Fjallkonan - 30.11.1901, Blaðsíða 2
2
FJALLKONAN.
Áður haf ji hann lifcið gagnstætt á það, og vildi
láta ráðgjafann sitja í ríkisráðinu. Að vísu
hefir aldrei komið fram svo mikið sem nokk-
ur sögusögn um það — því siður meira —
að nokkur einasta tillaga Islands-ráðgjafa
hafí mætt mótspyrnu eða táimuu í ríkisráð-
inu.
Þá kemur til frumvarpsins 1886. Á því
var sá aðalgalli, að konungi var enginn ráð-
gjafi ætlaður, þó konungur ætti að gera ýms
störf, staðfesta lög o. s. frv. („konungur eða
landsstjóri"). Það var fyrsta endurskoðunar-
frumvarpið, sem fram náði að ganga á þingi
(1885—1886).
Á þinginu 1887 vóru gerðar dálitlar breyt-
ingar við fí-umvarp þetta, en ekki var kon-
ungi enn þá neinn ráðgjafi ætlaður. Á þann
galla benti meiri hluti nefndarinnar í efri
deild (Jul. Havsteen, Arnl. Ólafsson og Jón
Hjaltalín). Þá var málið ekki útrætt á þing-
inu.
1889 var gerð tilraun til þess í fyrsta sinn
að breyta stjórnarskránni á þann hátt, að eigi
væri gengið of nærri rétti alríkisins, en jafn-
framt þó trygt þjóðinni jafnvel fyllra sjálfs-
forræði en fyrri frumvörpin höfðu reynt að
gera. Og sérstaklega kom þar fram skýr við-
leitni til að færa stjórnarfyrirkomulagið í
þingræðishorfið.
Aðalatriðin í frumvarpi þessu, eins og það
var samþykt í neðri deild alþingis, vóru helzt:
Konungur skyldi hafa sér ráðgjafa fyrir
ísland, er ábyrgð bæri fyrir alþingi. Þessi
ráðgjafi konungs skyldi rita undir með kon-
ungi það sem til konungs kasta kæmi. En
konungur léti landsstjóra í nafni sínu og um-
boði framkvæma hið æðsta vald í hinum sér-
stöku málefnum landsins. Landstjóri tæki
sér ráðaneyti sem bæri ábyrgð fyrir alþingi.
Þó var ákveðið, að konungar tæki sér
ráðgjafa fyrir ísland og skrifaði undir
þær ályktanir sem hann skyldi sjálfur gera
svo sem að hann skyldi skipa landstjóra, að
hann mætti innan árs ónýta staðfesting land-
stjóra á lögum, er honum þætti viðsjárverð
sakir sambands íslands við Danmörku, að
hann mætti gefa út bráðabirgðarlög, erbrýna
nauðsyn bæri til, þó ekki bráðabirgðarfjárlög
fyrir það tímabil, er fjárlög eru samþykt fyrir
af alþingi og að hann gæti staðfest breyting-
ar á stjórnarskránni, — Á alþingi skyldi sitja
86 menn, 12 í efri deild og 24 í neðri deild
Efri deildar menn skyldu eiga sæti í deild-*
inní til sjötugsaldurs; stjórnin kjósa 4 þeirra
fyrsta sinn, en síðan er sæti yrði autt, átti
neðri deild að kjósa í það í hvert sinn mann
úr sínum flokki, er setið hefði að minsta
kosti á 2 reglulegum alþingum.
Stjómin skyldi geta rofið neðri deild, en
aldrei efri deild.
Þetta frumvarp var samþykt með öllum
atkvæðum gegn 2 (Gr. Thomsen og Jónassen)
í neðri deild.
Þetta var í fyrsta sinn sem reynt var af
vorri hálfu að setja sig í spor stjórnarinnar
og reyna að gera sér ljóst, hvað sanngjarnt
væri, að hún gæti gengið að, og eins að kjam-
inn í kröfunum var þingræðisstjórn.
Þetta var kölluð „miðlunarstefna“ eða
„miðlun", og var það að vísu réttnefni af þvi
þar var litið á málið frá hliðum beggjamáls-
aðila, en hins vegar olli nafnið þeim misskiln-
ingi, að sumir menn héldu, að með þess&ri
miðlun væri slegið af frelsiskröfum þjóðarinn-
ar, en það fer fjarri, 'þar sem frumvarp þetta er
einmitt frjálslegast aföllum stjórnarskrárfrum-
vörpum vorum.
Jón Sigurðsson lagði mesta áherzlu á stöðu
íslands í ríkinu, og hann var aldrei ánægður
með stöðulögin. óánægjan var þó mest um
upphæð árgjaldsins, og um það, hvernig lög-
in urðu til. En við það verða menn nú að
sætta sig.
Það stendur í stjórnarskrá vorri, að Island
eigi í sérmálum sínum að hafa löggjöf sína
og stjórn út af fyrir sig. En þetta hefir
ísland ekki haft eitt augnablik enn, síðan
stjórnarskráin kom í gildi. Yér höfum aldrei
haffc neinn ráðgjafa „út af fyrir oss“. Stjórn-
arskráin hefir verið brotin á oss í 27 ár, jafn-
vel að bókstafnum til.
Að miðlunarfrumvarpinu sleptu, 1899, hafa
tvær tilraunir verið gerðar til umbóta. Önn-
ur var tilraun Ben. Sveinssonar; hin tilraun
Yaltýs Guðmundssonar.
1881 og ’83 vildi Ben. Sv. ekki hafa neinn
ráðgjafa fyrir Islands mál, heldur að eins á-
byrgðarlausan skrifara. Hann átti jafnan að
vera við hlið konungs, en landshöfðingi ör-
sjaldan, því strengileg ummæli vóru um, að
hann mætti ekki burtu vera úr landi nema sem
sjaldnast og styzt. Yar þá hætt við að þessl
skrifari yrði landshöfðingja fullkominn ofjarl.
1886 vildi B. Sv. gersvifta konung valdi
til að velja sér ráðgjafa, nema með tvöfaldri
kosning. Konungur átti að skipa hér lands-
stjóra, og landsstjóri átti að taka sér ráðgjafa.
En ef konungur átti að víkja landstjóra frá
völdum, þá gat hann það ekki öðruvísi, en
ráðgjafar landstjóra rituðu undir með honum.
Hefði landstjórinn nógu samhenta ráðgjafa,
þá var konungi því ekki auðið að losna við
hann, meðan hann lifði, og felli hann frá,
varð konungur að fá einhvern af ráðgjöfum
landstjórans til að rita undir tilnefning nýs
landstjóra. Ráðgjafarnir áttu að stjórna einir,
þar til nýr landstjóri var skipaður. Þeir gátu
sett konungi alveg stólinn fyrir dyrnar. Kon-
ungur var alveg afsettur með þessu fyrir-
komulagi.
Konungur átti auk þess að gefa landstjóra
heimild til að undirskrifa lög í sínu nafni,
og gat landstjóri með þvi stofnað alríkinu í
vandræði og voða.
Það er alveg óhugsandi, að nokkur konungs-
ráðgjafi í Danmörku muni nokkurn tima rita
undir slíka breyting á stjórnarskrá vorri.
En konungur verður að hafa ráðgjafa fyrir
ísland, sem gæti hagsmuna alríkisins gagn
vart 08s, situr í ríkisráðinu og ber ábyrgð
gagnvart alríkinu.
Tilraun Valtýs Guðmundssonar 1897 var
fólgin í þvi, að konungur skyldi taka sér til
ráðgjafa fyrir Island, sérstakan mann, er eigi
gegndi öðrum ráðgjafastörfum, skildi og tal-
aði íslenzku (þ. e. væri íslendingur), mætti á
alþingi og bæri ábyrgð fyrir því á stjórnar-
athöfnum sínum.
Ekki mundi þetta fyrirkomulag, þótt að
lögum yrði, veita íslandi stjórn „út af fyrir
sig“, þar sem ráðgjafinn sæti í ríkisráðinu og
yrði því væntanlega að fara frá völdum
hvenær sem nýr stjórnmálaflokkur í Dan-
mörku kæmist til valda. Þó er þetta ekki
alveg fullyrðandi, og að minsta kosti þó
miklu nær, en nú, því að ráðgjafinn yrði þó
kvaddur til að hafa ráðgjafastörf íslands á
hendi einvörðungu, og hann yrði miklu hæf-
ari til fyrir kunnugleika sakir að fjalla um
þau.
Full trygging fyrir einveldi eða ofveldi ráð-
gjafans er að vísu ekki fengin með hinu nýja
frumvarpi, sem samþykt var á síðasta þingi
1901, en alt um það er þó svo mikil trygg-
ing fengin, að mörgum hefir virzt áhorfsmál
að hafna því. — Því verður ekki neitað, að
það frumvarp bætir úr mikilsverðum ágöllum:
tryggir sérstakan ráðgjafa og að hann sé
kunnugur, að hann mæti á þingi og að hann
beri ábyrgð fyrir alþingi. Með ráðgjafa, sem
viðurkendi þingræðisregluna, gæti hér verið
ákaflega mikill ávinningur.
Ef hægri menn hefðu setið við stjórn, eða
ef vinstri manna stjórnin, sem nú er, reyndist
ófáanleg til að ganga að öðrum oss hagfeld-
ari breytingum, þá getur mér ekki hugur
um blandast, að talsvert skárra en ekki neitt
væri að fá það frumv. lögleitt. Þetta er mér
óskiljaniegt að nokkrum manni geti dulist.
En fjarri fer því, að þetta fyrirkomulag geti
heitið viðunanlegt til langframa.
Fjárráð þingsins eru ekki trygð að fullu,
nema það sé ákveðið í stjórnarskránni að
bráðabirgða-fjárlög megi aldrei útgefa fyrir
fjárhagstímabil það sem fjárlög eru samþykt
fyrir.
Þetta er nauðsynlegasta stjórnarskrárbreyt-
ingin, ásamt þeim ékvæðum að stjórnin megi
ekki gefa út bráðabirgðalög, sem komi í
bága við stjórnarskrána, og að bráðabírgða-
lög falli úr gildi, nema næsta alþingi á eftir
samþykki þau, og þessar breytingar mundi
stjórnin þegar samþykkja.
Tíumannafrumvarpið, sem fram kora í sum-
ar, þarf þvi síður að tala um, sem höfundar
þess eru horfnir frá þvi sjálfir, ef hávaði
þeirra hefir nokkru sinni fylgt því fram í al-
vöru.
Fyrirkomulag það, sem sami fiokkur hefir
síðan hreyft í blöðum sínum, um að ráðgjafi
sé einn og hér búsettur, hygg eg allir sé
samdóma um að sé óhugsandi. 'Og fyrirkomu-
lag það, sem nú er síðast haldið fram og eg
þykist hafa séð vikið á í dönsku blaði, að
þessi sami ráðgjafi feli hinum ráðgjöfunum
að bera mál vor upp fyrir konung í rikisráð-
inu, það tel eg það versta og óheppilegasta,
sem eg hefi enn séð fram koma í þessu máli.
Bæðumanni taldist svo til, að kostnaðurinn
viðþ að stjórnarfyrirkomulag semvér ætt im að
fá: jarl eða landstjóri, með ráðgjöfum o. s. frv.
yrði litlu meira en nú:
Hann gerði ráð fyrir að stjórnin launaði
jarlinum eða landstjóranum, en ráðgjöfum
tveimur ætlaði hann 6000 og 6000 kr., 3
skrifstofustjórum 4000, 3600, 3000, 3 yfirrit-
riturum 1200 hvorum, 3 skrifurum 800 kr.
hvorum ; kostnaður af stjórnarhúsbyggingu
8000 kr. á ári.
Aftur gerir hann ráð um að sparast muni
23,000 með niðurlagningu amtmanna embætt
anna, landfógetaembættisins, landritaraembætt-
isins, endurskoðanda embættisins og skrif-
stofufjár amtmanna og landfógeta.
Kostnaðaraukann gerði hann tæp 20 þús. kr.
Nánara verður síðar minst á þessa stjórn-
máLræðu hr. Jóns Ólafssonar.
Fljótshlíö.
Oft er það, þegar mikið hefir verið af ein-
hverju látið, að manni finst fátt nm að sjáþað.
Mér fór þó ekki svo am Hliðiua; pallurinn,
sem bæirnir standa á, brekkurnar fyrir ofan,
sem glóðu svo grænar í sólskininu, fossarnir
svo bjartir og birkihrislurnar svo fagrar, sem
þær eru fáar, alt þetta rann saman í mynd af
einhverju því yndíslegasta héraði, sem eg þótt-
ist séð hafa; og smárinn ilmaði svo sætt og
tjaldarnir liðu um loftið „með skærum hljómi“
líkt og fljúgandi bjöllur. Svo kveður skáldið góða:
„Fuglinnsyngurbíbíbíum bláa geiminn“.Fuglinn,
sem átt er við, er tjaldurinn, og ef Hlíðin ætti
sér nokkurt merki, ætti að vera í því smári og
tjaldur, því þetta tvent setur sian blæ á þessa
sveit fremur en aðrar, sem mér er kunnugt um.
En fyrir neðan beljar fljótið, ferlegt eins og
undirtónn allrar tilveru, og hinummegin rís mik-
ilúðleg hamrahlíð með blátt myrkur i gljúfrun-
um og ótal hvítra fossa, en jökullinn hvelfist
ofar.
Þetta er rétt eins og mynd af fornöldinni,
sem er svipmikil en myrk, nema hvað helzt er
bjart yfir nöfnum þeirra, sem kraftmestir hafa
verið, en eins og uppi yfir öllu blikar við hin
margnefnda forna frægð, dýrðleg og þó hrylli-
Ieg, af því að hún er svo nátengd hugmyndinni
um dynjandi holundablóð og sárbeitt, lífskæð
eggjárn.
Eða hvar skyldi manni fremur detta forn-
öldin í hug, en einmitt hér i sveit Gunnars?