Fjallkonan


Fjallkonan - 13.08.1901, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 13.08.1901, Blaðsíða 3
FJALLKONAN. 3 þingirm, hafa ekki verið nefnd í þessu blaði, svo sem: Frumvarp um gjafsóknir. Frumvarp um greiðslu verkkaups. Frumva;p um umboð þjóðjarða (að það skuli falið sýslumön aum). Frumvarp um útbreiðslu næmra sjúkdóma (takmörkun scttvarna). Frumvarp um heilbrigðissamþyktir i kaup- stöðum. Frumvarp um laun hreppstjóra úr lands sjóði (1 kr. fyrir hvern hreppsmann, er býr á jörðu eða jarðarparti eigi minna en 5 hdr., og 1 kr. fyrir hvern mann, sem telur á haust- þingi til tíundar eigi minna en % lausafjár- hundrað. Minst 50 kr.) frá Lárusi Bjarnason og Hannesi Hafstein. Lög frá alþingi. 1. L. um bann á flutningi vopna og skotfæra f'rá íslaudi til Kína. 2. L. um tilhögun á löggæzlu við flskveiðar í Norðursjóuum. 3. L. um jörð handa Fjallaþingaprestakalli. 4. L. um forgangsrétt veðhafa fyrir vöxtum. 5. L. um próf. í gufuvélafræði við stýrimanna- skólann. 6. L. um manntal í Reykjavík. 7. L. um viðauka við 1. 6/n 97 um undirbún- ing verðlagsskráa. 8. Póstlög fyrir ísland. 9. L. um bólusetningar. 10. L. um síldarnætur. 11. L. urn viðauka við i. 12. febr. 18/a umsíld- ar og ufsa veiði með nót. 12. L. um breyting á 4. gr í I. lá/12 77 um laun sýslumauna og bæjarfógeta. 13. L. um viðauka við 1. um prentsmiðjur ‘/12 86. 14. L. um skifti á jörðunum Váiíakoti og Parti í Rðykdælahreppi. 15. L. um slökkvilið á Seyðisfirði. 16. L. um breytiug á tilsk. 20/4 7 2 um bæjar- stjórn í Reykjavík. 17. L. um breyting á 1. gr. i. 2/, 94 um breyt- ing á ob’ 29/b 39 um byggingarneínd í Reykjavík. Enn fremur er samþykt þingsáiyktunartillaga um milliþinganefnd í fátækramálum. 18. Stjórnarskrárfrv. dr.s Valtýs og flokks- manna hans var samþ. til fullnaðar í efri deild í dag við 3. umræðu með 6 atkv. móti 6. Með því vóru: Móti því vóru: Axel Tulinius, Eiríkur Briem, Hallgr. Sveinsson, Q-uðjón Guðlangss. Kristján Jónsson, Quttormur Vigfúss. Magnús Andrésson, Jónas Jónassen, Ólafur Ólafsso", Julius Havsteen. Sigurður Jens on. Má því búast við nýjum kosn- ingum og aukaþingi að sumri. Þjóðhátíð Borgfirðinga var haldin 4. ágúst á Hvítárbökkum. Hófst ki. 11 árdegis. Sýslu- maður Borgfirðinga, Signrður Þórðarson, setti hátíðina. Var fyrst leikið á horn „ó guð vors lands, og síðan helt prófastur Jón Sveinsson guðsþjónustugerð. Þar næst voru haldnar ræðnr. Fyrir minni íslands talaði Jóhann böndi Eyjólfsson í Svéina- tungu, og var gerður góður rómur að ræðu hans. Fyrir minni alþiugis mælti séra Jóhaun Þorsteinsson í Stafholti og rakti sögu þingsins frá fornöld. Fyrir minni héraðsins mælti lek- tor Þórhallnr Bjarnarson. Ef rúm leyfir, verður síðar birt ágrip af þess- um ræðum eða einhverri þeirra í þessu blaði. Síðar um daginn fóru fram kappreiðar: 1. verðlaun (fyrir skeið) Í8kk rauður hestur, sem Björn bóndi Þorsteinsson í Bæ á, en 2. verð- lauu (fyrir stökk) bleikur hestur sem vinnu- maður á Hesti á. — Annars þóttu kappreið- arnar ekki takast vel. Glímur fóru þar fram, og þóttu þær fara heldur óliðlega, en um það var líka kvartað í Reykjavík. Síðast var dans. Milli ræðuhalda var sungið og leikið á horn af hornleikaraöokki Helga kaupm. Helgasonar, sem boðinn var til hátíðarinnar. Þ088Í mannfagnaður var allvel sótturjmann- fjöidinn líklega hátt á 2. þúsnnd. Útbúnaðurinn á hátíðarstaðnum var héraðinu til mikils sóma. Danspallurinn, ræðnpallurinn og stúka fyrir söngflokkinn var alt í einni bygg- ingu. Það var meira en mannhæðarhá girðing- alklædd að utanverðu lifandi skógviði. Dans pallurinn var í miðju 0g mjög stór, og dyra- megin við hann var ræðupallurinn prýddur blóm8veigum og yfir bonum himinn úr rauðu klæði. Hiuum megin við danspallinn, gagnvart dyrunum, var stúka fyrir söngflokkinn og eins útbúin. Upp úr miðjum danspaliinum var há stöng og upp úr öllum fjórum hornum dans- pallsins voru bundnir sveigar úr Jyngi og skóg- viði upp í stöngina, en efst á henni sat fálki skorinn í tré. Allur útbúnaðurinn var prýðilegur og gerð- ur að fyrirsögn hins alkunna bændaöldungs og þjóðhaga Andrésar Fjeldsted, fyrrum á Hvítár- völlum, og hafði hann einnig skorið fálkamynd- ina. Hátíðarstaðurinn mjög fallegur, og lá vel á fólkinu, enda var veður hið bezta. Yeitt embætti. 19. júlí var J'on P. Blöndal, læknaskóla kandídat, skipaður af konungi hér- aðslæknir í Borgarfjarðar læknishéraði. Þilskipaaíii. Fiskiskipin úr Reykjavík og af Seltjarnarnesi eru nú að koma og er aflinn sem hér segir. (Nöfn útgerðarmanna eru talin á undan og komudagur skipsins, ef það hefir komið fyrri á sumarvertíðinni). Nokkur skip eru ókomin. Geir Zoega: Frida 15000 Josephina 28000. Sjana 23000. Guðrún Zoéga 17700. Haraldur 8000. To Venner 9000. Geir 13500. Thorsteinsson: Margrét 30000. Guðrúu Sophie 24000. Sigurður 21000. Nyanza 22000. Emiiia 28000. Matthildur 12/, 10500; 4/7 8000. Helgi Helgason: Elín 10000. Guðrún * 9 10 */, 8500. Stígandi 1B/, 7000. Sturla Jónsson: Sturla 18000. Fram 16000. Bryde: Kastor 15000. Björn Guðmundsson o.fl.: Stjernö 14300. Swift 22000. , Palmen 15000. Þorsteinn Þorsteinsson: Georg 40400. Filippus Filippusson: Guðrún 31000. Jóhannes Jósefsson: Egill 27000. Jón Þórðarson: 21/, Agnes 13500. Garðar 21000. Nik. Bjarnasen: Björgvin 36000. Engeyingar: 30/, Valdemar 22400. Gísli í Nýlendu: Portland 16000. Ásgeir Sigurðsson: Híldur 21500. Greta 20000. AgnesTurnbull 27000. Framnesingar: Skarphéðinn 24000. Njáll 11500. Veiocíty 28/7 22500. Sigurfari 30000. Kristofíer 28500. 72 Honum varð svo hverft við að hann skalf. „Hvernig vitiðþér -“? spurði hann og titraði í honum röddin. „0, eg veit meira — eg veit líka, að þú vildir ekki taka á móti Júdasar-peningunum áðan, og vildir heldur svíkja húsbónda þinn fyrir ekkert, 0g fyrir það kendi eg i brjóst um þig“. ’Hann er ekki gerspiltnr’ hugsaði eg með sjálfum mér; það er hægt að bjarga honurn. Og eg skal hjálpa þér, ef þú segir mér satt“. „Hví skyldi eg fara að segja bráðókunnugum manni leyndar- mái?“ „Til þess að koma í veg fyrir að eg fari undir eins til ma- jórsins og segi við hann: ’Vinnumaður yðar er fantur, 0g á skilið fjörutíu vandarhögg; hann heflr stolið signetinu yðar ogfengíðþað öðrum fantinum til,' sem eflaust ætlar að nota það í sviksamleg- um tilgangi’“. „Hvað gerir það til? Undirforinginn hefir feugið signetið til að láta grafa eftir því“. „Fleira hefir þér dottið í hug, þegar þú taiaðir áðan um sam- vizkubyrði þína. En ef þú iætur ekki undan, skal eg sjá um að þú fáir refsingu“. „Bíðið þér við“, sagði Linder. „Hvað viljið þór?“ „Eg bið yður einskis að sjnni, en viljið þér lofa því, aðsegja satt þegar til kemur. Eg skal sætta þig við majórinn, efþú seg- ir saiiBÍeikann. Linder rétti honum höndina. 69 9. Undirforinginn. Riissensköld undirforingi sat í herbergí sínu í veitingahúsinu og var nýkominn frá aldavini sínum Stenluud kaupmanni. Síðan þeir kyntust Rtisensköld undirforingi og Stenlund kaupmaður, höfðu þeir orðið svo miklir vinir, að hvorugur mátti af öðrum sjá, og heimsótti hvor annan þegar færi gafst, en Rusen- sköld þó miklu oftar. Hann át miðdegisverð hjá Stenlund, drakk með konum og tókst svo að vinna hann, að Stenlund mundi hafa svarið þess dýran eið, að meiri ágætismann væri ekki að finna. Hann var einn í herberginu og hafði tekið iykilinn úr skránni, dregið niður gluggatjaldið og kveikt ljós þó sól væri enn á lofti. Siðan tók hann böggul úr vasa sínum, sem var með þremur lökkum. „Það hefir tekist vel“, sagði hann við sjálfan sig. Vaxmótið hefir verið nógu nákvæmt, og ef skollinn kennir nú ekki vini mín- um Stenlund að fara að skoða böggulinu, sem ég lét í staðinn, þá get ég skilað því undir eins aftur. Eg geri svo sem ekkert Ijótt þó eg skoði erfðaskrána hans föðurbróður míns. Þegar Linder kemur með signetið er öllu lokið“. Hann læsti böggulinn ofan í skúfíu. „Linder hefir mælt sér mót við mig í kveld skamt héðan. Það væri lakara ef tii hans sæist. Og prófessorinn hefir heitið mér íylgi sínu í kvonmálunum og hvatt mig til að biðja frúarinnar, dóttur sinnar. Eg skai ekki láta það dragast lengi. Það væri notandi fyrir mig, að eiga höf- bólin bæði, Damsjö og Hringnes. Eg hefði gaman af að sjá þann

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.