Fjallkonan


Fjallkonan - 27.02.1902, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 27.02.1902, Blaðsíða 1
« Kemur út eiuu siiini í riku. Yerð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr. eða D/j doll.) borgist fjrir 1. júlí (erlendis fyrir- frain). Uppsögn(skrifleg)bund- in við áramót, ógild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. októ- ber, enda hafi kaupandi þá borgað blaðið. AfgreiÖBla: ÞlNG- HOLTSSTRÆTI 18. XIX. árg. Reykjavík, 27. febrúar 1902. Nr. 7. Landsbankinn er opinn bvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjórnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Forngripasafnið er i Landsbankaliúsinu, ox>ið á mánu- dögum miðvikudögum eg laugardögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu. opið á sunnu- dögum kl. 2—3 e. m. Okeypis lækning á spítalanum á þriðjudögum og föstu- dögum kl. 11—1. Okeypis tannlækning í húsi Jóns Sveinssonar hjá kirkj- unni ]. og 3. mánudag hvern mán., kl. 11—1. Klæðaverksmiðjan, sem í vændum er. Síðasta alþingi skoraði á stjórnina, að láta rann- saka öll skilyrði fyrir stofnun klæðaverksrniðju hér á landi og veitti til þess undirbúnings 5000 krónur. Það var hr Knud Zimsen, cand. polyt., sem kjörinn var af stjórninni til þess starfa. Hann er mjög ungur maður og með öllu óreyndur. En íslenzka ráðaneytið í Kaupmannahöfn fekk hann samt, líklega aftir tillögu landshöfðingja. Hann átti að fara um Danmörku, Noreg og Þýzkaland til undirbúnings og loks um ísland og það mun hann alt gert hafa. Rannsókm'r hans eru nú gerðum lýðum Jjósar í skýrslu, sem hann heflr lagt fyrir stjórnina að loknu starfl sínu og nú er prentuð og útbýtt í nokkurum hundruðum eintaka: „Skýrsla um rannsóknir stjórnarinnar til undirbúnings klæða- verksmiðju á íslandi“, Khöfti 1901. í skýrslu þessari segir höf. af árangri ferða sinna á íslandi eða hvar hann álíti hagkvæmast verksmiðjustæði á íslandi og vill sýna, skilyrðin fyrir þeirri iðnaðargrein hór á landi og líkindi til að hún gæti þrifist. Sá kaflinn, sem á að sýna skilyrðin fyrir því að klæðaverksmiðja geti þrifist hér, er þó að kalla alveg órökstudd- ur, að sumu leyti ekki annað en athugasemda- lausar töflur um fjáreignina á íslandi, útflutning á ull frá íslandi og innflutning á ullarvarningi til íslands, sem út af fyrir sig sanna ekki nokk- urn hlut. Höfundurinn kemst að þeirri niðurstöðu, að hentast sé að reisn. fyrst um sinn að eins eina smáa klæðaverksmiðju hér á landi, og telur hann það muni hagkvæmast að hún sé reist á Seyðisflrði. Hann segir að verksmiðjan verði að geta framleitt vörur af beztu tegund og til þess að koma verksmiðjunni upp þurfi 150 þús. krónur, en þar af má fá 65 þús. kr. lán, svo að hlutafé þarf að vera 85 þús. krónur. Loks segir hann að fyrirtœkið muiii vera arð- berandi. Um það skal nú ekkert deila, hvort Seyð- isfjörður sé hæfari staður fyrir klæðaverk- smiðju en sumir aðrir, en léttvægar virðast ástæður verkfræðingsins í þessari grein, enda getur víða verið örðugt um það að dæma, þar sem afstaðan er lík. Allviða virðist bregða fyrir þekkingarskorti og ónákvæmni í þessari skýrslu, sem reyndar er von. — í innganginum telur höfundurinn upp þá menn, er sett hafa á fót tóvinnuvélar hér á landi, og segir hann um fjórar vélastofnanirnar fyrstu, að þær hafi orðið að láta sér nægja, að fá gamlar brúkaðar tóvélar. Þetta er ekki rétt að því er kemur til véla Magnúsar Þórarinsson- ar á Halldórsstóðum. Hann keypti nýjar og 6- brúkaðar vélar, og er það ómaklegt, að hafa. það af honum sem hann á með réttu. Hann var langt á undan öðrum í þessu fyrirtæki. Hann fór utan ti) þess að kynna sér ullarvinnuvélar og læra að vinna á þær og fekk hann engan styrk til þess. Pað var ekki fyrri en hann var kominn langt á leið að setja stofnunina á fót af eigin-rammleik, að hann fekk lán á ábyrgð sýslufólagsins. Var það dæmafár áhugi af efna- litlum manni, og það því fremur, sem flestir eða allir á þeim tíma höfðu enga trú á því fyrir- tæki. Tóvinnuvólar Halldórs Jónssonar á Rauðamýri munu heldur ekki hafa verið brúkaðar áður en þær komu hingað. Reir Halldór og Ma.gnús voru samt.íða erlendis, og mun Hálldór þá hafa fengið áhuga á tóvinnuvélum. Hann mun hafa síðar skrifast á við Magnús um það efni og mun Magnús ekki hafa ráðið honum til að kaupa gamlar vélar. Síðan fekk Halldór Albert Jóns- son til þess að læra hjá Magnúsi að vinna með vélunum. — Magnús byrjaði líka á þvi að senda út band til sölu. Það gekk allvel eitt eða tvö ár, en mistókst svo, og kendi hann sér það að nokkru leyti sjálfur. Skýrslurnar um fjáreignina, ullarmagnið og innflutning ullarvarnings eru fróðlegar, en þurfa samanburðar við og athugunar. Lausleg ágizkun hlýtur það að vera, að hér á landi sé unnin 200,000 pd. af ull og eins að 60000 pd. séu unnin 1 Noregi og Danmörk og send hingað aftur. Höf. heldur því fj-am, að heimavinnan minki ekki að mun, þó verksmiðja komist á fót hór. Það væri gleðilegt, ef svo yrði, því bændur mega ekki fella a.lla ullarvinnu niðm', og geta ekki borgað út vinnu. á allri ull sinni og haldið hjú samt. — Pað er óhætt. að fullyrða, að meira hafi ekki verið komið upp af vaðmálum síðan tóvélarnar komn, og ekki minkað kaup á útlendu fataefni, ef þess er jafnframt gætt, að vinna á íslenzku fataefni hefir aukist svo mjóg i Noregi þessi síðustu ár. Hór kemur líka til greina fólksfækkunin í sveitunum. Meiri tíma er líka varið til þrifnaðar, náms og skemtana en áður. Furða er, ef það er hagkvæmara, að setja á fót fleiri smærri verksmiðjur en eina stóra. Pað hlýtur þó að vera miklu dýrara, að reka marg- ar smáar en eina stóra verksmiðju, enda höfum við stuðning af tóvélunum. Gæti það ekki ver- ið efasamt, að við fengjum eins góða vinnu úr þeim smærri? íhið er þó áreiðanlegt, að það verður að vera hámark þessa fyrii tækis, að geta unnið jafn vel og Norðmenn og Danir vinna fyr- ir okkur, bæði að útliti og gæðum. Geti verk- smiðjan ekki uppfylt þessi skilyrði, hlýtur hún að vera þungur ómagi. Það mundi minna eða htið hnekkja þessu fyrirtæki, þótt vinnulaun væru lítið hærri hér, t. d. 10 aura á alinina, ef fataefnið þá að gæðum og áferð stæði ekki á baki því sem við látum Norðmenn og Dani vinna fyrir okkur. Við verðum að bola burt þessum útlendu verksmiðjum, og ætti það að vera hægt með áðurnefndum skilyrðum, en ekki með nein- um hugsjónum, sem kynnu að bregðast, svo sem ættjarðarást og þess háttai. Yið stöndum að sumu leyti vel að vígi með þe*sa samkepni. íslendingar, eða að minsta kosti sveitamenn, hafa góða trú á ull sinni, halda að hún sé bæði haldgóð og hlýtt fataefni. Þykir líka efasamt, að þeir fái ull sína óblandaða heim aftur í norsku klæðunum. — Ýmsir sem hafa sent ullina til vinnu erlendis hafa orðið fyrir miklum óskilum af hálfu verksmiðjunnar eða umboðsmanna þeirra nú síðustu árin. Eitt eða tvö ár eru liðin síðan þeir sendu ullina og ekkert hefir komið aftur. Hr. Zimsen hefir lýst ýmsum stöðum, þar sem tiltækilegt sé að setja á stofn klæðaverk- smiðju, þó að hann sjái galla á flestum stöðun- um. Onákvæmni er það, að gei’a ráð fyrir meiri ís á Akureyri en Húsavík, og Seyðisfjörður er heldur ekki öruggur fyrir hafís. - - En þar við bætist, að Eyjafjörður frýs oft um langa tíma, svo að samgöngur eru hindraðar af lagnaðarís. — Hins vegar hafa Þíngeyingar bezta ull á Norðurlandi og líklega á landinu öllu. Fað verður að álíta það afráðið, hvar verk- smiðjan eigi að vera, af því að Seyðfirðingar hafa hiundið málinu áleiðis með því að stofna hlutafélag til að koma upp verksmiðju. fað væri líka ilt að fara að spilla fyrirtækinu með því að hver landsfjórðungur færi að toga það til sín, eins og áður hefir tíðkast um margar stofn- anir. Alitlegast. virðist, að setja verksmiðjuna á stofn við Borgarfjörð sunnanlands eða Miðfjörð norðanlands. Milli Borgarfjarðar og (Hrútafjarð- ar eða) Miðfjarðar er ekki langur vegur. Á þessu svæði eru allar þær samgöngur á landi sem eru milli Suðurlands, Norðurlands og Yesturlands. Mýi'asýsla, Borgarfjarðarsýsla og Húnavatnssýsla eru líka fjölmennustu héruð landsins og sauðfjar- rækt að því skapi. Mætti telja víst, að mikill ullai'flutningur yrði að verksmiðjunni á landi að vetrinum, eins og t. d. Húnvetningar senda nú ull að Olafsdal til kembingar. Það er sjálfsagt nokkur galli við Borgarfjörð, að skipagöngur eru þar fremur ótíðar, en úi' þvi mætti þó bæta, og að Andakílsárfoss er nokkuð langt frá sjó og Langá langt frá kaupstað. Hvammstangi við Miðfjöi'ð hygg eg sé laus við flesta galla, sem taldir eru. Þar er höfn góð, gott húsastæði, kauptún, sem ekki er nema tveggja ára gamalt, en mun eiga mikla íramtíð og loks nóg vatn, sem er mjög auðvelt að ráða við. — ísinn get- ur auðvitað komið þar eins og annarstaðar við Norðurland. En þegai' ræða er um alinnlenda stofnun, sem ekki einu sinni er búist við að hafi nein skifti við útlönd, er sú viðbára einkis verð. Um kostnaðaráætlunina, að koma verksmiðj- unni á fót, verður ekki rætt hér. — Yinnulaun sumra starfsmanna virðast þó vera of há. Kaup forstöðumannsins er áætlað 3500 kr., en 3000 kr. mundi vera nóg, þótt hann hefði orðið að lcosta nokkru til náms. Spunastjóri og licunar- stjóri ættu að geta komist af með 1000 —1200 kr. Smiður ætti að láta sér nægja 1000 kr. Afgreiðslustjóri mæfti fá góð pakkhúsmannslaun, sem eru 1000—1400 kr. Kaupáætlun þessi er ef til vill svona há af því, að búist er við að sumir þessir starfsmenn verði að koma frá útlöndum, en ólíklegt er, að þeir þyrftu að vera nema 1—2 ár, og ætti þá að vera hægt að fá ódýrari menn sem hefðu lært af þeim. 1. tekjuliðurinn mun að líkindum langt of hátt reiknaður: 60000 pd. kembt og spunnið. Getur ef til vill verið að 60000 pd. fengist til kembingar, en spuninn mundi að öllum líkind- um ekki fara fram úr 20000, nema þvi að eins, að band yrði selt til útlanda. Ástæður fyrir þessu eru, að bændur geta ekki borgað alla vinnu á ull sinni og láta spinna heima. - Hæpið er iíka, að spuni geti orðið

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.