Fjallkonan


Fjallkonan - 07.10.1902, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 07.10.1902, Blaðsíða 1
Kemur út einu£[smni i viku. VercT árg. 4kr. (erlendis 5 kr. eða 1 ‘/2 doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram). Uppsögn (skrifleg)bund- in við áramót, ógild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. októ- ber, enda hafi kaup- andi þá horgað blaðið. Afgreiðsla: Þing- lioltsstræti 18. XIX. árg. Keykjavik7. okt. 1902 Xr. 39 Biðjið ætíð um OTTO M0NSTEDS danska smjörlíki, sarn cr alvQg cins notaórjugt og Bragó- cjott ocj smjör. Verksmidjan er hin elzta og stærsta í Dan mörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýr- ustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnum Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. i hverjum mán. kl. 11—1 i spltalanum. Forngripasafn opið mvd. og ld. tl—12. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kJ.12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) nid., mvd. og ld. tii útlána. Ndttúrugripasafn, i Doktorshúsi, opið á sd. kl. 2-3. Tannlœkning ókeypisíPósthússtræti 14b. 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Skoðanaiminur. Skoðanamunur er jafngamall mannkyninu; hann hefir verið, er og mun verða meðan lönd eru bygð- Skoðanamunur er i flestum og enda öllum málum eðlilegur; hann á rót sína í því, að »svo er margt sinnið sem maðurinn er« og að »slnum augum litur hver ásilfrið*. Það á heldur ekki að vera neitt að þvi, þótt skiftar séu skoðanir; flest mál hafa fleiri en eina hlið og þurfa að skoðast frá fleirum en einni hlið áður en þau eru útrædd. Frá því fleiri hliðum sem hvert mál er skoðað og rætt, þvl meiri líkur eru til, að úrslit þess verði skynsamleg og happasæl. Hver maður hefir líka leyfl til að hafa sína skoðun og sína sann- færing um hvert mál sem er. Að heimta af öllum að hafa sömu skoðun er heimska; að vilja vald- bjóða öðrum mönnum sína skoðun og sína sannfæringu, það er hin versta kúgun. Andleg áþján og ófrelsi er hinn versti þrældómur, sem til er. Hver maður hefir einnig leyfi til að láta skoðun sina í ljósi, gera hana öðrum mönnum kunna. Skyn- samlegar og viturlegar skoðanir þurfa að koma í ljós til þess að hið sanna og rétta verði ofan á. Heimskulegar skoðanir þurfa einn- ig að verða mönnum kunnar og koma í dagsljósið, úr þvi þær á annað borð eru til, ekki til þess að verða ofan á og vinna sigur á þvi, sem réttara er, sannara og betra, heldur til þess að standa fyrir skothrið skynsamlegra rök- semda, verða hraktar og deyddar. »Já, en er ekki hættulegt, að hleypa heimskulegum skoðunum útá vígvöll mannlífsins. Heimsk- an er eitt af stórveldunum í heim- inum og liðsmenn hennar geta auðveldlega orðið ofan á mönnum og málefnum til ómetanlegs tjóns«, þannig kunna menn að hugsa og tg,la. Nei, nei og aftur nei! Hversu heimskuleg og röng sem ein skoðun er eða kann að vera, þá er bezt að hún komiframí birt- una, lofi öllum, sem opin hafa augu og eyru, að sjá sig og reyni fang- brögð við sannleikann og skyn- semina. »Já, en reynslan sýnir oft og tiðum, að heimskan verður ofan á, en skynsemin og sannleikuririn lúta í lægra haldi«, segja menn. Satt er þetta; »reynslan sýnir að menniruir eru ekki svo góðir sem þeir ættu að vera« og heldur ekki eins skynsamir og vitrir. Reynslan sýnir, að heimskan er oft lífseigari en þrálífasti köttur, og það kostar oft langa og stranga baráttu að kveða þann draug nið- ur. Hún er stundum líkust Skott- unum í gamla daga, sem á einkis manns færi var að eiga við nema rammefldra galdramanna og heit- ustu kraftaskálda. En hvað um það. Á endanum sigrar sannleikurinn og mannvitið; fyr eða seinna tvístra sannleiksgeislarnir heimskumyrkr- inu og moldviðrinu og þá verða nátttröll beimskunnar að steini. Hið góða, sanna og rétta held- ur velli að lokunum; en hitt er satt, að stundir geta liðið áður en sá sigur er fenginn. Að efast um sigurkraft sannleik- ans og skynseminnar er hið dökk- asta trúleysi; það trúleysi er upp- haf eyrndar og dauða. Hver maður hefir leyfi til að hafa sína skoðun og hver maður hcfir leyfi til að láta skoðun si.na í ljósi. En ekki kemur í einum stað niður, hvernig skoðanirnar eru undir komnar eða settar fram. Vitrir menn byggja skoðanir sin- ar á skynsamlegum rökum. Heimskir menn grípa þær úr lausu lofti. Vitrir menn leika sannleikans í hverju máli. Heimskir menn fara þar fyrir ofan garða og neðan. Vitrir menn kannast við, að ann- að geti verið réttara og sannara að óreyndu máli. Heimskir menn þykjast lás fyrir öllu viti. Vitrir menn færa með siðsam- legum orðum ogummælum skýrar og skynsamlegar ástæður fyrir máli sínu. Af munni heimskra manna stend- ur stóryrðafroða og annað ekki. Vitrir menn láta sannfærast, þegar þeim meO skynsamlegum rökum er sýnt fram á að annað sé réttara. Heimskir menn berja höfðinu við steininn og loka augunum því fastara, sem bjartara ljós er borið að vitura þeirra. Vitrir menn nota ekki ósæmi- leg meðöl til að ryðja skoðunum sinum til rúms. Heimskir menn telja allar göt- ur góðar og flest meðöl nýtileg, þótt stundum séu miður hreinleg. Vitrir menn láta umræðum lok ið, þegar mál eru útrædd. Heimskir menn klifa jafnan á hinu sama og þagna aldrei. »Skiftar skoðanir* og »deildar meiningar* eru ekkert böl fyrir þjóðina, ef alt er með feldu; þær þuifa ekki og eiga ekki að valda neinu illu, heldur þvert á móti. Skoðanamunur skynsamra manna og góðra drengja verður vanalega til þess, að málið, sem um er að ræða, skýrist á marga vegu og fær betri úrslit en ella hefði verið. En því miður hefir þessu ekki jafuan verið að fagna bér á landi. Það hefir verið altitt, að skoðana- munur á almennum málum hefir leitt af sér stórdeilur, sundrung og hreinan ogbeinan fjandskap manua á roilli. Tjóuið af þessu verður ekki töl- um talið. Góðir og uýtir drengir, sem stór- miklu góðu hefðu getað til vegar komið, standa og hafa staðið önd- verðir hver öðrum með ófriðar — að vér .ekki segjum heiftarhug. Fjandsamlegur flokkarígur hefir heft heppilegan framgang margra nauðsynjamála. Hver sýpur svo seiðið af öllum þessum hörmungum? Þjóðin, alþýðan um land alt. Á henui bitna í rauninni afleiðingar sundrungarinnar og ófriðarins. Húnerlika færust um að taka á móti skellunum, eins og nú er öllu háttað! Eða hitt þó heldur! Halda menn svo, að þjóðin sé ánægð með ófriðinn og' suudrung- ina! Eða halda menn, að hún sé öll svo einföld og blind, aö hún ekki sjái og finni bæði ósómann og tjónið! Nei-nei. 8att er það, að þroskaleysi þjóð- arinnar virðist oft hörmulega mik- ið; en hitt er jafusatt, að mikill hluti þjóðarinnar, bezti og skyn- samasti hluti þjóðarinnar, horfir með lirygð og gremju á sundrung þá, sem nú stendur þjóðinni fyrir ga?fu. Sem betur fer er svo langt kom ið, að mikillhluti þjóðaiinnar finn- ur og sér glögglega að föðurlands- ást og þjóðarvelferð er ekki jafn- an orðin efst á bugi í deilunura. Því miður virðast þau ósköp á- sköpuð oss Islendingum, að vér rífumst »eins og gráir kettir« um alla skapaða hluti. Það eru sorg- leg ummæli, en sönn þó. Orsökin til þess er auðvitað þroskaleysi þjóðarinnar. En sorglegast af öllu er þó, að á þessu bólar ekki hvað minst hjá þeim stéttunum, sem eiga að heita beztar og mentaðastar. Þetta stímanna táku« bendir því miður ekki í gæfu- og blessunar- áttina. Framtíðarmál Arnesinga. EFTIB ÁKNE8ING. »Það er svo margt, ef að ér gáð o. s. frv. (Niðurl.) 1. Akvegur af póstveginum ná- lægt Bitru í Flóa upp að Reykjum á Skeiðum. Vegagerð þessi hefir fleirum sinnum legið fyrir sýslu- nefnd, og hafa Hreppa- og Skeiöa- menn tjáð sig fúsa til að leggja mikið til þessarar vegagerðar, enda er hún mjög þýðingarmikil fyrir þessar sveitir, auk þess sem Grims- nes og Tungur gætu haft hennar mikil not. — Auk þess, sem ak- braut þessi lægi um miðja Skeiða sveit og næði að hreppamótum Skeiða annars vegar, en Gfnúp- verja- og Hrunamannahrepps hins vegar, ættu að liggja út frá henni ‘2 álmur. Önnur á framanverðuin Skeiðum að Árhraunsferjustað, hin frá endastöð brautarinnai á Reykj- um að Iðuferjustað í Biskupstung- um. Álman að Árhrauni er ör- stutt, liklega 4—500 faðmar, hin lægi mestmegnis um slétta og harða vallendisbakka, sem aðeins þyrfti að laga lítið eitt til að gera þá að

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.