Fjallkonan


Fjallkonan - 14.10.1902, Qupperneq 1

Fjallkonan - 14.10.1902, Qupperneq 1
Kemur út einuljsinni í viku. Yerð árg. 4kr. (erlendis 5 kr. eða l'/2 doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram). FJÁLL BÆNDABLAÐ TJppsögn (skrifleg)bund- in við áramót, ógild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. októ- ber, enda hafi kaup- andi þá horgað blaðið. Afgreiðsla: I»ing- holtsstrseti 18. XIX. árg. Reykjavik .14 okt. 1902 Nr. 40 Biðjið ætíð um OTTO M0NSTEDS danska smjörlíki, sam er alveg ains noíaóiyugt og Sracjð* goíí og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta i Dan mörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýr- ustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnum Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. hverjum mán. kl. 11—1 í spltalanum. Forngripasafn opið mvd. og ld. 11—12. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Banka8tjórn við kl. 12—1. Landsbókasafit opið hvern virkan dag (cl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Ndttúrugripasafn, í Doktorshúsi, opið á sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypis í Dósthússtræti 14 b. I. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Lakasti lösturinn. Vonandi mun nú mega ganga að þvi vísu, þjóðinni til mikils fagn- aðar, að stjórnraálarimman sé á enda kljáð. Vonandi, að ofsi sá og ólga, sem mál það heflr vakið, smádvíni og dofni; vonandi, að skynsamleg um- hugsun komist æ betur að; von- andi, að föðurlandsást og umhugs- un um velferð þjóðarinnar fari smámsaman að ráða betur en persónulegur kritur og kali, að minsta kosti hjá öllum góðum mönnum. En hvað stjórnfrelsið snertir, þá mun rætast enn sem fyr hið forn- kveðna, að »ekki er minni vandi að gæta fengins fjár en afla þess«. Það er að sönnu sæmilegt og heiðarlegt af hverri þjóð, að sækja frelsi sitt fast bæði með kjarki og karlmensku, þolgæði og þrautseigju. En — sannlega er ekki minna um hitt vert, að nota frelsið á réttan hátt, fara með það á þá leið, að það verði til sannarlegrar gæfu og blessunar. Er þá mögulegt annað en að frelsið verði til sannarlegs gagns, til sannra heilla og hamingju fyrir land og lýð? Já! Það er vel mögulegt; hver blessunargjöf getur orðið að hefnd- argjöf, ef illa og óviturlega er að ráði sinu farið. Frelsið getur geng- ið úr greipum og ávextir þess orð- ið rotnir og fúnir, ef fávizka og spilling ræður meira en vit og vel- sæmi. Enginn gimsteinn er svo bjartur og skær, að hanu ekki missi ijóma sinn og fegurð, ef hann er troðinn i 8orpið og saurinn. Vér íslendingar megum ekki ætla, að alt sé fengið þótt stjórn- frelsi komi; og er það þó þjóðinni sannur dýrgripur, ef hún kann vel til að gæta. Vér megum ekki ætla, að öll barátta og alt stríð sé á enda, þótt stjórnarskrárdeilan þagni, eða að þá henti að leggja hendur i skaut. Þvert á móti. Að fengnu stjórnfrelsinu eigurn vér eftir þá baráttuna, sem máske er að sumu leyti hin erfiðasta; vér eigum eftir baráttuna við sjálfa oss, baráttuna við ýmsa skaðlega þjóðarlesti, sem eru eða verða »Þrándur i götu« fyrir allri veru- legri gæfu og allri sannri ham- ingju, séu þeir ekki rættir upp, og það sem allra fyrst að unt er. Lestir og ódygðir þjóðarinnar leiða sömu ógæfuna yfir höfuð hennar sem lestir og ódygðir ein- staklingsins leiða yfir hann. Dygðir borgaranna eru hinn sanni vörður frelsisins og gæfunn- ar. Lestir borgaranna glata frelsi, gæfu og sóma hverrar þjóðar. Þetta er dómur reynslunnar um allar liðnar aldir, og þeim dómi verður ekki áfrýjað. Að sönnu hefir vorri þjóð, sem hverri annari, jafnan verið þess þörf, að leggja stund á allar borg- aralegardygðir sér sjálfri til ham- ingju og beilla; en — hún þarf samt nú frekar og fremur en nokkru sinni áður að sjá við þeim löstum, sem geta gert hana ófar- sæla. Þótt þeir hingað til hafi verið skaðlegir, þá verða þeir hér- eftir ennþá skaðlegri; þeir skapa eftirleiðis þjóðinni meiri ógæfu, þyngra böl en áður. Það hvílir eftirleiðis meiri vandi og meiri ábyrgð á herðum þjóð- arinnar; vandi sá og ábyrgð leið- ir af því aukna stjórnfrelsi, sem i vændum er. Vér verðum eftirleiðis að hefja baráttuna við þjóðlesti vora frek- ar en verið hefir; það er eitt fyrsta sporið til þess, aðvæntanlegt stjórn- frelsi færi oss sanna hamingju. Það er hverju orði sannara, að þjóð vor hefir marga góða kosti, sem gera má ráð fyrir að farsæli hana á ókomDum tíma, auki sæmd hennar og gágn. En — því mið- ur — hefir hún líka í fari sínu ýmsa lesti, sem slysa von er að. Það væri heimskulegt og skaðlegt skrum og skjall að segja annað. Flestir þessir þjóðarlestir eru vond- ur arfur frá liðnum tímum, þrauta- og hörmungatímum, er þjóðin átti að búa við eymd og ánauð, and- legt myrkur og niðurlægingu. Slíkt ástand lyftir ekki þjóðun- um upp; það dregur þær niður í duftið. Einna lakasti lö^turinn, skað- legasti og hættulegasti lösturinn, sem þjóðin hefir til brunns að bera, er tortrygnin. Vér segjum þennan löst hinn skaðlegasta og lakasta af því, að hann á aðra hliðina er svo afleið- ingaríkur til böls og ógæfu fyrir landið okkar og þjóðina, og á hina hliðina af því, að hann er svo handhægur að gripa til hans. — Hann. er handhægt vopn hverju lítilmenni, hverjum miður velinn- rættum manni, hverjum blauðum og huglitlum manni. Það er valla sá andlegur amlóði til, að hann ekki valdi þessu sverði, og það hefir valla nokkur maður það héra hjarta í brjósti, að hann ekki þori að draga þetta sverð úr slíðrum, ef hann einungis hefir lund til að nota það. Það er handhægt þetta vopn; það má skríða með það með skörunum; það má laumast um með það í skúmaskotunum og í myrkrinu; það má rista með þvi fyrirhafnarlaust blóðörn á bak hverju góðu málefni. Að vekja tortrygni hjá mönn- um er eitt hið allra auðveldasta starf, en — um leið eitt hið lltil- mannlegasta og þjóðinui skaðleg- asfa starf, sem nokkur getur haft með höndum. Að æsa tortrygnina og aia hana hjá þjóðinni er sannarlega vont verk og það gerir enginn góður drengur, sem athugar afleiðingarn- ar, sem af því fljóta. Hitt er sæmra og samboðnara hverjum góðum manni og sönnum föður- landsvin, að vilja eyða þessum lesti hjá þjóðinni og uppræta hann. Þjóðin er oflengi búin að súpa hörmunga- og ógæfuseyði af lesti þessum; hún þarf sem allra-allra fyrst að losna við kynfylgju þessa, ef unt væri. Tortrygnin er æfa gamall, rót- gróinn löstur hjá okkur íslending- um; nútiðarkynslóðin hefir tekið hann í arf og er því ekki beint um hann að saka. En — hún á. að gera sér ljósa grein fyrir, hve skaðlegur og ósæmilegur hann er, og leggja kapp á að losna við hann. Löstur þessi gægist fram í öllu þjóðlífinu, og alstaðar til tjóns og spillingar. Hann gægist fram í verzlunar- og viðskiftalífinu, í sveita- og héraðastjórn, kosníng- um og meðferð almennra mála. Á einum staðnum ber eðlilega minna á þessu, en á öðrum meira. Löstur þessi veldur því, að margt fer miður en skyldi, að margt gott og þarflegt áform verður að engu, að margur góður og nýtur dreng- ur gefst upp og þreytist fyr en skyldi eða er bolað burtu af öðr- um miður nýtum og hæfum. — En — hverjar sem afleiðingarn- ar eru og í hvaða mynd sem þær birtast, þá koma þær í rauninni og að lokum niður á þjóðinni. Þeir, sem vilja þjóðinni vel, þurfa að vera samtaka með að rýma þessari kynfylgju úr landi, en byggja aftur inn drenglyndi og hreinskilni. Við þær dygðir dafnar stjórn- frelsið; við tortrygnina eyðist það og glatast. Svar til D. Thomsens frá Guðj. Gudmundssyni. II. Fyrirkomulag sláturhúsa í útlönd- um er i stuttu máli sem hér segir. í Rómaborg voru i fornöld opinber sláturhús. Fyrstu lög um fyrir- komulag sláturhúsa voru gefln út afNapoleon I. 1810. Þau banna öll prívat sláturhús í París, en fela borgarstjórninni að koma á stofn opinberumsláturhúsum. Samkvæmt þessum lögum voru bygð 5 opin- ber sláturhús í París (Thomsensk einokunarhús), öll í útköntum borg- arinnar, ekkert þeirra nær mið- borginni en hérumbil 2 enskar mílur. Þessi sláturhús standa enn i dag og eru þau einu sláturhús í París. Þessu dæmi Parísarborg- ar hefir siðan verið fylgt í hérum- bil öllum borgum á Frakklandi. I Belgíu, Sviss og á Ítalíu eru opin- ber sláturhús (einokunarhús!) þeg- ar fyrir löngu orðin almenn. I Austurríki er bæja- og sveitastjórn- unum heimilað að reisa opinber sláturhús, og skipa öllum að slátra i þeim (einokun!). Á Prússlandi gilda samskonar lög með þeirri viðbót, að með lögum frá 1881 er prlvatmönnum bannað að reisa framvegis nokkurt sláturhús. 1896 voru á Prússlandi 600 opinber slát- urhús. — I Danmörku eru bæði privat og opinber sláturhús. Op- inberum sláturhúsum hefir fjölgað þar mjög á seinni árum, og fiest eða öll hafa þau verið bygð í út-

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.