Fjallkonan - 25.06.1902, Síða 3
Kemur út einu sinni
í viku. Verð árg. 4 kr.
(erlendis 5 kr. eða ll/2
doll.) borgist fyrir 1.
júlí (erlendis fyrir-
fram).
FJALL
BÆNDABLAÐ
VERZLUNARBLAÐ
Uppsögn(skrifleg)bund-
in við áramót, ógild
nema komin sé til út-
gefanda fyrir 1. októ-
ber, enda hafi kaupandi
þá borgað blaðið.
Afgreiðsla: ÞlNG-
HOLTSSTRÆTI 18.
Reykjavík, 25, júní 1902,
Nr, 24.
Biðjið ætið um:
OTTO M0NSTEÐS
DANSKA SMJÖRLlKI,
sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott
og smjör.
Verksmiðjau er hin elzta og stærsta i Danmörku, og hýr tll óefað hina heztu
Yöru og ódýrusutu i samaburði Yið gæðin.
Fæst hjá kaupmönnum.
XIX, árg,
Landsbankinn er opinn hvern virkan dag kl. 11—2.
Bankastjórnin við kl. 12—1.
Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og
einni stundu lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána.
Forngripasafnið er i Landsbankahúsinu, opið á mánu-
dögum miðvikudögum eg laugardögum kl. 11—12 f. m.
Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu. opið á sunnu-
dögum kl. 2—3 e. m.
Okeypis tannlækuÍDg í húsi Jóns Sveiussonar hjá kirkj-
unni 1. og 3. mánudag hvern mán., kl. 11—1.
Þingmál.
Nú þegar kosningarnar eru um garð gengnar,
og komið er fast að þingtímanum, munu margir
spyrja að því, hvaða mál séu líklegust til að
verða tekin til umræðu á aukaþinginu í sumar.
Að undanteknu stjórnarskrármálinu, sem þetta
aukaþing skal ráða til úrslita, er ekkert mál til,
sem sjálfsagt er talið að ræða skuli í sumar;
fyrst svo vel tókst til að hlutafélagsbankalögin
voru staðfest. Hefði það mal verið óútkljáð,
má ganga að því visu að það hefði eytt litlu
minni tíma en stjórnarskrármálið.
Vitaskuld verður engum óútræddum stórmál-
um ráðið til lykta, vegna þess að tfminn er svo
stuttur, en vel getur verið að einhverju slíku
máli verði hreyft.
Eitt af mestu nauðsynjamáium vorum eru:
Heimulegu kosningarnar,
Vér höfum nú fengið margra ára reynslu fyrír
því, að nauðsynlegt sé að koma þessu frumvarpi
í framkvæmd, og kosningarnar í fyrra og sömu-
leiðis í vor sýna ótviræðilega að svo sé. — Sum-
ir kunna að berja því við, að í sumar sé ekki
nægur tími til þess, og ýms önnur mál þessu
skyld séu á ferðinni, sem bezt sé að verði sam-
ferða. En þess gerist engin þörf. Þetta mál
hefir haft svo eindregið fylgi alþýðu manna
hvarvetna á landinu, að fyllsta ástæða var til
að ljúka því af í fyrra sumar. En sýslumanna-
þingið var ekki áfram um að ráða því til lykta.
Auðvitað gátu engir verið því opinberlega and-
stæðir, því til þess höfðu kjósendumir látið vilja
sinn of skýrt í ljósi. En þeir gátu dregið það,
og stytt því svo aldur undir tímaleysis yfirskini,
til þess að þurfa ekki að qttast að þessi lög
gætu orðið neinn Þrándur í Götu við næstu
kosningar.
Réttast virðist að sýslumenn, sem sjálfir eru
kjörstjórar í sínu kjördæmi mættu alls ekki
bjóða sig fram. Að minnsta kosti er það öid-
ungis óhæfilegt, ef ekki beinlínis iagabrot, að
þeir séu kjörstjórar í þeim kjördæmum, sem
þeir eru sjálfir í boði.
Þeir skulu eftir lögunum sjá um að öll kosn-
ingin fari reglulega fram, og mega ekki mœla
fram með neinu þingmannsefninu. Þeir skulu
með öðrum orðum, vera öldungis afskiftalausir
um hver af þingmannaefnunum verður fyrir
kosningu, og sýna aigerða óhlutdrægni. En
þegar þeir sjálfir eru í boði, er mjög hætt við
að þeir komist ekki hjá að mæla með sér, bæði
utan kjörfundar og á honum sjálfum!
Það gegnir stórri furðu eftir allan þann
gauragang, sem sumar af þessum sýslumanna-
kosningum hafa valdið, að landsstjórnin skuli
ekki hafa tekið í taumana, og að minsta kosti
bannað þeim að stjórna kjörfundunum, þar sem
þeir byðu sig fram.
En þetta bendir alt á, hvað brýna nauðsyn
ber til að stemma stigu fyrir því, að nokkrir menn
geti ráðið einir lögum og lofum við kosningarn-
ar. Vitaskuld eru ýmsir menn til, sem óska
ekki að þessu máli sé flýtt. Það eru þeir menn,
sem einhverra hluta vegna geta haft fleiri eða
færri aí kjósendunum í tjóðurbandi, og látið þá
kjósa eftir sinu höfði. Þessum mönnum eru
heimulegu kosningarnar hieinasta grýla. Þeir
trúa ekki fylgifiskum sínum betur en vel, og
vita að sá er margur maðurinn, sem lofar öðru
en því, sem honum er kærast að efna, ef hylli
yfirmanna, eða atvinna eða önnur hlunnindi
eru í boði; þá vill sannfæringin oft verða létt á
metunum, einkanlega þegar menn skulu horfast
í augu við þá, sem halda hagsmununum í hendi
sér. Þessar ástæður eru það beizli, sem teyma
má margann manninn á i aðrar áttir, en hann
vill sjálfur ganga, ef hann mætti ráða.
Annað atriðið, sem er mjög mikils vert að fá
breytt í sambandi við þetta mál, er:
Fjölgun kjörslaðanna.
Það er ekki lengra síðan enn núna i vor við
síðustu kosningar, að menn reka sig á að einn
einasti hreppur getur ráðið kosningunni þegar
duglega er smalað, og hreppurinn er vel settur.
En ef kjörstaður væri í hverjum hreppi, þá gætu
þeir allir jafnvel notið sín, því þá væri fjarlægð-
in ekki meiri, eða aðrar tálmanir enn svo, að
engum væri vorkunarlaust að komast á kjörstað-
inn. Og þá mætti segja, að það væri að verð-
ungu, ef einhver einn hreppur eða sveit sýndi
með meiri áhuga enn hinir, að hann gæti ráðið
úrslitum.
Jafn nauðsynlegt er og það, að sami kjördagur j
gildi fyrir alt laudið. Með því væri komið i veg
fyrir æsingar og „agitationir" utanhéraðsmanna,
sem allmikið hefir tíðkast nú við síðustu kosn-
ingar. Þá hefði hver nóg með sig og sitt kjör-
dæmi, og mætti kalla að þá kæmi fremur fram
eitthvert brot af almenningsvilja við kosningarn-
ar í hverju kjördæmi, enn nú gerist.
Þetta mál má óhætt kalla svo undirbúið að
það ætti að takast fyrir og leiðast til lykta á auka-
þinginu í sumar. Það er ekkert nema viðbárur
að allur sá lagabálkur, sem heyrt getur undir
kosningarlögin þurfi endilega að vera samferða.
Þetta mál er svo í garðinn búið, og kjósendurn-
ir hafa svo ótvíræðilega látið viija sinn í Ijósi
með það að það væri einungis að traðka rétti
þeirra og fyrirlíta vilja þeirra, ef þingmennirnir
legðu ekki kapp á að koma því í æskilegt horf.
Og um það geta báðir flokkar fylkt sér, og verið
sammála. Það -á ekki að þurfa að verða neitt |
flokksmál. En verði það ekki tekið fyrir í sumar
eða verði það svæft, þá er það einungis af hræðslu
við næstu kosningarnar.
Lýðháskólar og landbúnaður Dana
Eins og kunnugt er, eru Danir einhver mesta
landbúnaðarþjóð í heimi, sérstaklega að því, er
viðkemur smérgerð og nautgriparækt.
Um miðja síðastiiðna öld voru Danir fátæk
þjóð, og mentun alþýðu á freraur lágu stigi.
Um þessar mundir (1848 og 1864) áttu Danir í
st.ríði við Þjóðverja og leikslokin urðu þau, að
þeir mistu alistóran blett af landinu í hendur
Þjóðverjum. Þjóðin hafði á bak að sjá þúsundum
ungra manna, sem féllu fyrir byssum fjand-
manna hennar. Heilar sveitir voru eyðilagðar
eftir fjandmennina. Ríkissjóður var tæmdur
orðinn, og það sem verst var að mörgum lá við að
láta hugfallast og leggja algeriega árar í bát.
Danir voru þá ekki betur staddir en vér ísl.
erum nú. —
En þjóðin átti marga nýta menn, sem báru
glögt skyn á hvað gera ætti til þess að hún
rétti við. Einkum voru það Grundtvig og
Dalgas.
Þessir 2 menn munu alt af verða taldir með
mestu mönnum Dana.
Þegar Danir mistu Suður-Jótlönd í hendur Þjóð-
verjum, benti Dalgas löndum sínum á ónumið
land í Danmörku sjálfri, sem þeir ættu að vinna
og nema, en hætta að sýta yfir því að hafa
mist Suður-Jótland. Þetta land, sem Dalgas hvatti
landa sina til að nema, voru Jótlandsheiðarnar,
og nú hafa Danir numið þar iand, ef svo mætti
að orði komast og ræktað yfir 100 ferh.-mílur.
— En mikið er eftir enn. —
Grundtvig er frömuður lýðháskóla-hreyfingar-
innar í Danmörku, sem nú hefir breiðst út um
öll Norðurlönd og víðar.
Það eru einmitt þessir skólar, sem Danir sjálf-
ir þqkka þær framfarir, sem nú hafa orðið í
Danmörku á seinni hluta 19. aldar. En þessir
skólar hafa gert meira. Þeir hafa lyft þjóðinni
í öllum greinum á hærra menningarstig.
En sú var tíðin, að lýðháskólarnir fengu ann-
an vitnisburð.
Danir misskildu stefnumark þeirra og
verstir voru skóiamenn annara skóla. Þeir
báru lýðháskólum það á brýn, að þeir eldu upp
í mönnum hroka og sjálfsbyrgingsskab, en veittu
nemendum sínum litla þekkingu.
Lýðháskólarnir lögðu minni áherzlu á, að veita