Fjallkonan


Fjallkonan - 31.05.1901, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 31.05.1901, Blaðsíða 2
9 með vöxtum sér skilvíst hún skilar frá i ilmandi grösum og angandi blómum. Já — útlent er stofnfóð í þeim banka, en á þvi sáu þó fáir hanka. Hvítasnnnndag, 1901. Jón Ólafsson. Laust prestakall. Staður i Súgandafirði (608). _____________________ Veðrið iiefir nú um nokkra daga verið ó- venjulega hlýtt, 16—20 stig á Celsius í skugg- anum (einna mest á hvítasunnu, 26.—27. þ. m., yfir 20° C.). — Útlit fyrir bezta gras- vöxt. Prestkosning fór fram að Staðastað 16. maí og var sóra Vilhjálnmr Briern kosinn með ölium atkvseðum sem greidd vóru. Álþingiskosning. í fyrra fórst kosningin í Strandasýslu fyrir vegna óveðurs, og var því frestað tii vors. Þar var nú kosið 21. maí, og kosinn eins og vænta mátti Ouðjón Giiðlangsson á Ljúfustöðum, með 46 atkv. Auk þess var i kjöri Ingimundur Magnússon i Snartartungu (ekki Snartastöðum sem i e-u blaði stendur) og fókk 19 atkv. Aðrir buðu sig ekki fram. íslenzkt botnvörpuskip. Kaupmaður W. ó. Breiðfjörð hér í bænum hefir orðið til þess fyrstur Íslendinga að eignast botnvörpuskip. Það er um 100 smálestir, og á hann það einn, og er það þegar lagt út á veiðar. Skipstjóri Þórarinn Jónsson, en veiðistjórinn enskur. Er nú svo að heyra, sem hljóðið í þeim mönnum, sem aldrei hafa viljað viðurkenna dugnað Breiðfjörðs kaupmanns, só eitthvað breytt, og eru þeir farnir að tala um hans „óalgengu framtakssemi og ötulleik“. Ilákarlaveiðar eru nú að hætta að sögn sunnanlands, af því að þær svara varla kostn- aði. Norðanlands halda þær enn áfram. Hafa hákarlaskip þar fengið í vor jafnan og góð- an afia, flest um og yfir 100 tunnur lifrar í fyrstu ferð. ______________ Skipkaup. H. P. Duus kaupmaður, eigandi Keflavikur-verzlunar, hefir keypt járnskon- nertu af Sylvan útgerðarmanni i Helsingborg, fyrir um 17000 kr. Skipið er 84 tons og 4 ára gamalt. Það á nú að heita „Ásta“ og verður haldið út úr Keflavík. Dáinn aðfaranótt 29. maí Holger Clausen kaupmaður, á 70. aldursári, úr nýrnasjúkdómi, og hafði hann verið heilsutæpur síðustu árin. Hann var sonur Hans A. Clausens kaupmanns og etazráðs, eiganda ýmissa verzlana hór í landi. Yar hann lengi talinn í röð helztu borgara i Kaupmannahöfn, og er dáinn fyrir nokkrum árum. Móðir Holgers Clausens var Ása Sandholt, og er hún dáin fyrir skömmu. Hún var af hinni alkunnu Sandholts-ætt, sem er í annan þáttinn norðan úr Þingeyjarsýalu, en i hinn af Eskimóa kyni. Holger Clausen rak lengi verzlun í Ólafsvík, Búðum og Stykkishólmi bæði fyrir föður sinn og síðar fyrir sjálfan sig. Hann var tvikvæntur. Fyrri konan var útiend, og átti hann með henni tvö börn, son og dóttur, en seinni konan er G-uðrún Þorkelsdóttir prests Eyjólfssonar frá Staðastað, er lifir mann sinn ásamt mörgum börnum. Hann var þingmaður fyrir Snæfells- sýslu 1881—1886. Holger Clausen var at- gervismaður mikill og höfðingi í lund, gleði- maður, skemtinn og fyndinn. Á yngri árum hafði hann farið víða, og hafði verið sjö ár í Ástralíu, meðal annars við gullnám. fjall:konan. Dáin héríbænum Margrót Dorothaa Bjarna- dóttir, tengdamóðir Sigfúsar bóksala Eymunds- sonar, dugnaðar og myndar kona í sinni tíð. Druknanir. Frá hinu mikla manntjóni undan Eyjafjöll- unum hefir frézt nánara síðan Fjallk. sagði fyrst frá því. Þetta eiu nöfn hinna drukn- uðu: 1. Árni Björnsson, b. á Minniborg, 64 ára. 2. Árni Bnnólfsson, b. YztabælÍBkoti, 40. 3. Árni Sigurðsson, bónda Sveinssonar á Rauðafelli, 20. 4. Bjarni Ingimundsson, vm. Baufarfelli, 27. 6. Bjarni Sveinsson, vm. Ytri Skógum, 31. 6. Björn Sigurðsson, bónda Halldórssonar í Skarðshlið, formaður á skipinu, 24. 7. Einar Einarsson b. á Baufaríelli, 48. 8. Finnur Sigurfinnsson, b. Stóruborg, 45. 9. Quðm. Óiafsson, b. Syðra-Hrfitafellskoti, 45. 10. Guðmundur JónBson, vm. Leirum, 33. 11. Halldór J. Stefánsson, b. Bauðafelli, 69. 12. Jón Ólafur Eymundsson, vm. Eyvindarhólum, 31. 13. Kort Hjörleifsson, b. Berjaneskoti, 68. 14. Magnús Sigurðsson, bróðir nr. 6, 19. 15. Oddur Oddsson, sonur búandi ekkju á Ytri-Skógum, 26. 16. Sigfús Jónsson, Jónssonar i Lambafelli, 22. 17. Sigurjón Bjarnason, skósmiður, Eystri-Skógum, 28. 18. Stefán Tómasson, b. Bauðafelli, 35. 19. Steinn Guðmundsson, vm. Drangshlíð, 20. Kvenmennirnir 8 hétu: 20. Anna Salómonsdóttir, vk. Eyvindarhólum, 60. 21. Guðný Bjarnadóttir frá Vestmannaeyjum, systir nr. 17. 2‘J. Bannveíg Gísladóttir frá Eystri-Skógum, 19. 23. Sveinbjörg J. Þorsteinsdóttir bónda á Hrútafelli, 16. 24. Sveinbjörg S Sigurðardóttir, systir nr. 3, 16. 25. Vilborg Brynjólfsdóttir, bónda Tómassonar á Sit- janda, 16. 26. Þórnnn A. J. Sigurðardóttir, snikkara Sveinssonar í Vestm., í Eystri-Skógum, 16. 27. Þuríður Bergsdóttir. vk. Skarðshlíð, 17. Alls hafa hinir druknuðu látið eftir sig 24 börn í ómegð. Gjöfum hefir verið safnað handa Eyfjöllung- um (ekki Eyfellingum) og eru þegar saman komin nokkur hundruð króna. 20. maí fórst 6 manna far úr Yestmann- eyjum og vóru á því 6 bændur, er druknuðu allir; áttu 4 þeirra heima í Vestmanneyjum, Magnús Gruðlaugsson í Fagurlist, Pálmi Guð- mundsson í París, Hreinn Þórðarson i Upp- sölum og Jón Þórðarson í Kirkjubæ, en 2 voru úr landi: Árni Jónsson (Yaldasonar) frá Steinum undir Eyjafjöllum og Eyjólfur frá Kirkjulandi í Landeyjum. Þeir munu hafa verið ungir og átt fátt barna. 28. apríl druknuðu tveir menn af báti í Laxá í Laxárdal í Þingeyjarsýslu, Stefán Sig- urðsson, bóndi á Brettingsstöðum, um 25 ára, mjög efnilegur bóndi, lætur eftir sig ekkju og 1 barn, og Guðjón Sigurgeirsson frá Vind- belg í Mývatnssveit, um tvitugt, efnilegur maður. — Þeir munu hafa verið við fuglveið- ar. Likin voru slædd upp 1. maí. lSLENZKUR SÖGUBÁLKUR. Æflsaga Jóns Steingrímssonar, prófasts og prests að Prestsbakka. [Eftir eiginhandr., Landsbókas. 182, 4to]. Tvenn önnnr viðlík bréf fórn milli okkar [iar til við fundumst á einum tiltoknnm stað, hvar um ei framar tala né frá segi. Hér eftir tóku hreppstjórar vitnaleiðslu rugl sitt hjá sýslumanni, tilbjuggu grófan memorial upp á mig með innihald og þvermóðsku að svara tollinum út; fór svo einn fyrir alla með þetta til stiftamtmanns Thodala og klöguðu mig fyrir honum, sem mér mætti er eg og á þingi fonn hann. Sýndi eg honum máldaga jarðarinnar og önnur skjöl, og Bkírteini er eg hafði um það að tollurinn var ei jarðargjald, bað hann um setu- dómara til að kunna að dæma þau skjöl í héraði og so láta vitni þeirra á ný erklæra sinn vitnisburð, hvað eg þó ei fékk, þvi hann sagði: „Það kann varla annara Bke, en þar verði meinsærismenn af Boddan vitnan, er brúkuð hefir verið, og kunni eg ei trúa fyrr, að sodd- an argvítugur lagaumgangur væri í Mýrdalnum, og sýnd- ist mér bezt að slá þessu niður. Kóngurinn má gefa og eftiiláta hvað sem hann vill“ — og það sama sagði hann Mr. Gnnnari, og enn framar eg mætti sem eg vildi láta úti tollinn eður ei, þar til sú nýja jarðabók kæmi enn að nýju inn. Fór hreppBtjórinn aftur heim meir enn fýldur af sínu erindisleysi. Þá nú hreppstjórar Báu, að alt þeirra fyrirtæki varð að engu, nema þeim til mestu mæðu og óhróðurs, sögðu þeir allir af sér sín embætti. Fengu þeir svo aftur Btór ámæli og lastyrði hjá alþýð- unni fyrir umgang sinn, en eg aftur var nú hafður í metum með hóli og lofgjörðar oiðum. Þannig má heirn- inum lýsa; hann lofar aðra stundina en lastar hina, og hvort um Big úr máta. Sá hrokafulli Jón Sigurðsson, sem hinir brúkuðu sem útseodara til mín, varð mitt í því sjálfsagður úr hreppstjórninni, því hann átti barn í hórdómi og flosnaði so upp. Einar dó ærulaus, sem áð- ur er sagt. 1777 vóru tilskipaðir Magnfis Ólafoson vísilögmaður og Jón Jóusson sýslumaður að regla niður gjald á klaustur- góðsinu, þvi fóveta og lögmanni kom ei saman um það. Áttu þeir að afgera það með tveimur óviðkomandi mönn- um. Varð Mr. Gunnar anuar þeirra; hinn hét Jón Phiiipp- usson. Haun fann nú upp á þann hnykk, með sínum stallbróður, er hanu fékk í lið mér sér, að þeir afoögðu að skipa undir lögmanna og sýslumanns verk, nema Fells- tollurinn væri innfærður og ályktaður af þeim sem jarð- argjald, sem þó var enn tii kóngs sett. Sá eg mér nú ævarandi niðurdrep og laBtyrði búin, ef eg hefði orðið að gjalda greindan toll að nýju, þar so mikil órósemi hafði af honum risið. Þar með var eg farinn að mæðast að vera að stríða þar lengur við kartið og illa artað fólk, er allir menn reyna sem verða lengi prestar þar, nema önnur botri verðsleg yfirdrotnan verði þar heldur en nú er og var í minni tið. Og þvi setti eg mér fast í hug að, komast þaðan í burtu meðan næði og friðar- stund væri til þess. ’Enginn óreyndur veit hvað friður- inn er dýr’. 1773 sálaðist út á Eyrarbakka minn tryggfasti vin prófastur sra Jón Bergsson. Veitti eg honum þar sakramenti og vakti yfir honum þá nótt er hans dauða- stríð yfir stóð. Hann fól mér á hendur Berg litla son sinn, að eg kæmi honum til manns; áður var hann bú- iun að leggja það fyrir, að hann með tíð ætti Katrínu dóttur mina (og) um hennar nafn beðið, þá hún var enn í móðurlífi, og þótt bræðrum hans og náungum væri ekkert um þær ráðstafanir, þá urðu þær þó að hafa fram- gaug og fullkomnan á sinni tíð, því þær vóru stiftaðar af guðhræddu og einföidu hjartalagi. Að eg því betur gæti barninu gott gert og haft þar af góð not sjálfur, setti eg mér i hug að sækja um Kálfafell og setjast þar í sauðríkt bú. En það varð mér til allrar lukku, að ei varð af því, sem síðar sást og fram kom. Eg var strax skikkaður og kosinn fyrir prófast í hans stað; so eg fór austur að Kálfafelli um sumarið eftir frá- fall hans að skrifa upp storbúið etc. Leizt mér á alt vel utan stokks sem innan, hús, tún og kaga, so eg ásetti mér að sækja um það kall, hvar til allir so að segja vóru mig áfýsandi. Var sunnudagur að morgni og ætlaði eg því fram að fara sem guð blési mér í brjóst, er eg var þar í guðshús til embættisverka kominn áður fólk kom til kirkju. Fór eg út í kór að lesa yfir pré- dikun mína; kvenfólk kom að og settist í hnapp í fram- kirkjunni, og sá mig ei né vissi þar væri nokkur. Eftir stutta bænagerð fara þær að tala um mig, og eg muni þangað vís verða, en taka til að lasta prófastinn sáluga, og segja að hann hafi mátt fara, og so konur hans, þó hafi sú síðarí verið öllu verri en hin fyrri. Telja nú upp ýmsar yfirsjónir en sneiða hjá öllum dygðum og mannkostum, sem þau ágætu hjón höfðu auðvitanlega til að bera, eins og lastara siður er til. Því kærari sem mér vóru þau góðu hjón, þess framar stiknaði eg inn- vortis að heyra þennan bölvaða umlestur og kjaftamælgf, og er sem undir eins að til min sé sagt: „Sjá nú og heyrðu hversu hér er háttað; sona yrði með þig farið“. Og með það sama snerist alt í einu allur minn hugur frá þvi að sækja um það kall. Undarlegir eru vegir drottins. Eg stend því upp, geng fram í kðrdyrnar og segi: „Áttuð þið þetta erindi til kirkjunnar? Mikil skömm er að ykkur og ykkar tali“. Með það geng eg út, en þær sitja eftir með skömm og sneypu, hver blygðuu var yfir þeim allan daginn. — Á þeirri ferð var eg nærfelt bú- inn að missa lífið í Eyjará, og hitti fyrir í henni jökul*

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.