ber að degi fyrr eða síðar“. Hinn gamii hermaður kendi í brjósti um frænda sinn. „Iðrun og góð hegðun getnr friðþægt fyrir brotið“, sagðl hann. „Viltu heita því, að fara gætiiegar og reyna að breyta ráðvendislega framvegis?“ „Já, það vil eg“, sagði undirforinginn og stóð upp; „þetta augnablik mun verða mér svo minnisstætt, að eg ætti æfinlega að muna eftir því“. Þetta sagði hann eflaust í einlægni. „Er tiihæfa í þessu kvonfangi, sem þú þóttist eiga vist". „Það er sem eg hefi sagt“. „Jæja, Þá ætia eg að gera tilraun, þó eg sé vondaufur. En

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.