Fjallkonan


Fjallkonan - 28.04.1903, Page 2

Fjallkonan - 28.04.1903, Page 2
66 FJALLKONAN ir við þá atvinnu, sem menn geta leyst af hendi, eða á þeim stöðum sem þeir una við. Ekki er dag- launafólki hlíft við slátt, bygging eða hvert annað starf í sveit frem- ur en vinnufólki. Ekki heldur við eyrarvinnu, grjótverk, fiskverkun eða aðra vinnu úti við í kaupstöð- um og sjóþorpum; ekki við hval- vinnu eða vegavinnu; ekki á verk- stæðum eða við verzlanir. Ekki verður meira úr sjálfræðinu á sjónum, því strangari er þó skips- aginn en nokkur vanaleg verk- stjórn á landi. Þurrábúðarfblkið hefir vanalega varanlegra heimili og eitthvað við það að gera eða yfir þvi að segja; oft heflr það lika varanlegri dval- arstaði við atvinnu sina; annars er alt það hið sama að segja um sjálfræði þess og atvinnurekstur. Það verður oftast að beygja sig undir annara stjórn og yfirráð — mestan hluta ársins — rétt eins og lausafólkið. Kaupstaðabúar, sem alla daga jafut eru bundnir við ákveðin opinber störf, eða störf hjá kaupmönnum og öðrum stórum atvinnuveitendum, eru sannarlega ekki fremur öfunds- verðir af sjálfræðinu og finst vist fáum ofmikið af því í slikri stöðu. Sveitabúskapinn er óhætt að telja siðastan, að þvi leyti, sem fæstir virðast nú vilja stunda hann. Bændastöðunni fylgir lika mikið erfiði, umsvif og áhyggjur, því verður ekki neitað. Þó er sú staða eina leiðin — af þeim, sem hér er um að ræða — sem stefnir beint að sjálfræðistakmarkinu og greiðust er hún yfirferðar fyrir frelsi manna og réttindi. Á þeirri leið geta menn sjálfir ráðið ferð- um sínum að miklu leyti, sjálfir ráðið verki og hvíld, og notað tím- an sér i hag eftir ástæðunum og eigin geðþekni. Engin almenn staða í mannfé- iaginu er í eðli sínu eins frjálsleg og óháð annara yfirráðum og af- skiftasemi eins og bændastaðan. Engin staða fjölbreytilegri, eða betur löguð til að kynnast ýmsum öflum náttúrunnar, og læra að að færa sér þau í nyt. Engin staða betur löguð til að yfirstíga torfærur og sigrast á erfiðleikum, til að treysta eigin kröftum og vekja þó jafnframt aðdáun, auð- mýktar, ráðvendni og þakklætis- tilfinningar. Enginn gróði er betur fenginn, lausari við að vera af öðrum hafður, eða ánægjulegri en sá, sem menn afla sér sjálfir úr skauti jarðarinnar. 3. Nautnafýsnirnar hjá fólkinu munu einkum koma fram í þrens- konar myndum, sem mentafýsn, glaðvœrðarfýsn og makindafýsn. a) Mentafýsnin er orðin öllu rik- ari hjá kvenfólkinu en karlmönnun- um. Þær eru orðnar fáar vinnu- konurnar, sem ekki langar til að læra eitthvað. Væri þetta gleði- legur framfaravottur, ef lærdómur og mentun gengi i rétta og prakt- iska stefnu; ef menn lærðu þau störf og leituðu mentunar .1 þeim verkahring, sem menn þurfa að stunda eða hljóta að gefa sig við, eða hafa sérstaka löngun til, sér- stakt lag og ágæta hæfileika. En það eru ekki að eins þeir, er hafa góða hæfileika eða löngun til að búa sig undir ákveðið æfi- starf, sem vilja læra. Sumir vilja læra, bara eitthvað, til að vera eins og hinir, og geta sagt, eða helzt látið sjást, að þeir hafi lœrt. Jafnt fyrir því þó hæfileika til námsins vanti, og þó námið komi ekki að neinum notum. Siíkt nám veitir enga mentun. Ekki meiri mentun en páfagauk- urinn hefir af því, að læra að tala þau orð, sem hann vitanlega hvorki skilur né hefir hugmynd um, hvenær eru »orð í tíma töluð«. Þess kouar nám mætti þvi nefna páfagauksmentun. Páfagauksmentun er það, þegar menn læra tungumál eoa fræði- grein, sem þeir ætla sér aldrei að líta í, nema meðan námið stendur yfir, þegar menn læra eitthvert starf eða sérfræði, sem er fyrir utan verkahring nemenda, og eng- ar eru líkur til, að hann hafi nokk- urn tíma minstu not af því, og þegar menn ráðast í að læra það, sem þeim er ofvaxið, eða vantar hæfileika til. Þessi óeðlilega lærdómsfýsn og öfuga kensluaðferð á sér óneitan- lega stað, en hún er engan veginn nemendum einum að kenna, held- ur hefir hún dýpri rætur. Hugs- unarháttur þjóðarinnar hefir verið og er enn í mörgum greinum ger- spiltur í þessu efni. Skólarnir og fyrirkomulag þeirra flestra er aug- ljós sönnun fyrir þessu. Nemend- urnir eru neyddir til að læra margt og mikið, sem þeir vilja ekki læra og geta því ekki lært sér til nytsemdar, en fá ekki að læra nema til hálfs það, sem þeir vilja læra og geta haft not af. Sérstaklega eru það æðri skólarn- ir hér á landi, sem svona eru lag- aðir. Að rökstyðja þetta, yrði bæði of- langt mál og þessu efni óviðkom- andi, að eins sem dæmi vil eg þó minna á tungumálin fornu í la- tínuskólanum. Þrátt fyrir þessa galla reka sum- ir foreldrar börn sín í skólana, ef þau fara ekki fúslega. Það má til dæmis heita óvanalega fá'gæt og heiðarleg undantekning, þegar em- bættismenn lofa sonum sínum að ganga aðra leið en æðri skólaveg- inn og láta þá verða »rétta og slétta« bændur. Það þykir hjá sumum meir en lítil læging í sliku, enda þótt drengirnir vilji ekkert annað stunda en búnað og geti á þann hátt orðið meðal hinna nyt- sömustu manna þjóðfélagsins. Heldur er meiri upphefðar og virð- ingarvon í því, að kasta tening um nytsemina af nauðungarnám- inu og hættuna við að lærisveinn- inn verði sjálfur sér til armæðu og öðrum til þyngsla og aldrei til nytsamra starfa nýtur. Bændurnir sumir hverjir og konur þeirra eru líka fátækari af ýmsu öðru en hégómaskap og höfðingjafylgi. Þeim finst fátt hamingjuvænlegra og hugðnæm- ara, en að sjá syni sína í höfð- ingjahópnum, þótt ekki sé nema sitja á fótskör embættismanna, og dætur sínar setjast á bekk með lærðum manni. Hugur foreldra hneigist meir og meir í þá átt, að álfta börn sín of- góð til að vinna, og upp úr því vaxin, að sjá um sig sjálf. Aðrir eiga að plægja og sá fyrir þau, en þau eiga bara að birða upp- skeruna. Bændur láta syni sfna læra dönsku og mannnkynssögu, en hirða minna um, að láta þá sjálfa leggja hönd á plóginn og starfa með nákvæmni, hagsýni og dugnaði við jarðyrkju, gripahirð- ing og alla búsýslu og bústjórn. í stað þess að kenna þeim, að þekkja sjálfa sig og nátturuna, að styrkja heilsu sína, auka krafta sína, fullkomna hæfileika sína og beita þeim til að hagnýta sér á- nægjuna, auðinn og alsnægtirnar, sem náttúran býður þeim, er þeim kent að þekkja útlend mál, útlenda menn og útlenda siði, að þekkja menn, sem dauðir eru fyrir hundr- uðum eða þúsundum ára, og hverj- um ráðum þeir beittu til að kúga, ræna og drepa hver annan. Svo er líka að sjá, sem það sé orðið hæstmóðins, að láta dæturn- ar sitja við söng og hljóðfæra- slátt eða iþróttasaum og kræsinga útbúning at útlendum efnum og með útlendu sniði auðvitað, en kæra sig ekkert um hitt, þó þær læri ekki að mjólka kýrnar, að búa til góðan, hollan og nærandi mat úr mjólkinni og öðrum inn- lendum efnum, að búa til og bæta íverufatnaðinn og stjórna búsýsl- unni. Einnig er þeim kent að slétta lín, en ekki er fengist um, að láta þær þvo sokkana sína; þær lesa eldhúsrómana i stað upp- eldisfræði barna sinna. Eg vil ekki, að menn miskilji þessi orð mín og haldi, að eg meti lítils sanna mentun, eða telji námsgrein- arnar, sem eg nefndi, litilsverðar í sjálfu sér og þar sem þær eru á réttum stað. Meining mín er ein- ungis þessi: Lærum að standa áður en við leitumst við að stökkva; förum ekki í gullofna kápu til að hylja götuga ræfla, oggerum skyld- una fyrst, skemtum oss svo. Alþýða manna og vinnuhjúin með eru nú ekki svo, blind, að þau sjái ekki, hvert sveifinni er snúið. Þau sjá og skilja vel, að margir eru látnir eiga sældar- æfi, þó þeir geri lítið annað en að læra og leika sér; að fínu fötim og hvítu hendur iðjuleysingjanna eru alment meira metin og tekin fram yfir grófu fötin og rauðar hendur erfiðismannanna. Þau sjá og skilja, að á virðingarhjólinu er einatt flaggað með fötum og fram- komu, þó starfsemi, hyggindi og hæfileikar megi hanga niður. Og það er engin furða, þó eiunig þau leitist við að láta snúa sér upp á hjól virðingarinnar og ímyndaðrar hamingju. Sýslunefndarfundur Arnesinga er nýafstaðinn. Hann stóð 14.—18. þ. m. Helztu mál — auk hinna sjálfsögðu — voru: 1. Samgöngumál: Skorað á tilvonandi alþingismenn sýslunn- ar, að gangast alvarlega fyrir þvt á næsta þingi, að flutningabrautin frá Eyrarbakka verði framlengd frá Flatholti (nál. Bitru) upp að Laxá, og að álmur verði lagðar að Alviðru og Iðu. (Rjómabúin þykja nfl. í hættu, nema vagnveg- ir séu lagðir sem næst þeim, en með framtíð rjómabúanna virðist framtíð landbúnaðarins hér nú standa og falla). Gangi þetta fram á næsta þingi, lofar sýslunefndin, að taka að sér í sameiningu við Grímsnes, að brúa Sogið án fjár- framlaga úr landssjóði. Skorað á hina sömu, að reyna að fá því framgengt, a ð brúar- gæzlu verði létt af sýslusjóði, a ð útvegaðar verði upplýsingar um, hvort tiltækilegt muni, að koma hér á »motor«-vagnferðum, og a ð sýslu- og hreppanefndum verði leyft, er nauðsyn ber til, að hækka allt að helmingi mælikvarða vega- gjalds, þ v i a ð nú fækka verk- færir menn í sveitum ár frá ári, en samgönguþarfir fara vaxandi. Til dragferju á Ilvítá á Iðu voru veittar 550 kr. Sýslusjóði var tal- ið óviðkomandi, að gera báta við Hvítá á fjallvegi. En fyrirspurn var beint til Biskupstungnahrepps, hvort hann vildi ekki, ef landssjóð- ur gerði bátana, taka að sér um- sjón þeirra og viðhald gegn frjálsri notkun þeirra fyrir tjallfé sitt. Lagt til, að aftaka lögferju á Spóa- stöðum, En málaleitun Óseyrar- nesseigenda um, að aftaka lögferju þar eða leggja henni ársstyrk, gat nefndin eigi sinnt að svo komnu. Beðið var um, að taka Stokks- eyri og Eyrarbakka (eða Þorláks- höfn) upp í strandferðaáætlanir frá maíbyrjun ti! septemberloka. Mælt var með því, að Guðni á Kolviðarhóli fái 200 kr. úr amts- sjóði í viðurkenningarskyni. Einn- ig mælt með styrkveitingu úr lands- sjóði til gistihúss-stofnunar (ef til kemur) nálægt Hólmsbrú; einnig gefin von um, að sýslan styrki þá stofnun að tiltölu við önnur hlutaðeigandi héruð. Óskað, að vörðum með Mosfells- heiðarvegi verði fjölgað svo sem þörf er á til þess, að ferðamenn villist eigi af honum. Til sýsluvega var lítið lagt að þessu sinni vegna fjárskorts í vegasjóðnum. 2. Búnaðar- og atvinnu- mál: Skorað á þingmenn, að fá fram vörumerkjalög, en banna ella útflutning smérs, sem eigi er frá rjómabúum. Lagt til, að lands- stjórnin fái heimild til að ákveða árlega verðlaunaverðhæð smérs, eftir verðbreytingum þeirrar vöru á útlendum markaði. Skorað var á Búnaðarféiag lands- ins, að láta rannsaka til hlítar Þjórsáráveitumálið. Framskurða- samþykt nokkurra Flóahreppa var breytt samkvæmt bendingu frá amtmanni. Til fénaðarsýninga í Hreppum voru veittar 50 kr. Guðmundi Lýðssyni á Fjalli veittar 50 kr. til kynbóta, raeð von um, að bún- aðarfélögin í upp-sýslunni leggi 50 kr. til hins sama. Mælt var með Guðmundi á Há- eyri og Jóni á Bíldsfelli til kon- ungsverðlauna, og með 22 um- sækjendum til verðlauna af rækt- unarsjóðnum. Lýst var yfir, að Reykjafoss- ábyrgðin væri sjálfskuldarábyrgð, og að hún stæði í gildi, þó að stofnunin skifti um eigendur, verði hún rekin á staðnum eftir sem áður. 3. Heilbrigðismál: Beð- ið var um, að létta yfirsetukonum af sýslusjóðum. Veittur var upp- bótarstyrkur handa læknum sýsl- unnar fyrir barnaveikismeðal. Sett var millifundanefnd til að endur- skoða hundalækningareglugerðina, þareð víða virtist ábótavant í því efni og þörf á heppilegri fyr- irmælum. Skorað var á kaupmenn, að hætta áfengissölu frá næstkom- andi nýári. Mælt með yfirsetu- konuefni til Þingvallaumdæmis. 4. Menntamál: Heitið allt að 60 kr. til sjómannakenslu að vetri, ef 40 nemendur eða fleiri beiðast. (í vetur sóttu of fáir, því sjómönnum hefir mjög fækkað). Lestrarfélögum Stokkseyrar og

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.