Fjallkonan - 30.11.1901, Blaðsíða 3
FJALLKONAN.
3
jafnvel Jónas Hallgrímsson getnr ekki ort um
þetta hérað án þess að fornöldin ^iljómi með.
öunnarssaga og náttúrníegurðin í sambandi við
hans eigið ágæta hugarþel verða að hinu al-
kunna meistaraverki.
Og vel sæmir, að skáldaspillir yrki um Gunn-
ar á Hlíðarenda, þenr.an blóma hinnar norrænu
þjóðættar, þennan Akillevs í hinu glæsitega
kappaliði sögutímans, hinum gríska líkan að
afli og vigfimi — en G-unnar var þrátt fyrir
það mildur og góðgjarn. Þessi mikli mann-
drápari móti vilja sínum, þetta heljarmenni
hafði viðkvæmt hjarta, og það skín eins og
gimsteinn í frægðarkórónu Gunnars, að honum
varð um að vega menn. Hve ólíkur er hann
ekki t. a. m. hinum hryllilega morðingja Þor-
geiri Hávarssyni, sem guðhræddur söguritarinn
er svo hrifinn at.
Gunnar mun líka vera sá eini af fornmönn-
um er minnist á náttúrufegurð; er það í góðu
samræmi við lucd hans, eins og henni er ann-
ars lýst í sögunni. Einnig þar kemur við-
kvæmnin fram.
Helgi Pétursson.
ISLENZKUR SÖGUBÁLKUR.
Æflsaga Jóns Steingrímssonar,
prófastB og prests að Prestsbakka.
[Eftir eiginhandr., Landsbókas. 18?, 4to.]
42. Öessir 600 rd. fittn að flytjast til sýslumanns
Lýðs, sem þeim átti að útbýta milli þeirra bænda, sem
mest höfðu liðið af eldsins yfirgangi, til að kaupa þeim
gripi og kyrsetja þá so við jarðirnar. Attu þessir gripir
að sækjast austur í Múlasýslu, þri stiftamtmanni hafði
borist, að þar væru góð peninga höld (sem alt saman
reyndist síðar ósannindi); átti Sigurður klansturhaldari
að vera sýslumanni hjálplegur með útdeilingu greindra
peninga. Flyt eg og bréf alt þetta áhrærandi til þeirra.
Segi eg ei af ferðum minnm, þótt kröggótt gengi, fyrr
en eg kom aftur til baka að Stórólfshvoli til Jóns sýslu-
manns. Þar er þá að austan kominn Sigurður klanstur-
haldari; færir hann bréf og aðrar bevisingar, að pestin
hafði og komið í Múlasýslu og þar var engin lífBbjargar
skepna fáanleg. Núpsvötn hér og aldeilis ófær til yfir-
ferðar. Við sváfum saman um nóttina. Um mcrguninn
fór eg burt að skera æxli af manni. Á meðan tók hanu
npp peningapokann og af honum handa sjálfum sér 20
rd. og 8ta til handa bónda héðan að kaupa sér kú, og
fór svo suður sinn veg, en skrifaði Hr. Lýð, að láta sem
mest biða þar til hann kæmi, er standa mátti á margra
manna lífl. Meiningin var að hagnýta sér úr honum
nokkuð með sýslumanni, eins og þeir höfðu áður leikið
Þegar eg kom aftur og heyrí þessa fregn, og þar er
annar maður kominn, sem lá á peningum, að kaupa sér
skepnu til lífs, tek eg sýslumann Jón í ráð með mér,
hvað og skuli nú aftaka. Kassinn sé npptekinn, nú mæti
nauðlíðandi bændur mér; hér séu peningarnír, sem þeir
eigi að meðtaka; hér fái þeir skepnur keyptar, en öngvar
úr Múlasýslu. Hann segir: „Þetta er það hagkvæmasta.
Almúginn fær aldrei betri not af því, þó hann komist í
þeirra hendur. Tók eg svo upp kassann aftnr og fór
hans ráðum fram, en síðar kannaðist hann þar ekkert
við, enn síður að leggja mér liðsyrði, þá eg var kominn
í ónáð við stiftamtmann fyrir greindra paninga meðhöndl-
an, sem hér eftir fylgir. Þá eg fór frá Stórólfshvoli og
kom austur undir Fjöllin, mættn mér fleBtallir sóknar-
menn mínir, sumir að útvega sér jarðir þár, snmir að
kaupa sér lífsgrípi, og fengu eigi nema fyrir betaling út
í hönd. En þeir höfðu heyrt hjálparmeðal það væri und-
ir minni hendi. Leituðu mig þvi uppi, og sátn alla vega
i vegi fyrir mér, og beiddu mig í guðs nafni að hjálpa
upp á sig. En eg sem flesta vildi (fá) til baka, og sá
neyð þá þeir liðu, hrærðist til meðaumkunar yflr þeim og
tek til að fá þeim af kasBanum til að kaupa gripi, Bem
nú fengust enn með þolanlegn verði — 246 ríksdali —
flestum að kaupa einn eða tvo gripi. Þá ég kom með
bréfin og kassann með því sem eftir var í honum til
sýslumanns, fékk eg hjá honum einar þær verstu viðtekt-
ir, að eg hefði ei fært sér hann óskertan etc., fann mér
nú alt til blamms, skammar og lýta með peninganna
meðferð og útdeiling, áklagaði mig nú með grófasta máta
við stiftamtmann, hvar til klausturhaldari Sigurður lagði
og til alla sína kunnáttu og kyndugskap, so nú kom
fram draumur minn um strákana til forna, er vildu
drepa mig. Þeir flæmdu mig og so út við bændnr, að
nær nokkur bað um peningahjálp, var fyrst ansvarið:
„Far þú til prófasts, hann lék þig so út, að eg get ei
aðstoðað þig“. Stiftamtmaður, sem var trúgjarn maður
og þunglyndur, varð hér af uppvægnr við mig og an-
klagaði mig upp á æru mína og embætti fyrir cansellíi
kóngs, að eg hefði ei hlýtt sinni skipan, gefið mig í
verzlegar sakir, með enn fleiri upplognum sakargiftum,
Bem mínir hatursöienn höfðu honum inn gefið. Eg komst
að þessu, en lét það þó ei á mér festa, því eg vissi guð
mundi ei láta mig fyrir þann gjörning falla né kollvarp-
ast. Fór eg nú með hesta mína að sækja hlut minn i
Selvog, og ætlaði nndir eins að finna stiftamtmann. Hitti
eg nú stiftamtmann Levetzow, sem þó var ei orðinnþað,
á Sólheimum i tjaldi sínn. Hann tekur mér með mesta
ofsa og æði; rífur í hárið á sér, snýr fingurna, lomnr sig
utan, orgar og hljóðar, segjaudi: „Þú hefir gert eitt 6-
forskammað verk, sem þú kant aldrei að forsvara, að þú
hefir upptekið stiftamtmanns forsigling etc. Eg svara:
„Alt kann forsvarast nema crimen læse majæstatis.
Hann svarar eftir því hvar af eg sá lærdóm hans. So
segi eg meðal annars: „Þó eg kunni ei forsvara það fyrir
mönnunum, veit eg þó að eg kann það fyrir guði og
samvizkuuni". Hann svarar: „Guð og samvizkan dug-
ar þér ekkert“. Og þar með hló eg upp úr og sagði:
„Eg læt mér það nægja öngn að síður.“ Þar eftir varð
hann allur vægari og talaði vingjarnlega við mig. Hann
fér so austur að yfirskoða hér jarðir og Hr. Magnús
ólafsson Stephanins. Of anklagaði sýslumaður mig fyrir
honum, þar til hann sá að það var hatur og frá þeím
tíma vildi hann lítið heyra hann. En af mér er það að
segja, að eg komst att yfir Ölfusá. Hljóp þá yfir mig
bjúgur, so eg komst ei yfirfjállið að finna stiftamtmann:
og varð nauðugur viljugur að halda til baka. Skrifaði
honum þó til forlátsbréf á minni yflrsjón, en so var sterk
hans bræði orðin, að það vann fyrir ekkert. Heldur setti
hann forboð á, að eg skyldi nokkurt lán fá hér í kaup-
stöðum, sem öllum öðrum var þó þann tíð eftirlátið.
Frá útlöndum,
Chamberlain hélt nm síðnstu mán&ðamót
ræðu á fundi í Edinborg, þar sem saman vóru
komnir 8000 unionistar. Hann ámælti þar
harðlega þeim þingmönnum neðri deildar, sem
hefðu iýst yfir því opinberlega, að þeir væru
andstæðir stjórninni. Stjórnin heiði í hyggju,
að breyta þingsköpum neðri deildar til þess að
geta haft hemil á þeim mönnum, sem leituðust
við að dtaga neðri deiidina niður. Hann kvað
írska þingmenn vera ofmarga, og lét þá ósk í
ljós, að stjórnin legði fram frnmvarp um fækk-
un írskra þingmanua áður en næstu kosningar
færu fram.
Þar næst talaði hann um stríðið í suður-Af-
ríku, og að þeir friðarskilmálar, sem Búum
heíðu verið boðnir, yrðu að álítast mjög aðgengi-
legir, en með því Búar hetðu ekki viljað sinna
þeim, yrði að halda ófriðnum áfram. Stjórn-
in verður að játa, að henni hefir skjátlast í
áætlunum sinnm með það, hvo lengi stríðið
mundi standa.—Hann dáðist að þrautseigju Búa,
en Englendingar yrðu að sýna sama þol á móti.
Búar færu nú fram á frekari kröfur en í byrj-
un stríðsins, vildu vera enn þá óháðari, og
gætu Englendingar ekki orðið við þeirri kröfu.
Ef nauðsyn krefur að leggja meira fram en
að undanförnu til að sigra Búana, þá má benda
á dæmi annara þjóða, eem nú bregða okkur
um grimd og villimensku, svo sem meðferðina
á Pólverjum, Kakasusbúum, Kínverjum, o. s. frv
og viljum vér þó ekki breyta eftir þeim. Hanu.
kvað Englendinga hafa gert alt sem i þeirra valdi
stóð til þess að komast hjá þessum ófriði.
Að síðustu sagði hann að horfurnar væru nú
svo, að engin ástæða væri fyrir Englendinga
að kvíða neinu.
128
dikarans. Sá prédikari, sem ekki getur haldið ræðu, án þess að
hafa skrifuð blöð, talar ekki af hjarta."
„Eg er auðvitað ekki kominn hingað til þess að deila við þig
um það, hvernig eigi að prédika. Eg kom að eins til þess að
bera þér kveðju frá majór Riisensköld og fröken Ankarstrále, og
segja þér, að þeim hefði þótt það Jeiðinlegt, að þú komst ekki í
boðið í gær.“
„Já, hún Emma hefir gert það af góðum hug, að bjóða mér,
en eg gat ekki komið. Mig hryllir við því táli, sem fylgir þess-
um léttúðarfullu samkvæmum, og einkum hefi eg óbeit á jafn-óguð-
legri háttsemi sem dansinn er.“
„Eg hefi tekið eftir því, og þykir það leiðinlegt. En segðu
mér nú einu sinni eins og er: „Af hverju er þér svo illa við
dansinn.“
„Dansinn er eitthvert hættulegasta vélabragðið, sem djöfull-
inn hefir búið mönnunum."
„Og þó hafa þeir menn dansað sem þú metur mest, eins og
til dæmis Davíð konungur.“
„Hann Laggi talaði um þetta i ræðu sinni í gær, en hann
sagði, að Davíð konungur hefði dansað öðru vísi en menn gera nú.
Hann sagði, að hann hefði ekki gert annað en „gengið í takt“, og
það væri alt annað eu þessir blygðunarlausu og léttúðugu dansar,
sem nú tíðkast.“
„Nú var það svo? Ekki mun þessi Gyðingakonungur hafa
dansað vals eða polka. En þessum biblíuþembda herra Lagga
hlýtur þó að skjátlast í þessu, því í biflíuuni stendur, að Davíð
125
Þeir tóku hvor í höndina á öðrum og Willner gekk síðan
upp tröppurnar.
Hellstedt apótekari kom einn síns liðs.
„Hvar er Hilda? Er hún ekki með?“ sagði Emma.
Hann svaraði og var dapur á svip:
„Hún álítur það synd og skömm að vera í samsætum öðru
eins og þessu.“
„Aumingja stúlkan“, sagði Hermína og stundi Við.
Um kveldið var glatt á hjalla hjá majórnum. Rusensköld
undirforingi hafði verið fálátur um daginn, en nú Iék hann á als
oddi og ætlaði sér að bjóða frú Dahn að dansa við sig.
Asaessor Marteli dansaði fyrsta valsinn og fransesinn eias og
hann var vanur. Hann dansaði við Emmu Ankarstráie, og fór
síðan út í garðinn til hinna gestanna.
Wiliner hafði ásett sér að dansa ekki þetta kvöld, svo að
ekki yrði tekið til þess, að hann dansaði við frú Dahn. Hann
stóð í dyrunura og horfði á að frú Dahn var að dansa við eiuhvern
herra úr kaupstaðnum. En eftir litla stund var hann farinn að
dansa við hana.
Úti í garðinum hópuðu gestirnir sig.
Majórinn var að tala við Stenlund kaupmann.
„Heyrið þér, herra Stenlund. Það legst einhvernveginn í mig,
að eg eigi nú ekki langt eftir, og eg gæti vel trúað að eg lifði
ekki fleiri sumur.“
„Segið þér ekki þetta, herra majór.“
„Já — eg er ekki svo gamall, að eg gæti ekki ef til vill lifað