Fjallkonan


Fjallkonan - 31.12.1901, Síða 1

Fjallkonan - 31.12.1901, Síða 1
Kemur út einu sinni í viku. Verð árg. 4 kr. (erlendis 6 kr. eða V/2 doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram) Uppabgn (skrifleg)bund- in við áramðt, ðgild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. oktð- ber, enda hafikaupandi þá borgað blaðið. Afgreiðsla: Þing- holtsstrœti 18. Reykjavík, 31. desember 1901. >r. 52. Biðjið ætíð um: OTTO MONSTEDS danska smjörliki, sem er alveg eins notadrjtígt og bragðgott og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefaö hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. WtT Fæst hjá kaupmönnunum. XVIII. árg. Landsbankinn er opinn hvern virkan dag kl. 11—2.Banka- stjðrnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2og einni stundulengur til kl. 3 md., mvd. ogld. tilútlána. Forngripasafnið er í Landsbankahúsinu, opið á mánu- dögum miðvikudögum og laugardögum kl. 11—12 f.m. Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á eunnu- dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lækning á spítalanum á þriðjudögum og föstu- dögum kl. 11—1. Ókeypis tannlækning í húsi JðnsSveinssonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánudag hvers mán., kl. 11—1. Nýjar bækur. N. K. Madsen-Stensgaard: Romancer og Sange. Aðalútsala í Yilhelm Hansens bókverzlun í Kaupmaunahöfn. Bókin er i stóru fjögra blaða broti, 78 bls. að stærð, og kostar óinnbundin 6 kr. Frágangur bókarinnar er að öllu hinn vand- aðasti. Innihaldinu er skift í þrjá flokka: kvæði veraldlegs efnis, andlega söngva og kórsöngva. Lögin eru alls 68, öll eftir höf- undinn. Bókin er fjölbreytt og lærdómsrík, og að- gengilegust allra þeirra bóka af sama tagi, sem eg hefi enn séð. Lögin eru yfir höfuð fögur og tilkomumikil. ítaddsetning þeírra er svo náttúrleg, einföld og óbrotin semmest má verða, laus við alt prjál og fordild, en þó svo fögur og fullnægjandi. Lögin eru raddsett á ýmsan hátt. Sumt eru sóló-lög mað fylgiröddum (aocompagne- ment), önnur eru raddsett fyrir fjórar karl- mannaraddir, nokkur fyrir fjórar ósamkynja raddir, en önnur fyrir þrjár samkynja raddir, enn fremur nokkur fyrir þrjár ó- samkynja raddir, og að siðustu fyrir tvær samkynja raddir. Hór gefst mönnum því kostur á að sjá og athuga hina margháttuðu meðferð harmoní- unnar, sem sjaldgæft er að komi fyrir íeinni og sömu bók. Og að þessu leyti er bókin sérstaklega lærdómsrík, Það er eins og hún só löguð til þess að gefa þeim, sem enn eru ekki langt á veg komnir í þekkingunni á meðferð harmoníunnar, lærdómsríkar og eftir- breytnisverðar bendingar. Það er óþarft að mæla frekara með bók þessari. Hún mælir bezt með sér sjálf og lofar þegjandi höfund sinn. Öllum þeim hér á landi, sem leika á forte- píanó eða harmoníum, vil eg einlæglega ráða til að eignast þessa bók, og þegar þeir hafa kynst henni, munu þeir ekki sjá eftir þeim fáu krónum, er þeir gáfu fyrir hana. Jónas Hélgason, organisti við dómkirkjuna i Heykjavík. i Sagan af Hróbjarti Hetti og köppum hans. Strengleika saga frá 13 öld. Saman sett á norrænu eftir fornum strengleika kvæð- um, ungum mönnum og gömlum til skapfell- legrar skemtunar af Jóani Austfirðing. Keykja- vík 1900. (Bókaverzlun Jóns Ólafssonar). Þessi bók hefir ætíð verið í miklu gengi á Englandi, og þótt ágæt barnabók. En menn eru nú orðið ekki á einu máli um það, hvort samkynja sögur og þessi saga séu bentugar barnabækur. Henni má skipa á svipaðan bekk og sumum íslenzkum fornsögum, sem ekki eru sannar nema að einhverju leyti, t. d. sumum sögum af vikingu og ránskap forfeðra vorra. Þessar sögur munu þó vera börnum óskaðlegar, þegar drengskapur söguhetjunnar hefir að jafn- aði yíirhönd yfir siðleysinu og hrottaskapnum, og svo er um þessa sögu. Málið á þessari sögu er stælt eftir riddara- sögum frá síðasta hlut fornu ritaldarinnar. Það er á fárra manna færi, að ná þeim tökum á forna málinu, enda hafa mjög fáir reynt það, og verður ekki annað sagt en Jóni Ólafssyni hafi tekist það furðu vel. Á einstöku stöðum virðist hann þó heldur um of forn, og á fáeinum stöðum bregður fyrir ungleguorðfæri, en það er mjög óvíða. Nokkur ósamkvæmni er og í rit- hættinum, sem stafa mun af því að höf. hefir skrifað handritið á hlaupum. Höf. ritar t. d. ýmist eða eða eður, og er eða upphaflegra, en 156 „Eg er afbrotamaður“, sagði komumaður dapur í bragði, „það veit eg bezt sjálfur, og þó hefi eg aldrei borið hönd í heift- arhug móti uokkurum manui. Eu þegar eg sé yður sitja svo ró- legan frammi fyrir mér, og rifja upp íyrir mér alt það ilt, sem þér hafið gert mér og tveimur fjölskyldum að ósekju, þá fian eg að eldur hefndarinnar kviknar í brjósti mér, sinarnar í haudlegg- jum mínum styrkjast og mér finst eg hefði unun af að sjá yður liggja steindauðan fyrir fótum mér“. Þó prófessorinn væri mikill kjarkmaður, stóðst hann nú ekki mátið. Hann fölnaði upp og beygði sig niður að skrifborðinu. „Þér vitið víst, við hvern þér eigiðnú tal?“ sagði komumaður. „Þér sjáið, að það er maður, sem þér hafið steypt í eymd og volæði, Ossían Berger, sem stendur nú frammi fyrir yður, sem þér í sam- vizkuleysi hafið markað sem glæpamann og á þann hátt neytt hann til þess að verða það aila sína æfi“. Prófessorinn hafði nú jafnað sig. „Ef þér eruð Ossían Berger, þá hljótið þér að kannast við, að þér frömduð þjófnað, stáluð frá mér, og að refsing sú sem þér fenguð fyrir það var makleg, þó hún væri hörð“. „Þér munið ekki eftir því, að eg hefði enga refsingu fengið fyrir þessa yfirsjón, hefðuð þér ekki neitað því, að eg hefði borg- að yður peningana tveim dögum síðar, sem guð og menn vissu að var satt“. „Þér megið segja hvað sem þér viljið um það“, sagði pró- fessorinu; líferni yðar síðan hefir sýnt, að það var rétt að refsa yður. Eg efast ekki um, aðþér munuð vera stórþjófurinn Hill". 153 við lifum bærilegu lífi. Ef við komumst í vandræði fyrir hans sakir, þá verðum við að sæta því“. „Og þú skilur þetta ekki. Veiztu ekki, að þjófsnauturinn og sá sem Lylmar er engu betri en þjófurinn. Þeim hlýtur að vera það áhugamál, að ná í HiII, úr þvi prófessorinn hefir lofað hverj- um þeim þúsund dölum, sem finnur hann“. Pétur hefir víst skift einkennilega um rödd, þegar hann sagði þetta, þótt hann sjálfur hafi ekki tekið eftir því, því Lena sagði: „Ef eg héldi, að þér dytti það vitund í hug, að svíkja vel- gerðamann okkar, þá færi eg burt og sæi þig aldrei framar og gerði þér líka það i!t sem eg gæti“. „Vertu nú stilt kona", sagði hann. „Engum hefir dottlð það í hug.“ Það stóð ekki á löngu, að Alding væri haldið inni, því hon- um var slept áður eu vika væri Iiðin, og kom hann þá heim aftur að Skógarkoti, og hafði fengið sér „heilbrigðis- vökva“, sem hann kallaði svo. Ástæðan var sú, að sama daginn, sem rannsókn Aldings átti fram að fara, íekk rannsóknar- dómarinn í hendur bréf, sem hljóðaði svo: „Mér hefir verið sagt, að gamall maður, Alding að nafni, hafi verið settur í hald fyrir mínar sakir. Hann er ölmusumaður og hneigður til drykkjar. Eg veit ekki á hvoru eg á að furða mig meira: heimskuuni eða illgirninni, sem stýrt hefir penna kærand- ans. Héraðsstjórnin ætti að sjá, að það væri mesta fásinna af mér, að hafa í félagi með mér gamlan og hruman karl, sem þar á ofan væri drykkjumaður og gæti því sagt leyndarmál í ógáti.

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.