Fjallkonan - 10.11.1903, Blaðsíða 2
enn þá næga reynslu til að geta
sagt: „Svona á það að vera, en
ekki öðruvísi“-
Sumstaðar hafa bólusetningartil-
raunirnar lánast; en sumstaðar hafa
þær líka farið á þá leið, að drepist
hefir 50 — 75 af hverju hundraði þess
fjár, sem bólusett hefir verið. Er
því bændum ekki nema vorkunnar-
mál, þótt þeir verði tregir til þess-
ara tilrauna á fénu sínu. Hagur
fæstra þeirra er með þeim blóma,
að þeir geti lagt fé tugum saman
annaðhvort í r-lgerða tvísýnu eða al-
gerðan dauða.
Yér höfum haldið spurnum uppi
um mál þetta í haust. Höfum vér
komist að raun um, að þó sumstað-
ar hafl alt gengið vel, þá hafa á
hinn bóginn líka sumstaðar drepist
2'3 hlutar þess fjár, sem bólusett
hefir verið.
Vór vitum ekki, hvað þessu veld
ur; og vér teljum óvíst, að nokkur
viti það með rökum. En öllum má
vera það auðsætt, að slíkar tilraun-
ir, sem þessar, er tíðkast hafa, til-
raunir, sem flá einstaka menn inn
að skyrtunni, eiga ekki og mega
ekki halda áfram, eins og að undan-
förnu.
.Hvað á þá að gera? Á að hætta
þersum tilraunum? Nei! Fjarri fer
því. Það áað halda þeim áfram með
engu minna kappi en að undanförnu,
en — á alt annan hátt.
Margir þeir, sem bezt hafa vit á
máli þessu, hyggja, að bólusetning-
in se og verði aðalmeðalið gegn
pestinni, þegar það lag er komið á
hana, sem komast þarf. Hér er að
ræða um tryggingu á öðrutn helzta
atvinnuveg landsbúa; því má ekki
leggja árar í bát.
En hér er þjóðarskaði á aðra hlið,
og þjóðargagn á hina; því á líka
þjóðin að kosta tilraunirnar, en ekki
einstakir menn.
Oss þykir sem Landsbúnaðarfélagið
ætti a§ taka mál þetta að sér, kaupa
kindur tii tilranná og halda tilraun-
unum áfram þangað til komið er að
glöggri og fastri niðurstöðu um bólu-
setningar þessar, um aðferðina sjáifa,
blöndun efnis, megin innspýtingar o.
fl. Lifi tífraunaféð, þá fær Lands-
búnaðarfélagið peninga sínaaftur; en
drepist tilraunaféð, þá er Landsbún-
aðarfélagið færara um að bera skaðann
en oft og tíðum efnalitlir bændur.
Mál þetta er alvarlegt og þýðing-
armikið og vér viljum alvarlega beina.
því til stjórnar Landsbúnaðarfélagsins
með öruggri von um, að hún gefi
því rækilegan gaum.
Ungur og efnilegur bóndi á 35
veturgamiar kindur; hann vill tryggja
þær gegn pestinni og kaupir mann
til að bólusetja þær. Jú! Viti menn!
Eftir einn eða tvo daga eru 24 af
þeim dauðar. Vér geturn komið með
ýms þessu lik dæmi.
Hé bólusetningin til einkis nýt, þá
er að fá sönnun fyrir því. Sé hún
vegur til tryggingar, þá er að gera
þann veg öllum færan.
En kostnaðinn á þjóðin að bera,
en ekki einstakir menn.
Flothylki fanst rekið á Drangs-
reka í Strandasýslu 18. sept. Það
var frá heímskautsfara Baldwin.
„Þegar einum er kent,
þá er öðrum bent“.
Sem mörgum er kunnugt standa
Danir flestum þjóðum framar að fé-
lagsskap og i landbúnaði. Eru ýms-
ar þjóðir farnar að finna það og iáta
sér jafnframt enga lægingu þykja, að
kynna sér búnaðarháttu þeirra og
taka það upp eftir þeiin, sem betur
má fara. Má þar til einkum telja
Norðmenn, sem þrátt fyrir framfarir
sínar játa þó, að þeim sé í mörgu
áfátt í því, er að búnaði lýtur, og
vilja því færast í aukana og skerpa
róðurinn.
í fyrra haust sendu Norðmenn
mann þann, sem heitir ísak Bjerk-
nes og er skrifari í landbúnaðarráða-
neytinu, til Danmerkur og Þýzka-
lands; átti hann einkum að kynna
sér ait það í löndum þessum, sem
að félagsskap lýtur og samtökum.
Síðan Bjerknes kom heim, hefir
hann ritað allmikla bók um ferð sína
og gerir þar grein fyrir því, sem hann
einkum hefir rekið augun í og hon-
um þykir, að Norðmenn ættu upp
að taka.
Mest finst honum til um félags-
skap og samtök Dana bæði í búnaði
og öðrum atvinnurekstri. „Það er ekki
stærð hlutafélaganna eða auðmagn
þeirra, sem eg dáist mest að“, segir
hann; „eg dáist mest að hinum
geysimiklu framförum í landbúnaðin-
um og hinum góða hugsunarhætti
hjá bændastéttínni, sem hvorttveggja
er hlutafélagsskapnum að þakkp,'".
Sem dæmi upp á aiþjóðlegt gagn af
hlutafélagshreyfingunni hjá Dönum og
sannefndan þjóðargróða nefnir hann
arðinn af verzlun Dana við Englend-
inga. Árið 1901 fengu Danir að
meðaltah 99,7 a. fyrir hvert smér-
pund á Englandi; en engin önnur
þjóð fékk þar þá meira en 87,2 a.
fyrir hvert smórpund. Þessi verð-
munur nam hjá Dönum þetta eina
ár 20* 2 millíón króna. Er það ó-
neitanlega laglegur gróði. Sama ár
fengu Danir freka 54 aura fyrir flesk-
pundið á Englandi; þá fékk engin þjóð
önnur meira en 39 aura. Upp úr
þessum verðmun höfðu Danir 16
millíónir króna. Sama ár fengu Danir
22 aurum meira en allir aðrir fyrir
hvern eggja tvítug; nam sá verð-
munur 4 millíónum króna. Þannig
fengu' Danir þetta eina ár (1901) 40
millíónir króna í hreinan verzlunar-
arð af þessum vörutegundum um
fram allar aðrar þjóðir. Eru þó ýms-
ar aðrar vörutegundir ótaldar, sem
þeir græddu einnig á fremur öllum
öðrum þjóðum, sem verzluðu við
Englendinga. Að sama skapi er
gróðurinn líka á hina hliðina að því,
er snertir innkaup á ýmsri nauð-
synjavöru, svo sem fóðurtegundum,
áburði, fræi, vélum og alls konar
hús- og búsgögnum. Og alt er þetta,
segir hann, að þakka því, hve Danii
leggja stund á að gera viðskifta-
mönnum sínum að skapi, og sam-
tökum þeirra og féiagsskap.
Bjerknes lýsir mjög ýtarlega sam-
tökunum, félagskapnum og hlutafé-
lögunum hjá Ðönum; rekur hann það
mál út í æsar, skýrir frá myndun
þess, vexti og viðgangi, og gagnsmun-
um þeim, sem í allar áttir hafa af
því flotið. En hann iýsir líka erfið-
leikunum og mótspyrnunni, sem
hlutafélögin áttu þar víða við að
stríða fyrsta kastið. Sumt, sem
þótti eðliiegt fyrsta kastið, meðan
félagsskapurinn var að myndastmeð
Dönum, er nú orðið úrelt og þykir
jafnvel broslegt. Þegar fyrsta hluta-
félagsslátrunarhúsið var stofnað í
Horsens 1887, mátti enginn einn
hluthafi eiga hluti upp á meir en
2000 kr.; var það gert til þess að
fyrirgirða það, mð stofnunin ienti
ekki í klónum á auðvaldinu. Fyrstu
árin var þar heldur ekki slátrað nema
vinstrimanna-svínum. Það var fyrst
þegar stjórnmálabelgingurinn varfar-
inn að sljákka í mönnum, að hægri
manna-svínin fengu þá náð, að
mega koma að sama blóðtroginu, sem
vinstrimanna-svínin. Og nú sálast
hægrimanna- og vinstrimanna-svín
eins og bræður og systur, hvort við
annars hlið. (Fyrir sitt leyti eins
og Heimastjórnar-sauðir og Yaltýsku-
sauðir hafa siglt í bróðerni á sama
skipinu).
Að iokum ber Bjerknes fram þá
spurningu, hvort líkur séu til, að
Norðmönnum takist að fara í för
Dana. Svarar hann því þegar og segir,
að líkurnar séu miklar; alt sé í raun-
inni undir því komið, hvort Norð-
menn vilji nokkuð á sig leggja. Það
þurfi hvorki auðmagn né stóreigna-
menn til þessara framkvæmda.
Brautryðjendurnir í Danmörku voru
smámenni, þurrabúðarmenn og smá-
bændur. Stórmennin komu þá fyrst,
þegar hinir voru búnir að ríða á vaðið,
koma öllu á laggirnar ' og tryggja
gróðann. Það er heldur ekki, segir
hann, ástæða tii að óttast til lengd-
ar tortrygnina og eintrjáningsskapinn
hjá bændum, því hagnaðurinn út-
rýmir þessu tvennu vonum bráðar.
Sú hefir raunin á orðið í Danmörku.
„Þegar einum er kent, þá er öðr-
um bent. “ Séu þessar bendingar
nauðsynlegar Norðmönnum, og það
finna og játa þeir sjálfff, þá eru þær
ekki siður nauðsynlegar okkur ís-
lendingum. Við þurfum ekki síður
en Norðmenn, að hugfesta rækilega,
hve afar- nauðsynlegt það er, að vanda
af öilum mætti vöru þá, sem við
sendum á heimsmarkaðinn. Við verð-
um að sannfærast um það, að vöru-
vöndunin er 'óll í okkar eigin þarfir.
Það kemur okkur sjálfum í koll, ef
við sendum á markaðinn vonda vöru,
sem enginn vill líta við; og tjónið
kemur yfir okkur margfalt i roðinu.
Gamla íslenzka máltækið, að vonda
varan sé „fullgóð í b...........kaup-
manninn," er banatilrœði við okkur
sjálfa. Þetta verður okkur öilum,
hverjum einasta manni, að skiljast,
ef vel á að fara. —
Þá er það félagsskapurinn og sam-
tökin. sem við þurfum að temja okk-
ur ekki síður en Norðmenn. Það má
nærri segja, að öll okkar framtíðar-
von um heill og hamingju sé undir
því komin, að við leggjum niður
eintrjángiligsháttinn og tvídrægnina,
sundurlyndið og samtakaleysið.
Sundrungin er að vísu gömul þjóð-
arfylgja; en hún er samt bölfunar-
fylgja; hún hefir verið það og mun
æ verða.
Þó við séum fáir,' þá getum við
sarnt orðið sterkir, getum komið
miklu áleiðis, ef við tökum höndum
sainan, Og. þó við séum smáir, þá
verðum við knáir, þegar hver styður
annan og allir eru samtaka,
Danir eru fyrirmyndarþjóð að fé-
lagsskap og samheldni. Beint fyrir
þetta éru þeir mörgum þjóðum fremii
þótt þeir séu flestum þjóðum fámenn-
ari. Félagsskapurinn er þeirra styrkur.
En sama gatan er okkur fær, ef
við viljum. Ef við höldum gömiu
sundrungargötuna, þá horfir beint í
myrkur og dauða. En vegurinn til
hins bjarta framtíðarlands er félags-
skapur og samtök.
Þetta getum við lært af Dönum, eins
og Norðmenn, og þetta eigum við
að læra af Dönum. Okkur er það
engin læging. —
Maðui' í óskilum. Um hann er
Fjailkon. nýl. ritað þannig: Um miðj-
an októberm. kom rnaður gangandi
norðan Kjalveg ofan í Hreppana og
kvaðst vera á ferð austur i Skafta-
felissýslu eða jafnvel austur á Seyð-
isfjörð. Gisti hann á stöku bæjum
í þeim sveitum, er á leið hans urðu,
og þótti rhönnum ferðaiag hans aJl-
kynlegt. Vildi hann sem fæst segja
af ferðum sínum eða áformum og
sagði jafnvel sitt nafnið í hverjnm
staðnum. Þegar hann kom austur í
Landsveit, voru sýslumanni Rangvell-
inga gerð orð og brá hann við skjótt
og lét taka manninn fastan til þess að
verða einhvers vísari um férðir hans,
og yfirheyrði lmnn. Átti síðan að
hafa liann í haldi til frekari yfir-
heyrslu, en hann slapp úr haldinu þ.
19. okt. og fundu leitármenn hann
ekki. Um nóttina hitti hann á Holta-
veginn og komst yfir Þjórsárbrú' áð-
ur en dagaði og kom fiam vestur í
Flóa daginn eftir. Bað hann menn
þá, er hann hitti, að geta sem minst
um ferð sína, en hélt síðan upp í
hreppa og var í Hruna 24. s. m. og
hafði þá við orð, annaðhvort aðkoma
sér fyrir þar um slóðir eða halda
norður aftur; en hreppsnefndin þar í
hreppi hafði jafnframt orð á því, að
hugsa eitthvað fyrir honum, ef á
þyrfti að halda, að minsta kosti vita
um, hvað af honum yrði.
Tíðrætt var mönnum eystra um
mann þennan, og voru getgátur
manna margar, en þó einkum þær,
að annaðhvort væri þetta flóttamað-
ur, sem eitthvað hefði til saka unn-
ið, eða þá að maðurinn væri ekki
með öllu ráði. Margir skýrir menn
höfðu veitt honum eftirtekt og reynt
eftir beztu föngum að komast að
því sanna og voru þó sinn á hverri
skoðuninni. Maðurinn er undarlega
þagináll, en fæst þó til að tala eins-
lega við þá menn, er vinna sér traust
hans, og er þá sem hjá Hamlet, að
eitt orðið er af viti, en annað af ó-
viti. Eitt sýnist þó efalaust af tali
hans: Annaðhvort er hann ekkimeð
réttu ráði, eða hann gerir sér það
upp.
Enginn veit fyrir víst, hvað mað-
ur þessi heitir; en það þykjast menn
geta fullyrt, að hann sé úr Skaga-
fjarðarsýslu, helzt frá Sauðárkrók eða
þar úr nágrenninu. Sumum segist
hann heita Jón Jónsson, en öðrum
segir hann, að hann heiti Hafliði
Gunnarsson eða Þórðarson(I); en föt
hans eru merkt með stöfunum J. S.
Hann er fremur illa til jai'a, og fé
hefir hann ekki.
Maður þessi er á að giska um fer-
tugt, meðalmaður á hæð, en ekki
mjög þrekinn; fölur og skarpleitur,