Fjallkonan - 27.02.1902, Blaðsíða 4
4
FJALLKONAN.
raanns í Krossavík í Vopnafirði. Á Eyjólfsstöð-
um ólst hún upp hjá foreldrum sinum, unz hún
fluttist með Ragnhildi systur sinni að Hallfreð-
arstöðum í Hróarstungu, sem síðar gekk að eiga
skáldið Pál Ólafsson. f*ar dvaldist hún um hríð,
en vorið 1884 fór hún norður að Sauðanesi f.il
séra Vigfúsar móðurbróður síns, og giftist þar
sama ár frænda sínum, Birni Pálssyni, Sigurðs-
sonar, Guðmundssonar sýslumanns í Ki'ossavík.
Á Sauðanesi reistu þau fyrst bú og bjuggu í
4 ár; þar fæddust þeim 2 sy-nir, er Björn og
Vigfús voru heitnir eftir föður hennar og fóstra
hans. 1888 fluttu þau búferlum að Búastöðum
í Vopnafirði og bjuggu þar, þangað til þau sum-
arið 1893 fóru til Ameriku. í Ameríku festu
þau ekki yndi; mun það mikið hafa stafað af
því, að á leiðinni vestur lézt Vigfús sonur þeirra
með mjög sviplegum hætti, en hin mistu þau
skömmu áður en þau fluttu vestur; olli þetta
þeim að vonum mikils trega, og báru þau jafnan
menjar þeirrar sorgar siöar, þótt litíð bæri á.
Eftir eins árs dvöl vestan hafs, sneiu þau
heim aftur með tvær dætur á unga aldri. Sett-
ust þau að á Nesi 1 Loðmundarfirði hjá Páli
Ólafssyni. Höfðu þar aðeins vetrarsetu og fluttu
á fornar stöðvar i Vopnafjörð, og bjuggu 3 ár
á Ljótsstöðum, en fluttu svo aftur að Nesi, tóku
við jörðinni, en árið eftir tóku þau sig aftur upp
og fluttu að Vakursstöðum í Vopnafirði. Það
var eins og forsjónin hefði ákveðið henni hinzta
ból við brjóst þeirrar sveitar, sem hún hafði
svo lengi lifað í og starfað.--
Margrét heitin var einhver hin mesta sóma-
og heiðurs kona, sem ég heíi þekt, og hið sama
veit eg alla róma, er henni kyntust. Hún var
| vönduð og vel iátin, trygg og fastheldin, hjálp-
I söm og örlát. Heimiii sínu veitti hún hina beztu
forsjá með hyggindum, hreinlæti, sparsemi og
j ástúð. Börnum síuum var hún bezta móðir,
manninum yndi og ást, traust og trygð.
Heimili þeirra hjóna breiddi á öllurn stundum
hlýjan vinarfaðm móti hVerjum gesti, er að
garði bar. Veitti hún jafnan með hinni rnestu
rausn og höfðingsskap, sem hún átti kyn til, og
hvergi hefi eg fundið gömlu islenzku gestrisnina
innilegri, glaðari í bragði og hx'rari á svip en í
húsi þéirra. Alt líf hennar bar vott um still-
ingu og ró, og óvanalegt, sálarþrek og jafnvægi.
jafnt, í sorg og gleði, reynslu og hamingjugengi,
Margrét heitin var vel meðaikona á hæð, fríð
sýnum og fögur yfirlitum; augun voru stór,
djúp og ,gafuleg, full af blíðu og ást. Hún var
jörðuð að Hofi 4. okt.; fylgdi henni djúpur sökn-
uður og innilegt þakklæti til grafar, fyrir góða
samveru, hollt og blessunarrikt lifsstarf. Þau
hjón unnust hugástum; tóku þar ástir og frænd-
semin höndum saman og bygðu skjólgarð um
bústað þeirra.
L. S.
Úr Borgarfirði er akrifað:
Hciínastjórnarkláðinn mun upphaflega hafa
leitað út norðui' í landi, og ætlar að verða jafn-
illur viðureignar sem fjárkláðinn forðum surman-
lands; læknast að líkindum ekki nema með nið-
urskurði. Nú kvað tveggja ráðgjafa-stjórnin
aftur vera orðið snildarráð til b«tri þjóðþrifa;
enda alt önnur hugmynd en tímenninganna.
Óstjórnfróðum mönnum sem miða allar skoð-
anir sínar við hið einfalda og lága, virðist, að
ef hvítur sauður og svartur sauður eru 2 kind-
ur, þá hljóti 1 ráðgjafi í Hofn, og 1 ráðgjafi á ís-
landi að vora 2 menn, hvort sern þeir svo væru
samlitir eða «igi. Annars lítur út fyrir að
ýmsir hinna skriftlærðu manna séu að finna út
ráð, sem dugi til að ónýta málið, svo langt *em
það þó er komið áleiðis. Vakir «f til vill eitt-
hvað likt fyrir þeim, og sendihena Engiendinga
í sumar viðvíkjandi Búum. Báðum þeim spurn-
ingum er torvelt að svara: ,Hvernig eigum vér
að sigra, eða hvernig eigum vér að hætta bar-
áttunni, án stórrar vanvirðu?"
Milliþinganefndin í fátækraniálum hefir
nú landshöfðingi skipað þeim Páli Briem amt-
manni, Jóni Magnússyni landritara og — Guðjóni
Guðiaugssyni alþingismanni á Ljúfustöðum.
Alþingisrímurnar er nú farið að prenta
stórum auknar og endurbættar og ómissandi
til kvöldgleði á hverju heimili.
(BfsQtlÓ m‘ ^ og ^ af *jalJk01,unili
HH)1, eru allir kaupendur og út-
sölumenn beðnir að endursenda útgefandanum.
í mörg ár þjáðist eg af tauga
veiklun, höfuðsvima og hjart-
slætti; var eg orðinn svo veik-
ur, að eg lá í rúminu sam-
fleytt 22 vikur. Eg leitaði
ýmsra ráða, sem komu mér að
litlum notum. Eg reyndi Kína
og Brama, sem ekkert bættu
mig. Eg fékk mér því eftir
læknis ráði nokkur glös af
J. Paul Liebies Maltextrakt
með kíninogjámi, sem kaupm.
Björn Kristjánsson í Reykjavík
selur og brúkaði þau í röð.
Upp úr því fór mér dagbatn-
andi. Eg vii því ráða mönnum
til að nota þetta iyf, sem þjást
af likri veiklun og þjáð hefir
mig.
Móakoti í Reykjavík, 29. des. 1900.
Jóhannes Sigurðsson.
Ég hefi mörg ár þjáðst af tauga-
veiklun og slæmri meltingu, og hefi ég
reynt ýms ráð við því, en ekki kom-
ið að notum. En eftir að óg hefi nú
eitt ár brúkað hinn heimsfræga Kina-
lífselixír, er hr. Waldemar Petersen í
Friðrikshöfn býr til, ér mér ánægja
að geta vottað, að Kínaiífselixír er
hið bezta og öruggasta meðal við alis
konar taugaveiklun og við slæmri
meltingu, og tek ég því eftirleiðis
þenna fyrirtaksbitter fram yfir aila
aðra bittera.
Bósa Stefánsdóttir.
Kíiia-lífs-elixírinn fæst hjá flest-
um kaupmönnum á Islandi.
Til þess að vera viss um, að fá
hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaup-
endur beðnir að líta vel eftir því, að
AIZ: standi á flöskunum í grænu
lakki, og eins eftir hinu skrásetta
vörumerki á ílöskumiðanum: Kin-
verji með glas í hendi, og firmanafn-
ið Waldemar Petersen.
Verziunarmenn, iðnaðarmenn
og
aðrir,
sem viija eiga einhver viðskifti við
menn erlendis, sem koma má á með
auglýsingu, geta snúið sór til mín.
Ef þeir óska þess, tek eg að mér að
koma augiýsingum frá þeim á fram-
færi í hvert blað í heimi sem vera
skal, og fyrir lægsta auglýsingaverð-
Auglýsingar eru að vísu venjulega
dýrari í útlendum en íslenzkum blöð.
um, en það er viðurkent af öllum
blaða-auglýsendum í öðrum löndum,
að auglýsingar geri þeim ómetanlegt
gagn. Anglýsingar frá íslandi mundu
því auðvitað tiltölulega gera þar sama
gagn sem hverjar aðrar auglýsingar,
ef íslendingar vildu nota sér góð aug-
lýsinga blöð útlend.
~Vald. JísmundBSon.
Barnablaðið í
skrautbandi
alt frá upphafi, fjórir árgangar,’
fæsthjá útgefandanum
á 3 kr.
Kvennablaðið.
Kaupendur blaðsins geta fengið
siðustu árganga þess fyrir hálfvirði,
ef borgað er um leið.
Útgefandi: Vald. Ásmundsson.
Aldar-prentBmiðjwn.
182*
25. Brúðkaup Nikulásar.
Það var komið fram undir veturnætur, og þeim hafði komið
saman um það, lögréttumanninum og tengdaföður hans, að brúðkaup-
ið skyldi halda vetrardag fyrsta.
Þá var mikið um dýrðir hjá Andrési lögréttumanni: sópað og
þvegið, veggirnir málaðir og fóðraðir, slátrað, búBggað og bakað,
jafn-gildur bóndi varð að hafa mikið við, þegar hann gifti burtu
einkadóttur sína.
Lögréttumaðurinn var önnum kafinn að búa alt undir, en kona
hans var í þungu skapi. Hún kveið fyrir giftingu dóttur sinnar.
Hún talaði oft um hana við dóttur sína, en hún bað hana að kvíða
engu. Éað mundi einhvern veginn rætast úr því.
Ólafur lét ekki á neinu bera, en þó var eins og honum væri
órótt síðustu dagana á undan brúðkaupinu.
Lárus litli dró æfinlega taum systur sinnar.
Svo var brúðkaupsdagurinn runninn.
Fjölda fólks haíði verið boðið. Þar var Wiilner og frú hans,
Amanda og Emma, assessor Manell, Helistedt og Stenlund, en pró-
fessor Born og Rúsensköld komu ekki.
Nikulás var prúðbúiim og brúðurin var í svörtum fötum með
myrtuskrans um hárið.
Þegar boðsfólkið hafði di ukkið kaffið, gekk það í kirkjuna.
Fjöldi af forvitnu aðkomufólld þyi'ptist i kringum boðsfólkið
og ruddist jafnhliða því inn 1 kirkjuna, svo að við lá, að brúðhjón-
in kæmust ekki áfram.
183
Loks tókst þó að ryðja brúðhjónunum braut, svo að þau náðu
inn að altarinu, þar sem prestur stóð með opna handbókina.
Éegar Anna leit upp, varð henni litið á Ólaf, en hún gat ekki
gefið honum neina bendingu um það, að ekkert væri að óttast, því
hún var annars hugar á þessari stundu.
Nú hófst hjónavígslan.
Sem venja er til, áminti presturinn hjónin að rækja skyldur
sínar og minti pau á tilgang hjónabandsins, og að síðustu spurði
hann Nikulás, eins og lög gera ráð fyrir, hvort hann vildi taka
Önnu Andrésdóttur sér til eiginkonu.
Hann svaraði hátt og greinilega með jái.
Þar næst spurði presturinn brúðina að samsvarandi spurningu.
Hún svaraði „nei*.
Éað varð mesta uppþot í kirkjunni. Presturinn misti bókina
úr hendinni og horfði á brúðina, sem frá sér numin af undrun.
Hann náði sér þó brátt aftur, tók upp bókina, og spurði brúð-
ina af nýju.
Hann fékk sama svar, og á sömu leið fór, þegar prestur spurði
hana í þriðja sinn.
Að því búnu lýsti presturinn yfir því, að hann gæti ekki lokið
við hjónavígsluna að sto stöddu.
Andrós rauk til og öskraði í prestinn:
„Yígið þér þau orðalaust, orðalaust," sagði Andrés, „hvað
eruð þér að fara eftir því, sem hálfgeggjuð telpa segir.“
„En eg hlýt að g«ra það. Hjónavígslan er ekki lögleg, ef annað-
hvort hjónanna hefir neitað spurningum prestsins."
O