Fjallkonan


Fjallkonan - 23.09.1902, Side 1

Fjallkonan - 23.09.1902, Side 1
Kemur út éinu sinni i vikn. Yerð árg. 4kr. (erjemlis 5 kr. eða 1'/» doll.) borgist fyrir 1. júli (erlendis fyrir- fram). Uppsögn (skrifleg)bund- in við áramót, ógild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. októ- ber, enda hafi kaup- andi þá horgað blaðið. Afgreiðsla: Þing- lioltsstræti 18. XIX. árg. Reykjavik23. sept. 1902 Xr. 37 Biðjið ætíð um OTTO MONSTEDS danska smjörlíki, sem er alveg eins nota&rjucji og 6ragó~ goit og stnjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Dan mörku, og býr til óefað bina beztu vöru og ódýr- ustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnum Forngripasafn opið md., mvd. og ld 11—12. Landsbankinn opinn hvern virkan dag k\. 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbólcasafii opið hvern virkau dag ki.12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) uid., mvd. og Id. tii útlána. Ndttúrugripasafn, i Doktorshúsi, opið á sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypis í Pósthússtræti 14b. I. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Framtíöarvonir. Sjaldan og máske aldrei kefir þjóðin alið jafnríkar vonir sem nú um gæfu og gengi á komandi tím- anum, og ber til þess fleira en eitt. Hún finnur það, að yfir höf- uð að tala þokar flestum hlutum i frarafaraáttina enda þótt hún játi hitt líka, að margar eru framfar- irnar smástígar og seinfærar, og að framfaramálin eiga sum hver við ramman reip að draga, eins og tíðkast hefir og tiðkast mun á flestum tímum og í fiestum lönd um; það er gamla baráttan milli gamla og nýja tímans, milli fram- sóknar og afturhalds, milli ljóss og myrkurs má jafnvel segja. Þessi framfarastraumur vonar þjóðin að muni fremur glæðast en dofna; og hún vonar, að hvert ár 20. aldar- innar muni stórum glæða fram- sóknina, hrinda burtu mótspyrn- unum og ryðja burtu stíflunum. Hún vonar, að náttúran muni æ verða örlátari við börn landsins, að upp muni ljúkast æ fleiri og rýmri dyr að nægtabúri hennar og að þær hendur muni æ fjölga og styrkjast, sem færar eru um að draga auðæfin úr skauti fóstru vorrar. Hún vonar að ijósgeislar þeir, sem teknir eru að glitra um marga jökultindana og heiðarfiák- ana, muni með hverju komandi ári teygja sig niður um hlíðarnar og dalina og færa þeim, sem þar búa, Ijós, hita og líf, muni fram- leiða nýjan gróður og margfalda uppskeruna. Hún vonar, að þeir fjölgi með hverju árinu, sem bregða forna blundinum og hafa bæði hug og dug til þarflegra framkvæmda. Núna um aldamótin rigndi yflr þjóðina ósköpunum öllum af ham- ingju- og heillaóskum. Skáldin færðust í aukana og ortu »tíu álna löng og tólfræð kvæði«, þjóðinnitil vegsemdarog ánægju; ræðumenn- irnir stigu í stólinn og fiuttu marg- ar og snjallar tölur um ástand lands og lýðs, um liðinn tíma og ókominn. Margir iögðust þá á eitt með að óska þjóðinni heilla og spá henni auknum framförum og gæfurikri framför. Alt befir þetta efalaust verið af heilum hug mælt og fiestir og vonandi allir spádómarnir verið af sannfæringu sprotnir. Þetta veit líka þjóðin og þess vegna hafa líka vaknað hjá henni margar rikari og bjartari vonir en áður var títt; og er það sízt að lasta. Er nú senuilegt, að framtíðar- vonir þjóðarinnar, vonirnar um gæfu og gengi á ókomnum tímum, rætist að miklu eða öllu leyti? Geta þær ræzt allar, og ef svo er ekki, hverjar geta þá ræzt og hveijar ekki? AUar vonir bæði þjoðanna og einstaklinganna eru með því saraa marki brendar, að þær verða að vera skynsamlegar; þá má vænta að þær rætist, annars ekki. Þær vonir, sem bygðar eru á viti og skynsemi, geta ræzt; heimskuleg- ar vonir rætast ekki; þær verða aldrei annað en tál og hégómi, aldrei annað en loftkastalar og skýjaborgir, er aldrei koma niður á jörðina, SkynSamlegar vonir eru vitrum og nýtum raönnum samboðnar; heimskulegar og hégómlegar von- ir eru við heimskingjanna hæfi; þeir, sem treysta slíkum vonum, reka sig fyr eða síðar óþyrmilega á og sæta fyr eða seinna sárum vonbrigðum. Allar skynsamlegar vonir um verulegar framfarir, sem þjóðin elur í brjósti sinu, geta ræzt; það er ekkert efamál. En það er und- ir þjóðinni sjálfri komið, hver raunin verður. Þjóðin getur látið allar sínar skynsamlegu vonir rætast, ef hún vill og lætur viljann ásannast í orði og verki; og hún getur líka á hina hiiðina farið svo að ráði sínu, að vonir hennar nú um heill og hamingju á 20. öldinni verði ekki annað en reykur, og væri það þó í meira lagi sorglegt, að hugsa til þess. Þjóðin er sinnar hamingju smið- ur engu síður en hver einstakur maður; hún smíðar sér með ráð- lagi sínu annað hvort gæfu eða ógæfu. Framtíðarvonir þjóðarinn- ar grundvallast í ’rauninni mest á henni sjálfri. Ef hún hugsar, á- lyktar og breytir skynsamlega, ef hún leitast við að þekkja, hvað til síns friðar heyrir, sýnir hug og dug til viturlegra og nytsamlegra framkvæmda, þá mun hún og upp- skera eftir því sem hún sáir, þá mun hún öðlast uppfyllingar allra skynsamlegra vona. Framtíðarvonirnar um blessun og gæfu með komandi árum eru einkum butidnar við þrent, að þjóðin hopi ekki, láti ekki ginn- ast af grundvelli trúar og siðgæð- is, að hún noti ktafta sína og hæfileika til viturlegra og þarf- legrar starfsemi og vinni samhuga og samtaka, og að hún læri að ala upp börnin sin og með góðu uppeldi að gera þau að góðum, vitrum og gagnlegum mönnum. I siðspillingardýkinu, í ófriðar- eldinum, í vanþekkingarmyrkrinu deyja framtiðarvonir hverrar þjóð- ar. Sama lögtnálinu er íslenzka þjóðin háð. Framtíðarmál Árnesinga. EFTIK ÁKNESING. »Það er svo margt, eí að er gáð o. s. frv. Það mun nú mega telja það víst, að stjórnarskrár-rimman sé þegar á enda. Vonandi er að þing og þjóð fari þá að snúa sér að öðr- um málum, einkum atvinnumál- um, og geri það með fullu fylgi, en þó friði og flokkadráttalaust. Atvinnuvegirnir, sem jafnan verða botninn undir búið, eru aistaðar í meira eða minna ólagi. Eg tel því víst, að öllum komi saman um, að nauðsyn beri til þess, að ræða sem rækilegast fyrir næsta þing alt það, sem að atvinnuvegunum lýtur, og á einhvern hátt getur orðið þeim til eflingar. Staðhættir og aðrar kringumstæður eru mjög mismunandi, og væri því bezt að þingið hefði fyrir sér leiðbeining- ingar og skýrslur úr sem flestum héruðum, svo því gæfist kostur á að vinsa úr og sinna þvi fyrst, sem brýnust er þörf á, með því ekki má búast við, að alt geti komið i einu, alt orðið samferða. Eg vil þvi í eftirfarandi línum drepa lauslega á tvent, sem eg álít, að standi í nánu sambandi við landbúnað Árnesinga. Þetta tvent er lögin um ábúð og bygging jarða o. fl. frá 12. jan. 1884 og vegagjörðin eða sam- göngurnar. Fáist ekki veruleg bót á þessu hvorutveggja, álít eg landbúnaði þessarar sýslu ekki verulegi a 'framfara von. Lögin frá 12. jan. 1884 eru að eins 18 ára gömul, og þó eru þau, hafi þau annars nokkurntíma ver- ið tímabær, nú orðin úrelt, jafn- vel i mörgu skaðleg og illur þrösk- uldur á vegi allra búnaðarfram- fara, og skal eg nú taka fátt eitt fram þessu áliti minu til sönn- unar. 1. Landsdrottinn getur bygt jörðina að eins til eins árs í senn. *2. Hann getur hlutað væna jörð i fleiri eða færri smábýli. 3. Hann getur heimtað svo miklar jarðabætur sem honum sýnist áu þess að lina nokkuð í árlegu eftirgjaldi, sem þó víðast mun full hátt, ef ekki of hátt. 4. Hann er ekki skyldugur til að kaupa af' leiguliða, þegar hann fer frá jörð, eða erfingjum hans, þegar hann deyr, nauðsynleg hús, sem á jörðunni eru, svo sem hlöð- ur, hesthús, o. s. frv. vönduð fén- aðarhús 0. fl. 0. fl. 5. Hanngetur látið gera jarða- bót á eignarjörð sinni þrátt fyrir mótmæli leiguliða, en svo afhent leiguliða jarðabótina til viðhalds og fulls eftirgjalds. 6. Aftur á móti er landsdrott- inn ekki skyldugur að taka þátt í jarðabótum þeim, sem leiguliði vill framkvæma, euda- þótt þær að álitil skynbærra manna séu bráðnauðsynlegar og horfi til hinna mestu framfara. Leiguliði má að vísu gera jarðabótina sjálfur, og getur átt von á nokkru endur- gjaldi fyrir hana, en þó ekki fyr en hann fer frá jörð, lifandi eða dauður. 7. Þegar ieiguliði fer frá jörð, ber honum að svara öllum mann- virkjum, sem jörðu fylgja, í fullu standi, eða með álagi. Með mann- virkjum hlýtur hér einnig að vera meint jarðabætur þær, sem leigu- liði hefir gert á sinn kostnað og án alls endurgjalds frá lands- drottni. í öllu þessu og mörgu fleiru sé eg ekki betur en að komi fram óþolandi misrétti milli landsdrott- ins og leiguliða. Og meðan það á Sér stað, finst mér ekkí að bú- ast við að fátækur leiguliði vilji leggja-mikið í sölurnar til umbóta leigujörð sinni. Það er sannarlega

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.