Fjallkonan - 05.05.1903, Page 2
70
FJALLKONAN
og þegar hreifir vind. Á sunnu-
daginn hæg deyfa, síðari hluta
dags; skaut þá grænum lit á varpa
og túnjaðra.
I'ramfaramál Arnesiuga.
iii.
Samgöngubætur-
Skyldugt er að játa það, að
mikið hefir þegar verið gert til að
greiða fyrir samgöngum í sýslunni,
enda var þörfin mikil og brýn.
Þangað til að hinn svo nefndi
Flóavegur var lagður yfir svæðið
milli ánna, Ölfusár og Þjórsár,
mátti uegja, að tímum saman,
einkum vor og haust, væri ýmist
illfært eða við það ófært yfir endi-
langa sýsluna. Voru það ljótar
svaðilfarir, sem lestamenn fengu
með hesta sína og farangur oft
og tíðum á þeim vegi. Eins mátti
segja, að þangað til Eyrarbakka
brautin var lögð væri iðulega,
einkum vor og haust, littfært úr
sumum sveitum í kaupstaðina
innan sýslu, Eyrarbakka og Stokks-
eyri. Kaus þá margur maður að
fara suður og leita til kaupstað-
anna við Faxaflóa, þó lengra væri,
og örðugra á allar lundir. —-
Með vegabótum þeim, sem þeg-
ar hafa gerðar verið, hefir því
Arnesingum verið unnið mikið
gagn; enda má segja, að marki
fyrir um ýmsar framfarir og
framkvæmdir i Árnessýslu síðan
samgöngubætur þessar komust á
laggirnar.
Það vita kunnugir menn bezt.
En þa£ eru ekki Árnesingar
einir, sem gagn hafa af veginum
austur í gegnum sýsluna. Hann
er engu og litlu síður fyrir næstu
héruð á báðar hendur, bæði fyrir
austan og vestan, Rangvellinga og
Vestur-Skaftfellinga frá annari
hálfu, og Reykvíkinga og íbúa
Kjósar- og Gullbringusýslu frá
annari. Mælum vér þetta ekki af
því, að vér teljum gagnið af
Flóaveginum og Eyrarbakkabraut-
inni eftir nokkrum manni; því fer
fjarri. Heldur bendum vér á
þetta til þess að sýna, að vegir
þessir eru ekki einungis í þágu
Árnesinga; má alveg eins segja
með fullum sanni, að þeir séu í
rauninni í þágu stórmikils hluta
af öllu Suðurlandi. Og er það
gott. —
En langt er frá, að með þessum
samgöngubótum sé samgöngumál-
um Arnessýslu komið í viðunan-
legt horf. Menn finna betur til
þess nú en nokkru sinni áður, að
sýslan þarfnast enn mikilla sam-
göngubóta, að betur má ef duga
skal, hvað vegi og brýr innan-
sýslu snertir. —
Þær raddir hafa stöku sinnum
heyrst, að Árnessýsla bæri meira
frá borði til vegabóta og sam-
göngum til eflngar en henni bæri
að hlutfalli réttu við aðrar sýslur
landsins.
Vér ætlum, að þessar skoðanir
hafi ekki verið á gildum rökum
bygðar.
Þess verður að gæta, sem oft
er þegar búið að taka fram og
hér skal ekki gert að umtalsefni,
að strandferðirnar fara nálega að
öllu leyti fyrir ofan garð og neð-
an hjá henni. Hún er þar að
auki ein langstærsta og fólksflesta
sýsla landsins; hefir mörg og mik-
il skilyrði þess, að geta tekið uip-
bótum og framförum, ef hún er
studd á eðlilegan hátt á framfara-
brautinni.
Þar hafa nú á síðustu árum
verið ýmsar hreyfingar uppi, sem
benda á það, að allmikill fram-
farahugur sé í Arnesingum og að
þeim sé það mikið áhugamál, að
koma landbúnaðinum úr kútnum.
Sýslan liggur bæði til sjós og
sveita; hagar viðast svo til, að ilt
er yfirferðar og vegna víðáttunn-
ar hefir ekki orðið komist yfir, að
gera vegabætur nema á stöku
stað. Allur efri hluti sýslunnar
má heita vötnum girður, sem yfir
verður að sundleggja til flestra
aðdrátta. Rjómabú eru að spretta
þar upp sem óðast i ýmsum
sveitum; en tvísýnt þykir um til-
veru þeirra, nema greiðist að mun
úr samgönguerflðleikum þeim, sem
nú eiga menn við að búa.
Þegar rétt er álitið, er því rajög
eðlilegt, að Árnessýsla verði þung
á metunum að því, er fjárútlát
snertir til vegagerða og sam-
göngubóta. Sýslubúar hafa líka
sýnt það og er í hug að sýna
það betur, að þeir vilja leggja
eitthvað fram af mörkum í þessu
skyni; og álítum vér, að þeiir
mönnum eigi landssjóður að vera
fús til að mæta á miðri leið.
Samgöngubætúr þær, sem Ár-
nesingum þykja nú kalla mest að,
eru brú yfir Sogið hjá Alviðru,
dragferja yfir Hvitá hjá Iðu, að
flutningabrautin frá Eyrarbakka
verði framlengd frá Bitru í I'ióa og
upp að Laxá, og álmur lagðar út
frá aðalbrautinni bæði upp með
Ingólfsfjalli að austan að Soginu,
hjá Alviðru, og austar aftur að
Hvitá hjá Iðu, þar sem dragferj-
an á að koma. Grímsnesið og
sýslan öll ætla í sameiningu að
kosta Sogsbrúna og sýslan drag-
ferjuna hjá Iðu. En aftur fer
sýslan þess á leit, að landssjóður
kosti hina umræddu vegagerð.
Engum, sem kunnugur er þar
eystra, getur blandast hugur um,
að samgöngubætur þessar eru mik-
il nauðsynjamál. Afurðir land-
búnaðarins eru þar víða að vaxa
einkum við stofnun rjómabúanna;
en mjög er hætt við afturkipp
eða að minsta kosti, að framfar-
irnar verði miklu seinfærari, ef
nauðsynjamál þessi ekki næðu
fram að ganga. Rjómabúin í
Hreppunum hafa að undanförnu
átt við megna erfiðleika að stríða
út af vegaleysinu efra í sýslunni
og biðu víst af því all-tilfinnanlegt
tjón í fyrra að þvi, er smérsöluna
snerti. Nú er í ráði, að stofna í
Tungunum rjómabú á þessu sumri
og verða fyrir Tungnamenn allir
hinir sömu erfiðleikar, sem fyrir
Hreppamenn.
Vér ölum jafnan þá von, að
rjómabúin verði sigursæl lyfti-
stöng landbúnaðinum til eflingar
og velmegun bænda til styrktar
og vér álítum sjálfsagða skyldu
fyrir alla, sem vilja landi og
lýð vel, að vera samtaka með að
ryðja alstaðar úr vegi eftir mætti
torfærum þeim, sem eru rjómabú-
unum til meins.
Eitt aðalskilyrðið fyrir vexti og
viðgangi rjómabúanna eru góðir
vagnvegir frá þeim og að útflutn-
ingsstaðnum.
Eins og fólksleysið er nú til
sveita eru bændur ekki færir um,
að eyða hinum litla og dýra vinnu-
krafti sínum til flutninga, sem
bæði eru óhentugri og dýrari en
vera ætti.
Þar að auki er verð smérsins
að nokkru leyti komið undir þvi,
að það sé í stórum ilátum, sem
lítt flytjanleg eru lángar leiðir
nema á vögnum.
Það er þetta auk annars, sem
einkum knýr Árnesinga til að
hugsa hátt með vegagerðir og
samgöngubætur. Þeir vilja upp
og áfram.
Það er líka hin rétta stefna.
Stýrimannaskólinn.
Hið minna stýrimannapróf var
haldið þar dagana 3.-4. og 6.—
7. apríl. Gengu 29 lærisveinar
undir prófið.
í prófnefnd voru: Páll Halldórs-
son, forstöðumaður skólans, prem-
ierlautenant H. Nörregaard af
Heklu, skipaður forinaður próf-
nefndarinnar, og prestaskólakenn-
ari Eiríkur Briem.
Lærisveinarnir hlutu þessar ein-
kunnir:
1. Kr. J. Guðmundsson, Dýraf.
U3 st.
2. Björn Jónsson, Rvík 63 —
3. Ólafur Gislas., Húnavs. 61 —
4. Svb. Þorsteinsson, Rvs. 61 —
5. Hald. Steinsson, Rvs. 60 —
6. Ingólfur Kristjánss., Ef. 60 —
7. Ólafur ísleifsson, Rvik 60 —
8. Guðm. Guðms., Sel.tj.n. 57 —
9. Ólafur Teitsson, Rvík, 57 —
10. Tómás Benjamínsson,
Akran. 57 —
11. Gísli Gisiason, Akran. 55 —
12. Ól. í. Guðm.ss., Sel.tj.n. 55 —
13. Stef. Guðmundss., Dýraf. 55 —
14. Ólafur Ólafsson, Rvik. 48 —
15. Vest. Kristjánss., Eyjaf. 45 —
16. Sigurj. Ólafss., Borgaifj. 42 —
17. JónGuðmundss.Húnavs. 40 —
18. Einar Jóhannss., Breiðaf. 38 —
19. Guðm. Guðnason, Rvík 38 —
20. Kr. Ág. Jónss., Eyrarb. 38 —
21. Mark. E.Bjarnas., ísafjs. 37 —
22. Sólon Einarss., Gullbr 34 —
23. Guðm. P. Torfason, ísaf. 32 —
24. Ásgr. Einarss., Skagafjs. 29 —
25. Tómás Ólafss., Akran. 24 —
26. Kristbj. Einarss., Rvík 21 —
Þrír stóðust ekki prófið.
Hæsti vitnisburður er 63 stig,
en lægsti 18.
Milli tjalls og ^jöru.
Aflabrögð hafa á vetrar-
vertíðinni verið óvanalega góð
með sunnanverðum Faxaflóa. Er
mælt, að komnir séu víða suður
með 3—5 hundraða hlutir af þorski.
Fiskur hefir gengið upp í land-
steina og menn hlaðíð ýmist einu
sinni eða tvisvar sinnum á dag
framundan bæjardyrunum sínum.
Til forna var talað um gullkistu
Sunnanmanna undir Vogastapa.
En með þorskanetunum gekk sú
gullkista til þurðar, hvað svo sem
olli. En nú hafa menn aftur mok-
að þar upp þorskinum. Fiskigang-
an byrjaði syðst í flóanum og hef-
ir smáfært sig inn með löndum.
Er nú kominn góður afli á Seltern-
inga- og Akurnesingamiðum. Bónd-
inn í Bollagörðum á Seltjarnar-
nesi sökkhlóð af þorski á föstu-
daginn.
Hrognkelsa-afli er og góður hjá
þeim, er þau aflabrögð stunda.
Síðan þilskipaútgerðin fór í vöxt,
hafa róðrarskip mjög fækkað hér
innra. Mannfátt er og mjög til
ráða, þar sem allur þorri skip-
gengra manna er á þilskipunum.
Má því búast við, að minna gagn
verði en ella að fiskignægðinni.
H a f í s segja nýustu fréttir við
Horn. Á fimtudaginn var kom
hingað hvalabátur af Vestfjörðum;
sagði hann ísbreiðu mikla land-
fasta við Hornstrandir; sæi ekki
út yfir hana af háfjöllum. Auk
þessa væri ísinn og skamt undan
Vesturlandi.
Skálholt komst því ekki ieið
sína fyrir Horn; hafði gert þrjár
atrunuur, en ekki tekist. Ætlaði
það að bíða á Hesteyri til 6. þ.m.,
en snúa þá suður aftur, ef ekkert
skipaðist til bóta.
Með Heklu fréttist, að íslaust
væri að norðan og austanverðu,
vestur að Langanesi. Lengra
ekki til spurt með sannindum.
M i s 1 i n g a hefir vart orðið á
Vesturlandi; komu á Önundarfjörð
með Norðmönnum. A hvalveiða-
stöðinni Sólbakka sýktust 3 börn.
Héraðslæknirinn, Andres Fjeldsted,
skipaði þegar fyrir um sóttkvíun
til þess að hefta útbreiðslu veik-
iunar.
Kosinn prestur að Tjörn á
Vatnsnesi síra R. Magnús Jónsson að
Hofi á Skagaströnd með öllum
greiddum atkv.
M a n n a 1 á t. Bjarui Siggeirs-
son, kauprn. á Breiðadalsvík, lézt
á Seyðisfirði 18. marz. Hann var
bróðir ekkjufrúar Stefaníu Sig-
geirsdóttur í Hraungerði. Varð
hálf sextugur. Hann var nýtur
og atorkusamur maður og drengur
hinn bezti.
Snemma í sama mánuði urðu
tveir menn útí í Siglufirði, Finn-
bogi Hafliðason bóndi í Leyningi,
giftur maður og átti 1 barn, og
Helgi Sigfússon frá Skarðsdalskoti,
ókvæntur.
Skipakomur. Magneta (133
smál.) frá Khöfn, fermd ýmsum
nauðsynjavörum ti) W. Fischers-
verzlun^r. Kom 3. þ. m.
S. d. Mysterius frá Mandal
með timburfarm til kaupm. J. P.
Bjarnesen.
S. d. Jens Nielsen með kol til
J. P. T. Bryðesverzlunar.
S. d. Union 230 smáíestir, skip-
stj. M. Mortenssen, frá Hamborg
með ýmsar nauðsynjavörur til
kaupm. B. Kristjánssonar.
Póstgufuskipið Ceres kom í gær.
Með því kom málafærslumaður
Einar Benediktsson með frú sinni,
verzlunarm. Matt. Mattíasson, frú
Laura Nielsen, kaupm, Guðm. Jón-
asson Skarðsstöð, kaupm. R. Riis
Borðeyri, verzl.m. Lárus Snorra-
son o. fl.
Stórtíðindum
fyrir Island
mun fregn sú geta sætt, sem nú
kom með Ceres. Segir hún, að 1
Danmörku sé myndað félag til
þess að koma á loftritun Marcon-
is milli íslands og Skotlands. Eru
einna fremstir þar í flokki Heide
bankastjóri og Alex. Warburg,
sem íslendingum er kunnur orð-
inn af stofnun Islands banka.
Þetta félag ætlar aftur að semja