Fjallkonan


Fjallkonan - 20.07.1901, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 20.07.1901, Blaðsíða 3
FJALLKONAN. 3 er i frv. á þingskj. 39, 4. og tökum vér þ&ð upp eem breytingartillöga. Yiðvíkjandi 61. gr. hinnar gildandi stjórnar- skrár og breyting á henni skulum vér með til- vitnan til þess, er áður var sagt, taka það fram, að það er eiadreginn vilji hjá mikium hluta þjóðarinnar, að halda hmni óbreyttri, þótt það hafi eigi nærri alstaðar verið af þjóðarinnar hendi sett sem skilyrði fyrir öilum samningum um málið. Vér verðum því að leggja áherzlu á það, að hún haldist óbreytt. Ákvæði hennar | snerta að eins afstöðu þingsius gaguvart hinni íslenzku ráðgjafastjórn, þegar þingið hefir sam- þykt breyting á stjórnarskránni, en kemur ekki að neinu leyti í bága við stöðu iandsins í ríkinu, og eftir hinum skýru orðum í boðskap H. H. kon- ungsins gerum vér oss vísa von nm, að þetta at- riði verði eigi gert að ágreiningsatriði af háifu hinnar íslenzku stjórnar vorrar. Vér áiítum umbætur þær á stjórnaríari lands- ins, er hér eru taldar, þýðingarmiklar, og vér teijum oss eiga þess vísa von, að þær fái sam- þykki konungs, ef meiri hluti þingsins er þeim fylgjandi. Vér viljum þvi eiudregið leggja það til, að þetta íry., með breytingum þeim, er vér höfum getið um, verði samþykt. Þá er, í öliu falli um nokkurn tíma, bundinn viðunanlegur endi á þessa deilu, er nú hefir staðið yfir um langan aldur, til mikils tjóns fyrir önnur mál- efni landsins, og vér gjörum oss vísa von um að þessar umbætur reynist gagnlegar og heilla- vænlegar fyrir land og þjóð, og að á þeim geti bygst bæði meiri verklegar framfarir og meira politiskt sjálfstæði og frelsi fyrir fsland, þeg- ar tímar líða fram“. 2. Um frv. mötflokJcsins segir svo: „Þegar vér svo víkjurn að frv. því, er vísað var til nefndarlnnar og prentað er á þingskj. 39, þá er þsð aðallega 1., 2. og 3. g-. fr/., er nefnd- ina greinir á um. Að þvi er 4. gr. snertir, þá i höfum vér gert ráð fyrir, að faua nana upp sem breytingartiliögu, og að því er 8. gr., ll.gr. j 13. og 15. gr. saertir og enda einnig 7. gr., þá j er eigi veruiegur mismunur á þeiœ og tilsvar- andi greinum í hinu fyrra frv. — 5. gr., 6. gr., 9. gr., 10. gr., og 16.- 18. gr. getum vér að vísu eigi talið þýðingarmikii ákvæði, en verð- um þó að mæla móti því, að jnu verði sam- þykt, þótt þau væri borin upp sem breytingar- tillögur. — Hér er eigi, að því er oss virðist, spurning um gagngerða og endanlega endur- skoðun stjórnarskrárinnar, því þá mundi þurfa að taka til athugunar mörg fleiri ákvæði henn- ar en hér er gert, heldur að eins um það, að fá bætt úr nokkrum heíztu og tilfiaaanlegustu j göilunum, sem eru á stjórnarfari landsins, og þess vegna teljum vér réttara að láta hin þýð- iugarminni atriði að þessu sÍDni óhreyfð. Hvað því næst snertir ákvæðin í 1. gr. frv., þá er það aðalefnið þeirra, að tekin eru upp á- kvæðin úr 3. gr. I. 2. jan. 1871 um hina stjórn- arlegu stöðu íslands í ríkinu. Vér álitum hvorki íétt né nauðsynlegt, að taka þessi ákvæði úr stöðulögunum um samband íslands og Danmerk- ur upp í stjórnarBkrá um sérmál íslands, og vegna þeirra landsréttinda, er vér viljum að ís- land haldi að öllu ieyti óskertum, verðum vér að telja frumvarps-ákvæðið beinlínis viðsjárvert. Vér viljum, hvorki beinlínis né óbeinlíuis, gefa tilefni til þess, að skýra megi framkomu þings- ins eða ályktanir þess svo, sem það hafi endi- lega fallið frá þeim kröfum um fulikomna sér- stöðu í sambandinu, sem haldið hefir verið fram frá upphafi stjórnarbaráttu vorrar. Þegar vér svo þessu næst víkjum að ákvæð- um frv., í 2. og 3. gr. um það, að fyrir máium íslands skuli standa tveir ráðgjafar, annar bú- settur í Reykjavík og launaður af landssjóði, en hinn búsettur í Kaupmannahöfn og launaður af ríkissjóði, og skuii jhann vera umboðsmaður ráðgjafans hér, án þess að hafa ályktarvald né bera fuilkomna ráðgjafa-ábyrgð, nema í þeim málum, er eigi mega bíða úrskurðar ráðgjafans hér, og að fyrirheiti sé tekið upp í stjórnar- skrána um stofnun landsdóms hér á landi, þá skulum vér nm þessi atriði taka fram það er nú skal greina: í ályktun þingsins 1895, þar sem teknar eru fram allar hinar þýðingarmestu sjálfstjórnar- kröfur landsins, er það tekið fram sem eitt af aðalatriðunum í þessum kröfum, að „hinn æðsti stjórnandi“ landsins sé hér búsettur. Um þetta atriði hefir landshöfðinginn í bréfl 20. des. 1895 tekið það fram, að eins og hinum stjórnskipu- legu hugmyndum manna uú háttar, sé þetta fyrirkomulag óhugsandi. Vér viljum taka það skýrt fram, að tii þess að búseta stjórnarinnar hér geti orðið annað en nafnið eitt, þarf hún í sérmálum landsins að haía nokkurt sjálfstætt ályktarvald, óháð allri annari stjórn í konungs- ríkiuu, og til þess, að í raun og veru verði sagt, að hin æðsta stjórn íandsins verði hér bú- sett, getum vér eigi hugsað oss neinn veg ann- an en þann, er fram hefir komið áður fyrri í frv. þingsins, t. d. 1889 eða 1894, eða þá að skipaðir yrði ráðherrar hér á landi, er mynduðu sérstakt „landsráð“, er réði til lykta hér öllum þeim málum, er ísland snerta sérstaklega, og að eins gjörðabók ráðsins væri borin fyrir kon- ung, og lögð undir hans ályktun í ríkisráðinu. En meðan þær skoðanir eru ráðandi hjá Dön- um, er það gera að verkum, að þeir alls eigi vilja að neinu leyti samþykkja, að sérmál ís- lands séu borin fyrir konung annarsstaðar en í ríkisráðinu, á meðan getum vér eigi gert oss von um, að þessu atriði, búsetu stjórnarinnar hér, verði ráðið svo til Iykta, að tryggilegt sé og fuilnægjandi fyrir íslendinga. Þessar stjórnskipulaga grundvallar-hugmyndir eru mjög gamlar og rótgrónar hjá Dönum, sér- staklega hjá öllum lögfróðuin mönnum þar í landi, alveg án tillits til flokkaskipunar, svo að vér getum eigi gert oss von um, að þær skoð- anir taki nokkurum verulegum stakkaskiftum þótt svo annar politiskur flokkur en sá, er nú situr að völdum, tæki þar við stjórn. í öllu falli teljum vér það hið mesta óráð, að fresta nauðsynlegum umbótum á stjórnarfari voru, er fáanlegar eru nú þegar, fyrir slíka valta von. Að því er snertir hin sérstöku ákvæði um réttarstöðu þeirra tveggja ráðgjafa, er fyrirhug- aðir eru eftir frv., skulum vér taka það fram, að þau eru mjög ófullnægjandi fyrir íslendinga, þar sem ráðgjafinn i Kaupmaunahöfn verður al- veg óháður öiium áhrifum frá þingi og þjóð ó- kunnugur öllum landsmálum, og þess vegna engu betri miliiliður milli þingsins og konnngs- ins en hinn danski ráðgjsfi, er vér nú höfum. Auk þess teljum vér það mjög viðsjárvert að honum er falið fulikomið ályktarvald í þeim málum, er eigi þola bið, og hann verðnr sjálfur að skera úr, hver þau mái eru, er svo er ástatt með. Á þanu veg er allmikiil flokkur sérmál- anna skilinn undan áhrífum og aðgjörðum hinn- ar innlendu stjórnar og þingsins.4' Það hefir verið álitið aiveg nauðsynlegt að taka hér upp þofta nefndarálit, því það sýnír svo glögglega horfur málsins. STJÓRNARSKRÁR-FRUMVAllP minni hlutans féll í dag við framhald 1. uinræðu í neðri deiid með 12 atkv. gegn 10. Ný lagafrumvörp: Laxveiðar (Sig. Sigurðsson og H. Þorst.). Brunabötasjóður (Steí. Stef. Eyf. og H. Þorst.). Ófriðun á sel (Sig. Sig. og H. Þorst.). Almannafriður á helgidögum þjóðkirkjunnar (H. Hafst., Jób. Jóh. og Stef. Stef. Skagf.). Heilbrigðissamþyktir (Jóh. Jóh., H. Hafst, og Þórður Öuðm.) Vörumerkjalog (B. Kr., Sig. Sig. og Þ. Th.). Vinnuhjúalög (Herm. J. og ul. Briem). Toll-lög (toilur á tegrasi, súkkuiaði, brjóst- sykri, aðfluttu brauði og aðfl. niðurs. matvælum). 64 prófessorinn þá tillögu upp á þá íeið, að hann kvaðst vona, að söfnuðurinn samþykti hana umræðul&ust. En nú stóð svo á, að presturina næsti á undan honum hafði fiutt prédikunarstólinn ein- mitt úr þeim stað, sem nú átti að flytja hann í. Bændurnir settu því þvort nei fyrir, að hreyfa nokkuð við prédikunarstólnum og sögðu, að hann væri í góðam stað þar sem hann væri nú. Prófessorinn brást reiður við og kvaðst skyldu sýna þeim að hann skyldi hafa sitt mái fram hvað sem þeir segðu. En þá stóð upp gamall maður og grár fyrir hærum og sagði: „Þessum orðum höfum við ekki átt að venj&st á sóknafundum voram; prófasturinn sálugi lét að óskum safnaðarins, og eg held að það væri bezt fyr- ir prófessorinn að gera siíkt, hið sama. Ef nú þarf n&uðsynlega að flytja þennan prédikunarstól, getur komið fyrir, að prófessorinn vilji síðan fiytja hann í þriðja staðinn, og legg eg því til að pró- fessoriun sé látinn fá hjólbörur til að aka honum hvort sem hann vill innan um kirkjuna“. Þessi tillaga var samþykt með skellihlátri, og að því búnu sleit prófessorinn fundi án bókuuar. Prófessorinn var í illu skapi þennan dag sem hér er komið sögunni. Um morguninn, þegar hann sat og blaðaði í skjölum sínum vissi hann ekki fyrri til en inn kom maður svartur og ó- geðslegur. Það var sótarinn sem hafði verið aö hreinsa reykháf kirkjunnar. „Nú er eg búinn“. „Hafið þér reikninginn“. „Víst svo“. 61 „Ólafur“, sagði nú Anna í hálfum hijóðum, svo íaðir hennar heyrði það ekkí. „Eg varð alveg dauðhrædd þegar þú fórst að þræta við pabba. Ea ef hann hefði nú fcarið þig“. „0, hanu gætir að sér að gera það ekki. En leiðinlegt hef$ það verið, ef hann hefði sýnt sig í því. Eg vil gjarnan reyna að kenna honum að íara öðruvísi með vinnuhjúiu sín“. „Eg er hræddur um að þér takist það ekki, þó það væri gott. Skaplyndi hans kemur ekki einungis honum á kaldan klaka, held- ur verðam við hin að drekka líka af þvi“. Mér gerir það nú minna til en henni aumingjá góðu mömmu minniu. Ólafur horfði ánægjulega á hina ástúðlegu mey, sem lagði hendurnar um hálsinn á móður sinni og vafði si^ að henni. „Sjáðu nú til Ólafur“, sagði Karna húsmóðirj „eg vildi líka fegin að þú gætir komið þér við hann, og eg hela að það sé hægt fyrir þig, því hann virðir þig svo mikils, annars hefði orðið ljóti gauragangurinn hérna í kveld. En ef þú viit koma einhverju til leiðar, þá verður þú að láta eins og þú viijir alveg það gagnstæða, því hann gerir margoftsinnis þvert á móti vilja sinum bara af tómri þrætugirni“. Þegar eg hefi stöku sinnum íengið mínum vilja framgengt, þá hefir það jafnan verið á þann hátt. Þegar ólafur var farinn sátu þær mæðgur eftir stundarkorn, og héldu áfram hljóðskrafi sínu. „Anna mín! sagði móðir hennar, „eg sé að þér er farið að lítast á hann Ólaf, og eg furða mig ekki á því, því h&nn er bæði laglegur og ágætur ungur piltur. En hugsaðu þér hverju hann faðir þinn mundi svara því, og gættu að þér í tíma“.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.