Fjallkonan - 28.04.1903, Qupperneq 1
Kemur út einu sinni
1 viku. Yerð árg. 4kr.
(erlendis 5 kr. eða l'/2
doll.) borgist fyrir 1.
júlí (erlendis fyrir-
fram).
Uppsögn (skrifleg)bund
in við áramót, ógild
nema komin sé til út-
gefanda fyrir 1. októ-
ber, enda hafi kaup-
andi þá borgað blaðið.
Afgreiðsla: I»ing-
lioltsstræti 18.
XX. árg.
Ruykjavik 28. apríl 1903
Nr. 17
Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á
hverjum mán. kl. 11—1 í spltalanum.
Forngripasafn opið mvd. og ld, 11—12.
K. F. U M. Lestrar- og skrifstofa op-
in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 síðd.
Almennir fundir á hverju föstudags- og
'aunnudagskveldi kl. 8'/2 síðd.
Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9
og kl. tí á hverjum helgnm degi.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Landsbókasafii opið hvern virkan dag
kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3)
aud., mvd. og ld. tii útiána.
Náttúrugripasafn, i Doktorshúsi, opið
á sd. kl. 2-3.
Tannlœkning ókeypisíPósthússtræti 14b
1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1.
Uppboðsauglýsing.
Fimtudaginn 28. mai 1903 verða
við opinbert uppboð að Arnarbæli
í Ölfusi seldir ýmsir búsmunir og
áhöld, hross og sauðfénaður.
Uppboðið byrjar kl. 11 árdegis,
og verða söluskilmálar birtir á upp-
boðsstaðnum fyrir uppboðið.
Skrifsí Árnessýslu 22. apríl 1903.
SiguFður Olafsson.
Erlend tíðindi.
Khöfn 10. apríl 1903.
Lítt horflr enn til friðar í Make-
doniu. Albanesar láta mjög ótrið-
lega og má svo kalla, að þeir hafi
haflð uppreist mót Tyrkjum og er
orsökin sú, að þeir vilja með engu
móti, að kristnum mönnum í Make-
doniu séu gefnar nokkrar réttar-
bætur. Tyrkjastjórn þykir í mjög
óvænt efni komið, sem von er,
því að Albanesar eru hraustir
menn og illir viðureignar; sumar
beztu hersveitir Tyrkja eru af
þeirra kyni og má ganga að því
vísu, að þær segi skilið við stjórn-
ina og gangi i lið með löndum sín-
um, ef eigi komast sættir á. En
það eru engar líkur til, að það
verði í bráð. Fyrir skömmu skaut
Albanesi nokkur á konsúl Rússa
i bænum Mitrosvitza og særði hann
til ólífis. Nýjustu fregnir segja
hann látinn af þeim sárum. Brugð-
ust Rússar reiðir við, og kröfðust
þess af Tyrkjum, að þeir gengju
milli bols og böfuðs á Albanesum
og létu þeim ekki líðast spellvirki
slík. Tyrkir lofuðu öllu fögru að
vanda, enda mun þeim ekki ann-
að hlíta, en fara að vilja Rússa í
þessu efni. Hafa þeir nú viðbún-
að mikinn, og þykjast munu láta
til skarar skríða við Albanesa og
bæla þá undir sig með öllu. Hafa
þeir hingað til verið að nokkru
leyti sjálfstæð þjóð, undir vernd-
arvæng Tyrkja. Kristnir menn
eru líka vígbúnir og fá þeir styrk
frá Búlgariumönnum. Eru þannig
þrir flokkar f landinu, hverjir öðr-
um fjandsamlegir. Nokkrar smá-
orustur hafa verið háðar og víga-
ferli og hervirki eru daglega fram-
in. Eru horfurnar hinar iskyggi-
legustu.
Nýjustu fregnir frá Marokko
segja, að uppreistarherinn undir
forustu Bu-Hamara hafi unnið
mikinn sigur í orustu við Hemas-
ættflokkinn, setn er einn hinna
fjölmennustu og hraustustu þeirra
flokka, er soldáninum fylgja að
málum. Virðist gengi uppreistar-
mannanna aldrei hafa verið meira
en nú.
Óeirðir miklar eru meðal stúd-
enta á Spáni og hefir flestum há-
skólum þar f landi verið fokað.
Komið hefir til vopnaviðskifta milli
þeirra og lögregluliðsins í nokkr-
um helztu háskólabæjunum, og
hafa nokkrir stúdentar verið drepn-
ir í þeim óeirðum.
Vilhjálmur Þýzkalandsaeisari
hélt heimleiðis héðan frá Kaup-
mannahöfn á sunnudagskveldið
var. Dvaldi hann hér degi leng-
ur en ráð hafði verið gert fyrir
og þykir mega af því marka, að
hann hafi kunnað vel við sig hér
og þótt gott að vera með Dönum.
Dagana, sem hann dvaldi hér, var
hann á sífeldum erli fram og aft-
ur um borgina til þess að skoða
alt hið helzta og merkilegasta,
sem hér er að sjá, því að hann
er fróðleiksgjarn mjög og manna
forvitnastur. Konuugurinn gerði
hann að heiöursaðmirál í hinum
danska herskipaflota og margir
förunautar haus voru sæmdir »orð-
um« og »krossum«. Einnig rigndi
mörgum þesskonar »táknum og
stórmerkjum« úr hendi hins örláta
keisara yflr marga helztu menn
Dana. Dönsk og þýzk blöð eru
sammála um, að á þeim sama
degi, sem keisarinn steig fæti sín-
um hér á land, hafi Danir og
Þjóðverjar orðið vinir, þótt áður
hafi fjandskapur mikill verið á
milli þeirra.
Játvarður Englakonungur er nú
á ferð í Portúgal, og hefir honum
verið tekið þar með mikilli risnu.
Á heimleiðinni ætlar hann að koma
við í París og sækja heim Loubet,
forseta Frakka.
Lengi hefir veriö illur kurr í
járnbrautarþjónum í Hollandi og
hafa þeir oft gert sig líklega til
þess, að leggja niður vinnu og
krefjast hærri launa. Flestar járn-
brautir þar eru eign ríkisins; er
stjórninni því mjög mikið áhuga-
mál, að stemma stigu fyrir þess
konar verkföllum og vinnulýðs-
óeirðum yfirleitt, og hefir því þing
Hollendinga haft til meðferðar lög,
er leggja stranga refsingu við ails-
konar verkföllum. Vinnulýðurinn
vildi fyrir hvern mun hindra, að
þessi lög næðu fram að ganga, og
þegar að því var komið, að þau
yrðu samþykt, lagði hann niður
vinnu þúsundum saman. En stjórn-
in var við öllu búin; hafði hún
herlið til taks í öllum stærstu bæj-
unum til þess að halda lýðnum í
skefjum, og lét hermenn sfna vinna
öll hin nauðsynlegustu verk, er
gera þurfti; hefir henni á þann
hátt tekist að ráða bót á verkfall-
inu að mestu leyti. Samheldnin
meðal verkmanna heflr heldur
ekki veriðsembezt; margir þeirra
hafa þegar aftur tekið til starfa
og foringjar þeirra hafa nú sagt
skilið við þá og vilja láta hætta
verkfallinu, þar eð þeir eru orðn-
ir vonlausir um, að það hafi þann
árangur, er til var ætlast, sem
var sá, að koma i veg fyrir, að
lögin yrðu samþykt. Eru allar
likur til þess, að vinnulýðurinn
biði algerlegan ósigur í málum
þessum.
Söngfélag íslenzkra stúdenta hér
í borginni söng nýlega í »Somm-
erlyst«, sem er einn af helztu
skemtistöðum hér. Sungu þeir
þrjú kveld allsogfengu að vanda
mikið hrós í blöðunum. Eitt kveld-
ið var viðstaddur þýzkur prófessor,
Heissler að nafni, frá Göttingen.
Þegar söngnum var lokið, gekk
hann á fund söngstjórans, stud.
jur. Sigfúsar Einarssonar, og þakk-
aði honum fyrir og sagðist aldrei
hafa heyrt betur sungið.
Niðursetningur kvalinn til dauða
með misþyrmingum, illum aðbún-
aði og viðurvœrissJcorti.
Skaftárdalur heitir bær, efst og
vestast á Síðu í Vestur-Skaftafells-
sýslu. Jörð þessi er afskekt og
til fjalla og samgöngur við aðra
bæi því litlar á vetrardaginn. Eru
bæirnir tveir og spölkorn á milli.
í vor, sem leið, kom að öðrum
bænum maður utan úr Mýrdal,
Oddur Stfgsson að nafni, frá Brekk-
um. Hann tók til sín niðursetn-
ingsdreng 10 ára gamlan, sem að
undanförnu hafði verið í Hörgs-
dal á 50 kr. meðlagi; Oddur bauð
drenginn niður um 30 kr. og tók
hann því með 20 kr. meðgjöí þetta
ár.
Með jólaföstukomu eða um það
leyti kom faðir drengsins að Skaft-
árdal; líkaði honum þar ekki alls
kostar fyrir son sinn og hafði orð
á; reyndi jafnvel að koma honum
fyrir annarsstaðar. En honum
varð illa til og kom engu áleiðis,
hvorki við hreppsnefnd né aðra.
Þetta hafði samt þann árangur, að
hreppsnefndaroddvitinn bað prest-
inn í Skaftártungunni, að forvitn-
ast um verustaðinn, hvort honum
mundi ábótavant. En prestur
tjáði verustaðinn sæmilegan eða
eitthvað á þá leið og féll svo það
mál niður.
Nú leið og beið þangað til laug-
ardaginn 28. marz; þá kom sendi-
sveinn til sýslumanns á Kirkju-
bæjarkiaustri frá Runúlfi Jónssyni
í Holti, sem skýrði frá, að dreng-
ur þessi hefði orðið bráðkvaddur
fimtudaginn næsta á undan (fyrsta
í einmánuði).
Sýslumanni hafa að líkindum
þótt tíðindi þessi viðsjárverð ; því
hann bauð þegar, að flytja til sín
bæði líkið og húsbónda drengsins.
Var sú skipun frarakvæmd, þótt
erfið væri. Þvi yfir fjöll og fyrn-
indi var að fara og færð hin versta.
Fóru í þá sendíferð fjórir vask-
leikamenn og urðu þeir að bera
kistuua mikið af leiðinni. Komu
þeir með flutninginn til sýslumanns
þriðjudaginn 31. marz. Var síðan
rannsókn hafin.
Héraðslæknarnir Þorgrímur Þórð-
arson á Borgum, sem staddur var
vestur á Síðu, og Bjarni Jensson
á Breiðabólsstöðum voru kvaddir
til að skoða llkið.
Læknar sögðu, að líkið bæri
auðsæan vott um viðurvær-
isskort. Var það 8V0 horað,
að þeir, sem við voru, töldu i þvi
beinin á 23 feta fœri.
Svört kolbrandssdr voru inn í
bein á báðum stórutánum og minni
sár á öllum eða flestum hinum.
Eyrun voru rifin og klóruð og
bakið húðflett eftir barsmíð. Sagt
er, að húsbóndinn hafi meðgengið
fyrir sýslumanni misþyrmingar á
drengnum eftir vefjur og vafninga
fram og aftur í 10 kl.tíma. Er
það í mæli, að það hafi ekki fag-
urt veiið, sem upp kom hjá hon-
um, er blaðran loks sprakk.
Faðir barnsins heitir Páll Hans-
son.
(Eftir bréfi af Síðunni).
Yerkafólkið og landbúnaðurmn.
Eftir
Vigfús Guðmundsson.
2. Sjálfræðislöngunin kemur
fram í því, að fólkið vill ráða sér
sjálft og gerðum sínum. Það er
ekki leiðinlegt fyrir unga og fjör-
uga fólkið, að hugsa til þess, að
geta sjálft sett boð og bann lukku
sinnar og lífsreglu; að geta stjórn-
að og boðið öðrum byrginn, í stað
þess að lúta öðrum og láta þá
skipa sér.
Til að ná þessu takmarki blasa
nú við fjöldanum af alþýðufólkinu
þrjár leiðir: Lausamenska, þurra-
búðarmenska og sveitabúskapur.
Lausamenskan er nú fyrsta og
fjölfarnasta leiðin. Flestir þurfa
samt leiðsögu og hjálp á þeirri
leið. Flest lausafólk hlýtur að
þiggja húsnæði og atvinnu af öðr-
um, hlýtur að vinna alla erfiða
vinnutíma ársins undir annara
stjórn og yfirráðum. Já, oft erfið-
ari vinnu og undir strangari stjórn
en vinnufólkið hefir átt að venjast.
Hvar er svo sjálfræðið ?
Það verður mest innifalið í ferða-
lagi og fyrirhöfn við að koma sér
fyrir og afla sér lífsnauðsynja, og
stundum í umstangi og striði við
það, að geta e k k i komið sér fyr-