Fjallkonan - 02.12.1902, Blaðsíða 2
2
FJALLKONAN
var trúlofaður, en móðir hans var
þeirri trúlofun mjög móttallin, að-
allega vegna þess, að hún taldi
son sinn ekki færan um, að ala
önn fyrir fjölskyldu. Kvöldið, sem
morðið var framið, var það á
kvarðað, að unnusta hans og
tengdafaðir tilvonandi skyldu koma
heim til þeirra mæðgina kl. 8. En
kl. 5 sama dag fór hann sjálfur
til unnustunnar og bað hana að
koma ekki fyr en kl. 9^ og bar
það fyrir, að móðir sln gæti ekki
verið heima kl. 8. Virðist það
bera vott um, að hann hafi þá
verið búinn að ákvarða morðið
og viljað hafa tímann fyrir sér.
Þegar unnustan og faðir hennar
komu kl. b3/4 var hann einn heima
og sagði hann, að móðir sín hefði
farið i Scala, sem er einn af
skemtistöðum hér i bænum. Hann
var kátur og fjörugur alt kvöld-
ið, eins og hann var vanur, þótt
hann væri þá nýbúinn að myrða
móður sína. Hann sýndi þeim
bréfmiða með hönd móður sinnar,
sem hún hafði skrifað sama dag-
inn, og stóð þar, að hann ætti að
erfa mestan hluta eigna heunar
eftir hennar dag. Eru líkindi til,
að hann hafi hrætt hana til að
skrifa þennan miða, því að hann
hélt, að þetta væri lögmæt erfða-
skrá, sem það auðvitað ekki var.
Kl. 12!/2 fylgdi hann þeim feðgin-
um út á tröppurnar, rólegur og
glaður, eins og hann hafði verið
alt kvöldið.
Framburður hans um morðið
hefir verið nokkuð á reiki og það
er heldur ekki fullljóst enn þá,
hve nær hann hefir flutt líkið nið-
ur til sjávar. Reynir hann að telja
réttinum trú um, að morðið hafi
ekki verið fyrirfram ákvarðað,
því honum er auðvitað fullljóst,
að hegningin er dauðahegning, ef
það sannast. Heldur hann því
fram, að þeim hafi lent í orða-
deilu og hann hafi myrt hana í
bræði. Styrkir það nokkuð mál-
stað hans, að samkomulagið á
milli þeirra var afar vont, en þó
eru, eins og áður er getið, miklar
líkur til að hér sé um fyrirhugað
morð að ræða.
Móðurmorð hefir ekki verið
framið hér í Danmörku síðan ár-
ið 1868.
Er það, sem kunnugt er, talinn
einn meðal hinna stærstu glæpa
og hegningin er vanalega dauða-
hegning, þótt það sé ekki fyrir
fram ákvarðað.
Eigi er þó líklegt, að þessimorð-
ingi verði tekinn af lífi, meðan
vor gamli konungur lifir, þvi að
hann er mjög mótfalllinn dauða-
hegningu.
Jensen leikari, sem í nokkur ár
kon' tii Reykjavíkur með konu
og lék þar, skaut sig hér í borg-
inni fyrir skömmu-. Hann var
hættur leikaraiðninni og átti hér
skósmíðaverzlun. Eigi er kunn-
ugt, hvers vegna hann hefir tekið
sig af lífi.
Auðkýfingurinn Ogden Armoud
i Chicago fekk nýlega hinn fræga
handlækni Adolf Lorens í Wien
o g aðstoðarlækni hans, Dr.
Mtiller, til þess að koma til
Chicago og holdskera (operera)
dóttur sina, sem er barn að aldri.
Hún hefir þjáðst af heilasjúkdómi
og ekki getað þroskast. Hand-
lækningin (Operationen) hepnaðist
vel og fengu þeir félagar 70,000
krónur að launum.
Kvenlæknirinn, frú Rena Maslio,
er orðin prófessor 1 likamsfræði
(Anatomi) við háskölann í Milano
á Ítalíu. Hún er sá fyrsti kven-
maður, sem' orðið hefir háskóla-
prófessor í Evrópu.
Átta meðlimlr í »Skákfélagi Is-
lendinga® hér í borginni þreyttu
skák við jafnmarga meðlimi úr
dönsku skákfélagi þann 1. þ. m.
og unnu landarnir mikinn sigur.
Eru þó mótstöðumennirnír taldir
miklir skákmenn.
Kaupmannah. 13. nóv. 1S02.
í gær var haldin sorgarhátið í
Gudull kirkjunni i Briissel. Var
Leopold Belgíukonungur þar við-
staddur og margir meðlimir kon-
ungsfjölskyldunnar. Þegar kon-
ungurinn og föruneyti hans var
nýkomið upp í vagnana, skaut
maður nokkur 3 skotum í áttina
til þeirra. Það vildi svo til, að
Leopold konungur, sem við slík
tækifæri er vanur að aka i þriðja
vagninum í röðinni, var nú í
fyrsta vagni, og slapp hann því
ósærður, en dróttseti hans, sem
var í þriðja vagni, fekk lítilfjör-
legar skrámur á andlitið af gler-
brotum úr vagnrúðunni, sem ein
kúlan braut.
Maðurinn var undir eins tekinn
fastur. Hann er ættaður frá Ital-
íu og heitir Robino. Hann neitar,
að hér sé um nokkurt samsæri að
ræða og heldur því fast fram, að
hann hafi tekist þetta í fang af
eigin hvötum og aleinn. Þó þykj-
ast nokkrir af áhorfendunum hafa
séð annan mann i för með honum,
en þeir mistu strax sjónar á hon-
um í mannþrönginni. Fundist
hafa heima hjá Rubino myndir af
konunginum og ættfóiki hans og
ýms skjöl, sem bera vott um að
hann sé stjórnleysingi.
í gærkvöldi bárust nákvæmar
fréttir af tilraun þeirri, sem gerð
var með loftbát bræðranna Le
baudy’s i Frakklandi. Tveir menn
voru í bátnum og var hann uppi
í loftinu i tíma; fór hann
þrisvar sinnum í hring og upp og
niður og í allar áttir og gekk það
mæta vel. En við fjórðu tilraun-
ina brotnaði stýrið, en ekki vildu
þó fleiri slys til. Innan fárra
daga verður tilraunin endurtekin.
Landsyfirréttardómur
feldur 3. f. m. í málinu
Réttvisin
gegn
Sturlu Vilhjálmssyni.
Hinn kærði hafði síðla kvelds
9. sept. 1901 stolið 539 kr. i pen-
ingum úr kistu í skemmu hjá
Jóni Jónssyni á Þorgrimsstöðum í
Breiðdal og kveikti síðan í kist-
unni til þess að dylja glæpinn.
Brann skemman til kaldra kola,
en eldurinn varð slöktur án þess
hann næði bæjarhúsum til nokk-
urra muna. Jón bóndi á Þorgríms
stöðum vaknaði við eldinn og
vakti upp heimafólk, að öðrum
kosti mundi alt fólk hafa brunnið
inni.
Hinn ákærði á að sæta 5 ára
betrunarhúsvinnu og greiða í ið-
gjöld tíl Jóns bónda Jónssonar á
Þorgrímsstoðum 1795 kr. 84 a., til
Guðrúnar Erlendsdóttur 147 kr. 50
a., til Glsla Eiríkssonar 204 kr. 50
a. og til Álfheiðar Bergsveinsdótt-
ur 83 kr. eða alls 2250 kr. 84 a.
og allan af málinu og varðhaldi
hans í héraði leiðandi kostnað og
annan kostnað af áfrýjun málsins
til landsyfirréttar.
Hestaræktin
Og
saingöngurnar.
iii.
Þess var getiö hér að framan
(í síðasta blaði), að vegirnir, hinir
lögðu vegir hér á landi, mundu
eigi svo hentugir fyrir mótorvagna
setn æskilegt væri. Þeir væru
of mjóir fyrir þá, eigi nógu jafnir
og sumstaðar alt of krókóttir, eins
og t. d. í Kömbum austur á Heli-
isheiði. — En setjum nú svo, að
þetta megi alt laga, og að »mót-
orvagnar« verði notaðir hér, er
fram liðu stundir, til flutninga og
samgangna. Setjumsvo; en þrátt
fyrir það, þá munu þeir aldrei
geta útrýmt hestunum, nauðsyn
og notkun þeirra, eða komið i
þeirra stað, nema þá að nokkru
leyti, og tiltölulega litlu.
»Mótorvögnunum« verður aldrei
komið við nema á góðum, lögðum
vegum, og í nálægri framtið verð-
ur heldur eigi hugsað um að nota
þá, nema eftir fáum aðalvegum,
enda eru þeir dýrir, og viðhald
þeirra mundi verða all-kostnaðar-
sarnt.
Á hinn bóginn vita það allir,
sem hér þekkja til, að vegir ver ða
seint eða aldrei lagðir alstaðar
þar, sem þeirra er þörf. Það eru
til svo margbreyttar leiðir, margs-
konar götur og troðningar, sem
fara verður oft og mörgum sinn-
um, en sem ekki mundu bættir
eða breytt frá því sem er. Sum-
part veldur því lega, afstaða og
lítil umferð, að það svarar eigi
kostnaði að gera vegi, og sumpart
er það náttúran sjálf, (sandar,
vötn, hraun, klungur, o. s. frv.),
sem leggur lítt vinnandi hindranir
i veginn fyrir vegabætur á slík-
um stöðum.
Á þessum vegum eða vegleys-
um eru hestarnir okkur ómissandi.
Þar þurfum vér þeirra bæði til
reiðar og áburðar.
Eg geri reyndar ráð fyrir því,
að notkun vanalegra áburðar-
vagna fari í vöxt smátt og smátt
bæði tíl flutninga eftir lögðum
vegum og heima við bæi. Þetta
breytti að nokkru hestabrúkun-
inni, og hlyti að leiða tíl þess, að
farið yrði að hugsa um að eiga
sem vænsta hesta. En annars
er þess að gæta, eins og áður er
tekið fram, að ferðalög vor og
flutningar eru eigi ávult bundnir
við góða eða lagða vegi, og því
er það, að vér getum ekki notað
vagna til allra flutninga. Auk
þess þurfum vér að fara marga
ferðina ríðandi, sem aldrei yrði
farin öðru vísi eu annaðhvört
þannig eðá þá gangandí. Sem
dæmi má nefna göngur og fjall-
ferðir vor og haust og margt
annað. Þegai þvl á þetta alt er
litið, þá sést það ljóst, að hest-
anna getum vér ekki verið án.
Þeir hljóta að verða, hér eftir
sem hingað til, okkar aðstoð og
önnur hönd, frá vöggunni tilgraf-
arinnar.
Þar sem nú hestarnir eru ein-
hver sterkasti þátturinn I sam-
göngunum hér á landi, og oft og
einatt hið eina flutningafæri, er
er notað verður, þá er það deg-
inum ljósara,.að eitthvað þarf að
gera til umbóta hestaræktinni.
Hestarnir þurfa að verða stærri,
sterkari og þrekmeiri. Reiðhesta-
kyninu þarf að halda sérskyldu,
og kappkosta að alla upp vílja-
góða og fljóta reiðhesta. Að visu
mun þetta reynast erfitt, eins og
til hagar hér á landi, en með á-
stundun og hyggni, samfara fjár-
framlögum til umbóta hestarækt-
inni hlýtur þetta að mega takast.
Það þarf að vanda kyn hestanna
sem bezt, ala þá vel upp, temja
þá vei, og æfa reiðhestana við
kapphlaup og veðreiðar.
Sigurður Sigurðsson.
Skagafirði 31. okt. 1902. Alt
öaustið að þessum tíma hefir tið-
in verið einrnuna góð, svo að túna-
sléttun hefir alt af mátt vinna.
Heyskapur varð á endanum alt
að því I meðallagi; ’þó munu naut-
gripir talsvert fœkka hjá bændum,
en hrossum fjölga; sauðfé mun
lítið fækka. Rófur spruttu hér
tneð lakasta móti, en kartöflur alt
að því I meðallagi.
Afli hefir verið góður hér á
firðinum og er enn, þegar róið
verður; en ógæftasamt er nú vegna
sunnan- og vestanrosa veðra.
Með meira móti varð fjártaka
hér I haust; hæst verð fyrir ket
er sagt 21 a. pundið; haustull er
45 a. og 40 a., mör 20 til 25 a.
pundið; sagt er, að yfir 3000 tunn-
ur af keti verði (luttar út af skag-
firðskum höfnum á þessu hausti.
Talsvert mikið af keti hefir verið
látið i pöntunarfélagið. Utlendar
vörur eru talsverðar hjá kaup-
mönnum vorum, en verð á þeim
er sagt nokkuð hærra en í fyrra.
Fátt kvað vera af piltum á
búnaðar.skóianum á Hólum, og
mun orsökin vera, að þar er ekki
von um embætti, og litil von um
búðarstörf. Möðruvalla- eða Ak-
ureyrarskóla hafa aftur margir
sótt; þar hafa margir von um
búðarstarfið, því altaf fjölgar
verzlunarholunum, þótt verzlunar-
magnið vaxi ekki. Á kvennaskól-
anurn á Blönduósi eru um 50
námsmeyar; fiest munu það vera
bændadætur; einnig eru taÍ3vert
margar á skólanum á Akureyri.
Það er óbifanleg trú mentamann-
anna, að skólagengnu stúlkurnar
kippi búskaparólaginu í lag, þeg-
ar þær séu orðnar húsmæður, því
það sé skólamentunin, sem að þjóð-
ina vanti, en líkast til ekki það
verklega, sem að heyrir til sveita-
lífinu. En liðni timinn eða þessi
skólaöld hefir enn ekki komið í
veg fyrir ósjálfstæði, efnaskort,
eyðslusemi eða óhóf og afturför í