Fjallkonan


Fjallkonan - 22.08.1901, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 22.08.1901, Blaðsíða 2
2 FJALLKONAN. og neðri þingdeild. í efri deildinni sitja 14 þingmenn, i ueðri deildinni 26. Þó m& breyta tölum þessum með lögum. 6. gr. (17. gr. stj.akr.). Kosningarrétt til alþingis haf&: a, allir bændur, sem hafa grasnyt og gjalda nokkuð tii allra stétta; þó skulu þeir, er með sórstakri ákvörðun kynnu að vera undanskildir einhverju þegnskyldu- gjaidi, eigi fyrir það missa kosningar- rétt sinn; b, allir karlmenn í kaupstöðum og hrepp- um, sem ekki eru öðrum háðir sem hjú, ef þeir gjvalda að minsta kosti 4 kr. á ári sem aukaútsvar; c, embættismeun, hvort heldnr þeir hafa konunglegt veitingarbréf eða eru skip- aðir af yfirvaldi því, er konungur hefir veitt heimild til þess; d, þeir, sem tekið hafa lærdómspróf við háskólann, eða víð prestaskólann eða læknaskólann í Reykjavík, eða eitthvert annað þess háttar opinbert próf, sem nú er eða kann að verða sett, þó ekki sé þeir í embættum, ef þeir eru ekki öðrum háðir sem hjú. Eugina getur átt kosniagarrétt uema hann sé orðinn fullra 25 ára að aldri, þegar kosn- ingin fer fram, hafi óflekkað mannorð, hafi ver- ið heimilisfastur í kjördæminu eitt ár, sé fjár síns ráðandi og honum sé ekki lagt af sveit, oða hafi hann þcgið sveitarstyrk, að hann þá hafi endurgoldið hann eða honum verið gefir.n hann upp. Með lögum reá afnema auka-útsvarsgreiðsl- una eftir stafi. b. sem skilyrði fyrir kosningar- rétti. 7. gr. (19. gr stj.skr.). Hið reglulega alþingi skal koma saman fyrsta virkan dag í júlímánuði annaðhvort ár, hafi konungur ekki tiltekið annan samkomudag sama ár. Breyta má þessu með lögum. 8. gr. (1. liður 25. gr. stj.skr.). Fyrir hvert reglulegt aiþingi, undir eins og það er sam&n komið, skai leggja frumvarp til fjárlaga fyrir ísland, fyrir tveggja ára fjárhags- tímabilið, sem í hönd fer. Með tekjunum skal telja tillag það, sem samkvæmt lögum um hina stjórnlegu stöðu íslands í ríkinu 2. jan. 1871, 5. gr., sbr. 6. gr., er greitt úr hinum almenna ríkissjóði til hinna sérstaklegu gjalda íslands, þó þannig, að greiða skuii fyrir fram af tillagi þessu útgjöldin til hinnar æðstu innlendu stjórn- ar íslands, eins og þau verða ákveðin af kon- unginum. 9. gr. (28. gr. síj.skr.). Þegar lagafrumvarp er samþykt i aunari hvorri þingdeildinni, skal það lagt fyrir hina þingdeildina í því formi, sem það er samþykt. Verði þar breytingar á gjörðar, gengur það aftur til fyrri þingdeildarinnar. Verði hér aft- ur gjörðar breytingar, fer frumvarpið af nýju til hinnar deildarinnar. Gangi þá enn eigi sam- an, ganga báðar deildirnar saman í eina mál- stofu, og leiðir þinglð þá málið til lykta eftir eina umræðu. Þegar alþingi þannig myndar eina málstofu, þarf til þess, að gjörð verði fullnaðarályktun á máli, að meir en helmingur þingmanna úr hvorri deildinni um sig sé á fundi og eigi þátt í atkvæðagreiðslunni; ræður þáat- kvæðafjöldi úrslitum um hin einstöku málsat- riði, en til þess að lagafrumvarp, að uudan- skildum frumvörp.um tii fjárlaga og fjárauka- laga, verði samþykt í heild sinni, þarf aftur á móti að minsta kosti, að tveir þriðjungar at- kvæða þeirra, sem greidd eru, séu með frum- varpinu. 10. gr. (34. gr. stj.skr,). Ráðgjafinn fyrir ísland á samkvæmt embætt- isstöðu sinni sæti á alþingi, og á hann rétt á að taka þátt í umræðunum eins oft og hann vill, en gæta verður hann þingskaps. í for- föllura ráðgjafa má hann veita öðrum manni umboð til þess, að mæta á alþingi fyrir sína hönd, en að öðrum kosti mætir landshöfðingi fyrir hönd ráðgjafa. Atkvæðisrétt hefir ráðgjaf- inn eða sá, sem kemur í hans stað, því að eius að þeir séu jafnframt aiþingismenn. 11. gr. (36. gr. stj.skr.). Hvorug þingdeildin má gjöra ályktun nm neitt, nema meir en helmingur þingmanua sé á fundi og greiði þar atkvæði. 12. gr. (2. ákv. um stundarsakir). Þangað til lög þau, er getið er nm i 2. gr. (3. gr. stj.skr.), koma út, skal hæstiróttur rík- Í8Íns dæma mál þau, er alþingi höfðar á hend- ur ráðgjafanum fyrir ísiaud út af embættis- rekstri hans, eftir þeim málfærslureglum, sem gilda við téðan rétt. SaltflsksDiarkaðuriim. Skýrsla danska konsúlsins í Genua, dags. 12. júní 1901, um saltfisksmarkaðinn í kauptíðinni 1900—1901. [Eftir „Berlingske Tidende"]. n. (niðurlag). Á tímabilinu frá 1. apríl 1900 til 31. marz 1901 fluttust til Genua 7,427,067 kilógr. af allskonar saltfiski. (Þar að auki 3’/a milj. ldlógr. af söltuðum ansjósum og sardelium, og álika mikið af túnfiski, enn fremur frá Eng- landi 2x/4 miij. kílógr. af „sproutsu, og þaðan og frá Noregi 1,370,000 af reyktri sild). Aðflutningurinn af fiski til Genua á síðari árum sóst ijósara á þessum skýrslu: 1897-98 1898-99 1899-1900 1900-1901 Llenzk. f. kg. 3,070,550 2,501,125 2,116,880 2,791,899 Labrad. f. - 2,022,600 2,226,000 3,256,424 2,654,788 Norskur f. - 79,800 290,400 235,600 399,230 Nýfundl. f. - 120,000 61,700 112,767 36,500 Harðfiskur - 1,914,900 1,933,900 1,729,800 1,314,650 Lavé (fr.) f. - 400,000 650,000 600,000 260,000 Hinn síðasttaldi fiskur er fluttur gegnum Livorno, og þangað hafa fluzt 3—4 miljónir kílóg. árlega þessi árin. Sem sjá má af skýrslu þessari var aðflutn- ingur aí Labrador-fiski og frönskum fiski tals- vert minni síðustu kauptíð en árin 1899—1900. Aflinn við Labrador (Helluland) varð litill síðasta ár vegna hafísa, og Frakkar öfluðu líka með minsta móti. Af norskum saltfiski fluttist hingað meira en undanfarin ár, en svo sem ekkert af Ný- fundlands fiski. Hvorug þessi tegund selst hór í norður-ítalíu svo teljandi só, og verður að flytjast til mið Ítalíu eða suður-ítalíu. Af íslenzka saltfiskinum var meiri ýsa en áður. Hún er kölluð hór „sankti-Pétur“, og seldist í þetta skifti vel. Annars er ilt að koma henni út hér og verður því að flytja hana iengra suður. Af islenzka saltfiskinum komu 1,000,659 kílógr. með 4 dönskum eimskipum og 1,046, 380 kílógr. með 6 norskum eimskipum. Af þessum förmum var einn frá Færeyjutn og annar sá, sem fyrr er getið að fenginn hefði verið á ýmsum íslerzkum höfnum. Beinn aðflutningur frá íslandi hingað var meiri en undanfarin ár, en óbeinn tiltölulega minni. Ekkert var sent með íjeglskipum. — Þetta sóst ljósara á þessari skýrslu yfir fisk frá íslandi og Færeyjum, sem hingað hefir ver- ið fluttur: Beina leið: 1897-98 1898-99 1899-1900 1900-1901 á gnfuskip. kg. 912,400 1,486,100 1,292,730 1,886,839 á seglskip. kg. 746,800 212,000 — Óbeina leið: via Liverpool kg. 387,000 312,050 — Glasgow kg. 164,700 13,400 — Hull kg. 50,000 38,000 — Björgvin kg. 751,600 425,775 — Hamborg kg. —„— 11,600 — Antwerp. kg. 4,000 —„— | — Kaupmh. kg. 46,050 2,300 3,070,650 2,601,125 367,100 539,410 46,100 9,400 22,000 — 231,800 60,000 81,400 136,050 75,750 — —160,700 2,116,880 2,791,899 Það er gleðilegt að innflutningur af íslenzk- | um fiski er að aukast, og er vonandi að hann að minsta kosti minki ekki úr þessu, en ferm- endurnir mega ekki gleyma keppinautum sínum, sem sæta hverju tækifæri til að út- rýma íslenzkum fiski af markaðinum og kosta í kapps um það með tímabærum umbótum, sam- viskusamlegri meðferð og vandlegri greiningu á fiskinum að gera bæði sj d fum sór og kaup- endunum til hæfis, því að öðrum kosti er víst verðfall á fiskinnm. Dálítið var sent hingaö af óþurkuðuaa fiski, en illa tókst með haun af því haun leit ekki vel út. Þó var gerð tilraun til að þurka hann eins og gert er við frauskan fisk (Lavó) í Borde&ux, og er mór ekki kuunugt um á- rangurinn, en vona að þessi verkunaraðferð geti lánast síðar meir. Verð á íslenzkum saltfiski hefir ver- ið sem hór segir frá því í fyrra sumar: fyrri hluta ágúst lírar 52 síðari — ' 52 fyrri — sept. — 56 50 síðari — — 56 fyrri — okt. — 55 siðari — — — 54 fyrri síðari — nóv. — 52 50 fyrri — des. — 48 síðari — — 48 fyrri — jan. — 49 síðari — — — 50 fyrri — febr. 47 síðari —- — 47 fýrri — marz — 46 síðari — — — 43 fyrir 100 kílógrömm (200 pund) -i- 4°/0 af. föllum (miðilsgjaldi, vigtarrýrnun og fríhafh- argjaldi o. s. frv.). (1 líri = 72 aurar; 50 lírar = 36 krónur) Þetta er meðalverð, því verðið hefir verið lægra og hærra eftir því sem aðflatningurinn heflr verið meiri eða minni. Norskur saltfiskur og havðfiskur var i háu vorði, einkuaa harðfiskurinn, sem var nærri tvöfalt dýrari en hanu hefir verið að undanförnu. Söluhorfurnar er enn þá örðugt að segja um. Eftir því sem frózt hefir verður líklega minm aðflutningur af smáfiski, sem er útgengilega3tur hér, en í fýrra; þetta get- ur þó breyzt. Það er nær þvi ómögulegt að vita hér hvernig aflast við ísland. Aflinn við Lófót hefir verið 50°/0 meiri en i fyrra, en við Finnmörk hefir aflinn verið minni, en aðaiaflinn er farinn að verða þar siðara hlut sumars. Hátt verð hefir verið borgað fyrir óverkaðan fisk, en annars er sala á norskum fiski yfirleitt dauf. Frakkar hafa nú sent til fiskveiða til ís- lands frá höfnum í Bretague 57 fiskiskip og 19 chasseurs (sem eru að mestu leyti flutn- íngaskip) en í fyrra 59 og 23, og frá Dun- kerque og Graveiines 88 skip (95 í fyrra). Aftur hafa þeir aukið flotann við Newfound- land. Með vissu verður ekki sagt um það, hvort hátt verð muni haldast á saltfiski hór. Ýmis- legt maúir með því, en svo er ef til vill fleira á móti. Hór hefir gengið fjárpest síðara hlut vetrar, og hefir orðið til þess að kjöt hefir hækkað í verði og eftirspurn eftir íslenzkum og frönskum fiski aukist. Eitt atriði gefur góðar vonir um að fiskur- inn skemmdist hór síður framvegis; það er k æ 1 i h ú s, sem verið er að koma upp hér við höfnina til þess að geyma í aðfluttan fisk. Bankamálið. Það er eftirtektarvert, að sömu mennirnir, sem nú hafa bundist samtökum um það að sporna á móti hverskonar breytingum á stjórn- arskipun landaius, sem fáaniegar eru, en halda þeim einum fram, sem ófáanlegar eru — þessir stjórnspekingar hafa líka flestir barist með linúum og hnefum gegn því, að þingið gerði nokkrar til- ranuir til þess að bæta úr hinum tilfinnaalegu peningavandræðum í landinu. Það erviðkvæði þeirra að hór séu ait af nógir peningar — að

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.