Fjallkonan


Fjallkonan - 24.12.1901, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 24.12.1901, Blaðsíða 3
FJALLKONAN. 3 búin að lesa þessar fyrstu lesningar sínar, fara þau að sloka í sig hvaða sögur sem fyrir verða, og er þörfáað hafa gætur á því, bæði vegna þess, að þessi lestrarlöngun getur orðið að á- stríðu, og af því að efnið getur spilt börnunum, og skaðlegast af öllu er það, þegar börnin lesa hratt hverja söguna af annari, svo hver ný hugmynd þýtur eftir aðra gegnum huga barns- ins og ruglar hann. Foreldrarnir verða að reyna að hafa vit fyrir börnunum í þessum efnum og velja heilnæmar bækur fyrir þau. Margt af þeim bókum, sem út koma, spillir hugarfari og heilsu manna. Bóknámið eða skólanámið þreytir mjög oft börn og unglinga og spillir þar með heilsu þeirra. Menn ættu áreiðanlega að láta börn byrja á lærdómi sínum einu eðu tveimur árum síðar en venja er til. Það er ekki sízt foreldrunum að kenna, að börnin fara of snemma að læra, og það eru einmitt einkum taugaveiklaðir foreldrar, sem gera það af einhverskonar metnaðargirnd, sem hæglega gengur í arf til barnanna, og svo er hert að börnunum sem allra mest. Eg hefi þekt móður, sem fekk flog af því að drengur- inn hennar, sem hafði verið efstur i bekknum, varð 2. í röðinni. Sumir hafa þann ósið, að kenna börnunum tvö eða þrjú mál meðan þau eru kornung. Með því móti hlýtur móðurroálið að öllum jafn- aði að verða á hakanum, og svo geta ekki heilabúin þolað þessa óeðlilegu áreynslu. Þau skaðlegu áhrif á taugarnar, sem of mikil áreynsla veldur á barnsaldrinum, koma oft í ljós á þann hátt, að svefninn verður óregluleg- ur. Á þessum aldri, aðalþroskaaldri líkainans, er mikið undir svefninum komið, svo að börn- in gjalda þess, ef þau sofa of lítið eða órólega. Eg álft að börnin þurfi að sofa 9—11 tíma þar til þau eru 13 ára. Sérstaklega verður að gæta þess, að taugaveikluð börn fái nóg að sofa. — Ef vart verður við svefnleysi hjá börnun- um, eða að þau eigi erfitt með að sofa, verð- ur að leita læknis. — Eg álít að svefnleysi sé öllum sjúkdómum algengara á vorum dögum, og að það stafi einkum af tvennu, of mikilli andlegri áreynslu og því að kynshvötin gerir of snemma vart við sig eða hefir verið æst upp á óeðlilegan hátt. Það atriði, sem eg síðast nefndi, álít eg einna örðugast viðfangs í þessu máli, en það er þó ekki minst vert, því af þess kyns yfirsjónum stafar fjöldi taugasjúkdóma. Foreldrar og upp- alendur verða að hafa gætur á börnunum í þeim efnum og vara þau við hættunni, ef hana er að óttast------— Yeðrið. í fyrri nótt hefir rekið niður mikinn snjó, og er það fyrsti snjór á vetrinum sem teljandí sé. Skipaferðir. .21—22. þ. roán, fóru héðan tvö eimskip, „Alf“ og „Isafold“, til útlanda. J. P. T. Brydes verzlun hefir keypt 5 skip til fiskveiða (kuttera), sem verður haldið út frá verzlun hans í Hafnarfirði. Skipstjórarnir fóru með „Isafold“ að sækja skipin ásamt skips- höfnum sínum. Það eru þeir Halldór Friðriks- son, Pétur Sigurðsson, Sigurður Jónsson, Stefán Er. Bjarnason og Yilhjálmur Gíslason. Þilskipið „To Venner“ hefir Geir kaupm. Zoéga selt Hannesi Hafliðasyni skipstjóra fyrir 4000 kr. Sjónleikir. í fyrra kveld var hér leikiu í fyrsta sinni „Hin týnda paradís“ eftir Ludvig Fulda. Það er nýr sjónleikur þýzkur, og efnið alvarlegt og veigamikið^ auðvaldið annars vegar. en verkmannakúgun hins vegar. Vorkmennirnir heimta hærra kaup hjá verksmiðjueigand- anum, en af því að hann ætlar þá að gifta einkadóttur sína snauðum baróni, þykist hann ekki geta hækkað kaupið. En þegar dóttir verksmiðjueigandaus, sem var alin upp í allsnægtum og mentuð, og hafði farið í barn- æsku víða um heiminn, komst að því, hvernig verkmönn- unum leið, og þeir gerðu verkfall, Bagði hún skilið við mannsefni sitt til þess að bæta úr því. — Frk. ðunnþórunn Halldórsdóttir leikur dóttur verksmiðju- eigandans og gerir það með mikilii list, svo að varla mun nokkurt verkefni á leiksviði hafa verið leikið hér betur, enda mun frk. Gunnþórunn vera einna fjölhæfust af kvenleikendunum. — Yerksmiðjueigandann Ieikur Helgi Helgaeon verzlunarmaður, og ferst það líka mjög vel. Baróninn leikur Jón Jónsson kand. og fer það fremur lipurlega. Verksmiðjustjórann leikur Árni Eiríks- son og tekst það vel, enda en honum nú orðin þessi list tamari en flestum hinum leikendunum. Almenningnr ætti að sækja þenna leik, ekki til þess að hlæja að honum, heldur til þess að læra af honum. Herðasjölmarsar tcs- Vetrarskótau Nærfatnaður Buchwalds-tauin, viðurkend beztu fatatau, fást í verzl. Björns Kristjánssonar. f li eg vlidlar. y 8« w r* P o CD 5' w rr Þ' y H CO ■n o. (D Vínin frá Kjær & Sommerfeldt eru, þótt ekki sé seld úr líjallaradeild, ætíð viðurkend að vera hin beztu, bæði hér og erlendis. THtí n eru vínin seld með sam:i áama verði, þrátt fyrir tollhækkunina. vrvr Miklar birgðir af viudlum og tóbaki. Yerðlisti látian í té þegar æskt er. Einkasölu helir QJ ■c >i s- DQ J. P. T. Brydes-verzlun í Reykjavik. £ OT c *© CÖ co I Flýttu’ þér niðrí Edinborg, þar færðu margt að sjá, farðu beint upp stigann og opin verður þá Bazar harla mikiil, sá bezti’ er landið á, en buddunni upp úr vasanum ei gleymdu strax að ná. Spánný sérðu albúmin, sem spiladés er í þau spila allan þremilinn, — j& gaman er að því; þar er líka graféfón, sem kúnstir allar kann, kærustunni’ á jólunum þú gofa ættir hann. Kauptu’ handa’ ’onum pabba þínum kotrutafl og spil; kvæðabækur enskar og hillu’ að festa á þil; kauptu’ handa’ ’enni mommu þinni maddömu-stól og myndaramma’ og skrifað’ á hann: gleðileg jól! Kanptu’ handa’ ’enni systitr þinni kínverska skó, kauptu’ handa’ ’onum bróður þinum vagn og dóminó, kauptu’ handa’ ’enni ömmu þinni kertastjaka tvo, kauptu’ handa’ ’onum afa þíuum vindla eða „skraa“. Kauptu’ handa börnum þínum kerti græn og rauð, konfekt niðri’ í húðinni og eplí og sætabrauð; barnagull er ótal mörg á bazarnnm að fá, en bágt er oft að veija’ um, þegar mest er til að sjá. Kauptu’ handa’ honum Nonna litla kött eða mús, kauptu’ handa’ henni frœnku þinni laglegt dúkkuhús, kauptu handu matseljunni apakött og önd og eina góða trumbu, sem hljömar viða’ um lönd. Kauptu handa sjálfum þér skriffæri’ og skák og skáldsögurnar ensku, — því þær eru’ ekkert kák. — Hvenær sem þú gengur hér um götnr og torg, gleymdu ekki verzluninni stóru’ í Edinborg. 148 „Er hún líka efnnð?® „Ekki getur það nú heitið, að minsta kosti er það jafnræði. En foreldrarnir vilja gefa hana gömln drykkjusvíni, og það vill hún ekki“. „Það er rétt gert af henni“, sagði Nikulás, og saup á glasi sinu. Engin alminnileg stúlka ætti að eiga fyllisvín, allra helzt ef maðurinn væri líka ljótur“. „Jú — sagði Ólafur, „en hann er mesta herfa.“ „Þá tekur hún honum aldrei", sagði Nikulás. Anna flýtti sér út úr stofunni; hún gat ekki haldið niðri i sér hlátrinura. „Eg ef foreldrarnir neyða hana til þess,“ sagði lögréttumað- urinn. „Eg nem hana burt áður eu til þess kemur,“ sagði Ólafur. „Drengilega sagt,“sagði Nikulás. „Það væri skemtiiegt af- spnrnar“. í þessu kom Anna inn í stofuna. „Hvað var ráðsmaðurinn frá Damsjö að tala við þig“ spurði faðir hennar. Hún brosti við og sagði: „Hann var|að fnrðasig á því, hve Nikulás bæri aldurinn vei; hann væri eins og ungur maður og gerði mörgum skömm til sem yngri væri.“ „Sagði hann það?“ sagði Nikulás. „Ég skal svei mór bjóða honum heim til mín og veita honum ósleitulega.11 „Það var farið að dimma. Gestirnir fóru að skilja, og Nik- ulás fór heim i bezta skapi 145 verð að fara héðan undir eins á morgun. Hjálpið þér mér til að búast á stað". Eg gerði það, og horfði síðast á efti: hoaum þar sem hann fór ofan götuna með lafandi skottið. Mór lá við að kenna í brjósti um hann“. „Þér hafið víst safaað fólkinu saman á götunni, þegar við komum út“. nJá“. Þegar Alding var farinn sat Hellstedt í stofa sinui og var j þungu skapi. „Hvernig ætli henni Hilda verði verði við þetta?“ hugsaði hann með sjálfum sér. „Eg veTð að finna hana. Hún hlýtur nú að sjá hver maður Laggi er“. Hann fór heim til hennar, en þegar hann ætlaði að heilsa henni tók hún ekki kveðju hans. „Hvað er um að vera“, sagði hann. „Eg hélt að þú yrðir söm við mig sem áður þegar þú sæir hvernig Laggi hefir svikið fólk og dregið á tálar“. „Eg er hrædd um, að sitt sýnist nú hverjum um það, hvor svikarinu er, en að mínu áliti er það ekki sá sem gintur hefir verið með vélum og vináttublekking til þes3 að fremja yfirsjón, sem hann annars aldrei mundi hafa drýgt". „Eg á þá að vera svikarinn; eg get nú reyndar ekki varið tiltæki mitt að öllu leyti, en eg hafði eDgin önnur ráð, og þú mátt þakka mér fyrir að eg forðaði þér frá hættunni". „Ekki þarf eg að þakka þér það, en eg þakka þér fyrir það að þú heíir sýnt mér hver maður þú ert, og að við getum ekki

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.