Fjallkonan


Fjallkonan - 25.06.1902, Qupperneq 2

Fjallkonan - 25.06.1902, Qupperneq 2
2 FJALLKONAN „pósitíva" þekkingu en það, að vekja nemend- uma, þroska andann og gera menn andiega sjálf- stæða og glæða hugsjónarlíf þeirra. Grundtvig sagði: „aftur með bókina, upp með munninn". Hann vildi láta áhrif hins lifandi orðs koma í stað hinna þurru og ávaxtalausu gömlu kensluaðferða, þar sem menn iærðu heilar klausur utan að eins og páfagaukar, án þess að slíkur lærdómur hefði nokkur veruleg áhrif á breytnina. Spyrjum aldrei að þvi hve mikinn þekkingar- forða menn fá í skólunum, heldur að því, hve mikið menn tileinka sér af því, sem þeir iæra, hve mikla ávexti námið hefir á þeirra persónu- lega iíf. Fað kom brátt í ljós, að menn, sem gengið höfðu á iýðháskólana, vora í fiestu nýtari, en menn frá öðrum skólum. Og í kringum 1880 má fuilyrða, að lýðháskólar Dana hafi verið bún- ir að vinna hjörtu flestra danskra manna, og að þjóðin hafi þá nálega öll viðurkent þá, sem ein- hverjar beztu og fullkomnustu mentastofnanir þjóðfélagsins. Alt það sem er nýtt og óþekt, mætir í fyrst- unni megnri mótstöðu hjá flestum þjóðum — og ekki síst hjá oss íslendingum. En nú hafa Danir brotið ísinn og bent oss á að það sé innan handar að læra að þekkja lýðháskóla Dana, þekkja þá ávexti sem þeir hafa borið. — Að búnaðarskólum Dana eru ekki eignaðar landbúnaðarframfarirnar eins og lýðháskólunum, staíar aí því, að búnaðarskólarnir eru mjög fáir, hér um bil Vio á móti lýðháskólunum og annað hit.t, að búnaðarskólarnir eru nokkurskonar lýð- háskólar. Skólar þessir eru að meiru eða minna leyti lagaðir eftir lýðháskólunum hvað kenslu- fyrirkomulag snert.ir, þótt aðrar námsgreinar séu þar auðvitað kendar. Nemendur búnaðarskólanna verða fyrir sömu áhrifum Grundtvígsmanna og lýð- háskólanemendumir, og auk þess eru nokkrir af búnaðarskólunum, sem eru hvorutveggja í senn lýðháskólar og búnaðarskólar. Nú sem stendur hafa Danir um 80 lýðháskóla og 1 yfiriýðháskóla nefnilega Askarlýðháskóla. Fennan skóla þekki eg bezt því eg naut þar kenslu síðast liðið skólaár. Kenslufyrirkomulag- ið er hið sama og við lægri alþýðuháskóla, en námsgreinarn ar þar nokkuð aðrar, með því að heimtað er mikinn undirbúning af þeim, sem ganga í þenna skóla. Par voru 180 nemendur, jafnt kon- ur sem karlar. Þar var fjöldi manna með kenn- ara mentun (præleminer exame n) og 2 stúdent- ar. En meginþorrinn hafði gengið á aðra lýðhá- skóla, annað hvert í Danmörku, Noregi eða Sví- þjóð, því þaðan sækja menn til Askar. Á skólanum voru auk Dana 9 frá Novegi, 8 frá Svíþjóð, 14frá Fýskalandi, (mest Suður-Jótar) 1 írá Finnlandi, 2 frá Færeyjum, 1 frá Ástralíu (danskur) og 1 frá íslandi. Fó nú þarna væri samankomið fólk með ólíku þjóðerni, með ólíkri mentun, sem hefir haft við ólík lífskjör að búa, þá var skólalífið milli nem- endanna mjög gott., og ósiðsemi eða drykkju- skapur þektist þar ekki. Um lýðháskóla Dana og sérstaklega Askar, hefi eg í huga að skrifa nánara seinna, og því læt eg hér staðar numið að sinni. Sig. Þórólfsson. Merkilegur járnburður. Eyjarskeggjamir á Havaji og ýmsum fleiri Suðurhafseyjum hafa mikla trú á prestunum eða töframönnunum, sem þeir kalla „Kahuna". Feg- ar það fréttist til Havaji að gamall prestur frá Tahiti væri kominn til þessara eyja, til þess að sýna list sína í borginni Honalulu, þá varð uppi fótur og fit. Þessi list, var að ganga á glóandi steinum, og höfðu þeir aldrei séð slíkt kraftaverk fyrri. Fegar að þeim tíma kom að hann átti að sýna þessa list þá fóru prestarnir á eyjunni að verða hræddir um virðingu sina, því það var svo sem auðvitað að ef papa Ita gæti sýnt þessa íþrótt þá yrði hann stærsti „kahúna" þar í landinu og þá væri úti með þá og virðingu innlendu prest- anna, Ýmsir af helstu prestunum reyndu því á ýmsar lundir að fá hann til að yfirgefa eyna, jafnvel var reynt að múta honum til þess, en hann var ófáanlegur til þess, en haíðist við í skógum og fjöllum, og ráðfærði sig við verndar- anda sína, meðan hann var að búa sig undir að gera þetta 'kraftaverk, sem hann sagði að gengi í erfðir í ætt sinni. Sagt er að papa Ita sé sá seinasti í karllegg, af eldgamalli galdramanna ætt. Einhver þakklátur andi, hafði gefið forföður hans þessa eiginlegleika að geta gengið á gló- andi járni eða grjóti, í þakklætisskynifyrireinhvern stóran greiða. Fessi hæfileiki gekk síðan að erfð- um í ættinni mann fram af manni, og gamli maður- inn segist ekki einu sinni muna eftir hvenær hann hafi fyrst farið að sýna þessa íþrótt. Hann er nú C8 ára gamall, og hefi oftsinnis leyst þessa eldraun í viðurvist fjölda ferðamanna frá öllum löndum heimsins, bæði á Tahite og Mauritius. Papa Ita valdi vanalega st.einana, sem hann skyldi ganga á berfættur. Fað var hraungrjót, og tekið úr gömlum vegg, í portugiska hluta bæjarins. Nú var búin til gryíja, og þegar búið var að fylla hana með þurrum við, þá var stein- unum raðað ofan á viðarköstinn, og var köstur- inn eða grjóthrúgan þá ains og aílangur haug- ur 4i/j al. hár. En nú fór papa Ita einförum út i skóg, til að ákalla andana, og safna tí- blóðum um lágnættið, sem binda skyldi saman i töfravönd, tii að sigra með anda hitans og loganna. Næsta morgun var kveykt í kestinum. og hann kyntur 15 klukkustundir. Steinarnir hrundu í gröfina, en hitann og logann lagði langt upp. Konur og karlai frá Japan í ijósleitum hjúpum, og Kínverjar í þjóðbúningi sínum, voru alt af á ferðinni alt um kring. Par voru marg- ir sjómenn í sjómannafötum, hermenn í ein- kennisbúningi, Amerikumenn í hvítum strigaföt- um, og forvitnir ferðamenn sem hjálpaðist til að gefa þessari athöfn einkennilegan blæ. Fegar steinarnir voru sokknir langt niður, og farnir að verða rauðir af hita, þá fór nú að auk- ast forvitni lýðsins. Og þegar sóiarlag var komið þyrptist fólk hundruðum saman út úr bænum til að horfa á. Papa Ita hafði ætlað eldinum nákvæmlega stundirnar, því á ákveðn- um tíma hafði eldurinn læst sig í gegnum viðinn iangt ofan eftir, steinarnir sukku smámsaman lengra og lengra niður, og voru nú orðnir hvít- glóandi. Innlendur söngflokkur laumaðist gegn- um mannfjöldann og settist niður við hornið á bálinu. Tjörukyndlar voru kveyktir, og lagði birtuna af þeim og bálinu á niðurrifna steinveggi af gamalli steinkirkju, sem sýndust bera við loft í hálfdimmunni. Nú heyrðist pýskur manna milli, og ailmikil hreyfing sást á öllum innlendum mönnum. Fað var undanfari drotningarinnar, sem áður ríkti yfir Havaji, og frænda* hennar, sem komu nú og tóku sér sæti í insta hringnum. Fáum mínútum seinna vék mannþyrpingin sér við, svo breið gata varð í miðju, og nú kom presturinn gangandi í hægðum sínum, og niður- lútur milli þessa tveggja mannþyrpingja raða. Hann starði fram undan sér á hvítglóandi steinana. Hann hafði tíblaða krans á höfðinu og um mittið festi hann kyrtlinum að ser með belti úr tíblöðum. í annari hendinni hélt hann á stórum töfravendi úr tíblöðum, sem var sam- anbundinn við handfang af stórum blaðlegg. Fáeinar mínútur sat mannfjöldinn kyr, og hélt niðri í sér andanum af óþreyju og eftirvænt.- ingu, meðan presturinn sat kyr og beið eftir að þessi dularfulla músik hætti- Kyndlainir ioguðu skært og báru birtu í kring. Siðan gaf prestur- inn bendingu, og fóru þá þjónarnir að snúa stein- unum um, með járnskörungum, svo þeir væru sem mest hvítglóandi, og þegar holur komu milli steinanna þá komu eldslogarnir eins og sleikjandi stóreflis tungur, allstaðar fram á milli þeirra, en hitinn og birtan varð svo sterk, að áhorfendurnir urðu að færa sig fjær. Fegar búið var að snúa einni steinaröð yfir endilangan ofninn þá var þuru grasi og pappírsræmum fleygt á aftur, svo þeir kólnuðu ekki. Fað brann nú þegar upp til ösku. Áhorfendurnir sem næstir voru, í 15 met. fjarlægð o: 22J/a al. þoldu ekki hitann og urðu að hlífa andlitunum með einhverju. En nú stóð presturinn alt í einu upp, og steig léttilega ofan á litla ábreiðu tií tíblöðum. Svo veifaði hann hinum helga vendi í kring um sig og hóf upp söng, horfandi upp til himins. Siðan sló hann tíblaðavendinum tvis- var sinnum á jörðina, og gekk hiklaust inn í hina glóandi eldhrúgu. Hann stiklaði gætilega af hverjum steini á annan, með berum fótunum, og komst yfir um án þess nokkur merki sæist að hann hefði skemst eða fundið til. Síðan sneri hann við aftur hóf að nýju upp særing- arnar til andanna, sló jörðina með vendinum aftur tvisvar sinnnm og gekk svo yfir ofninn endilangann eins og í fyrra skiftið, án þess hann sæist saka. Svo settist hann niður á stólinn, sem hann sat áður á, eins og ekkert væri um að vera. En nú var áhorfendunum lokið, og fagnaðar- ópum laust upp, sem ekki vildu linna. Allstaðar heyrðist kallað: „Kahuna nui“ (mikill prestur) og óendanleg lotning skein út úr svipnum á eyjarbúum. Sumir eyjaskeggjar féilu á kné frammi fvrir honum og fleygðu pening- um til hans. Himinininn var skýjaður, og fá- einir regndropar fóru að koma, sem suðu og kurruðu á glóandi grjótinu í ofninum. Fáum mínútum síðar stóð presturinn aftur upp og lék íþrótt þessa aftur. Hann fór að öllu leyti eins að, og gekk með heilu og höldnu aftur yfir rauðglóandi hraungrýtið, án þess hann sak- aði. Fegar hann kom í fjórða sinni ofan af grjóthrúgunni, þá laust upp ákaflegu fagnaðar- ópi. Landsmennirnir þyrptust í kring um hann, jusu yfir hann peningum og kystu hendur hans. Svo hörfuðu þeir frá honum, og biðu í lotn- ingarfullri fjarlægð nokkuð í burtu. En hvítu mennirnir og ferðafólkið, hópuðn sig saman, og gat ekki orðið ásátt um hvernig á þessu stæði, eða skiiið né útskýrt á nokkurn viðunanlegan hátt, þenna merkilega járnburð gamla prestsins. (Eftir Krsj.). ----------------- ISLENZKUR SÖGUBÁLKUR. Æfisaga Jóns Steingrimssonar, prófasts og prests að Prestsbakka. [Eftir eiginhandr., Landsbókas. 182, 4to.] [Framh.] Þá á veturinn leið, fekk eg tvö bréf frá madame Helgu minni með kærleiksfullu ávarpi; segist með sin- um ektamanni hafa fært mín bónorð í tal við ttúlkuna, hverju hún sé ei fjarlæg, sérdeilis ef eg fengi presta- kall nokkuð, nær hún vilji láta mér hana eftir, jafnvel sér í baga, telur upp maigar hennar dygðir og segir af öllum, sem hún til þekki, út sjái hún mér öngva hent- ugri; segir þá þar hjá, að hún ætli að gefa mér, en útþrykkilegra andsvar þar upp á, áður en á vorið líð- ur, eftir hverju eg kunni að haga mínu ferðalagi. Hér við gladdist eg meir en frá vilji segja og skrifaði báðum þeim til stórt þakklætisbréf, og stúlkunni til annað, í hverju eg ítrekaði það, sem skrifað hafði og um beðíð húsmóður hennar. Fór eg svo á Cróunni að visitera austurpartinn, keypti mér þar nú 27 kindur fyrsta gang eftir eldinn; var eg búinn að öllum mínum prófastsverkum fyrir páska, því eg ætlaði nú vestur að Saurbæ til vina minna um sumarmálin og sækja til þeiira stóra lukku. Þá eg var hér til reisu ferðugur, kom bréf frá minni fulltrúu vinkonu, madömu Helgu, í einum pósti so látadi: Hvað viðvíkur loforði mínu efter því fyrra bréfi upp á eftir málaleitan yðar við jómfrú Kristínu, þá tekur hún nú hreint af með það, því hún þykist vera orðin vís þeirra hluta, sem henni falla elcki; og ei get eg stúlkunni láð, þó hún þetta afráði, því þungt mundi mér falla þau kjör að þola vegna séra Björns míns, sem eg heyri þér hafið nú i orðið að undirgangast, hversu stór nauðsyn sem yður hefir þar til dregið; eg

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.