Fjallkonan - 16.09.1902, Page 2
FJALLKONAN
2
reikna mér 1 kr. á kind í slátrun-
arkostnað fyrir láni á húsi og á-
höldutn til að sleppa skaðlaus; 2
—3 aurar á kind mundi vera nær
sanni. Eg hef nú stóran steinlímd-
an slátrunarpall með járnþaki yfir
og með neðanjarðarræsi beint
niður i sjó og hygg, að þessi út-
búnaður geti fullnægt öllum sann-
gjörnum kröfum fyrst um sinn.
En ef herra Guðjóni skyldi þókn-
ast að fyrirskipa fleiri skilmála
fyrir að mega skera kind, þá ætti
hann að sýna það lítillæti, að kynna
sér frnmvarp það til heilbrigðis-
samþyktar, sem héraðslæknirinn
heflr lagt fram fyrir bæjarstjórn-
ina; í þvi eru innifalin ákvæði um
allar nauðsynlegar bætur á slátr-
unarfyrirkomulaginu hér.
Herra Guðjón hefir mælst svo
til, að eg reyni að rita með rökum,
gætni og kurteisi; en ekki hefir
mér verið bannað að við hafa háð
og leika mér dálítið við hann.
Það er engin ástæða til að taka
Guðjón fyrir á alvöru, og eg þakka
því fyrir heilræðin og hef reynt
að verða við tilmælum hans.
Hin áðurnefnda grein hans í
Fjallk. hefir ljóslega sýnt mér það,
að ókurteisi og hranaskapur í rit-
hætti kemur mest niður á rithöf-
undinum sjálfum, með því að
hann þar með gefur sjálfum sér
vottorð um að eiga þá ókosti, sem
ritsraíð hans ber með sér.
D. T.
Búnaðarbálkur.
Kálgarðar á 19. öldinni.
Um þá hafa skýrslur verið gerð
ar siðan um fyrri aldamót. Skýrsl-
ur frá 1804—49 geta einungis um
tölu þeirra, en minnast ekki á flat-
armálið.
Tala þeirra var:
1804 .................... 293.
1821—30 meðaltal . . . 2751.
1840—45 --------------.... 3697.
1849 ..................... 5042.
1861—69 meðaltal . . . 5449.
1871-80 --------------.... 4189.
Eftir þessu fjölgar kálgörðum frá
aldamótum til 1870; þá kemur aft-
urför 1 9 ár eða frá 1871 til 1880.
Sé hins vegar litið A flatarmál
kálgarðanna, þá má sjá afturför
frá 1859 til 1875. Eftir 1875 fer
flatarmálið að vaxa aftur. Á árun-
um 1886 til 1890 kemst það á sama
stig sem 1859. Nú eru káigarðar
helmingi stærri en þeir voru þá.
Kálgarðar voru:
1858—59 ... 366 þús. □ faðm.
1861—69 meðaltal 304 — — —
1871—80 ------ 259 — — —
1881—90 ------ 361 --------—
1891—95 ------ 469 --------—
Frá 1895 til aldamóta voru kál-
garðar:
1896 .... 0,038 □ mílur
1897 ..... 0,042------------
1898 ..... 0,043 -----------
1899 ..... 0,045 -----------
1900 ..... 0,044------------
Flæðiengi hefir verið áætlað að
mundi vera 5000 engjadagsláttur,
hver á 1600 □ faðma.
Alt ræktað land, fyrir utan skóga
á að hafa verið árið 1900:
Tún.........2,99 □ mílur
Kálgarðar . . . 0,04 — —
Flæðiengi og áveitur 0,50 — —
Samtals 3,35 □ mílur.
Kálgarðar hafa aukist eftir
skýrslum búnaðarfélaga sem hér
segir:
1893— 95 meðaltal 20,476 □ faðm.
1896 .... 30,814 — —
1897 .... 21,232 — —
1898 .... 20,596 — —
1899 .... 22,124 — —
1900 .... 39,727 — —
Eftir skýrslum búnaðarfólaganna
bætast vanalega við kálgarðana
20 dagsláttur á ári, og þegar vel
gengur 30—40 dagsláttur. Síðasta
árið þó að eins 7—8 dagsláttur.
(Stj.tið. 1901).
Franskir lýðháskólar.
(Frh.).
Verkmenn tóku þessu tveim
höndum. Helztu menn þeirra, for-
sprakkarnir i iðnaðarfélögunum,
kosningafélögunum og fræðslufélög-
unum höfðu með áhyggju séð fé-
laga sína glepjast af stundartilfinn-
ingum þrátt fyrir jafnaðarmensku-
uppeldið. Þeir þáðu þvi fegins-
hendi hjálpina frá vfsindamönnun-
um, sem sterklegahöfðu áðurspyrnt
á móti hreyfingu þeiri’i, sem virt-
ist draga hugi nálega allra að sér.
Lýháskólarnir spruttu upp af þess-
um samruna og samkomulagi.
Ftönsku lýðháskólarnir eru sem
náttúrlegt er all-ólíkir ensku skól-
unum, þótt þeir séu suiðnir eftir
þeim Á Frakklandi gat kenslan
ekki orðið aðalatriðið eða mergur-
inn málsins; hjá betri stéttunum
var það lýðurn ljóst, að þekking-
in nægði ekki til þess, að auðga
skynsemina og útrýma hleypidóm-
unum. Aðaláherzlan var þvi lögð
á uppeldið; settu menn sér það
það mið, að glæða og hvessa hugs-
anirnar, mýkja tilfinningarnar og
glæða göfugan hugsunarhátt.
Vegurinn, sem farinn var til þessa,
var sá, að fræða tilheyrendurna
um vísindalegar rannsóknaraðferð-
ir, svo þeir yrðu gætnari og hleypi-
dómalausari í skoðunum sínum,
að setja þeim fyrir sjónir hugsjón-
ir beztu manna í samhygð og með-
aumkun til þess að hjá heim vakn-
aði löngun til að fara sömu braut-
ina. Takmark þetta virðist nokk-
uð á reiki og er það líka; en það
er samt varla meira á reiki en
fræðsla sú, sem látin er úti rétt
út í bláinn.
Maður sá, er kom hreyfingunni
á stað, var prentari og hét Deher-
me. Hann hafði frá því árið 1896
haldið úti litlu tímariti, og í því
leitast við að vekja athygli sam-
verkamanna sinna, og árið 1898
stofnaði hann fyrirlestrafélag. Upp
úr því skapaðist árið eftir fyrsti
lýðháskólinn, og var hann settur á
laggirnar í verkmannaúthverfinu
Saint-Antoine, þar sem stjórnar-
byltingarnar hafa flestar byrjað.
I ávarpi fyrirlestrafélagsins segir
svo: »Vér erum verkamenn eins
og þér. En vér ætlum, að til sé
gleði sú, sem hreinni er, varan-
legri, ágætari og um leið kostnað-
arminni en hin, er menn leita að
á veitngahúsunnm. Viljið þér binda
félag við oss? Vér stefnum hátt;
vér viljunx, að allir geti orðið hlut-
takandi í sannleikanum, allir notið
fegurðarinnar og.allir tekið fram-
förum i siðgæði; vér viljum, aðall-
ir öðlist hlutdeild í æðstu gæðum
raannkynsins. Eins og sólin er öll-
um ætluð, eins á andlega Ijósið að
lýsa öllum. Vér viljum sanna
meníun, sem ekki sé þeinx ósköp-
um bundin, að allur þorri manna
verði að fara á mis við hana. Vér
viljum ekki þá mentun, sem er
sköpuð af fáum og ætluð fáum,
heldur þá, sem er sköpuð og alin
af öllum og er um leið öllum til
gagns. Félagar! Vér stofnum fyrsta
lýðháskóla vorn andspænis veit-
ingahúsunum og skemtistöðunum,
ogvér hyggjumst að nota tómstund-
ir vorar oss til andlegra og líkam-
legra framfara eða til þess að efla
borgaralegt frelsi«.
Verkamenn létu þetta ekki sem
vind urn eyrun þjóta; fyrsta mán-
uðinn bættust við 2200 félagar. í
þeim hlutum Parísar, er verka-
menn bygðu, spratt upp hver lýð-
háskólinn á fætur öðrum, og líkt
fór i sveitabæjunum. Sumstaðar
riðu verkamenn á vaðið og sum-
staðer háskólakennarar. Hvert fé-
lag var alveg út af fyrir sig, hafði
sín lög og jjsfna starfshætti. Hið
eina, sem tengdi þau saman, var
»lýðháskólafélagið«, stofnað í febrú-
armánuði 1901. Aðalmark þess
var, að afla félögunum fjár og út-
vega þeim nýta menn til fyrir-
lestra.
Hver lýðháskóli hafði sín hús -
kynni og því starfsemi þeirra öll
í þá átt að vekja, menta og bæta
þá, er á skólana ganga. Mest
var kent roeð fyrirlestrum, og var
þeirn ýmisl. fyrir komi. Stunduin
voru fyrirlestrar um sama efui
einu sinni í viku allan veturinn,
svo sem í siðfræði, sögu og bók-
mentum Frakka. Stundum voru
aftur fyrirlestrar, sem lokið var á
einu kveldi. Á laugardagskveld-
unum voru fyrirlestrar urn einhver
þau mál, sem á dagskrá voru, á
sunnudagskveldunum var söngur,
sjónleikir eða upplestur. Þessi
kveld var aðsóknin mest. Urn-
ræður eiga vanalega að vera eft-
ir fyrirlestruuum, en sjaldan verð-
ur mikið úr þeim. Sumstaðar
befir einu kveldi í viku verið var-
ið til þess, að ræða um stjórn-
málaviðburði vikuna næstu á und-
an, og hefir það þótt vel gefast.
Fyrirlestrarnir hljóða um alla
skapaða hluti, en helzt samt um
þau mál, sem nú á dögum eru
efst á baugi. Þeir hljóða um jafn-
aðarmensku, trúfræði, sögu, bók-
mentir, heiinspeki og náttúrufræði,
og um merka menn með öðrum
þjóðum.
Glöggasta hugmynd fá menn um
fyrirlestrana með því, að líta á
fyrirlestraskrána við einhvern lýð
háskólann um einhvern tiltekinn
tíma. Fyrirlestrarskráin hjáDeher-
me dagana 5. til 11. maizmái.að
aðar 1900 var á þessa leið:
Mánudagur. Þjóðfélagshugmynd
ir Ruskins. Fyrlesturinn heldur
Ch. Gide, háskólakennari f lögum.
Þriðjudagur. Vísindin og krafta-
verkin. Fyrirlesturinn heldur dr.
Charcot.
Miðvikudagur. Hagur jafnaðar-
manna 1 Belgín. Fyrlesturinn held-
ur Vandervelde.
Fimtudagur. Um Epíkúr. Fyr-
irlesturinn heldur G. Laurent, há-
skólakennari í heimsspeki.
Föstudagur. Um Japan. Fyr-
irlesturinn heldur rithöfundurinn
Claparéde.
Laugardagur. Siðfræði og rétt-
ur. Fyrirlesturinn heldur Tabou-
chiech. Hugsunarháttur E'lrakka.
Fyrirlesturinn heldur Armburster,
málafærslumaður.
Sunnudagur. Um nónbil, fræði-
og söngskerntun. Einni stundu
fyrir náttmál, fræði og listaskemt
anir.
Fyrirlestrana halda inenn úr
ýmsum stéttum, háskólakennarar,
latfnuskólakennar, rithöfundar,
þingmenn, blaðamenn og náms-
menn; og samfara fyrirlestrunum
er upplestur og sjónleikir. söngur
og hljóðfærasláttur. Ekki er það
samt skemtunin ein, sem fyrir
augum er höfð; hítt er jafnan
hugsað mest um, að vekja og
fræða. Ef vér tökum t. d. íjögur
laugardagskveld 1 röð, við einn
lýðháskólann hjá verkamönnum,
þá er tilhögunin á þessa leið.
Fyrsta kveidið les Anatole France
upp eitthv ið af slðustu ritum sín-
um. Leika þá áheyrendur vana-
lega á alls oddi af kæti. Þegar
hann tekur að þreytast, les en-
hver af verkamönnunum upp eitt-
hvað eftir Voltaire og þykir áhyr-
endunum engu síður matarbragð
að því. Næsta laugardagskveld
er leikin sjónleikur, og tvö næstu
kveldin er lesin upp sjónleikurinn
»Learkonungur« eftir Shadespeare
og »Elektra« eftir Perez Galdo.
Söngnum og hljóðfæraslætíinum er
hagað ekki einungis til gamans,
heldur og til gágns, til að vekja
og bæta. Stundum er söngurinn
og hljóðfæraslátturiun notaður til
að draga fólk að og vekja áhugann
og eftirtektina.
Nýlega voru haldnir fyrirlestr-
ar urn Finnland við hvern lýðhá-
skólaun eftir annan, og byrjuðu
þeir jafnan með finskum kvæðum
og lögum.
Auk alls þessa, sem nú er tal-
ið, njóta þeir kenslu við lýðhá-
skólann, sem vilja. Við lýðháskóla
þann, sem Deherme stofnaði, er
kend þýzka og rússneska, hrað-
ritun og Ijósmyndun, söngur og
hljóðfærasláttur. Hvert félag á
bókasafn og í lestrarstofunum eru
tímarit og blöð. Nauðsynlegs fjár
er aflað með gjöfum og tillögum.
Eins og gefur að skilja eru í
sumura félögum fleiri, sumum færri.
í sumum eru 3 eða 400 og í sum-
um skifta þeir þúsundum. Yfir
höfuð eru félögin fjölmennari til
sveita.
Lýðháskólahreyfing þessi hefir
í ýmsu átt við ramman reip að
draga og sitt hefir sýnst hverjum,
eins og oft vill verða. Háskóla-
kcnnarar vildu einkum skerpa
dómgreindina með því, að sýna
raönnum rannsóknaraðferð vísind-
anna. Stjórnmálablaða- og verka-
menn vildu aftur á móti snúa sér
að tilfinningunum; sú leiðin er að
jafnaði greiðust að hjörtum til-
heyrendanna, enda lika er hún
mest riotuð. — Annað hefir reynst
lakara en þetta, og það er, að
samrýma stjórnmálaskoðanir við