Fjallkonan


Fjallkonan - 11.08.1903, Page 2

Fjallkonan - 11.08.1903, Page 2
126 FJALLKONAN. í fyrra fengum við, sem að skólan- um stöndum, loks uppfylt þá ósk, að böð væru sett við leikflmishúsið; þau eru nú komin, og piltarnir fá nú bað á eftir hverjum leikflmistíma. Þetta er stórmikil framför. Skólagengnir menn mega muna gömlu salernin í skólanum, skólafor- ina, heilt ginnungagap, og klefana yflr henni. Árið 1899 var þetta alt riflð, forin fylt og ný salerni gerð með vænum köggum undir setunum, og sérstakt náðhús (Pissoir) hefir og verið reist rétt þar hjá með stein- gólfl. og asfalteruðum járflögum á veggjum. í fyrra var afráðið, að gera lok- ræsi (kloak) frá skólanum niður i læk fyrir alt afrensli úr skólahúsinu, baðhúsi, náðhúsi o. s. frv. Þetta verk er nú verið að vinna. Og allar þessar umbætur, þær eru að þakka dugnaði og framkvæmdar- semi þeirra tveggja manna, sem eg hefi áður nefnt, en það eru þeir skólameistarinn og umsjónarmaður skólahússins, Björn Ólsen og Björn Jensson. Eg hafði búist við því, að piltar mundu í vor, þegar Björn Jensson flutti úr skólanum, á einhvern hátt þakka honum fyrir alla starfsemi hans og umönnun þau ár, semhann hefir verið umsjónarmaður skólahúss- ins (1891 — 1903). Það varð ekki. í þess stað fær hann ónot hjá herra stúdentinum. Hafa nú framangreindar þrifnaðar- bætur í lærða skólanum bætt heilsu- far pilta? Eg gat þess fyr, að 1896 hefðu 14 piltar haft tæringu og 3 verið grunsamir. Síðan hefir veikin farið þverrandi, og í vor, sem leið, voru í skólanum einir 4 piltar, sem eg álít, að hafl lungnatæriugrf, (einn þeirra er nýdáinn), og get eg fullyrt, að að minsta kosti tveir af þeim hafa ekki fengið sjúkdóminn í skóla. Þar með álít eg, að spurningunni sé svar- að og meir en svo; eg skil ekki annað, en öll þjóðin megi vera á- nægð með þetta svar, því alt bend- ir til þess, að lungnatæring sé nú ekki algengari í skólapiltum en öðr- um ungmennum. Mönnum mundi þykja fróðlegt, að vita, hve nær tæringin hefir komið fyrst í skólann. Eg get því miður ekki leyst úr þessari spurningu, en ögn má þó komast í áttina. Eg hefl ástæðu til að ætla, að úm 1880 hafi verið 4 brjóstveikir piltar í skóla; en 1890 voru þeir orðnir 10 eftir því sem næst verður kom- ist. Á árunum 1880—1890 deyja tveir piltar í skóla úr berklaveiki, en árin 1890 — 1903 deyja 11, allir úr lungnatæringu. Mest fer að bera á veikinni eftir 1890 (eftir influenz- una); 1891 —93 deyja fimm. Tutt- ugu síðustu ár aldarinnar, 1880 — 1900, hafa 46 piltar veriði í skóla með lungnatæringu, að því er næst verður komist; af þeim hafa 13 dáið í skóia, eða áður en námi var lokið, en 9 dóu eftir aflokið próf; 24 eru enn á lífl, Nú mega menn ekki ætla, að allir þessir piltar hafl fengið veikina í skólanum; því fer fjarri; hitt mun nær sanni, að meir en helmingur- jnn iiafi komið berklaveikir í skói- ann, og í Reykjavík er víðar hægt að fá tæringu en í lærða skólanum. Öll skólavist er óholl berklaveikum unglingum og getur valdið því, að veikin brjótist út, ef hún hefir áður leynst í líkamanum. Fyrstu skóla- árin eru piltum erfiðust. Og þetta mun nú vera höfuðorsökin til þess, sem herra stúdentinn nefnir, að „oft fer að bera á berklaveiki í piltum á 2. eða 3. skólaári“. Loks vil eg láta þess getið, að enn er margt eftir ógert til umbóta á skólahúsinu. Gólfin eru öll gömul, mikil þörf á nýjum gólfum. í stað ofnanna þyrfti að koma miðstöðvar- hitun. Gluggar eru allir of litlir; þá þyrfti að stækka. En húsið sjálft er mjög sterkt og vandað og getur staðið enn um lang- an aldur. Útlendar fréttir. Kaupmannahöfn, 27. júlí 1903. Leó páfi hinn þrettándi andaðist 20. þ. m. eftir lahga og stranga legu. Skírnarnafn hans var Gioachino Picci og var hann korninn af göml- um aðalsættum. Hann var fæddur 2. marz 1810 í Carpineto. Átta ára gamall var hann látinn byrja nám í Jesúitaskólanum í Viterbo. Árið 1832 varð hann doktor í guðfræði, 1846 erkibiskup í Perugia og til páfa var hann kosinn 3. marz 1878 eftir dauða Piusar IX. Að eins einn páfi hefir orðið eldri en Leó þrettándi. Var það Gregor IX, sem varð 99 ára gamall. Enn fremur hefir að eins einn páfi setið lengur að stóli. Var það Pius IX., er var páfi í 31 ár og 7 mánuði. Leó páfi hinn þrettándi var vitur maður og lærður. Starfsmaður var hann hinn mesti og fylgdi vel með í öllu, sem við bar í heiminum, alt til sinnar hinztu stundar, þótt hann væri orðinn háaldraður maður. Fáir af æðstu stjórnendum hinnar kaþólsku kirkju hafa skilið eins vel rás við- burðanna og kröfur sinnar tíðar sem hann. Þegar þess er gætt, hve afar mikla örðugleika hin kaþólska kirkja hefir átt við að stríða á hans stjórn- ar árum, til þess að halda uppi virð- ingu sinni og áhrifum, hljóta allir að viðurkenna, að hann hafi gegnt köll- un sinni með hinum mesta dugnaði og hyggindum. Þykir mega skipa honum sess fiieðal helztu skörunga hinna „heilögu feðra“. Páfinn dó kl. 4 e. h. Oraglia kardináli, sem einn er eftir lifandi þeirra kardinála, er tóku þátt í kosningu Leós þrett- ánda, gekk skömmu seinna til her- bergis þess, er lík páfans lá í. Voru í fylgd með honum nokkrir kardinál- ar og hinir nánustu ættingjar hins látna. Fyrir utan dyrnar hrópaði Oreglia þrem sinnum upp nafn páf- ans; gekk hann því næst inn með föruneyti sínu, sló með silfurhamri 3 högg á enni líksins og hrópaði því næst hárri röddu: „Hér með ger- izt heyrum kunnugt, að Leó páfi hinn þrettándi er lát.inn.“ Jafnskjótt og fregnin um dauða páfans barst út um borgina, var öllum kirkju- klukkum Rómaborgar hringt. Síðan hafa daglega verið haldnar sorgar- hátíðir og sálumessur í öllum kaþólsk- um löndum, Lík páfans var smurt, eins og siður er til, hjartað tekið og látið í krystalsker. Eru páfahjörtun geymd á þann hátt í neðanjarðar- hvelfiugu við Péturs kirkjuna. Þegar smurningunni var lokið, var líkið klætt í skrúðklæði og skömmu seinna flutt til Péturskirkjunnar. Hinn 23. júlí kl. 8 árdegis var kirkjan opn- uð og fólki leyít að koma inn. Vai þá öllum klukkum kirkjunnar hringt. Fyrstu 2 tímana gengu 15,000 manna fram hjá líkinu. Hinn 25. s. m. kl. 7 síðdegis var líkið hjúpað náklæðum og lagt í kistu, er gerð var úr Cypresviði. Við hlið líksins var lögð glerpípa, sem hafði að geyma bókfell, er rituð voru á frægðarverk páfans og æfisaga hans. Ennfremur voru heiðursmerki þau, er hann hafði þegið, lögð í kistuna. Því næst var sett innsigli fyrir hana og var hún svo látin niður i blýkistu, og hún aftur niður í kistu úr álm- viði. Að því búnu var kistan vígð, og lögð niður í steinþró og múrað fyrir innganginn. Kardinálaþingið, sem kjósa á hinn nýja páfa, tekur til starfa á föstu- daginn kemur. Er gert ráð fyrir, að þingið standi viku eða ef til vill lengur. Meðan á því stendur, mega meðlimir þess ekki hafa neinar sam- göngur við aðra menn og ekkert má birta opinberlega af þvi, sem þar ger- ist. Ýmsum getum er leitt um, hver verða muni páfi. Gotti kardínáli, sem fyrir skömmu var talinn líkleg- astur til þess að ná kosningu, virð- ist nú hafa lítið fylgi. Sagt er, að Oreglia hafi talsvert fylgi, og hefir það aukist eigi all-lítið við það, að sú sögn hefir borist út, að páfinn hafi í andarslitrunum sagt við hann þessi orð: „Kardínáli! Eg fel kirkj- una yður á hendur". — Ráðaneytisskifti hafa orðið á Spáni. Heitir hinn nýi ráðaneytisforseti Villaverde. Fremur horfir nú til samkomulags aftur milli Rússa og stórvelda þeirra, er óánægðust hafa verið með aðfarir þeirra í Mandschúríinu. Þykjast Rúss- ar vilja stuðla að því eftir megni, að nokkrar hafnir á austurströnd landsins verði opnaðar fyrir verzlun útlendra þjóða og er fullyrt, að Ching prinz, utanríkisráðherra Kínverja, hafi gefið samþykki sitt til þess. Virð- ast stórveldin láta sér það nægja og eru því líkur til, að Rússum heppn- ist nú sem fyr, að koma ofbeldi sínu hindrunarlaust fram. Orusta var milli uppreistarmanna í Venezúelu og stjórnarhersins 22. þ. m. Stóð hún í 52 klukkutíma og biðu uppreistarmenn algerðan ósigur. Stjórnin hefir lýst því yfir, að upp- reistin sé nú bæld niður með öllu, Smá róstur eiga sér ennþá stað í Makedóniu, en engin stórtíðindi er þó þaðan að segja að þessu sinni. Játvarður Englakonungur og Alex- andra drotning hans eru nú á ferð á írlandi og hefir þeim verið tekið þar með miklum gleðilátum. Rússakeisari er á ferð um miðbik ríkis síns; eru í för með honum 13,000 lögregluþjónar, til þess að verja hann árásum. Túngirðingar á íslandi. Eins og áður hefir verið vikið að hér í blaðinu, báru þeir Guðj. Guð- laugsson, G. Vigfússon og J. Jakobs- son fram í e. d. frv. til laga um túngirðingar. Er þar gert ráð fyrir, að landsstjórnin annist um kaup á gaddavír og járnteinum, er nægi til að girða tún allra ábúenda og jarð- eigenda á íslandi, og á framkvæmd- um að vera lokið innan ársloka 1908. Skal girðingarefnið kostað að öllu leyti af landssjóði á landssjóðs- og kirkjujörðum; en á eignum einstakra manna og stofnana kostar landssjóður hann að tveim þriðju hlutum. Á landsstjórninni að veitast heimild til að taka alt að 500,000 króna lán handa landssjóði til að kaupa fyrir efni í túngirðingar á íslandi. Af kostnaði þeim, sem landssjóð- ur leggur fram til girðinganna, greið- ast árlega í 30 ár 4 krónur af hundraði hverju, er innheimtist hjá ábúendum á manntalsþingum, eftir sömu reglum, sem önnur manntals- gjöld. Nefnd sú, er sett var í máli þessu (E. Briem, Guðj. Guðlaugsson og Þorgr. Þórðarson) hefir kornið fram með álit sitt og fer hún þessum orðum um hina almennu hlið máls- ins: Vér leyfum oss þá fyrst að geta þess, að því meira og betur sem vér höfum athugað túngirðingamál- ið, því sannfærðari höfum vór orðið um það, að hór sé um fyrsta og lang- þýðingarmesta sporið að ræða í allri vorri jarðrækt, því einungis með því eina móti að girða land það, sem vér viljum rækta, getum vér haft nauðsynlegt vald yfir því, og getum vér þá fyrst talið það ræktað land, þegar það er orðið algirt. Þangað til má heita, að náttúran sé herra yfir oss að öllu leyti, en vér ekki yfir henni, að því, er ræktun lands- ins snertir; því teljum vér, að þetta sporið verði að stígast svo fljótt sem unt er, en vér vitum líka jafnvel, að þetta stórkostlega fi-amfaraspor fyrir landbúnað vorn og þá um leið fyrir landið í heild sinni, verður ekki stigið án tilhlutunar löggjafarvaldsins og með hjálp frá landssjóðsins hálfu, sór í lagi af því, að hér er ekki um verk að ræða, sem dugar að gera smátt og smátt eftir því, sem efni og kringumstæður einstakra manna leyfa, heldur verk, sem þarf nauð- synlega að gerast í einu alveg hvíld- arlaust, en verkið þó svo kostnaðar- samt, að efnahagur margra manna má ekki við því, að framkvæma svo mikla umbót í einu, án liðveizlu frá hálfu hins opinbera; enda hefir það verið og er einróma ósk þjóðar- innar, að landssjóði sé ætlað að styrkja alla vora atvinnuvegi og ekki sízt landbúnaðinn, eftir því sem efni hans og aðrar kringumstæður leyfa, og þingið hefir einnig viðurkent, og mun ekki síður hér eftir viðurkenna, að ósk þessi sé í alla staði réttmæt og verðskuldi uppfyllingu eftir ítrustu kröftum. En þar sem kraftarnir hjá landssjóðnum eru alt of 'takmarkað- ir 'til þess, að fullnægja öllum slík- um kröfum, þá verðum vér ekki ein- ungis, að takmarka upphæðirnar, heldur miMu fremur verðum vér að taka oss þá aðal-reglu, að styrkja það fyrst, sem á undan verður að

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.