Fjallkonan


Fjallkonan - 27.05.1902, Síða 2

Fjallkonan - 27.05.1902, Síða 2
3 FJALLKONAN }>tí, hver sé hin rétta stefna, ber honum að fá einnig sannfæring fyrir því, hver sé hinn rétti maður, er hann þurfi fyrir sig til að halda þeirri stefnu fram. Hér má engin vinátta eða óvild komast að. Mér er skylt að hafna föður, bróður, syni, vini og vandamanni og yfirboðara, sjái eg að honum er ekki trúandi til að inna það verk af hendi, er eg vil láta gjört. Því kosningarrétturinn er helgur réttur, sem ber að beita samvizkusamlega enda hafa lögin verndað hann og leggja stranga refsingu við því, að tekið sé móti mútum eða þeim beitt, við kosningar. En hvern á eg að kjósa? Höfuð skilyrðið er: Pann bezta, heiðvirðasta og samvizkusamast« sem í boði er; hann mun að jafnaði verða notadrýgst- ur, ekki að eins í svipinn, heldur og í bráð og lengd. Rosebery lávarður. Nafn þessa merka aðalsmanns og höfðingja frjálslynda flokksins enska, hefir veiið svo oft neínt i islenzku blöðunum, bæði Fjallkonurmi og ýmsum fleirum, að líklegt er að margir hafi gaman af að vita einhver meiri deili á honum, einkum fyrir ræður hans í vetur um Búa- stríðið. — Rosebery lávarður er fæddur í Lundúnum 7. maí 1847. Hann heitir fullu nafni Archibald Philip Primrose, jarl af Rosebery, og er son hins skozka lávarðs Dalmany. En afi hans var bæði skozkur og enskur „peer“, og fékk Rosebery því sæti í efri deildinni eða lávarðamálstofunni, þeg,- ar hann komst í parlamentið, og kallar hann það sjálfur „sín óheilla örlög“. Hann náði á unga aldri mestu völdum í enskum stjórnmál- um, sem þó er ótítt á Englandi, 34 ára náði hann fyrst sæti í stjórninni, ekki fuilra 40 ára var hann orðinn utanríkisráðgjafi, og tæpra 47 ára var hann orðinn ráðaneytisforstjóri Englands, sem er mjög stór nýlunda á Englandi, að nokk- ur komist til svo hárra valda á þeim aldri. Gladstone t. d. var 59 ára þegar hann varð ráða- neytisforstjóri, og Disraeli 64 ára áður en hann náði þessu efsta metorðasæti, sem nokkurt land hefir að bjóða stjómmálamönnum sínum. En hér fylgdust að bæði ætt, astæður og hæfileikar til að skipa Rosebery í broddi fylkingar stjórn- málamannanna. Á unga aldri gekk Rosebery eins og flestir ríkra manna synir á Englandi í Etons skóla. — „Drotn- ingu allra skóla“ sem Glaðstoni kallaði, og síðar var hann nemandi við hinn fræga Oxforð-háskóla, og fekkinntöku í Christ-College, sömu deildina og Gladstone og Salesbury höfðu verið í. Sagt er að Rosebery hafi á unga aldri haft meiri áhuga á allskonar íþróttum og likamsæfingum enn lestri. Ahugi hans og lyst til að taka þátt í veðreið- um kom honum líka út úr háskólanum, því prófessorarnir höfðu gert sér það að skyldu að ! reyna að aítra nemendum frá að taka þátt í svo hættulegri freistingu. En einmitt þeim til striðs keypti R. sér fyrsta veðreiða hestinn sinn, sem hét, Ladas, og lét telja sig fyrir honum við Der- by veðreiðarnar. En slíkt þótti svo ósæmilegt af nemanda háskólans, að R. varð að fara þaðan og náði aldrei háskólaprófi. En litla ánægju hafði hann af þessum hesti, því hann tapaði al- gerlega á honum. Sagt er að þegar hann var við háskólann hafi honum verið spáð að hann mundi giftast auð- ugustu stúlkunni á Englandi, verða ráðaneytis- forseti og vinna stóru Derby-verðlaunin. Alt þeDa hefir komið fram. En 25 ár liðu frá því að fyrsti veðreiðahesturinn hans „Ladas“ tapaði og þangað til hanr. vann með öðrum „Ladas“ þessi miklu verðlaun, en þá var hann lika ný orðinn ráðaneytisforseti, og allar spárnar komn- ar fram. En þessi vsðreiðarsigur hans jók honum miklu meiri alþýðuhylli hjá Englendingum, sem unna svo mjög ölllum íþróttum, hsldur enn stjórnmáiin. 1866 dó afi lávards Roseberys. Faðir hans var látinn löngu áður. Rosebery hafði nú náð lögaldri, og erfði nú bæði jarlsnafn og jarlsdæmi, og fékk því um leið sæti í efri málstofunni. En bæði Salesbury og flestir aðrir stjórnmálaíræð- ingar hafa fyrst náð sæti í neðri málstofunni, sem eiginlega ræður ílestum málum til lykta, og hafa þar náð sínum stjórnmálalega þroska. En Rosebery var bæði skozkur og enskur ),peer“ og komst því aldrei að í neðri málstofunni, sem hann telur sitt mesta óhapp. Það er ekki öfundsverð staða að vera frjáls- lyndur í lávarðamálstofunni, þar eru afturhalds- mennirnir í yfirgnæfandi meirihluta, og engar gáfur, engin mælska hafa minstu áhrif á þessa meztu afturhaldsseggi heimsins. Rosebery hefir víst líka oft orðið að finnast það gremjulegt að geta ekki haft nein áhrif einmitt þar sem stjórnmála orustan var eiginlega háð, og til lykta leidd, sem var í neðri málstof- unni. Gamalt háðblað sýnir þetta hnyttilega rétt eftir að Rosebery var orðinn ráðaneytisforsoti 1894. Það flutti skiípamyndir af Gladstone og Rose- bery, sem voru að fá áheyrn hjá drotningunni. Pá er drotningin látin segja við Gladstone, þegar hún hefir þrisvar sinnum boðið honum aðals- tign. „Pað er >á fastui ásetningur yðar að vilja ekki verða „peer“? „Já, yðar hátign“, segir Gladstone, „en mér mundi þykja mjög vænt um ef þér vilduð gleðja þenna unga mann með því að veita honum sæti i neðxá málstofunni". En það gat drotningin ekki. Hún gat veitt hverjum þegna sinna „peers" tign, en hún gat ekki veitt neinum sem var fædd- ur „peer*, sæti í neðri-málstofunni. Rosebery er bæði hæfileikamaður og virðinga- gjarn. En hann gefur ekki um tóma tit.la og orður, hann vill geta ráðið, til þess að koma skoðunum sínum áfiam. En á Englandi er aðals- mönnum sem svo eru skapi farnir miklu hægra að komast til æðstu valda ef þeir fylgja aftur- haldsflokknum. í honum eru lika þeirra jafningj- ar frændur og vinir. En þótt Rosebery væri bæði að ætt og uppeldi af þeim flokki, þá hefir hann þó jafnan hallast meira að þjóðvaldssinnum og þvi undir eins fylgt frjálslynaa flokkrium að málum. Hann er sagnfræðingur og hefir það ef til vill stuðlað að því, að hann fylgdi öðrum flokki en stéttarbræður hans. „Dómurinn um þann aðal, sem ekki hefir fylgt þjóðinni að málum, er ritaður í rústum Feneyjaborgar, og á hverri blaðsíðu „Mannkynsögunnar,* hefir hann sagt í einni af sinum frægu ræðum. Og með því hefir hann sýnt það álit sitt, að sannur aðals- maður eigi jafnan að standa í brjósti fylkingar þjóðar sinnar en ekki berjast móti henni. Reynslan ein getur skorið úr því, hvort að Rosebery uppfyllir vonir þeirra manna, sem alt- af fjölgar meir og meir og hafa álitið hann vera þeirra mesta /ramtíðarmann. En þeir tím- ar eru nú fyrirr hendi í Englandí að ekki veitti af að hann yrði nútíðarinnar maður. En ósam- lyndi og tortrygni milli gamla frjálslynda flokks- ins, og þeirra sem fylgja Rosebery, spilla öllum framfara áformum hans fyrst um sinn. Rosebery er fyrir margra hluta sakir sjálf- kjörinn flokksforingi. Hann er nú tiltöiulega ungur, en hefir þó að baki sér 34 ára þinglega reynslu, hann hefir haft ábyrgðarmestu embætti á hendi, og sýnt að hann er fær að stýra landi og lýð. Hann er af öllum mikils metinn, bæði við hirðina og af alþýðunni, enginn efar dreng- skap og heiðarleika hans, hann er mjög trúræk- in, og efar enginn að það sé af sannfæringu. Hann er skýr og glöggur í skoðunum sínum, en nokk- uð dulur að láta þær uppi, og tortryggja hann því ýmsir og ætia hann tveggja handa járn. Póli- tískur ræðumaður er hann mestur á Eriglandi, síð- an Gladstone leið, og málsnjall mjög og kann allra manna. bezt lag á öðrum og þekkir skap- ferli manna, sem hann hefir kynst. Hefði hann að eins þrautsegju og hlifðarleysi Chamberlains, sem þó er miklu minni hæfiloika maður. þá mundi hann þegar verða fremsti maður þjóðar sinnar. ----------------- Úr bréíi úr Árnessýslu, 16. mai. —o— Veturinn hefir verið óvanalega frostmikill, mest frost 16 stig Cels. Heybirgðir hafa þó ver- ið nægar. og fénaður gengið vel undam Matar- birgðir hafa verið nægar við Lefoliverzlun á Eyr- arbakka, en þær gera ekki fult gagn af því þeir fátækustu geta sjaldnast fengið þarfir sínar að láni. Hér í uppsveitunum hefir jafnan verið mjög mikið feugió af nýjum fiski neðan af Stokkseyri og Eyrarbakka; það verður því tilfinn- anlegt fyrir marga, ef fiskiaflinn á vetrum fer að bregðast eins og nú litur mjög út fyrir. — Pólitíkin hefir legið að mestu leyti 1 dái í vet- ur, en er nú heldur að lifna við. Um það held eg allir séu sammála að taka eindregið stjórnar- skrár-frumvarpi því, sem nú verður i boði. Enda væri það meira enn meðalheimska, ef menn færu nú að hafna því eða fleyga það. Kaupfélag höfum við stofnað, sem skiftir við Garðar Gíslason í Leith. Stokkseyrar-kaupfélagið er hætt; mönnum þót.ti ekki rjúka af viðskiftunum við Zöllner. Vopnahlé milli Englendinga og Búa er komið á að sögn og góðar vonir um að friðarsamningur kom* ist á áður langt líður. Jarðakjélftar miklir hafa að sögn gengið á eyj- unni Martinique við Ameriku og gert afarmikið tjón. Sagt er að heill bœr hafi sokkið og 20,000—30,000 manns beðið bana. Verkfallinu í Kaupmannahöfn lokið. Utgjörðar- menn hafa unnið. Á uppsiglingu. ísland sést! Og allir farþegarnir horfa yfir um breiðar bárur, i bláfölvann langt undan stafni — samþegnarnir, sem leita til „hjálendunnar11 til að safna aurum fátækling- anna saman i krónur, og enskir heimsflækingar, sem guð Mammou hefir tekið frá marga raun, en látið koma i itaðinn ódrepandi leiðindi, svo að þeir una ekki við sínar háreistu hallir og vel ikipuðu matborð; en fastazt horfa þó þeir farþegarnir — flestir „á hinum óæðra bekk“ — sem aldrei veita þvi eftirtekt, að „Is- land“ þýðir klakaland. — — — Og stafn öldukljúfur brunar áfram, eimknúinn, ótrauður, og þó að einhver magnþrútin alda komi honum stundum til að geiga á rásinni, þá sækir hann óðar í sama horfið, eins og sá, er hefir aflstudda þekk- ingu síns markmiðs. Yestmannaeyjar, sem fyrst sýndust vera bláir skuggar aðeins, verða skýrari og skýrari og loks sjé.st brúnir hamraveggirnir undir grænum svarðarþökum. Eimpípan gellur og hinir sædjörfu Vestmannaey- ingar leggja byrðingum sínum út í ólguna. Nokkrir af farmönnum ganga í bát og róa upp- undir hamrana, að hellisskúta nokkrum, þar sem haf- ylgjan rís og hnígur og skolar um bergið okki ósvipuð dökkgrænni olíu. En í öllum smáskvompunum, sem gera þeim bergið svo einstaklega byggilegt, sitja svart- fuglarnir svartir um bak og hvítir um bringu og hátíð- legir á svip eins og vel saddir veizlugestir undir leiðin- legri ræðu; og meiri von er að þeir séu hátíðlegir, því að þeir eru að sinna því, sem alvarlegra er en allt alvarlegt: að auka kyn sitt. Helgi Pjetursson. Isbrjótur til heimskautsferða. ísbrjótar nefnast ein tegund gufuskipa, til þess gerðir, að renna á lagnarís og brjóta hann í sundur, og opna á þann hátt leið skipum sem ístept eru á höfnum inni. Hafa þeir gert æði mikið gagn, t. d. við Eystrasalt. Stærsti og lángsterkasti ísbrjóturinn nefnist Ermach, og er rússneskur. Hann hefir •inkum verið til þess gerður, að brjóta ísinn í Eystra- salti og Karahafi, sem er armur úr Norðurís- hafinu milli eyjarinnar Navaja Semlia og megin- lands Rússlands. Með honum átti að halda opnum höfnunum á norður og norðvestur strönd Rússlands, annaðhvort allan veturinn, eða þó að minsta kosti miklu lengri tíma en annars er hægt að nota þau. Sumarið 1899, var Ermack sendur norður í Karahafið, og var foringi fararinnar aðmiral er Makaroff nefnist. I’egar þangað kom, kom skipið við á Englandi og sagði Makaroff þá þann- ig frá um ferðina: — Vér höfum verið 5 vikur að heiman og á þeim höfum vér meðal annars farið um 50 mílur danskat, geguum samfastan hafís. Hefir enginn reynt áður að ráÖast beinlíuis á ísinn. Sögðu visindamennirnir, að slikt væri óðs manns æði, en reynslan hefir sýnt, að það er mögulegt. Vér lögðum upp frá Spitzbergen og fundum ísinn á 80°—15° n.b. og hann allþykkan. Var hellan 14 feta þykk, en borgarísinn var 18 fet upp úr sjó en risti 42 fet. Þennan is braut Ermack íullum fetum. Stundum hittum vér á, þar sem ísinn var veikastur fyrir, holur eða sprunginn. En öðru hvoru urðu afarstórir jakar fyrir oss, er eins og loddu við skipið, náðu inn undir það og gnæfðu upp yfir stefnið, og urðum vér þá, að fara aftnr á bak, til þess, að losna við þá. Á sumrum er hafisinn eins og eintómar eyjar, stærri eða minni, með rennum á milli, sem

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.