Fjallkonan - 19.12.1902, Blaðsíða 3
FJALLKONAN
3
hafast við, einkum á Islandi og
Grænlandi; er þar sagt frá í stuttu
máli lifnaðarháttum manna og
bjargræðisvegum, og yfir höfuð
hverju þvi, er sérkennilegter fyrir
löndin, og auk þess náttúru land-
anna og sögulegum minningum
þeirra. Bókin er full af mjög
vönduðum myndum, sumum lit
mynduðum, en flestum dregnum
og mjög haglega gerðum. Höf. er
mjög vel fær í þeirri iþrótt að
draga myndir þótt ekki sé hann
málari, og kemur það sér vel,
þegar skýra skal frá ferðaæfintýr-
um eða einhverju því, sem hið
sýnilega útlit hlutanna hefir þýð-
ingu fyrir. Daniel Bruun hefir
um mörg undanfarin ár ferðast um
ísland og Grænland, og hefir í þeim
ferðum sinum kynst mörgu allít-
arlega, og eru þvi í'rásagnir hans
bygðar á þekkingu, en ekkert
lauslegt fleipur. Hann hefir gert
sér mikið far um, að leiða athygli
þjóðar sinnar (Dana) að landi voru
og högum þess og megum vér
kunna honum þakkir fyrir, Því
miður eru bækur hans líklega alt
of fáum kunnar hér á landi. Fleiri
ættu að lesa þær en gera; eink-
um þessa bók, sem er samandreg-
ið yfirlit yfir það, sem hann hefir
áður skrifað. Það mundi leiða
eftirtekt manna að mörgu fögru
og einkennilegu á þessu landi og
sýna þeim svip margra þeirra
staða, sem þeir að vísu kannast
við, en aldrei hafa séð, og ef til
vill aldrei eiga kost á að sjá.
Hin bókin heitir: »Augustins
Bekendelser« o: Skriftamál
Ágústíns (kirkjuföður), þýdd og
með inngangi eftir danskan prest.
Bók þessi er einkennileg að því
leyti, að hún er frá þeim tíma,
sem fremur fáar bækur voru skrif-
aðar á. Höfundur hennar var uppi
á árunum 354—430 e. Kr. b., eða
á þjóðflutniugatímunum og jafn-
framt þeim timum, þegar .kristin-
dómurinn og heiðnin, mentunin og
siðleysið háðu sinn harðasta Hild-
arleik. Hann skrifar sjálfur á
gamals aldri æfisögu sina í þess-
ari bók, og er hún auðvitað ofin
saman við sögu mannkynsins og
þó einkum kirkjunnar frá þeim
tfma, og má því nærri geta, hvert
gildi slík bók hefir fyrir þá, sem
hneigðir eru fyrir sagnfræði. Út-
gáfan er mjög vönduð og litprent-
uð mynd á kápunni.
Báðar þessar bækur er hægt að
fá hjá bóksölum hér i Rvík.
Annars -er það vel til fallið af
hinum dönsku bókaútgefendum, að
senda islenzkum blöðum bækur til
að vekja eftirtekt á. Bókagerð
Dana og íslendinga verður ekki
samanjafnað, og óhætt mun mega
fullyrða, að miklura mun meira er
lesið hér á landi árlega af dönsk-
um bókum en islenskum. En marg-
an þann mann, sem hefir full not
af að lesa danskar bækur, dreymir
ekki um allan þann fjölda ágætra
bóka, sem árlegatkoma út í Dan-
mörku. Þeir eru að eins fáir með-
al íslendinga, sem eru því nokk-
uð tii muna kunnugir,
G. M.
Milli igalls og fjöru.
;ijjLoks^er kominn vetrarlitur á
jörðina, hefi’r nú síðan ura helgi
verið hæg snjókoma: frost lítið
sem ekkert.
Aukaskípið frá Samein. fé-
laginu, »Morsö«, lagði af stað héð-
an á miðvikudagsmorguninn 17.
þ. m. áleiðis til Liverpool.
N ý j a n s p í t a 1 a eru Frakk-
ar enn að reisa á Fáskrúðsfirði
eyscra; er það sama félagið og
hér lét reisa sjómanuaspftalann í
Skuggahverfinu í sumar, sem ieið.
Á Fáskrúðsfirði eru því nú tveir
spítaiar. Hinn bygðu St. Jósefs-
systur árið 1899. Þessi nýi spí-
tali tekur 16—20 sjúklínga og er
ætlaður engu síður Islendingum en
útlendingum.
G j a 11 a r h o r n heitir nýtt blað
á Akureyri, hálfsmánaðar blað,
sem »á aðallega að ræða áhuga-
mál þessa bæjar (Akureyrar) og
um leið alis landsins«. Útgáfu
blaðsins haf'a þeir á hendi Bern-
harð Laxdal cand. phil. og Jón
Stefánsson verzlunarmaður á Odd-
eyri.
S u.n d 1 i s t -g e f u r 1 i f. Hirrn
30. okt. í haust var bátur með 4
mönnura á að vitja ura síldarnet
norður í Höfðahverfi. Útnorðan
stormur var á og kvika í sjóinn.
Urðu þeir, sem á bátnum voru,
að hætta umvitjuninni og voru
snúnir 'neim i leið, er bátnum
lívolfdi. Einn maðurinn, Jón Páls-
son frá Hóli í Fnjóskadal, losnaði
þegar við bátinn og druknaði
jafnharðan. Tveir mennirnir kom-
ust þegar á kjöl og hinn þriðji
lenti undir bátnum. En sá var
syndur og svam út undan bátnum;
synti hann síðan að öðrum bát,
sem var þeim samferða, en spöl-
korn á undan; var honum bjargað
þaðan. Öðrum þeirra, sem á kjöi-
inn komst, skolaði þrisvar af, og
hélt hann sér uppi á sundi að lok-
um unz honum var bjargað af
hinum bátnura. Hinn, sem á kjöl-
inn komst, gat haldið sér þar þang-
að til rétt áður en honum var
bjargað. Þeir, sem björguðust á
sundi, voru Baldvin Gunnarsson
(yngri) f'rá Höfða og Ingólfur Ind-
riðason. Fyrir bátnum, sem bjarg-
aði, var og einn af Höfðabræðr-
um, Björn Gunnarsson, við 4.
mann. Eru bræður þeir lista- og
dugnaðarmenn. Svo hart kvað
veðrið hafa verið, að ekki þótti
tiltækilegt að snúa bátnum, er
búið var að bjarga mönnnnum,
heldur var honum rent öfugum
uppí lendinguna.
Mjög kváðu þeir hafa verið
þrekaðir, mennirnir, sem bjargað
var, enda lasnir nokkra daga á
eftir. En þó voru þeir sagðir
jafngóðir nokkrum dögum seinna.
Margur heflr um liðnar aldir
druknað nærri landi hérna á ís-
landi; og efalaust hefðu þessir
menn, sem þannig barst á, allir í
sjóinn f'arið, hefðu þeir ekki verið
syndir. En það þyrftu fleiri að
vera.
Hafnarnefndin á Akur-
eyri heflr gert áætlun um, ‘ hvað
það kostaði, að gera hafnarbryggj-
una svo úr garði, að skip geti
lagst við hana. Viðbótin við gömlu
bryggjuna ætlar nefndin, að muni
kosta 9,128 kr., en með viðgerðum
við þann partinn, sem nú er til, 10
þús. kr. Fyrir framan bryggjuna á
að sökkva skipi og nota það fyrir
bryggjuhöfuð. Á það að vera 28
álnir frá gamla bryggjuendanum.
Því næst á að leggja tvær yfir-
bygðar brýr frá bryggjusporðinum
og út á skipið; en meðfram báð-
um brúnum eiga að vera gaug-
stéttir að innanverðu. Brýrnar
verða 4 álna breiðar og gangstétt-
irnar 2 álna breiðar. Bilið á milli
brúnna verður 6 álna breitt. Skip,
er liggja við bryggjuhöfuðið, verða
á 22 feta dýpi. — Hvenær skyldi
Reykjavík verða svo myudarleg,
að hafa bryggju, er skip geti leg-
ið við'?
S k arlatssóttin gengur nú
á Austurlandi, hefir hún gert vart
við sig á Seyðisflrði nýlega. Síð-
ustu fréttir segja, að hún hafi ver-
ið komin ofarlega á Jökuldal og
að 11 manns hafi legið 1 henni i
Hofteigi. Er mjög hætt við, að
veikin breiðist út þar eystra nema
stákrar varúðrr sé gætt.
Friður í landinu.
Alþingismenn Norðmýlinga héldu
leiðarþing 1. nóv- Bar þá síra
Sig. P. Sivertsen upp svolátandi
tillögu til fundars imþyktar:
»Með því að fundurinn er sann-
færður um, að eindrægni og sam-
heldni sé nauðsynleg fyrir þjóð
vora í framfarabaráttu komandi
tíma og að brýna nauðsyn beri
til, að landsmál séu rædd með
stillingu og gætni með sannleik-
ann fyrir augum,
Þá skorar hann á íslenzku blöð-
in að hætta að vekja tortrygni
og kala á milli hinna pólitizku
flokka í landinu, sleppa öllum get-
sökum í garð einstakra manna,
en láta bæði flokkana og einstaka
menn úr þeim njóta sannmælis,
um -leið og þeir láta niður falla
allar deilur út af þeim málum,
sem alþingi þegar hefir ráðið til
lykta«.
Tillaga þessí var samþykt með
öllum greiddum atkvæðum gegn
þremur.
Annar þingmaður kjördæmisins,
Olafur Davíðsson, talaði móti til-
lögunni. En hinn þingmaðurinn,
Jón Jónsson, greiddi atkvæði með
henni.
M JO G
ÓDÝRIR
fást í verzlun
Sturlu Sónssonar.
Vaterproof-
kápur
nýkomnar í verzluu
Sturlu Jónssonar.
Saltílskur
alls konar fæst í
W. Fischers yerzlun.
„Hvar er bezt að kanpa
til jólanna ?“
»Þnr scm menn já beztu kaup /«
»fiar sem vörurnar eru vandaðar I»
»Þar sem jlest er til, og mest er úr
að velja /«
„Hvaða vevzlun uppfyllir
bezt pessi skilyrði?“
»En Thomsens magasín.U
vHvað eigum vér aðkaupa
par?“
njólamatinn í pakkkúsdeildinni /«
»Jólagjajirnar í bazardeildinni!«
»Jólasœlgœtið í Alýhajnardeildinni!«
»Jólavindlana í vindlabúðinni!«
»Jólaklceðnaðinn í hvítu búðinni /«
»Jólapostulínið í glervörudeildinni l*
»Jóladúkana í vejnaðarvörudeildinni!«
Jólalampana í gömlu búðinni /«
»Jólavínið í kjallaradeildinni!«
H. Th. A. Thomsen.
KARTÖFLUR.
E PLI.
L A U K U R .
vínÞrúgur.
Hvitkáls- og Rauðkáls-höfuð
— Gulrætur — Röðbeder —
Selleri,
nýkomið með »MORSÖ« í verzlun
Sturlu Jónssonar.
Álnavara
mjög góð og ódýr
nýkomin í verzlun
Studu laiisseiiai.
Tiljolanna
fæst í
Austurstræti 4
Karlra. Box Calf stlgvél.
Kvenm. Box Calf stlgv., reimuð
og hnept.
Kvenskór 10 tegundir.
Karlmannsskór 7 tegundir.
Unglinga Reimastígv. og skór.
Barnaskór og Skósverta.
Vatnsleðuráburður. Box Calf Crem.
Galosherlakk. Reimar o. fl.
Skófatnaðurinn selzt miög
ódýrt til jóla.
Hvergi betra að kaupa
skó í bænuni.
hrst. Sigurðsson.
Stefán Gunnarsson.