Fjallkonan


Fjallkonan - 08.07.1901, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 08.07.1901, Blaðsíða 3
FJALLKONAN. 3 Manntal í lieylijavík: Hallgr. Sveinsson, J. Jónassen, Magnús Andrésson. Bœjarstjórn í Beykjavík: Jóh. Jóhannesson, Þórður Guðmundsson, Hannes Hafstein. Landsspítali: Þórður Thoroddsen, Tr.Gunn- arsson, Bj. Bjarnarson sýslum., St. Stefánsson kennari. Botnvörpuveiðar: Guðl.G-uðmundsson, Hann- es Hafstein, Björn Kristjánsson. Fasteignarréttur útlendinga: Kr. Jónsson, Magnús Andrésson, Guttormur Vigfússon. Bólusetningar: J. Jónassen, ól. Ólafsson, Sig. Jensson. Kirkjugarðar: Hallgr. Sveinsson, Ól. Ólafs- son, Guðjón Guðlaugsson. Jónasar Hallgrímssonar kveld. Samsöng- var og fyrirlestrar voru kveldið 1. júlí til a- góða fyrir minnisvarða Jónasar Hallgrímsson- ar. Þar héldu þeir fyrirlestra um Jónas Guðmundur Finnbogason og Ágúst Bjarnar- son. Mæltist Guðmundi Finnbogasyni vel um skáldskap Jónasar, en frásagnir Ágústs Bjarnasonar, sem vóru um kvennamál Jónasar vóru óljósar og rangar sem von er, þar sem svo langt er um liðið, enda virðist hann ekki hafa leitað þeirra upplýsinga, sem hægt var að fá. Skýringar hans á kvæðum Jónasar í þá átt voru þvi lítilsvirði. — Árni Thorstein- son og Þórður Pálsson sungu nokkur lög með aðstoð frk. Kristrúnar Hallgrímsson. Eitt af þeim var nýtt lag eftir Á. Th. við kvæði Jónasar: „Fifilbrekka, gróin grund“. Náttkyrð. Þú hrlfar mig náttkyrð með helgri ró, eg hníg eins og barn þér í arma. Hér birtist mér aftnr hvert blóm, er dó í bernskunnar frjóreit und þroskans snjó, sem oft eg í einrúmi harma. En lof sé þér drottinn nú lít eg þau þó i lognsænum speglast við deyjandi sólroðans bjarma. Þú ert alvarleg, djúp eins og dauðaró á deyjandi öldungs hvarmi; þú breiðir þinn feld yfir bygðir og sjó, þú blessar og hressir með líkn og fró mig vefurðu vinararmi. — Hór græt eg mín brot í grænni tó, þú glúpnar við ekkann frá stynjandi unglings- ins barmi. Eg get ekki sofið, eg vaka vil og vaggast á skauti þínu, því sæbáru ljóðið úr hrannarhyl mitt hjarta nemur og kveikir yl með seiðandi lifsmagni sínu. Hér dulrúnar lífsins eg skoða og skil, hér skygnist eg dýpst inn i hjartað á landinu mínu. Þvi hór vil eg kveða minn síðasta söng og svífa með þér, er morgnar. í heimkynnum þínum býr þögnin löng, — egerþreyttur á kliðnum og skrílsins þröng—• þar birtast mér hugsjónir horfnar. Eg villist um lifsins völundargöng er vonirnar elti’ eg á tælandi ljósvængjum bornar. Eg geng i þinn helgidóm goðborna nótt, þar gleymi eg sorgum og fórna þér bænum. Þú brosir hlýlega, brjóst þitt er rótt; nú bærinn sefur og alt er hljótt og dögg yfir grundunum grænum. Úr hjarta þér bergi eg þegjandi þrótt við þytinn i blænum og gjálfrið og suðuna í sænum. Hér lifi eg alt, sem löngu eg sá og lengst er i fjarskann gengið, hér bærist nú aftur min barnslega þrá og brýst út, er stýEurnar tek eg frá, og reikar i ró yfir engið, um dalinn sinn heima og heiðvötain blá, þar hefir hún náttstað á vorkvöldum margsinn- is fengið. Þar lifði eg mín fyrstu æfiár í örmum þér hjartkæra móðir, þú mjúklega bazt um mín blæðandi sár og blfðlega þerðir hvert sorgar tár, — sem elskunnar fmynd þú glóðir. Nú vitja’ eg bamið með votar brár til vöggunnar gömlu á trúfasta dalbúans slóðir. Ó, himneska vornótt mér veittu frið, eg verp mér að brjósti þér hljóður. Um daggperlu að eins eg eina bið, og andblæ af munni þér — stattu við, eg bið þig sem barnið móður. — Ó, nú ertu að deyja, um dagröðuls hlið kemur dagurinn hálfklæddur, skínandi, bros- hýr og rjóður. 'Lárus Sigurjónsson. Loftsigling. Á annan í hvítasunnu fór loft- far frá Kaupmannahöfn, og gerðu Ioftfararnir ráð fyrir, að fara svo hátt í loft að þeir sæu ekki lengur Kaupmannahöfn og koma svo nið- ur aftur, en það mistókst, svo að loftfarið hrakti út yfir Eyrarsund. Ætluðu loftfararnir að ná eynni Hveðn, en tókst það ekki og lenti bát- urinn loks í sjó, en þá tókst að bjarga þeim á bátum, sem reru út á sundið. Yoru loftfar- arnir þá svo siunulausir af hræðslu, að þeir skildu loftfarið eftir og kom það síðar niður lengst uppi í Svíþjóð. Dr. Hazclius í Stokkhólmi nafnkunnasti mað- ur í Svíþjóð dó 28. maí, 68 ára. Hann var læknir upphaflega, og siðan uppeldisfræðingur. En aðalverk hans er stofnn hins mikla norræna gripasafns. Hann gaf allar eigur sínar til safns- ins, og gaf safnið sænsku þjóðinni, en ekki rik- inu. Hann safnaði mörgum hlutum af íslandi, sem Ámi Thorsteinsson landfógeti og Sigurður Vigfússon munu haía útvegað honum. Hann var heiðursfélagi fornleifafélagsins. Kosningarnar í Færeyjum til ríkisþingsins fóru svo að þingmannsefni vinstri manna, Jó- anes Patursson í Kirkjubæ, sigraði með yfir 350 atkvæðin gegn 119. Þráðlaus fregnskeyti. Rússneskur ofursti Pilsudski að nafni, sem nú dvelur í París, er að gera þar tilraunir til þess að senda þráð- laus fregnskeyti neðanjarðar með nýrri aðferð, sem hann hefír fundið upp. Sagt er að tilraun- irnar hafi tekist vel; og sé hann nú að setja upp áhöld til þess að koma Paris á þenna hátt í samband við einhvern stað erlendis. Enn fremur hefir enska stjórnin komið upp vírlausri fregustöð á eynni Wight öðrum meg- in og Lizard-höfða hinum megin en þar eru 285 kílómetrar í milli og hefir heppnast vel. Ný tilskipun frá Hússakeisara. Rússa- drotning fæddi keisaranum fyrir skömmufjórðu dótturina. Keisarinn hafði fastlega vonað, að hann mundi fá ríkiserfingja og búizt við mikl- um hátiðahöldum, og hafði keisarinn meðal ann- ars þá tilskipun búna til undirskriftar, að öll- um þeim huudruðum stúdenta, sem tvö síðustu árin hafa verið miskunarlaust reknir í rúss- neska herinn, skyídi veitt lausn úr herþjónustu. Keisaranum brugðust enn vonir sínar, en hann efndi samt heit sitt og gaf út tilskipun þessa og þykja það fagnaðartiðindi áRússlandi og góðs viti. 56 Þegar undirforinginn kom heim, tók hann lítinn hlut upp úr vasa sínum, sem var vafinn pappír. „Hérna hefi eg mótið af Iyklinum, og af þvi að eg er al- vanur að fara með þjöl, verður mér ekki mikið fyrir, að búa til samkynja lykil. Eg hefði auðvitað getað tekið erfðaskrána, en Stenlund hefir eflaust gætt í skápinn, þegar hann læsti honum, og þá hefi eg farið kænlegar að. Nú verður Linder að útvega mér signetið. En ef hann Stenlund vinur minn hefði vitað hver það var sem æpti fyrir utan gluggann, þá hefði honum líklega orðið gramt í geði, en til alirar hamingju veit enginn hér í grend, að eg hefi tamið mér búktal“. Hann skoðaði vandlega vaxmolann, sem hann hélt á. „Þetta geugur eins og í sögu. Nú vantar mig ekki annað en signetið til þess að geta búið út erfðaskrá, sem eg ætla að láta í skápinn í staðinn fyrir réttu erfðaskrána, svo einkis verði saknað. Eg er ekki hræddur um að mér takist ekki að gera erfðaskráua svo úr garði, að hún verði ekki rengd“. Hann hló skellihlátur. 2. Tilraun prófessorsins. Andrés Pétursson var stórríkur maður, og réð miklu í sókn- inni. Hann átti heima í bænum Homdölum í skrautlegu húsi. Miklu réð hann í sveitinni, en þó miklu moira á heimilinu og aldrei hafði það borið til, að kona hans eða börn, eða neinn heim- ilis maður, hefði þorað að mæla í móti honum. Kona hans var góð og eftirlát kona, og hefði hún ekki verið 53 Hann lauk upp skáp og tók út bók í svörtu, fornfálegu bandi. Þegar þeir höfðu báðir talað stundarkorn um bókina, tók Rúsensköld glas sitt og sagði: „Eg hefi ekki lengi skemt mér jafn- vel og nú, og til þess að festa vináttu okkar vil eg að við verj- um þessum dropum, sem eftir eru í glösunum, til þess að drekka sænska bræðraskál“. Andlit kaupmannsins varð eins og sólskin af ánægju: „Það er alt of mikill heiður fyrir mig“. *„Má eg það?“ „Já, velkomið, en ekki í þesau skolpi, heldur í alminnilega portvíni. „Fáirðu í þig hálfa flösku af portvíni, þá verðurðu eins og eg vil“, sagði hann við sjálfan sig. Húsbóndinn kom að vörmu spori með flöskuna; þeir drukku skálina og héldu áfram að drekka þangað til-þeir vóru búnir úr henni, og mátti þá bæði sjá það á yfirlitum kaupmannsins og heyra ‘"•’það á mæli hans, að hann var orðinn ölvaður, en ekkert sást á undirforingjanum, sem var þaulvanur að drekka. Rúsensköld stóð upp og gekk fram að dyrunum. „Meðal annara orða“, sagði hann, eg hefi heyrt að þú ættir eldtraustan peningaskáp. Er það satt?“ „Alveg eldtraustan, þó húsið brynni til kaldra kola. Hann stendur þarna í horninu“. „En það getur þó varla verið. Hvernig ætti þessi skápur að geta þolað eld?“

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.