Fjallkonan


Fjallkonan - 22.08.1901, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 22.08.1901, Blaðsíða 1
Kernur út eÍDu sinni i viku. Verð árg. 4 kr. (eriendia 5 kr. eða l'/a doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendie fyrir- fram). Uppaögn (Bkrifleg)bnnd- in við áramðt, ógild nema^komin sé til út- gefanda fyrir 1. októ- ber, enda hafl kaupandi þá borgað blaðið. Afgreiðsla: Þing- holtsstræti 18. XYIII. árg. Reykjavík, 22. ágúst 1901. Xr. 82. Landsbankinn er opinn hvern virkan dag kl. 11—2.Banka- stjórnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag ki. 12—2 og einni Btundu lengur tii kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Forngripasafnið er í LandBbankahúsinu, opið á mánu- dðgum miðvikudögum og laugardögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á sunnu- dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypi8 lœkning á spítalanum á jmðjudöguin og föstn dögum kl. 11—1. Ókeypis tannlœkning í húsi Jóns Sveinssonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánudag hvors mán., kl. 11—1. Stjórnarbótarmálið. Nokkur ár eru liðin síðan margir landsmenn fóru að láta sér skiljast það, að stefna Bene- dikts Sveinssonar og flokksmanna hans í stjórn- arskipunarmáli voru mundi ekkert ávinna annað en þ&ð, að gera landsmenn vonlausa um frekari bætur á stjórnarskipuninni og venja stjórnina á það að virða ísiendinga ekki svars. Ste fnan var sú, að krefjast alinn- lendrar stjórnar^sem svo var fyrirkomið,að landið befði með henni svo að segja verið skilið við danska rikið, auk þess sem sú stjórnarskipun hefði líkl. orðið dýrari ern lar dið er enn fært að bera. Fyrir þessar sakir var stjórnin ófáan- leg að gefa málinu nokkurn gaum, og mun enn verða svo um nokkurt tímabil, þó vænta megi að jafn-alinnlend stjórnarskipun geti orðið framkvæmanleg hér á landi síðar. Síðan menn fóru að þreytast á benedikzk- unni, hefir þjóð og þing skipast í tvo flokka: annar flokkurinn, sem kendur hefir við dr. Yaltý, hefir viljað leitast við að fá þær um- bætur á stjórnarfarinu, sem frekast er unt að fá í bráðina; hinn flokkurinn hefir ýmist vilj- að fá alt eða ekki neitt, og hefir hann aftur skifst í tvent: annarsvegar ihaldssama em- bættismenn og aðra sem enga breytingu vilja hafa og undirniðri segja eins og stóð í blaði þeirra, að „leitun sé á betra stjórnarástandi en vér höfum“, þó þeir látist vera og kalli sig „heimastjórnarmenn“, — og hins vegar nokkra menn, sem að vísu vilja fá umbætur á stjórn- arfarinu, en trúa því einu sem íhaldsmenn- irnir segja og fylgja þeim í blindni, af því þá brestur þann politiska þroska sem til þess þarf að skapa sér sjálfstæða skoðun og stefnu. Þeir þykjast fara eftir beztu sam- vizku í þessu máli, en til hvers er samvizk- an, þegar vit og þekkingu vantar? Hún dug- ar þeim að eins til að firra þá éfellisdómi. Þessi flokkur hefir því ekkert „prógram“ haft frá upphafi, annað en að „marghrosaa á mót“, og þessi flokkur hefir ekkert „prógram “ enn í dag. Því frumvarp hans eða minna hlut- ans hefir ekki í sér fólgið neitt „prógram“, af því það hefir sama gaila og bsnedikzku frumvörpin, höggur ofan í sama farið, kemur jafnmikið og enda meira i bága við samband íslands og Danmerkur og fer út fyrir þann eina grundvöll, sem unt er að hafa til samn- inga um málið að sinni, ef nokkru á að verða ágengt. Nauðalitinn byr hafði frumvarp minna hlut- ans í efri deildinni. Þar vóru að eins 2, segi og skrifa tveir þingmenn, með stefnu þess, Guttormur við annan mann. Það er heldur ekki von, að samkomulag geti fengist um slíkt frumvarp, þar sem það er marg- Biöjiö ætíö um: OTTO MONSTEDS danska smjörlíki, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. W4T Fæst hjá kaupmönnunum. sannað með rökstuddum greinum í blöðunum og síðan með ræðum beztu lögfræðinga á þinginu, að búseta ráðgjafans hér á laudi, aðalatriðið í ffumvarpi minna hlutans, sem er ekkert annað en „ríkisráðsfleygurinn" i nýrri mynd, er stjórnskipulegt afskræmi, sem stjórnin mundi aldrei fallast á. Lögfræðing- arnir á þingi litu svo á þetta atriði, að með því mæltu: Lárus H. Bjarnason, Hannes Hafstein, Bj örn B j arnarson sýslum en móti því mæltu: Kristján Jónsson, Q-uðl. Guðmundsson, J óhannes Jóhannesson Magnús Torfason, Skúli Thoroddsen og Landshöfðingi sjálfur; það er að segja, þó landshöfðingi áliti að bæði frumvörpin mundu óaðgengileg fyrir stjórnina, áleit hann þó frumvarp minna hlut- ans enn ólíklegra til staðfestingar, eflaust vegna ákvæðisins um búsetu ráðgjafans. En minnihlutamenn trúðu betur lögfræðilegri þekkingu og samvizkusemi Lárusar foringja sins í þessu atriði, en allra lögfræðinganna i meira hlutanum og landshöfðingja, og eru þó þessir minnihlutamenn vanir að gefa mikinn gaum að orðum landshöfðingjans. Það er orðið kunnugt, að minnihlutamenn í neðri deild sendu efri deild ávarp og skor- uðu á hana að samþykkja ekki stjórnarskrár- frumvarpið. Þetta var óvenjuleg aðferð og ekki þingleg, enda gaf efri deild engan gaum að ávarpi þessu. Minnihlutamenn létust vera fulltrúa um, að nýja stjórnin í Danmörku mundi fús að veita oss miklu meíri umbætur en fram á var farið í stjórnarskrárfrumvarpi því sem nú er samþykt. En þeir hafa enn þá ekki getað gert sér neina hugmynd um það, hverjar þær umbætur ættu að vera, því ekki munu þeir ætla sér þá dul, að telja þingi og þjóð trú um, að hin nýkomna stjórn sam- þykki nú búsetu ráðgjafans hér á landi. — Þeir hafa, meira að segja, ekki komið fram með neinar aðrar umbætur á stjórnarskránni, hvorki í frumvarpi sínu hó í umræðunum, sem nokkurs sé verðar, fram yfir þær um bætur, sem frumvarp meira hlutans hefir i sér fólgnar. Tillagan um kosningarrótt kvenna er t. d. ótímabært kák. Margar aðfarir minna- hlutamanna virðast helzt benda á, að leikur þeirra í stjórnarskrármálinu só fremur til þess gerður, að eyða því í bráðina, en til að leita samkomulags, enda er mönnum það fullkunn- ugt hór í höfuðstaðnum, að hór eru menn, sem nú leggja kapp á að vinna á móti þessu máli með fortölum við þingmenn. Þegar þingmenn eru komnir heim afþingi og farnir að íhuga þetta mál í næði, má vænta þess, að hugir manna spekist og að dregið geti til samkomulags með flokkunum, einkum þegar menn eru visari orðnir um vilja stjórnarinnar, sem nú er komin aðvöld- um. Þetta ætti að geta orðið áður en kosn- ingar fara fram, og mega menn því hafa beztu vonir um, að málið komist i það horf á aukaþinginu, sem allir mega við una. StjórnarHkipunarlög um breyting á stjórnarskrá um hin sér- staklegu málefni ísiands 5. janúar 1874 — eiws og þau voru samþykt á alþingi 1901. í staðinn fyrir 2. gr., 3. gr., 5. gr., 1. máls- grein 14. gr., 15. gr., 17. gr., 19. gr., 1. lið 25. gr., 28. gr., 34. gr., 36. gr. og 2. ákvörð- un um stundarsakir í stjórnarskránni komi svo hljóðandi greinar: 1. gr. (2. gr. stj.skr.). Konungur hefir hið æðsta vald yfir öllum hinum sérstaklegu málefnum íslands með þeim takmörkunum, sem settar oru í stjórnarskrá þessari, og lætur ráðgjafa fyrir ísland fram- kvæma það. Ráðgjafinn fyrir ísland má eigi hafa annað ráðgjafaembætti á hendi, og verður að tala og rita íslenzka tungu. Hið æðsta vald innanlands skal á ábyrgð ráðgjafans fengið í hendur landshöfðingja, sem koaungur skipar og hefir aðsetur sitt á íslandi. Konungur ákveður verksvið Iandahöfðingja. 2. gr. (3. gr. stj.skr.). Ráðgjafinn ber ábyrgð á stjórnarathöfninni. Alþingi getur kært ráðgjafann fyrir embættis- rekstur hans eftir þeim reglum, er nánara verð- ur skipað fyrir með lögum. 3. gr. (5. gr. stj.skr.). Konungur stefnir saman reglulegu alþingi annaðhvort ár. Án samþykkis konungs má þingið eigi setu eiga iengur en 8 vikur. Ákvæð- um greinar þessarar má breyta með lögum. 4. gr. (1. málsgr. 14. gr. stj.skr.). Á alþingi eiga sæti 34 þjóðkjörnir alþingis- menn og 6 alþingismenn, sem konungur kveð- ur til þingaetu. 5. gr. (15. gr. stj.skr.). Alþingi skiftist í tvær deiidir, efri þingdeild

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.