Fjallkonan


Fjallkonan - 25.06.1902, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 25.06.1902, Blaðsíða 4
4 FJALLKONAN. Guðríður Gísladóttir. Hann misti ungur föður sinn, en ólst upp hjá móður sinni og stjúpföður, Kristjáni Jónssyni, að Dalgeirsstöðum í Miðfirði, þangað til hann var 20 ára. Þaðan flutti hann að Heggstöðum við Miðfjörð og giftist þar ungfrú Lilju Oddsdóttir, stjúp- dóttur Eggerts Eggertssonar bónda, og dóttur konu hans Steinunnar Björnsdóttur. — Gruðmundur byrjaði búskap að Dalgeirssstöðum og flutti svo að Utbleiks- stöðum og þaðan að Heggstöðum, þá að Bálkastöðum við Hrútafjörð, svo þaðan að Stórahvolsá í Stranda- sýslu, og þaðan til Vesturheims. Eftir 4 ára búskap að Hvolsá misti hann konu sína Lilju Oddsdóttur og höfðu þau þá eignast saman 13 börn; af þeim lifa 5 bræður og 1 systir í Ameríku, öll vel látin og vel standandi. — Guðmundur átti mörg alsystkini og hálf- systkini í Húnaþingi og fjölda annara ættingja. Hann var vel greindur og hið vandaðasta góðmenni, — minn- ing hans lifir í þakklátri virðingu allra, sem þektu hann. Heimskringla er beðin að auglýsa þessa dánarfregn héríAmeríku, —og Fjallkonan í Reykjavík er vinsam- lega beðin að flytja hana til allra settmanna og vina hins látna á íslandi. Aðstandendur og vinir hins látna. frá 1. jiílí næstkomandi til ársloka. Blaðið kemur út í hverri viku. Þar með fylgja í kaupbæti TVENN SÖGUSÖFN blaðsins, Um 200 blaðsíður af ÁGÆTUM SKEMTISÖGUM, eða skemtisagan S k Ó g1 3. T m 8. ð U T Í D. D., sem allir hafa mæt.ur á. Kaupbætinn geta menn ekki fengið, nema þeir hafi greitt borgunina. Áskrift að þessum árgangi er einnig bindandi fyrir næsta árgang 1903. Nýir kaupendur gefl sig fram sem allra fyrst. GASOLÍUVÉLARNAR eru komnar. Þær eru mesta þing fyrir hvert heimili. Komin heils árs reynsla fyrir því hér, að þær eru hentugar. 2 vélar voru keyptar handa Hvanneyrarskólanum í fyrra, sem hafa reynst ágætlega, og þriðja vélin er pöntuð nú þangað af stærri og dýrari tegund en þær fyrri. Björn Kristjánsson. ■##############*#*#######j t KRISTJÁN FORGRÍMSSON I *-------------------------* J selur eldavélar og ofna frá * * beztu verksmiðju í Danmörku fyrir * innkaupsverð, að viðbættri fragt. * Reir, sem vilja panta þessar vðr- * ur, þurfa ekki að borga þær fyr- * * irfram; að eins lítinn hluta til * * tryggingar því, að þær verði * * keyptar, þegar þær koma. * L****^*******M,*r,M„a SELSKINN (kópskinn) kaupii’ undirskrifaður fyrir peninga eins og að undanförnu. Þau eiga að vera hæld sem líkast því lagi, sem er á sjálfum selnum, en sem skæklaminst og fituminst. LÝSI kaupi eg einnig fyrir pen- inga eins og áður; verður seljandi að segja til vigtar á tunnunum tómum, vigta þær áður en látið er 1 þær, og auðkenna tunnurnar þar eftir. Reykjavík 5. maí 1902. Björn Kristjánsson. ■##*#**##**#####*#*##*###■ Vín og Yindlar * frá konungl. hirðsala Kjær & Sommerfeld fást einungis í verzl. J. P. BRYÐES 1 Hvergi ódýrara eftir geeðum. ■*#*##* **#****#*****####*■ Eg hefl um fuil 6 ár verið E veik, sem afleiðingar af barns- burði; var eg svo veik, að eg gat tæplega gengið á milli rúma. Eg leitaði ýmsra lækna, en ár- angurslaust. Svo fékk eg mér ó flöskur af J. Paul Liebes Maltextrakt með kína og járni og tók inn úr þeim í röð. Lyf þetta hefir bætt mig svo, að eg get nú gengið bæja á milli og hefi beztu von um fullan bata. . Bergskoti á Vatnsleysuströnd m 1. nóv. 1901. Sigrún Ólafsdóttir. « Framannefnt lyf fæst hjá ■ undirskrifuðum í stórkaupum og f smákaupum. í? Björn Kristjánsson. SUNDMAGA OG GOTU borgar enginn betur í peningum en cflsg&ir Sigurósson. Full 8 ár hefir kona mín þjáðst af brjóstveiki, taugaveiklun og illri melt- ingu, eg reyndi þess vegna ýms með- ul, en árangursiaust. Eg tók þá að reyna hinn heimsfræga Kína-lífs-elixír frá Valdemar Petersen Friðrikshavn, og keyfti nokkrar flöskur hjá J. R. B. Lefolii á Eyrarbakka. Þá er konan mín hafði eytt úr 2 flöskum fór henni að batna, meltingin varð betri og taugarnar styrktust. Eg get því af eigin reynslu mælt með bitter þessum, og er viss um, að hún verð- ur með tímanum albata, ef hún held- ur áfram að neyta þessa ágæta með- als. Kollabæ í Fljótshlíð, 26. júní 1897. Loftur Loftsson. » • * Við undirritaðir, sem höfum þekkt konu Lofts Loftssonar mörg ár og séð hana þjást af , áðurgreindum veikindum, getum upp á æru og sam- vizku vottað, að það sem sagt er í ofangreindu vottorði um hin góðu á- hrif þessa heimsfræga Kína lífs-elixírs, cr fuilkomlega samkvæmt sannleik- anum. Bárður Sigurðsson fvrv. bóndi á Kollabæ, Þorgeir Guðnasson bóndi í StöðJakoti. Kina-lifs-elixírinn fæst hjá flest- um kaupmönnum á íslandi, án toll- hækkunar á 1 kr. 50 au. flaskan. Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupend- ur beðnir að líta vel eítir þvi, að standi á flöskunum í grænu lakki, og eins eftir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum: Kín- verji með glas í hendi, og firmanafnið Waldemar Petersen. Útgefandi: Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Aldar-prentsmiðjan. 240 hvernig öllum liði á heimili hans. Mér var sagt að alt væri við það sama. Nema hún Elmina væri nú orðin 17 ára, og væri talin feg- ursta mær borgarinnar. Hún fengi líka fjölda biðla, sem sveimuðu kringum hana, hvar sem hún væri. Mér fanst það eðlilegt, en þeg- ar eg spurði hvort hún tæki ekki einhvern af þeim fram yfir annan, þá var mér sagt að hún segðist altaf eiga unnusta utanlands, sem hún héldi trygð við og biði eftir. Þótt þessi orð fengju mér hjartsláttar, þá hélt eg samt að hún hefði haft þetta fyrir skjöld móti óvelkomnum biðlum. Eg var nú nærri fertugur, og þótt reglusamt og siðsamlegt liferni gerði mig unglegri ásýndar, þá var eg þó nógu gamall til að vera faðir hennar og hafði litla von um að hún mundi taka mér. Eg hafði ákafan hjartslátt, þegar eg kom til að heilsa aftur þar í húsinu. Afi hennar og faðir tóku mér mjög vingjarnlega. En þegar Elmína kom inn í herbergið, svo óumræðilega fögur og hýr, jókst hann um helming, og eg fann, að eg elskaði þetta inn- dæla barn meira en lífið í brjósti mór. Hvað á eg svo að segja meira? Eg var daglegur gestur þar í húsinu, og varð með hverjum degi ástfangnari, þangað til eg stóðst ekki mátið lengur, og játaði henni ást mína. Þú getur nærri gleði minni, þegar hún með elsku- leguœ feimnisroða í kinnum, rétti mér hönd sína, og sagðist altaf hafa áiitið sig heitmeyju mína, og vera fús til að verða konan mín. Eg var alt of sæll til þess að grenslast frekar eftir þvíá hverju þessar tilfinningar hennar voru bygðar. En nú veit eg að það hefir verið ást barnsins til föðursins, en ekki konunnar til þess manns, 241 sem- hjarta hennar hefir valið. Og þó hefði það hepnast ef enginn höggormur hefði verið í þessari Paradís. Einn af biðlum Elmínu var líka háskólakennarinn von Born. En þegar hinir biðlaruir fengu vitneskju um trúlofun okkar, þá hættu þeir að koma. En von Born kom enn þá oftar, og var aldrei áleitn- ari en eftir það. Mór lá þetta þá í léttu rúmi, af því eg sá hvað Elmínu var sama um hann; og að hún gaf ekkert um hvað hann var stimamjúkur. Eg vorkendi öllu fremur aumingja manninum, sem sleit skónum sínum til einkis. Svona liðu margir mánuðir. Eg hafði um þetta bil íengið mór fjölda af trésmiðum, málurum, og ýmsum öðrum mönnum, til að undirbúa alt á Hringnesi, til að taka á móti hinni tígulegu hús- móður, svo henni væri samboðið. Hún systir mín, móðir hennar Emmu, var um það bil að trú- lofa sig manninum hennar sem varð, hóraðshöfðingi Ankarstrále. Brúð- kaupið átti að verða litlu síðar, svo hún vildi ráðgast,.við mig um ýmislegt viðvíkjandi heimili þeirra. Eg hafði jafnvel lofað henni að hjálpa henni -með eitthvað, því þótt eg væri ríkur þá var hún ekki rik. Eg hafði erft Hringnes ásamt allmiklum peningum, eftir ætt- ingja, sem hafði arfleitt mig. Hvernig von Born gat snuðrað uppi að systir mín var komin, og hvernig hann fór að ginna Eimínu til að ganga út með sér, það hefi eg aldrei fengið að vita. En þeg- ar við systir mín einhvern dag gengum saman, og leiddumst í Lunds- garðinum og töluðum um hvernig bústaður hennar skyldi vera og bús- hlutir, og þá upphæð, sem eg gæfi henni til þessa, þá sat von Born og Elmína í leyni á einum bekknum, sem við sáum ekki, og heyrðu

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.