Fjallkonan - 05.05.1903, Blaðsíða 1
Kemur lít einu sinni
i viku. Yerð árg. 4kr.
(erlendis 5 kr. eða lVa
doll.) borgist fyrir 1.
júlí (erlendis 'yrir-
fram).
íjppsögn (skrifleg)bund
in við áramót, ógild
nema komin sé til út-
gefanda fyrir 1. októ-
ber, enda hafi kaup-
andi þá borgað blaðið.
Afgreiðsla: I»ing-
holtsstræti 18.
XX. árg. ! Reykjavik 5. maí 1903 Nr. 18
Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á
hverjum mán. kl. 11—1 í spltalanum.
Fornqripasafn opið md., mvd. og ld
11—12.
K. F. U M. Lestrar- og skrifstofa op-
in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 síðd.
Almennir fnndir á hverju föstudags- og
sunnndagskveldi kl. 8'/2 siðd.
Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9
og kl. ti á hverjum helgum degi.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
4tl. 11—2. Banka8tjórn við kl. 12—1.
Landsbókasafn opið hvern virkau dag
ki. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3)
md., mvd. og ld. tii útláua.
Náttúrugripasafn, i Doktorshási, opið
á sd. kl. 2—3.
Tannlœkning ókeypis í Pósthússtræti 14b
1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1.
Uppboðsaugiýsing.
Fimtudaginn 28. mai 1903 verða
vjð opinbert uppboð að Arnarbæli
í Ölfusi seldir ýmsir búsmunir og
áhöld, hross og sauðfénaður.
Uppboðið byrjar kl. 11 árdegis,
og verða söluskilmálar birtir á upp-
boðsstaðnum fyrir uppboðið.
Skrifst Árnessýslu 22. apríl 1903.
Sigurður Ólafsson.
Eriend tíðindi.
Khöfn 27. april 1903.
Um mörg undanfarin ár heflr
Rússastjórn smám saman svift
Finna meira og meira af sjálfsfor-
ræði þeirra. Finnar hafa borið
harrn sinn í hljóði og farið fram
með stillingu og gætni og hefir
þeim á þann hátt hepnast að
nokkru leyti, að stemma stigu fyrir
yflrgangi Rússa. Vill nú Rússa-
stjórn ekki lengur láta Finnum
haldast uppi með að veita vald-
boðum hennar mótspyrnu og heflr
því geflð landstjóra Finnlands al-
ræðismannsvald yfir þegnum sín-
um. Heitir landstjóri sá Bodrikoff;
er hann harður í horn að taka og
fylginn sér og hefir hann nú þegar
tekið að beita valdi sínu óspart
og af lítilli mildi. Nokkrum helztu
mönnum Finna hefir verið boðið
að vikja úr landi, mörgum em-
bættismönnum hefir verið vikið frá
embætti og sumum kastað i fang-
elsi. Réttindi þeirra og lög eru
fótumtroðin og alt gert til þess, að
reyna að útrýma þjóðerni þeirra
og tungu. Eru allar líkur til þess,
dagar þessarar óhamingjusömu
þjóðar séu bráðum taldir, því að
af eigin ramleik geta þeir ekki
reist rönd við ofbeldi Rússa, og hjá
öðrum þjóðum eiga þeir engrar
hjálpar að vænta.
Rússar hafa nýlega krafist þess
af Kínverjum, að þeir selji sér í
hendur æðstu völd yfir Mandschurí-
inu og synji öllum öðrum þjóðum
um nokkur yfirráð þar. Kínverj-
ar hafa neitað kröfum þessum og
gera þeir það að undirlagi ýmsra
stórvelda, sem vilja með engu
móti leyfa, að Rússar verði einir
um hituna þar um slóðir. Eink-
um hafa Englendingar, Bandamenn
og Japanir brugðist mjög reiðir
við og þykir þeim Rússar gerast
furðu djarfir, að fara slíks á leit.
Er því eigi líklegt, að Rússum
heppnist að fá þessum vilja sinum
framgengt.
Englendingar hafa í 3 ár átt í
ófriði við höfðingjann Mullah í
Somalilandinu í Suður-Afriku og
hefir þeim veitt erviðlega í þeim
viðskiftum. Hinn 10. þ. m. sendi
aðalherforingi Englendinga þar
syðra, Manning að nafni, hersveit-
ir nokkrar lengra inn i landið til
þess að njósna um ferðir Mullah.
Foringi þeirrar farar heitir Cobbe.
Nokkur hluti liðs hans lenti í or-
ustu við hersveitir Mullah og beið
algerðan ósigur; aðeins 37 raenn
komust undan á flótta, en hinir
allir féllu; voru það um 200 manns.
Þegar Manning fékk fregnir þess-
ar,. hélt hann þegar á stað til
móts við Cobbe. En hersveitir
Mullah voru á veginum og réðust
á hann. Varð þar enn orusta all
mannskæð og er sagt, að 2000
manna hafi fallið af liði Mullah,
en eigí hafa enn borist fregnir af,
hve margir hafi fallið af Englend-
ingum. Talið er, að Manning hafi
unnið sigur, og er hann nú kom-
inn alla leið til móts við Cobbe.
Ófriðnum í Marokko er enn eigi
lokið. Mjög er talið efasamt, hver
bera muni hærra hlut, soldáninn
eða Bu-Haraara, foringi uppreist-
armanna. Heyrst hefir, að soldán-
inn ætli sjálfur að takast á hend-
ur stjórn hersins; þykir honum
herforingjar sínir linir í sóknum.
öllum Evrópumönnuto, sem verið
hafa við hirð hans, hefir hanri vis-
að á braut, og hefir hann neyðst
til að gera það að vilja þegua
sinna, sem fiestum er meinilla við
Evrópumenn og siðu þeirra.
Rússar hafa krafist 120,000
franka í bætur fyrir víg konsúls
síns, er drepinn var í Mitrovvitza
1 Makedoniu. Stendur Tyrkjum
hinn mesti ótti af reiði þeirra og
gera alt, sem þeir geta til þess að
blíðka þá. Sífeldar óeirðir eru
altaf í Makedonfu og hver höndin
uppi á móti annari. Eru engar
horfur á, að þeim róstum linni í
bráð.
Byltingahugur mikill er í Spán-
verjum um þessar mundir. Halda
þeir samkomur víðsvegar um land
og þykjast vilja fá lýðveldisstjórn
eða liggja dauðir ella.
Hin frjálslynda stjórn, sem nú
situr að völdum á Frakklandi, á
altaf i höggi við klerkalýð og
munka þar i landi. Hafa þeir um
langan aldur að mestu leyti haft á
hendi uppfræðslu alþýðunnar og not-
að sér það til þess að kenna henni
sérkreddur sinar og hindurvitni og
gera hana fjandsamlega öllum
frjálslegum hreifingum, eirtkum þó
í trúarefnum. Hefir stjórnin með
miklum dugnaði reynt að ráða bót
á þessu og bannað klerkum, tnunk-
um og nunnum að kenna við al-
þýðuskólana. Oft hefir bún orðið
að beita hörðu til þess að koma
vilja sínum fram, því að klerkar
hafa sumstaðar fylgi allmikið. —
Revoil landstjóri Frakka í Algiers
hefir nýlega sótt um lausn frá em-
bætti. Er hann klerkavinur mik-
ill og er grunaður um að hafa
tekið þátt í æsingum móti stjórn-
inni; einkum er hann bendlaður
við mál nokkurt, sem nýlega hefir
verið hafið af einu af blöðum
Frakka. Er því haldið fram þar,
að stjórnin eða fylgifiskar hennar
og þó einkum ungur maður, sonur
Cambe ráðaneytisforseta, hafi boð-
ið hinum svo kölluðu Kartheuser-
munkum ýms forréttindi og hlunn-
indi, ef þeir vildu borga eina millj-
ón franka. — Sumir segja þrjár
miljónir. Hefir mál þetta verið
ransakað og virðist það aðeins
vera rógur og lygar einar og hefir
ekkert komið fram þvf til sönn-
unar. Stjórnin hefir nú boðið
Kartheuser-munkunum að fara úr
klaustrum sínum, en þeir hafa
þverskallast við öllum boðum henn-
ar og segjast eigi munu fara, nema
þeir séu reknir á brott með valdi.
Mun þess heldur eigi Jangt að
bíða, að svo verði gert. — Páfa
þykir nóg um aðfarir Frakka-
stjórnar í málum þessum, en eigi
hefir hanri þó blandað sér í þau
enn þá. En líklegt þykir, að hon-
um muni nú finnast setið meðan
sætt er.
Þýzkur sjóliðsforingi, Hússener
að nafni, nítján ára gamall, drap
nýlega ungan hermann, sem hann
mætti á stræti i Berlín, sakir þess,
að honum þótti hann eigi sýna sér
tilhlýðilega virðingu. Var honum
þegar varpað í fangelsi og mælist
verk þetta mjög illa fyrir, sem
von er.
Kviknað hefir í steinoliunámum
í Teksas. Skaðinn er metinn 10
milljónir dollara.
Fyrir skömmu sprakk i loft upp
púðurverksmiðja í Hongkong í
Kína og misti 1000 manna lífið.
Framtíðarlönd.
Þegar vér á bernskuárunum
sitjum í hreysum vorum í skamm-
deginu og hríðin lemur utan hús-
in og snjórinn byrgir gluggana,
hversu oft hugsum vér þá um
löndin hinum megin við hafið, þar
sem sólin skín allan ársins hring
og aldrei festir snjó á jörðu; þar
sem alt er blómum þakið og grasi
vafið, jafnt sumar og vetur.
Og þegar vér svo náum þroska
aldrinum og verðum sjálfir að
heyja baráttuna fyrir tilverunní
og strita og starta frá morgni til
kvelds, hversu oft hugsum vér þá
um fjarlægar heimsálfur, þar sem
auðurinn og unaðssemdirnar búa
og alt er þakið gulli og grænum
skógum, þar sem enginn verður
beygður af þrældómi eða örbyrgð,
en allir lifa í »vellystingum prakt-
ulega« og eta skínandi krásir.
Þegar vér í huganum berum
þetta saman við okkar eigið land,
þar sem fátæktin og frostið býr
og alt er þakið isi og snjó, þá er
það eigi að undra, þótt oss langi
burt til ketkatlanna í hinum fjar-
lægu Jöndum.
En fæstir þekkja nokkuð til
hlítar þessi fyrirheitnu lönd. Þau
standa fyrir hugskotssjónum vorum
gædd öllum jarðneskum gæðum,
en hina sönnu kosti þeirra og
lesti þekkjum vér ekki. Oss er
ókunnugt um, hvaða skilyrði krefj-
ast til þess, að geta komist þar á-
fram, og hvort þau í raun réttri
eru nokkuð auðugri að gæðum,
en vort eigið land. Þessi þekk-
ingarskortur á sér stað víðar en
á íslandi, og til þess að > ráða bót
á honum í Danmörku hefir rit-
höfundurinn Walter Christmas tek-
ist á hendur að skrifa bók um
framtíðarlöndin, sem nú er að
koma út á kostnað Gyldendals
bókaverzlunar. Christmas nefir
farið viða um lönd og þekkir
manna bezt til i fjarlægum heims-
álfum og má ganga að því vísu,
að alt sé satt og rétt, sem hann
skýrir frá. Bókin kemur út í
heftum og er mjög ódýr. Myndir
eru margar og góðar.
Það, sem nú er komið út af
bókinni, er að eins um Ástraliu.
Er það nákvæm lýsing af lands-
háttum öllum og atvinnuvegum,
mentun og stjórnarskipun og öðru
þvi, er nauðsynlegt er, að vita
fyrir innflytjendur. Má af því
sjá, að margt er þar öðruvísi en
oss hefir dreymt um. Gullgröftur-
inn er mjög örðug og hættuleg
vinna sakir hita og vatnsleysis,
og yfirleitt græða menn ekki meira
á honum en annari vinnu. Sauð-
fjárrækt hefir verið með miklum
blóma, en er nú í hinni mestu
afturför sakir þurka og hita; deyr
féð þúsundum saman af þorsta og
hungri, því að grasið getur ekki
vaxið sakir þurkanna, sem hafa
verið óvanalega miklir 1 hin síð-
ustu tíu ár. Til frekari skýringar
er vert að geta þess, að árið 1897
voru 18 miljónir sauðfjár í fylk-
inu Queensland, en árið 1900 voru
þar að eins 10 miljónir.
Allir, sem skilja dönsku og vilja
fræðast um framtíðarlöndin, ættu
að lesa þessa bók, sem er hin
fróðlegasta og eigulegasta í alla
staði.
B. L.
Veðráttan síðustu. viku hin
ákjósanlegasta hér sunnanlands.
Oftast logn og sólskin; andkaidur
samt oft, einkum kveld og morgna