Fjallkonan


Fjallkonan - 23.12.1902, Qupperneq 2

Fjallkonan - 23.12.1902, Qupperneq 2
2 FJALLKONAN vér rekum oss á, að heiliun siarf ar, þótt vér softim. Þetta getur stafað af tvennu; annaðhvort hefir hann unnið of lítið, meðan vér vöktum, eða hann hefir unnið of mikið, hefir ekki notið næðis til að komast i kyrð ogjafnvægi áð- ur en vér lögðum oss til svefns. Órólegur svefn * gerir oss ekki fullkomið gagn og vér þurfum að stuðla að þvl, að svefninn verði sem eðlilegastur og rólegastur. Iðjuleysingar og letingjar ættu að leitast við að hugsa — það er nú raunar máske hægra sagt en gert fyrir suma — og reyna á heilann síðara hluta dags; en iðjumenn og þeir, sem mikið hafa að hugsa, ættu að létta sér upp að kveldinu tii, ganga góðan spöl áður en þeir fara að hátta. Vér þurfum meiri svefn á vet urna en á sumrin; stafar það af eðlilegum ástæðum. A sumrin glæðir sólin lif og fjöi hjá oss með yl sínum og birtu, húu fj'örg ar oss, hressir og knýr oss til framkvæmda. Á veturna er hún lægri hjá oss og áhrif hennar minni; þá færist drungi og deyfö yfir oss. Þenna mismun á aukinn svefn að bæta oss upp á veturna. Oft kemur það fyrir, að vér verðura að vinna og starfa langt fram á kveld, stundum fram á nótt. Ber þá við, að oss gengur illa að sofna. En allir skyidu samt forðast að nota svefnmeðul. Taki menn að nota þau, þá getur það strax orðið að vana; en sá vani dregur illan dilk eftir sér. Skyn og skilningur sljófgast, minni dofnar og starfsemi heilans fer í fám orðum að scgja meira eða minna út um þúfur. Með tfm- anum geta menn á þessa leið orð- ið heilsuiausir aumingjar. Hér á landi munu enn sem komið er þessi dæmi fá. En erlendis eru þau næsta tíð; og þau geta fjölg- að líka hér á landi. En »til þess eru vond dæmi að varast þau«. Tnílofunarhi inguriim. Hann hefir ekki jafnan verið borinn á fjórða fingri cins og nú er títt. Á fyrri timum var hann heidur ekki sléttur og einfaldur eins og nú; hann var þá ot't sett- ur gimsteinum og borinn á visi- fingri á hægri hönd. Til eru f Rómaborg margar gamlar myndir af Maríu mey og ber hún þar að heiðnum sið hringinn á vísifingri. I sumum löndum bera menn trú- lofunarhringinn á vinstri hendi í stað hægíi. Sá siður er sprottinn af þeirri fornu trú, að frá fjórða fingri á vinstri hendi liggi æð beint að hjartanu. Aftur er það af kirkj- unnar toga spunnið, að hringur inn færðist um set frá vfsifingri og á svonefndan baugfingur. Til- drögín til þess voru þau, að á fyrstu dögum kristninnar var það tízka, að presturinn, sem gaf hjóna- efnin saman, lét hringinn fyrst á þumalfingurinn á þeim og sagði um leið: »í nafni föðursins«, síð- an á visifingurinn og sagði: »í nafni sonarins«, því næst á löngu- töng og sagðí: »1 nafni heilags anda«; og um leið og hann sagði: »Amen«, lét hann hringinn á baug- fingur. Þar hefir hann siðan átt sæti. Nýtt rit. Upp við fossa,saga eftir Þorgils Grjal 1- anda. — Akureyri í bókaverzlan 0 d d s Björnssonar, — prentað hjá Oddi Björnssyni MCMII. Höfundur sögu þessarar er þeg- ar áður nokkuð kunnur fyrirsmá- sögusafnið »Ofan úr sveitum«, er út kom 1892. Sögur þær virðast nokkuð iausar í smiðum, en báru á hinn bóginn vott um, að höfund- urinn hefði talsverða skáldskapar- hæfileika. »Upp við fossa« er bók, sem er þess verð, að henni sé gaumur gefinn, og margan lesanda hennar mun reka í rogastans, er hann heyrir, að höfundurinn er bóndi, að mestu sjálfmentaður maður. Þorgils gjallandi er auðvitað dul- arnafn, en réttu nafni heitir höf. Jóti Stefánssoti og er hreppstjóri á Litlu Strönd við Mývatn, og mun vera bér um hil fertugur aðaldri. Sögugangurinn er f stuttu máli þessi: Btandur nefnist maður, er býr aö Efra Fossi í Breiðárdal, ungur að aldri, efnaður vel, dugn- aðatmaður og drengur góður, i meðallagi vifur, og heldur klaufa- legur í framgöngu. Gekk honum því nokkuð örð- ugt með kvonbænir í fyrstu, en loks tekur hann stúlku þá fyrir konu er Gróa hét, bláfátæka, en unga. f'ríða og skemtilega. Hafði húti einkum gengist fyrir því, að komast úr fátæktinni hjá foreldrum sínum i allsnægtir, og, svo sem ungum og f.ríðum konum er eiginlegt, hafði hún ekkert á móti þvi, að búningurinn samsvar aði fegutð likanatf; 'eti ást fekk hún ekki á Brandi, heldur bar að eins til hans hlýja vináttu vegna þess, hve góður hann var við bana og lét hana ráða nærri hverju, sem hún vildi; en aftur á móti unni Brandur henni mjög. Ekki leið þó á löngu áður frænd- fólk Gróu tók að gjörast nokkuð nærgöngult á Efra-Fossi, ekki að eins að það leitaði beinlínis aðstoð- ar hjá Brandi, beldur tók Gróa að hafa töluvert í sukki, og senda ull o. fl. í kaupstað til að kaupa fyrir ýmislegt á bak við mann sinn. Varð þetta til þess, að held- ur kólnaði milli hjónanna. Þá er þau hjón höfðu verið gift f sex ár og eignast nokkur börn komst maður, Geirmundur að nafni, í mikinn kunningsskap við þau hjónin á Efra Fossi, og var það í fyrstu að tilhlutun Bratids. Geir- mundur var um tvítugt, frlður sýn- um og fjörmaður mikill og jafn- gefinn til sálar og líkama. Leið ekki á löngu áður hugir þeirra Geirmundar og Gróu tóku að drag- ast saman, og er fram í sótti gátu þau ekki duiið það hvort fyrir öðru eða stilt sig lengur. Bæði sáu, að slíkt var ósæmilegt, og þótti Geirmundi betra, að Gróa gerði alvöru úr þvf, og skildi við Brand að fullu og öllu, svo þau gætu síðar notist að frjálsu, en Gróa óttaðist slaðrið, sá i að missa þægilega stöðu og bar svo börn- unum við, og því, að ekki dygði að auka synd á synd of'an. Væri betra, að láta alt vera kyrt, eins og var. Þetta geðjaðist ekki Geir- mundi, og sleithann sig því smátn- saman la.usan úr öllum ástabönd- utn Gróu. Ekki höfðu þau Geirmundur og Gróa þó farið svo varlega,aðekki kvisaðist neitt um samdrátt þeirra, og varð ein vinnukona Gróu til að kotnast á njósntr um hann, en frá henrti barst svo fiskisagan um allan dalinn, en þó auðvitað hvorki til þeirra hjóna né Geirmundar eða frændfólks hans. Þagmælsk- an hafði þó sfn takmörk, og einn góðan veðttrdag hefir Brandur frétt áværting af orðasveimnttm, talnð um þetfa við konu sína; en henni tekst að sannfæra hann hér um bil, að slúðrið ætti við etigin rök að styðjast. En all-löng i scintia kemst Brandur þó yfir bréf, er Geirmundur hafði skrifað Gróu, og þá dttgar henni ekki að þræta lengur, en hún getur þó nokkurn- veginn blíðkað bónda sinn með því, að íofa bót og betrun Þegar hér er komið sögunni, er faðir Geirmundar dáinn, móðit hans komiri til annars sonar síns, sem farinn er að búa, en sjálfur er Geirmundur lausamaður á bæ einum þar i sveitinni. Presturinn þar í dalnum nefnist Jósteinn, nokkuð slarkfenginn í ýmsar stefuur á yngri árttm, on hefir nteð aldiinum lagt taurohald á sjálfan sig. Hann á þrjú börn: Sveinbjörn, Maríu og Þttríði; þau og Geirmundur eru niestu mátar, og bafði hann kynst þeim við að dvelja nokkrar vikur á prestsetr- inu til þess að læra að skrifa og reikna. Og þrátt fyrir það, þótt þau svstkin viti, að snttrða sé á hög- um Geirmundar með Gróu, láta þau það ekki á sér finna. Ekki líður samt á Iöngu áður tilfinning- ar Þuríðar yngri prestsdótturinii- ar verða nokktið næmari en al- menn vinátta, en Geirmundur get- ur ekki bugsað sér slikt, að jafn- hrein og góð stúlka og Þuríður er, bindist sér, jafn-flekkuðum og hann sé 4 mannorði. En skyn- semin er oft létt á vogarskálun- um móti ástinni, og svo fer einn- ig hér. Verður úr, að þau Geir- mundur og Þuríður heita • hvort öðru trygðum. Er Geirmundur þá orðitin reglumaður, og sér ekkert nema sólskin og heiðrikjtt frant undan sér. Þeir ntundu láta söguna enda hér, sem endilega vilja Játa allar sögur fara vel, og ekki geta met- ið, að annað sé skáldskapur eti þannig endar. Höfundinum hefir ekki þóknast það. Hann hefir skygnst dýpra en svo inn í orsak- ir og afleiðingar, að honum sé slík söguslit nægileg. Hann lætur svo sem oft vill verða syndir foreldr- anna koma fram á börnunum. Þeg- a« Geirmundur vill f'á Þuríðar opin- berlega, verður Jósteinn prestur sem þrunru lostinn og lætur móð- ur Geirmundar segja honum, að hann sé rangfeðraður og í raun réttri sonur prests og því háltbróð- ir Þuríðar, og tilfinningin fyrir blóðskömminni verður þá öilu öðru yfirsterkari. Þau Geirmundur og Þuríður segja sundur með sér; en það djúpt tekur skilnaðurinn á þau, að svo virðist mega ráða af enda sögunnar, að Þuríður verði aldrei söm og jöfn upp frá því, en Geir- mundur legst fyrst í óbotnandi drykkjuskap og er svo að sjá, að sú muni verða raunin á, að í þeirri óminniselfu muni hann beinin bera. Þetta eru auðvitað ekki nema höfuðdrættirnir, en sambliða því er fléttað svo afarmörgu úr dag- legu sveitalífi intr í söguna og mun mega fullyrða, aö þær lýsing- ar séu engu síður réttar nú en lýsingarnar á sveitalífinu 1830— 18U0 hjá Jóni Thoroddsen í »Pilti og stúlku« og »Manni og konu«; því án efa eru töluverðar breyt- ingar orðnar á því á síðustu ára- tuguni í ýmsum gteiiuun, einkum dansinn, er virðist vera orðin all- tíðkuð skemtun í surnunr sveitum. Lyndiseitikunnum persóna sög- unnar er yfir höfuð rétt vel lýst og þær eru víðast hvar sjálfum sér samkvæmar. Fyrst er Geirmundur, bráð-vel gefinn, geðrikur og ákafur, og til- finningamikill, en hugsar þó rneira en fólk gjörir fiest; einn þeirra manna, sem ott er tiðast að enda í drykkjuskap; Gróa,fædd til að elska og vera elskuð á móti, en hefir ekkert þrek til að bera afleiðingarnar, og vill heldur lifa í rólegu næði og eiga góða daga en leggja nokkuð á hættu. Brandur, sem hugsar um ekkert nema búskapinn, hefir tóbaksdós- irnar sínar undir koddabrúninni á næturnar, til þess að geta náð í tölu, er hann vaknar, þykir gam- an að sögum og kveðskap, en getur ekki gert greinarmuti á gildi fornsagna vorra og lélegustu riddarasagna sökura mentunar- levsis. Þá er Jósteinn prestur. Siíögt á að líta virðist hann verða fyrir nokkuð harðri meðferð hjá höfi; en sé nánar aðgætt, er ljóst, að þar er ráðist að eins á þann heiguls- hátt, að presturinn liefir ekki þeg- ar í upphafi gengist við faðerni Geirmundar, hvað sem embættinu liói, og að þessi svik hans bæði við mannfélagið og gagnvart horr um sjálfutn verður farg á honum, broddur setn stingur hanti, og það þótt hann sé löngu búinn að taka stakkaskiftum, og að síðustu kem- ur yfir hann sem þruma úr nærri heiðríku lofti. Sveinbjörn sonur hans sýnist likur og raargir ungir menn, nokkuð gjálífur, hvikull og óstöðugur, fljótur að hætta við að drekka og fara í bindindi, enlíka jafnfljótur að hætta við það aftur, en þó furðu-tryggur og vinfastur, og likur til að veröa nýtur maður með tímanum, þegar árin færast yfir hann, eða nreð öðrum orðum ekki ólíkur því, að vera nokkuð líkur því og faðir hans hefir ver- ið á yttgri árum. María, eldri prestsdóttirinn, er kvik og kát og léttlynd, og virð- ist svo sem í'öt hetinar muni fljótt þorna þótt hún kæmi út i smá- skúrir í lifinu, en jafnframt því er hún einlægur vinur vina sinna og hispurslaus. Þuríður, yngri prestsdóttirin, virðist vera óskabarn höf. Hefir hann birgt hana yfir höf- uð með öllurn kvennlegum dygð- um. Hún er eins ekki eiginlega fríð, t. d. með finna í andlitinu, en

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.