Fjallkonan


Fjallkonan - 17.12.1901, Qupperneq 1

Fjallkonan - 17.12.1901, Qupperneq 1
Kemur át einu sinni í viku. Verð árg. 4 kr. (eilendis 6 kr. eða l'/, doll.) borgist fyrir 1. júli (erlondis fyrir- fram). Uppsögn (skriflag)bund- ia við áramðt, ógild nama komin eé til fit- gefanda fyrir 1. októ- ber, enda hiifl kaupandi þá borgað biaðið. Afgreiðala: Þing- holtsstrœti 18. XVIII. árg. Landshanhinn er opinn hvern virkan dag kl. 11—2.Banka- stjórnin við kl. 12—1. Landsbókasafniö er opið hvern virkan dng kl. 12—2 og einni stnadnlengur til kl. 3 md., mvd. og Id. tilútlána. Forngri'pasafniö er í LandsbHnkahúsinu, opið á mánu- dögum miðvikudögum og laugardögum kl. 11—12 f.m. Náttúrugripasafniö er í Doktorshúsinu, opið á sunnu- dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lækning á spítalannm á þriðjudögum og föstn- dögum kl. 11—1. Ókeypis tannlœkning í húsi JónsSveinssonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánudag hvers mán., kl. 11—1. Sendibréf til ráðherra íslands um stjórnarskrármálið. Flokkur sá á alþingi, er kom fram í sumar frumvarpi til breytingar á stjórnarskipunarlög- um um hin sérstaklegu málefni íslands 5. jan. 1874, en það frumvarp beíir verið með venju- legum hætti sent ráðgjafanum fyrir ísland, kaus í þinglokin oss undirskrifaða til þess að annast afskifti íiokksins af þessu máli, sem er svo afarmikilsvert fyrir land og lýð, og að stuðla til þess eftir mætti, að það hlyti happa- sæl afdrif. Fyrir því leyfum vér oss sem stjórn þessa flokks og í hans umboði að snúa oss til yðar excellense með neðanskráðar allravirðingar- fylstar athugasemdir og mádaleitanir viðvíkjandi •tjórnarskipunarmálinu. Nánasta tilefni þessarar málaleitunar við yðar excell. er umtal það, er orðið hefir um stjórnarskrármál vort í fólksþinginu, sem sé ummæli hr. fólksþingismanns Krabbe um það á fundi þar 16. okt. þ. á., og svar yðar excell. 21. s. m. Hr. Krabbe kvað hafa komist svo að orði, að „færi svo, að alþingi íslendinga „fitjaði upp aftur það sem kallað hefir verið „til þessa frekari óskir um rífara sjálfsforræði, „þá vildi eg gjarna að rödd beyrðist frá hálfu „þessa þings, er eg hygg að hafa mundi mikið „fylgi meðal hinnar dönsku þjóðar, um að látið „væri af sijórnarinnar hálfu sem frekast að „auðið er að óskum þeirra um sjálfstjórn, og „þá einkum mecf því fyrirkomulagi, er meiri „hlntinn hefir áður látið þœr í Ijós, en það er „að aðalatriðinu til fulltrúi fyrir konung á „Islandi og ráðaneyti á Islandi, er beri ábyrgð „fyrir alþingi“. Frá svari yðar excell. er svo skýrt sem hér segir: „Eg veit með sjálfum mér, að eg segi ekki „ofmikið, er eg kveð svo að orði, að ráðaneytið, „sem nú situr að völdum muni vilja veita ís- „landi svo ríflegt sjálfsforræði sem við verður „komið, án þess að losni um stjórnartengslin „við móðurlandið, eða að nokkuð haggigt jafn- „rétti Dana og íslendinga, hvort heldur er á „íslandi eða í Danmörku, það er verið hefir „hingað til“. Um leið og vér lýsum innilegri gleði vorri yfir réttsýni þeirri og velvild í yorn garð, er lýsir sér í þegsum ummælum, leyfum Vér oss allravirðingarfylst að taka það fram, að fyrir- komulag það á stjórnarskipun íslandsj er hr. Krabbe telur æskilegt og til þess fallið, að hin danska þjóð láti sér vel líka, sem ijé kon- ungsumboðsmaður hér á landi (þ. e. landstjóri, er beri að eins ábyrgð fyrir konungi) og ráða- Reykjavík, 17. desember 1901 Xr. 48. fást ýmsir skrautgripir, dýrir og ódýrir, hentugir til jólagjafa. Gullúr og fleiri dýrir munir seldir fyrir ueðan ákvæðisverð fyrir jólin. Stærsta úrval af ýmsiirn gullliringum, slifsisnælum, liljóðfærum o. fl. sem nú mun vera til á íslandi. Alt selt fyrir peninga út í liörnl. Biöjiö ætíö um: OTTO MONSTEDS danska smjöiiiki, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu 1 satnanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnunum. neyti (einn eða fleiri ráðgjafar), er hann (þ. e. umboðsmaðurinn) skipi og beri eingöngu ábyrgð fyrir alþingi, kemur einmitt heirn við hjartan- legustu óskir hinnar íslenzku þjóðar um til- högun á stjórn sérmálanna. Þetta lýsir sér í öllum stjórnarskipunarfrum- vörpum, er upp voru borin meðan stóð á hinni eldri stjórnarbaráttu, árin 1851—1873, meðan alþiugi enn var að eins ráðgefandi, og eigi lýsir það sér síður glögt í stjórnarskrárfrum- vörpum þeim, er upp voru borin og rædd á löggjafarþingiuu í síðari stjórnarskrárbarátt- unni frá 1881—1894. Við þa'ð er og átt með ummælum þeim í allraþegnsamlegustu ávarpi efri deildar á síðasta þíngi, ^er samþykt var í einu hljóði og svo er orðað, að það sé „sann- færing vor, að sú skoðun sé enn ríkjandi hjá þjóð vorri, að stjórn íslands sé þá fyrst komin í það horf, er fullkomlega samsvari þörfum vorum, þegar æðsta stjórn landsins í hinum sérstaklegn málefnum þess er búsett hér á landiu. Með þeim ummælum var það einkum haft í huga, að valdsmaður sá, er staðfesti almenn lög og hefði á hendi hið æðsta framkvæmdar- vald, væri búsettur í landinu. Það er því engum vafa undirorpið, að und- anfarna hálfa öld hefir mikill meiri hluti hinnar íslenzku þjóðar og einkum sá hluti hennar, er afskifti hefir haft af landsmálum, kosið sér þá tilhögun á stjórnarfyrirkomulagi landsins, er hr. fólksþingismaður Krabbe hefir bent á. Að eigi hefir síðari árin verið haldið fram þessari stefnu, heldur farin önnur leið til þess að fá stjórnarbreyting á komið, á því stendur svo, að eftir að endur8koðunarfrumvörpum þeim, er samþykt voru á þingi 1885 og 1886 og aftur 1893 og 1894. og bæði voru nálega samhljóða, hafði verið synjað allrahæstrar stað- festingar, var talið vonlaust um árangur af því að halda áfram stjórnarbaráttunni með sama hætti, einkum gagnvart hinum eindregnu nmmælum stjórnarinnar í allrahæstri auglýs- ingn til íslendinga 2. nóv. 1885. Fyrir því var tekin önnur stefna á alþingi 1895, henni haldið áfram á þingunum 1897 og 1899 og loks samþykt á þingi 1901 stjórnarskrárfrum- varp það, sem nú er hjá stjórninni. Að vér tókum, sem hér segir, nýja stefnu, með ekki eins víðtæku markmiði, það gerðum vér í því trausti, að þegar vér fengjum ein- hvern tíma síðar meir frjálslynda ríkisstjórn, þá mundi hún veita oss með nýrri endurskoðun hið þráða, aukna sjálfsforræði. Með því nú að framanskráð ummæli yðar exceil. veita oss von um, að stjórnin, sem nú er við völd, muni vilja fallast á riflegri breyt- íngar á stjórnarskrá vorri en vér hefðum annars getað búist við eftir konunglegri aug- lýsingu frá 2. nóv. 1885, leyfum vór oss sam- kvæmt framanskráðu umboði og í fullu trausti þess, að hin íslenzka þjóð sé oss sammála, allravirðingarfylst að skjóta því til yðar excel- lence, að þér látið af stjórnarinnar hálfn leggja fyrir næsta alþingi frumvarp til breytingar á hinum íslenzku stjórnarskipunarlögum frá 5. janúar 1874, er að aðalatriðum til hefði að geyma þessi fyrirmæli: 1. Sett sé á stofn í Reykjavík landsstjórn, er skipuð sé landstjóra og einurn ráðgjafa eða fleirum, og komi í stað embættaskipunar þeirrar, er þar hefir verið að undanförnu. 2. Landstjóri, sem ber að eina ábyrgð fyrir konungi og er skipaður af honum, staðfestir í

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.