Fjallkonan - 30.06.1903, Side 3
FJALLKONAN
103
Samvizkuleybi þeirra, sem frið-
inum spilla af valdafýsn og illum
ástriðum, og raunasaga þeitra, sem
súpa saklausir bölfunarseiðið af
flokkadrættinum og sundrungunni,
þetta tvent er skýrt dregið upp ít
hverri blaðsiðu bókar þessarar.
Og nútíðarkynslóðin hefir gott af
__ ef bún hefir vit og hugsun á —
að stinga hendinni í eiginn barm
og skoða sín eigin spor og sitt eig-
ið ástand með þetta'málverk fyr-
ir augunum.
Bókin er vel rituð og með mik-
illi þekkingu. Styrk þann þarf
ekki eftir að telja, sem til þessa
hefir verið varið; hann ber góða
ávexti, þó meiri hefði verið.
Yestm.eyjuni 27. júni íaOó.
Þann 22. þ. m. vildi það jsiys
tii, að bát með 6 mönnum barst á
skamt frá landi, út frá Yztakletti.
Þrir menn druknuðu; formaðuriiiu
Þorvaldur Jónsson (Sighvatssonar)
frá Jómsborg, 21 árs, vaskur mað-
ur og efnilegur. Þorsteinn Olafs-
son, lausamaður frá Hallgeirsey i
Landeyjum; um 40 ára, og Mark-
ús Einarsson ættaður frá Hallgeirs-
ev í Landeyjum, rúmlega tvítug-
ur. Hinum þremur bjargaði gull
sniíður Gisli Lárusson; hafði slysið
sést héðan af »Skansinum«, var
Gísli þá að koma úr fiskiióðri; var
honum þegar sagt, hvernig komið
var; brá hann skjótt við og náði
þremur mönnum lifandi við bát-
inn; einn þeirra, er björguðust, var
Högni Sigurðsson, er áður bjó á
Seljalandsseli við Eyjafjöll.
Veður var þennan dag gott, og
sjór ekki úfinn, kom mönnum því
slys þetta mjög á óvart.
Milli[tjalls og fjöru.
Eldurinn eystra kvað vera milli
Grænafjalls og Hágangna, iSkaft-
árjökli.
Koma gosin annan og þriðja
hvern dag. Hefir öskufallið kom-
ið í Öræfurn; þó ekki mikið. í
Múlasýslum hafói verið allmikið
öskufall o. þ. m.
Skeiðarársandur kvað fær orð-
inn; er samt blautur og jaka-
hrannir á honum.
Þilskipaflotinn hefir ver-
ið að koma inn undanfarna viku;
meiri hlutinn kominn.
Skipin, sem bezt hafa fiskað, eru:
Björn Ólafsson (skipstj. Björn Ó-
lafsson ...... 33 þús.
Ragnheiður (Magn. Magns.) 32 —
Björgvin (Kr. Magns.) . 28 —
Ester (Kr. Brynjólfsson) . 25 —
Margrét (Finnur Finnss.) 21 —
Swift (Hjalti Jónss.) ... 25 —
Hin kváðu hafa fiskað upp og
niður; minstúr afli 11 þús.; en með-
alafli 16 þús. Fiskur er sagður í
góðu meðallagi að vænleik.
Fyrri hluta læknaprófs
luku á jónsmessudag (24. þ. m.)
þeir Matthías Einarsson og Jón
Rósnnkrnnz. Fekk Matth. 66 st.,
en Jón 5Ö1/^.
Ekki spekúlera þeir í kaþólsk-
unnni, Skagfirðingarnir. Siúkrasjóð-
ur, sem stofnaður var með sam-
skotum, þegar Guðm. Hannesson
var læknir i Skagafirði, eykst óð-
um. Jóhann bóndi í Vaglagerði
i Bfönduhlíð gaf sjóðnum í vetur
allar eigur sinar eftir sinn dag.
Sýslunefndin hefir lagt til hans
200 kr. og við samsöngva hefir
hann fengið 200—300 kr. Er
talið sjálfsagt, að sjúkrahús muni
komast upp næstu árin. Það er
meira mannskaparbragð að þessu
en sunnlenzku vesalmenskunni í
spítalamálinu.
Stórgripaábyrgð eða á-
byrgðardeild hér á landi fyrir
hesta og nautgripi býðst Kreatur-
Forsikrings Foreningen for Konge-
riget Danmark til að stofna. Er
það fyrir miiligöngu hr. Chr. Popps
á Sauðárkrók. Heiztu hlunnindin,
sem félagið býður, eru falin í þvi,
að það býðst til að leggja fram
það fé, sem þörf er á, meðan ís-
lenzka deildin á engan varasjóð
sjálf. Stjórn fyrirtækisins verður
algerlega í höndum félagsins í
Danmörku. íslenzku deildinni er
ætlað að bera sig, svo að ef á-
byrgðargjald allra íslenzkra fé-
lagsmanna hrekkur ekki fyrir út-
borgunum til þeirra, sem tjón
bíða, á að leggja á aukagjöld, og
eins færa iðgjöldin niður, ef af-
gangur verður. En ábyrgðarfé-
lagið borgar út í bráðina.
Húsagerð á Akureyri frá
vori til vors 1902—1903 nemur
184 þús. kr. (Sama )
Höfðingiega gjöf hafa
tvenn merkishjón í Skagafirði gef-
ið í fögrum og kærleiksríkum til-
gangi. Hjónin eru dannebrogs-
maður P. Pétursson og Elín Guð-
mundsdóttir á Brúnastöðum og
Björn Þorkelsson og Guðlaug Gunn-
laugsdóttir á Sveinsstöðum. Gáfu
þau sínar 1000 kr. hvor (2000) til
stofnunarsjóðs, sem heitir »Vina
gjöf« og verja skal til uppeldis
munaðarlausum börnum, er misc
hafa foreldra sína og svcit eiga i
Lýtingsstaðahreppi. Ekki mega
fleiri en 2 börn njóta uppeldis af
sjóðnum í senn, og ekki eldrí en
i6 ára. Séu engin slík börn til í
breppnum, má verja vöxtunum til
að styrkja fátækan fjölskyldumann
í hreppnum; en ekki má hann hafa
notið sveitarstyiks. Eignaráðstöf-
un þessi er gefendunum til stór-
mikillar sæmdar; væri æskilegt, að
fleiri yrðu til að fara i för þeirra.
(Nld.)
Nýdáinn, 4. þ. m. er Gísli
Þorláksson, bóndi á Frostastöðum
í Skagafirði. Sæmdarmaður í hví-
vetna og vel búinn efnum.
N ý d á i n er og, 12. þ. m., frú
Guðrún Hjaltalín, kona skólastjóra
J. A. Hjaltalín, eftir langvinnan
heilsubrest.
Framfarahugur Norðlinga
lýsir sér í mörgu, meðal annars í
þvi, að bæjarstjórn Akureyrar hefir
nýl. gefið hinu nýstofnaða Rækt-
unarfélagi Norðurlands 25 dagslátt-
ur, og er gjöf sú 2250 kr. virði.
Þá heflr og sama bæjarstjórn boð-
ist til að leggja fram fyrir bæjar-
ins hönd J/4 af kostnaði við skipa-
kvi. (Nld.)
Misprentast hefir í siðasta tbl. í
greininni: »Nágrenni Reykjavík
ur og Hafnarfjarðar» Teits Stígs-
sonar fyrir Páls Stigssonar.
Póstgufuskipið B o t n i a kom í
gær og með því fjöldi farþegja,
þar á meðal dr. Finnur Jónsson,
cand. mag. Bogi Melsted, frú H.
Vidalin. Stúder.tarnir; Ari Jóns-
son, Sturla Guðmundsson, Þor-
steinn Þorsteinsson, Vilhjálmur
Finsen og cand. jur. Jón Her-
mannsson. Auk þessara allmikið
af útlendum ferðamönnum.
Guíuskipið S c a n d i a kom sama
dag fermt allskonar vörum til
Edinborgar.
Aukaskip Sameinaða gufnskipafélagsins.
»Esbjærg«, kom hingað í dag.
Synodus var haldin á langardaginn 27.
þ. m. Var henni lokið kl. 10 um kveldið.
Hennar mun frekar getið i næsta blaði.
Ljáblöð
ódýr í
W, Fischers verzlun.
VOTTORÐ.
Eg get ómögulega látið það ógert,
að senda yður þessi meðmæli:
Eg, sem skrifa nafn mitt hér undir,
hefi árum saman verið mjög lasin af
taugasjúkleik, sinateygjum og ýmsum
sjúkdómum, sem þar eru samfara.
Eftir er eg hafði leitað ýmsra lækna
og enga bót fengið, íór eg að taka
inn Kínalífselixír frá Valdemar Peter-
sen f Friðrikshöfn og get eg með góðri
samvizku vottað, að þetta lyf hefir
bætt mig meíra en frá verði sagt, og
eg finn að eg get ekki án þess verið.
Hafnarfirði, í marz 1899.
Agnes Bjarnadóttir, húsuióðir.
KÍNA-LÍFS-ELÍXÍRINN fæst
hjá flestum kaupmönnum á íslandi
ánnokkurrar verðhækkunar vegna
tollsins, svo að hver flaska kostar að
eins 1 kr. 50 aura eins og áður.
Til þess að vera viss um, að fá
hinn ekta Kína-lffs-elexfr, eru kaup-
endur beðnir að líta vel eftir þvf,
að íp' standi á flöskunni í grænu
lakki, og eins eftir hinu skrásetta
vörumerki á flöskumiðanum: Kín-
verji með glas í hendi, og firma-
nafnið Valdimar Petersen.
88
hafi dáið náttúrlegum dauða; og í öðru lagi það, að vísinda-
mennirnir þekkja ekkifneitt eitur, sem geti dulist eftirtekt
reyndra og greindra lækna. Þá kemur önnur getgátan og
hún er á þessa leið: Við gerum ráð fyrir, að Calderwood
hafi verið þorpari og óþokki. Fjárhagur hans var kominn í
óreiðu. Hann sá, að hann gat ekki haldið átram þeim Jífn-
aðarháttum, sem hann var búinn að venja sig á, og að gjald
þrot voru fyrir hendi. Samt gleymir hann sér um stund og
giftist yður; heflr hann þá vitanlega séð jafnframt, að fyrir-
hugaði hjúskapurínn við hana ungfrú Salamander mundi ekki
koma sér úr kröggum. Að hann satnt biridur bagga sína svo,
að þér gátuð ekki sannað hjúskap ykkar, þá bendir það á,
að hann heflr hugsað til að eiga aðra konu opinberlega, anti-
að hvort ungfrú Salamander eða einhverja aðra, en hafa
yður fyrir varaskeifu. En af einhverjum ástæðum missir
hann kjarkinn, verður vonlaus um að geta bjargast út úr
íjárþrönginni og ræður sér sjálfur bana. En þó við nú ger-
um ráð fyrir öllu þessu, þá verður sá hængur á, að móti
þessari getgátu mæiir alveg það saina, sem mælir móti
hinni.
Þá kemur þriðja getgátan. Gerum við þá ráð fyrir, að
Calderwood hafi dáið eðlilegum dauðdaga, hann hafi hvorki
ráðið sér bana sjálfur né heldur aðrir verið við dauða hans
riðnir. En ýmislegt er þó, sem mælir móti þessu, og þar á
meðal þetta kapp, sem lagt var á að koma yður af heimilinu.
Þeir, sem hlut áttu að ináli þessu, ætluðu, að þér væruð suður
85
V
ir fyrir, að þér hafið svarað spurningum minum, enda þótt
þær væru nokkuð nærgöngular®.
»Já! En hvað gengur yður til að grafast svona f;iSt
eftir því, sem fór á railli mín og hans Caldervoods sál-
uga ?«
»Það er nú saga að segja frá því. Mergurinu málsins
er þetta, að rétt um sama leyti, sem hann Caldervood var
að biðja yðar, þá flækti hann mig út í leynihjúskap. Eftir
andlát hans er hjúskapur sá alveg ógildur. Eg ieit svo á,
að eg væri eiginkona hans fyrir guði og mönnum. En nú
vakna eg við vondan draum; mig brestur allar lögmætar
sannanir fyrir hjúskap okkar og eg neyðist til að trúa þvl,
að maður sá, er eg bar traust og elsku til, var þorpari og
svikari og annað ekki. Þegar hann dó, strengdi .eg þess
heit, að hefna hans. En nú er annað uppi á teningnum.
Verið þér nú sælar. Kærar þakkir fyrir vinsemd yðar«.
Að svo mæltu stóð frú Lodega upp og fór.
Ungfrú Salamander sat eftir áttavilt og utan við sig.
21. Kapítuli.
Getgálurnar.
Þegar frú Lodega fór frá ungfrú Salamander, hélt hún
beina leið til lögreglumannsins.
Þegar hún kom þangað, sat Phönix við skriftir. Jafn-