Fjallkonan - 17.02.1903, Síða 2
26
FJALLKONAN
framkvæma áðurneinda kenslu-
samþykt sina.
Kirkju og safnaðarlíf
Landmanna hefir verið vist með
betra móti, eftir því sem tiú ger
ist á íslandi. Þeir hafa að eins
eina kirkju, að Skarði, og frá því
að fyrst mátti messa vegna veik-
indanna fyrri hluta ársins, á Pálma
og til ársloka, hafa þeir aldrei,
ekki einn helgan dag, látlð guð-
þjónustu niður falla, þegar prest-
ur heíir verið heima. Og af 182
fermdum, segir prestnr, að 106
hafl verið til altaris. Hvort sem
Landmenn nú verða fyrir þetta
lofaðir eða lastaðir, þá er þó víst,
að andlega félagslifið, safnaðarlíf-
ið, trúarsamlifið, er rótin til hins
verzlega félagslífs. Við kirkjuna
-sína finnast þeir og kynnast og
minnast málefna sinna, finna til
bróðernisins, og tengjast bróður
hug og böndum. Og víst er það,
að Landmenn hafa verið og eru
enn yfir höfuð meiri og betri fé-
iagsmenn en náungarnir víða
annarstaðar, enda ber afkoma
þeirra vitni um það, því að
Landið
sem þeir byggja er ekki alténd
björguleg bygð; meira enhelming-
ur sandauðn, rjúkandi í þurviðr-
unum og nístandi köld í frostun-
um. Og hinir heilu blettir eru
harðir og snöggir. Þeir hafa því
mikið við að stríða og oft við
strangt að búa. En þetta gerir þá
fremur harða og seíga alvöru
menn, og knýr þá til félagsskap-
ar, og félagsskapurinn hjálpar.
Hann er betri en náttúrugæðin, og
máttkari en náttúru óblíðan. Aft-
ur hefír Landið verið hin fríðasta
og bezta sveit. En þótt hún nú
sé skrámuð og snoðin, þá eru samt
heilu blettirnir enn fagrir og
drjúgir til nota, og yfirbragðsfrið
og aðlaðandi er sveitin öll, þegar
tíð er góð; enda una þar flestir
þrátt fyrir alt, og Landmenn
e 1 s k a allir sveitina sína, sem að
eins er hörð við þá »eins og móð-
ir við börn«. Þetta heyrist oft
og sést, að þeir elska »Landið«
sitt, þegar svo ber undir, og væri
óskandi, að allir elskuðu svo sína
sveit. Á landinu verða því ekki
mörg búendaskifti né býli laus.
Þeir vilja helzt lifa og liggja
dauðir í sveitinni sinni. Og vinnu-
fólkið vill líka enn ekki svo mjög
hafa sveita- eða sýsluskifti. Fólks-
breytingar eru mjög litlar.
Horfur
eru því sem stendur góðar fyrir
Landmenn, og haldist horfið, og
haldi þeir áfram, eins og nú stefn-
ir, þá eiga þeir fram undan sér
góða framtíð.
Yerði það.
Nágranni.
Skólabræður.
Flestir skólagengnir menn eru
á eitt sáttir um það, að skólaárin
hafi verið blómakafli ævinnar.
Allflestir, sem til menta eru settir,
koma í iatínuskólann á unga aldri;
á þeim aldri, sem ekki er farinn að
binda mönnum marga né þunga
áhyggjubagga. Skólapiltar lifa því
flestir áhyggjulitlu lífi, og una
glaðir og léttir í lund skólavist
sinni. Vitanlegu eru þeir piltar
til, sem illa eru fjaðraðir, og geta
því ekki flogið um meutageiminn
sem áhyggjulausir fuglar f loftinu,
piltar, sem eiga fáa og lítilsmegn-
andi styrktarmenn að, og er fá-
tæktin þung þar eigi síður en ann-
arsstaðar. ^Önnur áhyggja ryður
sér einnig til rúms í skólabekkj-
unum, og á að ryðja sér til rúms
þar, sú áhyggja að komast áfram,
taka sem mestum framförum, hafa
sem mest og bezt not kenslunnar,
munandi það, að nemaudinn lærir
fremur fyrir lífið en skólana. En
námsáhyggjan verður létt fyrir
iðni og ástundun, fyrir hlýðni við
kennarana, og iotningu fyrir þeim,
sem er hverjum nemanda sjálf-
sögð fórn; kennarinn leggur mikið
i sölurnar fyrir lærisveininn, og
gengur honum í margri grein . í
föðurstað. Þrátt fyrir áðurtaldar
áhyggjur eru skólaárin blómakafli
ævinnar; þá er æskufjörið og von-
in og framsóknin i blóma.
Hvergi og aldrei gefst mönnum
kostnr á skemtilegri og uppbyggi-
legri félagsskap en i skólanum.
Þar er saman kominn fjöldi ungra
manna, þar sem hver leggur sitt
til að auka yndi og unað sambúð-
arinnar. Þar eru mörg skilyrði til
staðar til að rækta blóm fegurðar-
innar og að skemta auga og eyra.
Og hýrlegt er það ungum efnileg-
um mönnum, að una undir vængja-
skjóli mentagyðjunnar, og teyga
úr þeim fræðsiuiindum sem renna
við fætur þeirra. Hýrlegt er þeim
að komast í mjúkinn hjá tyllidaga
gyðjunum, þeim Evterpe (hin gleðj-
andi), Kalliope (hin raddfagra) og
Terprikore (dansglöð). Marga
skemtistund hafa lærisveinar ia-
tínuskólans fram yfir aðra jafn-
aldra sína. Þar nema þeir hina
fögru sönglist, þessa viðurkendu
meinabót, og þeirrar þekkingar og
kunnáttu njóta þeir vel og lengi
sumir hverjir, og með henni stytta
þeir sér marga stund þegar fram
i sækir. Þar gefst þeim kostur á
að kynnast »dansglöð«, og njóta
hinnar saklausu og hollu skemt-
unar, sem dansinn veitir, auk þess
sem margur ungur raaður hefir
beint í danssalnum lagt hinn fyrsta
stein 1 grundvöll gæfu sinnar og
gengis.
Skólalífið í heild sinni, erfiðleik-
ar námsins, skemtistundirnar, sól-
skinsblettirnir, alt þetta knýtir
lærisveinana saman í eitt bræðra-
félag; allir skólabræður verða að
minsta kosti góðir kunningja og
sumir sannir vinir. Vér hinir
eldri, sem komnir erum útí lífið
fyrir mörgum tugum ára, og höf-
um skólalífið að baki oss, vér
minnumst glaðir enn þeirra vin-
áttubanda, er vér knýttum á skóla-
árum vorum, og eigum beint fyrir
skólaveru vora margan og trygg-
an vin enn 1 dag. Það er líka
sannarlega eigi siður þörf á góð-
um vin þegar út í lífið er komið
og áhyggjurnar aukast, en á með-
an í skólanum er verið. En hvort
mun það ekki svo, að sumir þeir,
er í skóla urðu góðir vinir, slá oft
slöku við að viðhalda þeirri vin-
áttu, er skapaðist í skóla? Margur
mun verða að játa þetta, þó ílt
sé. Margir skólabræðranna verða
síðan embættisbræður og þá fyrst
er gott og gagnlegt að eiga þann
hauk í horni, sem gott er að bera
sig saman við, svo að vinirnir
geti látið hver öðrum í té holl ráð
og bendingar, er stuðla til þess að
embættisfærsla fari sem bezt úr
hendi, áhuginn eflist og aukist, á-
hugi á framförum reglu og vel-
sæmi hvers embættis, og þar með
áhuginn á velferð lands og lýðs.
Satt er það að stærð lands vors
og strjálbygð, fjarlægðir og tor-
sóttir vegir tálma þvi mikið, að
skólabræður geti haldið höndum
saman, eftir að þeir eru tvístraðir
hingað og þangað um landið, og
þeir, er samskonar embættum
þjóna, geti orðið sannir embættis-
bræður, yngt upp sinn gamla kær-
leik og viðhaldið honum. Em-
bættisbræður sjást of sjaldan.
Prestar einkum hafa ofiítil afskifti
hver af öðrum. Á synodus koma
tiltölulega fáir prestar saman.
Héraðsfundir eru takmarkaðir inn-
an vébanda hvers prófastsdæmis,
og ná ekki lengra. Það verður
líklega ekki fyr en næstu alda-
mót að embættisbræður geti náð
fundum saman fyrirhafnarlítið á
skömmum tíma, þegar þá langar
til; ekki fyrr en komið er járn-
brautarnet yfir land alt.
En bréfaskriftir milli embættis-
bræðra gætu verið tíðari en þau
eru, og geta þær raiklu góðu til
leiðar komið, vakið og glætt forn-
an vinskap skólabræðranna, og
gert embættisbræðrunum starf
þeirra ljúfara og léttara. Þá fyrst
hefir það gilda þýðingu að afla
sér vina í skólanum, ef sannir
skólabræður verða síðar meir sann-
ir embættisbræður og vinir.
Æ o 1 u s.
----» >--------
Búuaðarrit 16. ár.
4. hefti 1902.
Þetta hefti flytur eingöngu út-
drætti úr skýrslum og búnaðar-
funda umræðum.
Fyrst í heftinu er útdráttur af
umræðunum á aukafundi landbún-
aðarfélagsins, er haldinn var 8.
nóv. f. á. í Reykjavík í tilefni af
búnaðarritgerð hr. lærðaskólakenn-
ara Björns Jenssonar, er birtist í
ísafold 1 októbermánuði.
Fundargerð þessi ber það með
sér, að 11 félagsmenn hafa tekið
til máls, auk formælanda B. J.
Voru þar komnir 8 búfræðingar
og tóku allir þátt í umræðunum
eins og áður hefir verið lauslega
drepið á í þessu blaði
Útdráttur þessi virðist að vera
hæfilegalangur ogskýrlega saminn,
raálið fremur gott og látlaust, eins
og það er yfirleitt í þessu hefti.
Fróðlegt mun búmönnum útum
land, þykja, að lesa ágrip af fundar-
gerð þessari, þar sem svo mikils-
varðandi og stórt málefni var til
umræðu, gersamleg breyting á
jarðræktinni.
Ekki fylgdu neinir af þeim, er
tóku þátt í umræðunum, Birni
Jenssyni að málum nema bústjóri
Jón Jónasson og skólastjóri Sig-
urður Þórólf'sson, sem voru sam-
dóma honum í flestu, öðru en því,
hvenær ætti að breyta til og hvern-
ig. S. Þ. segir meðal annars, að
enn sé ekki tími til kominn að
snúa frá þaksléttu aðferðinni.
Þetta sé mál sem eigi að hafa á
bakvið eyrað og vinna að því tak-
marki, að jarðræktar aðferðin breyt-
ist fyr eða siðar, því landbúnaður
sé til dauða dæmdur 1 framtíðinni,
ef þaksléttuaðferðin á að haldast
við í framtiðinni. Enda sé nú
þegar byrjað á að leggja undir-
stöðuna til þessara breytinga,
með sáningatiiraunum við gróðrar-
stöðina. Það opinbera verði að
leggja undirstöðuna fasta og stöð-
uga, svo ofan á hana verði bygt.
Hitt, að telja bændum trú um, að
þaksiéttan sé ónýt- og byrja megi
nú þegar á flagsléttum, sé ekki
ráðlegt.
Búfræðingarnir Sigurður Sigurðs-
son og Guðjón Guðmundsson mæltu
mjög gegn kenningu Björns. Hin-
ir, sem tóku þátt í umræðunum,
virðast ekki algerlega á móti B. J.
Töluðu mest um önnur atriði en
þau, er kæmu i bága við greinina.
Og fiestir hafa álitið grein Björns
orð í tíma töluð.
Þá er skýrsla um ræktunarsjóð
Islands, eftir lektor Þórh. Bjarnar-
son, mjög ijós og greinilega samin.
Skýrslan ber það með sér, að
sjóður þessi átti í árslok 1901
150,000 kr. Þar af var fullur
þriðjungur sjóðsins ógreitt þjóð-
jarðasölulán, 30 þús. jarðabótaián,
en afgangurinn i ýmsum lánum.
Af vöxtum sjóösins, sem námu
árið 1901 5,450 kr. voru veittar
3425 kr. til 32 manna, er skarað
höfðu fram úr í búnaði. Hæstu
verðlaun voru 200 kr. en lægstu
50 kr.
Þá er skýrsla eftirÞórh. Bjarnar-
son um búnaðarmálafund, er hald-
inn var áHvítárvöllum 19. júlí 1902.
Áttu þar fund með sér stjórn-
endur búnaðarfélaganna í Mýra-
og Borgarfjarðarsýslu, samkvæmt
ósk frá stjórn landbúnaðarfélags-
ins. Mættu þar 18 menn úr stjórn-
arnefnd 13 búnaðarfélaga. Þar á
meðal formaður og skrifari land-
búnaðarfélagsins.
Þessi mál voru rædd:
Ráðanautarnir, plægingar, bún-
aðarstyrkurinn, áburðarnýting,
skógarleifar, búnaðarritið, sala ís-
lezkra afurða og ábúðarlöggjöfin.
Þá er skýrsla um garðyrkju-
kensluna í Reykjavik eftír garð-
fræðing Einar Helgason. Ber hún
með sér að alls hafa 7 nemendur
notið tilsagnar verklega og bók-
lega í garðyrkju við gróðrarstöðina
í 6 vikur frá 1. maí til 14. júní.
Þeim nemendum, er komnir voru,
veittar 30 kr.
Seinast er nafnaskrá landbún-
aðarfélagsins og telur hún 477
félaga.
Yfir höfuð að tala er búnaðar-
ritið gott og þarft rit, sem ætti að
vera lesið á hverju heimili eins og
önnur búnaðarrit sem út koma.
Nomeströndin vlð Behringssundið.
Nýjasta gull-Iandiö.
Árið 1867 seldu Rússar Banda-
ríkjamönnum Alaska fyrir frekar
7 milliónir dollara. Þó að sumu
leyti sé óvistlegt þar norður frá,
þá eru lika ýms hlunnindi þar,
sem útlítur fyrir að Rússum hafi
ekki verið vel kunnugt um. Þar
er fiskiafii, selveiði, gnægð loð-
dýra — og síðast, en ekki sízt,
drjúgar gullnámur baíði í Klondyke
og á Nomeströndinni.
Það voru sænskir trúboðar, sem
haustið 1898 fundu á Nomeströnd-
inni fyrstir gull svo verulegar
sögur færu af. Þeir höfðu heyrt
ávæning þess hjá Skrælingjum, að
þar mundi gull í jörðu. Þetta
reyndist satt; þeir sannfærðust um,
að þar mundi vera mikið gull; var
þar líka sá kostur, að námurnar
lágu við sjó fram og því ólíku
hægara að komast að þeim en í
Klondyke. Samt var ekki í neitt
ráðist þetta haust, enda lagðist