Fjallkonan


Fjallkonan - 17.12.1901, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 17.12.1901, Blaðsíða 2
2 FJALLKONAN. konungs nafni öll almenn lög frá alþingi, veitir embætti o. s. frv. 3. Landstjórinn skipar ráðgjafa sinn (eða sína), og bera þeir ábyrgð fyrir alþingi. Þetta eru í vorum augum helztu atriðin í slíku lagafrumvarpi. Fyrirmæli þau, er frumvarpið kynni annars að hafa að geyma um eftirlit hinnar dönsku ríkisstjórnar með hcimastjórninni íslenzku eða um sambandið milli þeirra stjórna beggja, um landsdóm, svo og önnur fyrirmæli, er þetta fyrirkomulag mundi útheimta, er eigi þörf að fara lengra út í að þessu sinni; þessi atriði er vonandi að eigi muni valda verulegum örðug- leikum. Fari svo, að yðar excell. láti von vora ræt- ast og verði við þessari allravirðingaríylstri málaleitun með því að leggja fyrir aukaþingið í sumar frumvarp til breytingar á stjórnarskrá íslands, er helztu fyrirmæli þess séu þau er fyr segir, er oss óhætt að fullyrða, að þar með yrðuð þér við innilegri ósk þjóðar vorrar, þeirri er hún hefir lengi alið og aldrei horfið frá. En sé svo, að yðar exell. sjáið yður ekki fært að taka þessa allravirðingarfylstu mála- leitun vora til greina, og sé svo, að yður virð- ist sá tími eigi kominn, að ráðlegt sé að setja hér á stofn þannig vaxna heimastjórn í sérmál- um vorum, að lagastaðfestingarvaldið og hið æðsta framkvæmdarvald í þeim málum sé fært inn í landið, þá leyfum vér oss allravirðingar- fylst að láta uppi við yðar exell. þá eindregna og vandlega íhugaða sannfæring vora, að þau úrslit stjórnarbótarmálsins, sem felast í stjórn- arskrárfrumvarpinu frá síðasta alþingi, verði oss hagfeldust eftir atvikum, og að meiri hluti þjóðar vorrar vilji að þau hafi framgang, ef eigi er hins kostur, sem að framan er á vikið. Yér þekkjum enga tiltækilega millileið milli þessarar tvenns konar tilhögunar á stjórnarfyrir- komulaginu. Sé lagastaðfestingarvaldið og hið æðsta framkvæmdarvald ekki fært inn í landið (o: með því að skipa hér landstjóra með ráð- gjöfum) þá leggjum vér mikla áherzlu á, að þann veg sé til hagað að það sé sami maður- inn, er semur við alþingi með ráðgjafavaldi og málin her fram til allrahœstra úrslita, svo sem t. d. lög til staðfestingar o. s. frv. Yér erum þeirrar skoðunar, að hér sé öll umboðsmenska að jafnaði, eða ef ekkert út af ber, óhafandi og skaðleg. Og þetta á ekki einungis heima um löggjafarmál, heldur og um umboðsstjórnar- atriði, að því leyti sem þau getur borið undir eftirlit og afskifti alþingis. Þessi skoðun er undirstaða og rök fyrir aðalfyrirmælum stjórn- skrárfrumvarpsins frá síðasta þingi, og það er sannfæring vor, að út af henni megi ekki bregða, enda fullyrðum vér, að allur þorri hinnar ís- lenzku þjóðar heldur' fast við þessa skoðuu. Eina millileiðin í milli þessara hér tilnefndu 2 uppástungna um tilhögun á stjórnarfyrirkomu- lagi voru, er brotið hefir verið upp á, svo að oss sé kunnugt, var mjög rækilega rædd í neðri deild alþingis í sumar, er minni hluti þarbar upp stjórnarskrárfrumvarp — sem síðan var felt — en helztu fyrirmæli þess voru, að konungur „lætur ráðgjafa á íslandi framkvæma vald sitt þar“. „Hann“ (þ. e. ráðgjafinn) „skal vera búsettur á íslandi, tala og rita íslenzka tungu, vera launaður af landssjóði og að jafnaði bera lög og önnur mikilsvarðandi málefni fram fyrir konung. Auk þess nefnir konungur annan ráð- gjafa fyrir ísland, er skal vera búsettur í Kaupmannahöfn“. Hann skal í umboði ráð- herrans í fjarveru hans eða forföllum bera fram fyrir konung þau mál, er .konungur ræður úr- slitum á, og að öðru leyti framkvæma stjórnar- athafnir, er eigi má fresta, þangað til leitað er úrskurðar „ráðherrans á íslandi11. Undirskrift konungs undir lög og stjórnarályktanir veita þeim gildi, ef „annarhvor ráðgjafanna ritar undir roeð honum“. „Þegar ráðherra sá, sem búsettur er í Khöfn, undirskrifar lög og stjórn- arathafnir í umboði ráðherrans á íslandi, ber hann að eins ábyrgð á þvi, að málið sé rétt fram flutt og afgreitt“. Þessi fyrirmæli nægja til þess, að gera það auðskilið hverjum manni, sem nokkuð hefir málið athugað, að frumvarpið þótti vera alveg óhafandi, enda var það felt, eins og fyr segir. Meiri hluti alþingis var þeirrar skoðunar, að hin fyrirhugaða umboðsmenska milli þessara 2 ráð- gjafa væri ómynd,er mundi er til kæmi leiða til mjög ískyggilegra og óviðráðanlegra vafninga, nema ráðgjafi sá, er hér átti að vera búsettur, yrði ckki annað enundirtylla hins og gerði ekkiannað en það semhann legði fyrir hann í öllum meiri háttar málum, og virtist meiri hluta þingsins sennilegt, að svo mundi fara. Auk þess þótti sú regla vera alt of óákveðin og alveg óviðun- andi, að ráðgjafinn á íslandi skyldi að eins „að jafnaði“ bera málin fram fyrir konung. Með því fyrirkomulagi gat svo farið, að hið gagn- stæða yrði rnjög bráðlega „að jafnaði41, svo að það yrði að eins undantékning, að hann bæri málin undir konung til úrskurðar. Þar að auki er þess að geta, að þeim hluta þjóðar vorrar, er skyn ber á landsmál, liggur í aug- um uppi, að á minstu stendur, hvort ráðgjafi vor er sagður vera búsettur hér á landi eða í Khöfn. Ennfremur eru fyrirmælin um verka- hring og valdsvið Khafnarráðgjafans alt of óá- kveðin, og alveg ótæk frá íslenzku sjónarmiði. Hann stendur ekki í neinu sambandi við al- þingi: hann þarf ekki að þekkja neitt til um hagi vora né til tungu vorrar; hann á ekki að skifta sér neitt af löggjöf íslands og stjórn yfirleitt, heldur að eins þegar svo ber undir af tilviljun, og er því ekki við að búast að hann fái slíka þekkingu á íslenzkum málum og högum er sá fær, sem nú hefir embættið á heudi; samt sem áður á hann að ráða fullnað- arúrslitum hinna mikilvægustu mála, „er eigi má fresta“. Það er með öllu einkisvert, að svo er fyrir mælt í frumvarpinu, að neðri deild alþingis geti kært þennan ráðgjafa fyrir em- bættisfærslu hans. Oss virðist eigi þörf á að sýna betur fram á, en nú höfum vér gert, hversu frumv. þetta var óhafandi og gat ekki staðist. Vér höfum hér að framan yfirfarið hin mikilvægustu höfuðat- riði í öllum þeim uppástungnm, er komið hefir verið fram með til þessa til breytingar á stjórn- arfyrirkomulagi voru, og vér höfum leitast við að láta í ljós skýrt og skorinort, hvernig þvi mundi verða bezt hagað. Það á að vorri hyggju að vera Ijóst og óbrotið, og það eiga ekki að vera aðrir milliliðir milli konungsvalds- ins eða fulltrúa þess og alþingis en ráðgjafinn, sem ábyrgð ber fyrir alþingi. Sömuleiðis á að leggja áherzlu á það, að fyrirkomulagið verði sem kostnaðarminst. Yér erum fámennir og fjarri því að vera auðugir. Að endingu viljum vér leyfa oss allra virð- ingarfylst að taka það fram, að þessi málaleit- un frá vorri hálfu til yðar exell. er sprottin af alvarlegum áhuga*vorum og rækt við það mál er nú sem stendur er vafalaust mjög svo áríð- andi fyrir fósturjörð vora; vér vonum að mál þetta sé nú í góðum höndum, og vér leyfum oss allravirðingarfylst að láta í Ijós þáósk, að yðar exell. auðnist að leiða mál þetta til þeirra lykta, er landi voru horfi til heilla og yður til sæmd- ar. Reykjavík, 6. des. 1901. Allravirðingarfylst. Björn Jónsson, Björn Kristjánsson, ritstj. alþingismaður. Jens Pálsson, héraðapróf., f. alþm. Kristján Jónsson, Skúli Thoroddsen, yfirdómari. ritstj., alþm. Taugaveiklun. n. Dæmi og fyrirmynd hefir mikil óhrif á taugakeríi barnanna, og verður því að vaka yfir því,hver óhrif þau íá afþvísem þau sjá og heyra. Allir þeir sem standa börnunum næst: foreldrarnir, kennararnir, vimmfólkið o. s. frv. liafa mikil áhrif á börnin. Þessi áhrif eru ef- laust meiri en þau sem uppeldia-tilraunirnar geta beinlínis konnð til leiðar. Þetta er mjög mikiÞ vert atriði, þegar um taugaveikluð börn er að ræða, því þau eru fljótari til að taka ýmislegt eftir en önnur börn. Börn taugaveiklaðrar móður taka fljótt eftir hætti hennar, og ættu þau því ekki að vera alia upp hjá henni. Því það eitt getur veiklað taugakerfi þeirra, eins og allir geð- veikilæknar vita, Börn geta tekið uppá því að stynja og bera sig illa, ef þ&u heyra það fyr- ir eér. Sjái börniu fyrir sér ákafar geðshrær- iugar er þeim hætt við að hafa þær eftir og venjast á þær og veiklast af því. Hafi foreldrarnir eða þeir sem ala upp börnin einhvern löst, hljóta þau oftast að verða þess vör, en það hefir áhrif á andlega og líkamlega heilsu þeirra. Svo er það með drykkjuskap og aðra spillingu. Og það er ekkiaðeins lestirnir sjálfir, heldur aflaiðingar þeirra á heiraiiislífið, sem hljóta að hafá ill áhrif á börnin. Það hefir verið ritað svo margt um siðferðileg áhrif heimilislífsins á börnin, að um það þarf ekki að fara raörgum orðum. Rosseau ritaði um það í „Emils“ og fýrir 30 árum vóru rithöfundar farnir að kvarta um það, að blessnnarrik áhrif heimilis- lífsins á börnin væru að hverfa í borguuum, og hlyti það að verða hinni eftirkomandi kynslóð til böls. Eg hefi í þessura haglelðiagnm tekið fram ýmsar yfirajónir, sem foreldrum og uppalendum vetða á, ogeg verð enu að uafna fleiri. Það er að láta alt of mikið eftir börauaum, að gðgna keipum þeirra og bera ofmiklar áhyggjar fyrir þeim. Meðan börn, sem eru í siíku óhóflagu eftirlæti, eru hjá foreldrunuro, er þeim venjulega ekki við hjálpandi, ogþegar þau fara frá foreldrun- um út í heimiaa er oftast of seint að hjálpa þeim. Sviskur maður, sem hefir mikla reynslu og þ"kk>r vel glmenning, þó hann sé ekki' iækuir, hefir sagt, að ef vel væri þyrfti læknarnir ekki einungis að iækna þá eina taugisjúkliaga, sem til þeirra leituðu, heldur eiunig alla þá sem þei.r væru í sambandi við. Taugaveiklnð börn verður að ala upp með regiusemi og samkyæmni, en þó ekki með kulda eða óþýðleik, og jafnframt verður að sjá um, að látiaus gleði riki sem roest á heim- ilinu. Uppeldisfræðiogarnir eegja, að menn eigi að, vekja og glæða tilfinniagaiífið hjá unguQguu- um, en taugalæknar kuana'að virðast vera á móti því. Það er þó ekki svo i raun og veru. Taugaiíí sumra barna er alt of viðkvæmt, og þegar svo stendur á, má ekki hafa mikil áhrif á þau, en þá verður að leggja mesta stund á það að leiða huga þeirra að því sem er verk- legt og verulegt. Alt sem virðist koma af of mikilii viðkyæmni verður að reyna að bæla niður með skynsamlegum rökum. Hins vegar verð eg að álita, að menn gefi ekki of mikinn gaum að því að glæði tiífiun- ingalífið, heldur sé laagt frá því. Alment er það álitið mest vert í upp3ldinu, að börnin læri sem mest og viti sem mest; einkum er það heimtað að börniu leggi sem mest á minnið, og þau eru með því móti gerð að viðtalsorðabók (konversatsíónslexíkoni). Reyndar get eg kannast við, að menn þnrfi á þessum tímum á mikilii þekkingu að halda til þess að geta staðist í baráttunni fyrir tiiver- unni. En þessi þekkingarforði þroskar ekki unglingana ahdlega né líkamlega. Eg þekki bæði ungar stúikur og fnllorðnar konur, sem þekkja ekki guðhræðslu, ekki hug- móð, ekki angurværð, og verða aldrei hrifnar af neinu. Þær brosa að eins, ef þær verða varar við eitthvað þess konar hjá öðrum. Það er eðliljegt, að þess háttar fólk skorti algerlega gamanýrði og fyndni, en verra er það, að það l

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.