Fjallkonan


Fjallkonan - 30.06.1903, Qupperneq 1

Fjallkonan - 30.06.1903, Qupperneq 1
Kemur út eimi sinni I vikn. Verð árg. 4kr. {erlendis 5 kr. eða F/2 doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendis ^yrir- framy Uppsögn (skrifleg)bnnd in við úramót, ógild nema bomin sé til út- gefanda fyrir 1. októ- ber, enda hafi kaup- andi þá borgað blaðið. Afgr.: Lækjar- gata 12. XX. árg. Reykjavik 30. júni 1903 Nr. 26 Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjum mán. kl. 11—1 i spltalanum. Fnrngrijiasafn opið md., mvd. og ld 11—12. K. F. U M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd. Almennir fuudir á hverju föstudags- og sunnudagskveldi kl. 8'/2 síðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 ■og kl. íi á hverjum helgum degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj- endur kl. 10’/2—12 og 4—6. Landsbanlcinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. tii útlána. Ndttúrugripasafn, í Vesturgötu 10, opið 4 sd. kl. 2-3. Tannlœkning ókeypis í Pósthússtræti 14b 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Walker’s Biscuits John Wölker Glasgow Tsakii allar tegundir af h'nura Ijúf- fengu smákökum og ódýra skips- brauði. Biðjið ætið um þeirra brauð. Aðalumboðsmenn þeirra fyrir ís land. G. Gíslason & Hay, Leith. Skrifstofa og* af- greiðsla Fjallkon- unnar í Lækjar- götu 12. Erlend tíðindi. Khöfn 9. júni. Chamberlain, nýlenduráðherra Breta, hélt fyrir skömmu ræðu i Birmingham um tollmál hins brezka ríkis. Lét hann þá skoð un i ljósi, að bezta ráðið til þess að halda hinu stóra riki saman og styrkja sambandið miili Eng- lands og nýlendnanna, væri það, að hækka toll á vörum frá öðrum ríkjum og leggja toll á varning þaðan, sem áður hefir verið ótoll- aður. En á hinn bóginn vill hann halda óbreyttum tollum gagnvart nýlendunum eða jafnvel lækka þá, ef fjárhagur ríkisins leyfi. Hefir ræða þessi vakið mjög mik- ið umtal, einkum í Englandi, og •eru fiestir leiðandi raenn þar ein- dregið á móti skoðun hans og nokkrir þeirra telja það jafnvel mjög hættulegt fyrir ríkið, að hún nái fram að ganga. — Balfour ráðaneytisforseti virðist vera mjög i efa um, nvort hann eigi að fylgja Chamberlain í málum þessum eða eigi; en látið hefir hann þó frem- ur á sér skilja, að hann sé mót fallinn stefnu nýlendu ráðherraris og aukinni tollverndun yfir höfuð. Ef Chamberlain heldur málum þessum til streitu mót vilja Balfo- urs, verður annarhvor þeirra að víkja úr ráðaneytinu, og er þvi eigi ólíklegt, að ráðaneytisskifti verði innan skamms í Englandi að nokkru eða öllu leyti. Róstusamt er enn þá í Make- dóniu, en virðist þó heldur horfa til friðar. Lascharritseh, fyrver- andi ráðherra í Búlgaríu, hefir f nafni stjórnarinnar þar í landi boðið Tyrkjum, að Búlgarar skuli láta af öllum æsingum í Make- dóniu og hætta við að styrkja uppreistarmennina, ef þeir vilji uppfylla þá skilmála, er nú skal greina: Allir búlgarskir fangar séu látn- ir lausir. Endurbótum þeim, er Rússar og Austurríkismenn hafa krafist, sé komið í framkvæmd. Búlgarskir menn séu teknir i nefndir þær, er eiga að fram- kvæma endurbæturnar. Sveitar- stjórn í öllum búlgörskum sveitum i Makedónfu sé gefin frjáls. Nýjustu fréttir segja, að Tyrkir hafi enn liðsöfnuð allmikinn, er þeir ætli að seuda til Makedóniu og landamæra Búlgaríu, og eru því eigi miklar líkur til, að þeir séu i friðarhug. Hagur manna i Makedóniu er afar bágborinn, svo að hungursneyð vofir yfir. Ræningjar frá Marokkó h fa ráðist á Jannart, landstjóra Frakka þar syðra, og komst hann nauðu- lega undan. Frakkai' eru hinir reiðustu og hafa látið skjóta niður virkið Zenaga við bæinn Fegig. Er talið óefað, að bæjarbúar muni gefast upp og biðjast friðar iruian skanuns. Æsingar miklar hafa verið tneð- al stúdenta á Italiu gegn Austur- rikismönnum og virðist meiri hluti þjóðarinnar vera þeim fylgjandi. Vil)a þeir slita sambandinu við Austurríki, en aftur á móti tengjast sterkari vináttuböndum við Frakka. Enn fremur vilja þeir, að ítalir geri sér far um, að ná í hin gömlu itölsku lönd, er enn þá liggja undir Austurríki, og þykir lítill sómi sýndur af stjórn landsins. Gull mikið hefir fundist í lönd um Þjóðverja í Austur-Afriku og streymir þangað fjöldi manna frá öllum löndum og heimsálfum. Afarmikið vatnsflóð hefir verið i Missouri í Bandarikjunum í Norður-Ameriku. Mörg hundruð manna hafa druknað. Skaðinn er metinn 100 miljónir króna. Síð- ast er fréttist, var vatnið alt af að aukast. Ritsímaskeyti frá New- York í gær segir, að 200,000 ekr- ur af landi í kring um bæinn St. Louis liggi undir vatni. Hefir aldrei í manna minnum verið eins mikill vöxtur i Missisippi fljótinu og nú og vatnið í ánni Cangeree er 13 fetum hærra en vanalega. Fellibylur mikill geysaði yfir bæinn Gainsville í Georgiu í Bandarikjunum í síðustu viku. Heil hús fuku um koll og húsþök- unum feykti í loft upp i heilu lagi. Fjöldi manna misti lífið. Skógarbrunar miklir geysa í Austur-Canada. Bærinn Musquash hefir brunnið til kaldra kola og margar járnbrautir og brýr eru eyðilagðar. I fyrradag rakst gufuskipið Liban á annað gufuskip í Mið- jarðarhafinu, skamt frá Mars- eille. Liban sökk eftir nokkrar minútur. Talið er, að hér um bil 180 menn hafi druknað. Látinn er Julius prins, bróðir Kristjáns konungs IX. Hann var 78 ára gamall. Obdanowitsch, landstjóri Rússa í Ufa, var skotinn til bana 19. raai. Harin var á gangi í lysti- garði borgarinn-ir og mætti þar tveim mönnura, er skutu hann samstundis. Hlupu þeir þegar undan og hafa ekki náðst. Níu kúlur fundust í likinu. Maður nokkur, Capazza að nafni, frá Belgiu ætlar bráðuin að reyna að komast yfir Atlanzhafið á loft- bát. Gordon Bennett, útgefandi stórblaðsius New-York Herald, kost- ar ferðina. Próf í heimspeki við Kaup- mannahafnarháskóla hafa þessir landar tekið: Bjarni Jónsson, Maguús Guð- mundsson, Sigurjón Jónsson, Sturla Guðmundsson og Valdemar Er- lendsson með ágætis einkunn. Brynjólfur Björnsson, Halldór Jónsson, Pétur Bogason og Sigurð- ur Sigtryggsson með fyrstu einK- unn. Jón Magnússon með annari ein- kunn. Einn stúdent stóðst ekki prófið. Kaupmannahöfn k0. júni. Stjórnarbyltingin í Serbíu. Alexander konungur og Draga drotning hans myrt. Stórtíðindi þessi gerðust aðfara- nótt hins L. þ. m. frá kl. 1 til 2. Fregnirnar um hin einstöku atriði verksins eru eigi samhljóða, en sennilegust er sú frásögn talin, er hér fer á eftir. Kl. 1 um nóttina héldu sam- særismennirnir, sem allir voru hershöfðingjar (officerar) fund með sér. Hafði það áður verið ákvarð- að, að framkvæma skyldi verkið þessa nótt. Skiftu þeir verkum með sér þannig, að Maschin óberst, sem er bróðir fyrri manns drotn ingarinnar, skyldi með nokkrum hersveitum halda vörð um höllina, sem konungshjónin sváfu í, en Mistitsch óberst skyldi brjótast inn í höllina við fertugasta mann og framkvæma verkið. Mestur hluti lifvarðarins var á þeirra bandi og hafði lofað þeim aðstoð sinni, ef á þyrfti að halda. Naum- owitsch aðstoðarforingi (adjutant) konungsins hafði lofað að opna hallardyrnar fyrir samsærismönn- unurn, en drakk sig fullan og sofnaði. Sprengdu þeir þvi dyrn- upp með dynamiti og við það vaknaði Naumowitsch; hljóp hann upp, en varð fyrir hurðarbrotunum og beið þegar bana. Því næst geugu samsærismennirnir til her- bergja Petrowitsch, yfiraðstoðarfor- ingja konnngs og brutust inn til hans; kröfðust þeir þess, að hann vísaði þeim leið til svefnherbergja konungshjónanna. Varðist hann eftir megni, en var ofuriiði borinn og neyddur til þess að fylgjast með þeim. Fór hann þá með þá í öfuga átt til þess að gefa kon- ungi tíma til þess að flýja, en er þeir urðu þess varir, skutu þeir hann til bana. Fundu þeirskömmu seinna svefnherbergi konungshjón- anna og brutust inn; voi u þau þar fyrir á nærklæðunum. í sama augnabliki dundu mörg skot og konungur og drotning hnigu dauð til jarðar. Sagt er, að Þk- unum hafi því næst verið kastað út um gluggann niður í hallargarð- inn, en aðrir bera það til baka. Konungur var særður 37 kúlusár- um, en drotningin 5, og þar að auki bar hún á sér eigi allfá sár eftir hnífa og sverð. Makarowitscb, ráðaneytisforseti, og Pavlowitsch, hermálaráðherra, voru einnig myrtir; hinn siðarnefndi var særður 16 sárum. Enn fremur voru 2 bræður drotningarinnar skotnir og Theodorowitsch innan- ríkisráðherra særður banvænum sárum; þó er ekki vonlaust um, að honum kunni að batna. Samsærismenn gerðu því næst heyrum kunnugt, að Pétur Kara- georgowitsch væri til konungs tekinn. Mynduðu þeir tafarlaust bráðabirgðarstjórn og kölluðu þing- ið saman. Hefir það í einu hljóði kosið Pétur til konungs og öll þjóð- in hefir tekið því raeð fögnuði. Fregninum morð konungshjónanna hefir verið tekið með hinni mestu gleði, bæði af ibúum höfuðborgar- innar Belgrad, og landslýð öllum. Hinn myrti konungur, Alexander fyrsti, var fæddur 14. ágúst 1 76. Harin var einkasonur Milans kon- ungs og Nathalie drotningar hans. Samkomulagið milli foreldra hans var hið versta; skildu þau að )ok- um og fór drotningin úi landimeð barnið. Arið 1888 krafðist kon- ungur þess, að drengurinn væri fenginn sér í hendur, en drotning vildi það eigi samþykkjast, og var hann þá tekinn frá henni með valdi. Arið 1889 sagði Milan konungur af sér konungstign og fekk hana í hendur syni síuum, sem þá var 13 ára. Var sett stjórnarráð honum til aðstoðar þangað til að hann væri kominn til lögaldurs. En árið 1893 lýsti hann því skyndilega yfir, að hann væri orðinn fullveðja; rak hann stjórnarráðið frá völdum og hrifsaði undir sig stjórn landsins. Arið 1900 kvongaðist hann.

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.