Fjallkonan - 24.02.1904, Qupperneq 3
FJALLKONAN.
31
Mýrdal, 29.jan. 1904.
Fremur umhleypingasöm tíð, en
miid og góð, svo vinna beíir máttað
jarðabótum öðru hvoru frá því um
nýár. — Sama bliða var einnig all-
an síðastl. desemberm., svo jörð var
alþíð. Hinn 6. jan. að kveidi dags
skall ýflr ólátaveður með eldingum
og þrumum. 12. desember kl.
f. m. sást leiftur, bjart sem þrumu-
Ijós; það leið fiá suðaustri til norð-
vesturs og stóð yfir á að gizka alt að
1 mínútu.
Nýlega er dáinn Jónas bóndi Þor-
steinsson í Skammadal; hann lætur
eftir sig konu og 8 börn ung. —
Einnig Gottsveinn Oddsson bóndi í
Fjósum; hann iætur eftir sig konu
og 2 börn ung. Mýrdælingar eru að
mynda hjá sér félagsskap til pess að
panta kol til eidsneytis á komandi
suinri. Ætla þannig að spara tað
til eldsneytis, en brúka það einungis
til áburðar, þar eð mótak er mjög
óvíða í Mýrdalnum, nema þá afar-
slæmt og erfitt, hefir þar alla tíð
verið brent, á flestum bæjum, aliri
sauðfjárskán og miklu af kúataði.
Af þessu hefir aítur leitt afar-mikinn
áburðarskort, svo jafn vel margir
bændur hafa ekki getað borið á tún
sín nema að hálfu leyti. Óskandi
væri því, að pöntunartilraun þessi
tækist vel og kolin fengjust hingað
með góðu verði.
Smámsaman lærist bændum að
meta gildi áburðarins; og þó hann
sé víða ver hirtur en skyldi, þá er
greinileg framför sjáanleg í þessu efni.
Þrír bændur hafa bygt sér vönduð
og haganleg hús til þess, að geyma
áburðinn í; þessir bændur eru Ólafur
Jónsson, búfr. á Sólheimum, Guð-
mundur Þorbjarnarson, oddviti á Hvoli
og Þorsteinn Árnason, hreppstjóri á
Dyrhólum.
Á þorradaginn fyrsta héldu Mýr-
dælir aðalfund í samlagsrjómabúinu
Deildá; skiftu með sér smérverðinu,
sem var 60 a. pr. pd., að frádregn-
um kostnaði; auk þess var talsverð-
ur tekjuafgangur, sem ákveðið var
að verja bæði til afborgunar a ián-
inu og'til innkaupa fyrir næsta ár.
Alment voru menn ánægðir með
gang búsins í þetta sinn og 5 nýir
félagar hafa bæzt í féiagið. Ákveðið
var, að buið taki til starfa næst 10.
júní.
Um nýárið var stofnaður spari-
sjóður í Yík og er formaður hans
Gunnar Ólafsson, faktor, og gjaldkeri
Ólafur Arinbjaruarson, bókhaldari í
Vík, og varaform. Haildór Jónsson,
umboðsmaður í Vík. Byrjar alt á-
litlega fyrir stofnun þessari, svo út-
lit er fyrir, að tími hafi verið til
komin, að hún kæmist á fót.
Úr Borgarflrði, 4. febr. 1904.
.... Rjómabú var stofnað í Bæj-
arsveitinni í vor, sem leið, og voru
14 bændur í því. Það var hjá Blunds-
læk í Bæjardældinni. Nú á að færa
það fram að Geirá hjá Stórakroppi
og ætla allir bændur úr Reykholts-
dal að vera í því, sömuleiðis bænd-
ur úr Andakýl og Bæjarsveit og
bændurnir ofan frá . Sámstöðum og
Síðumúla, að mælt er. Þó mun það
ekki fyllilega ráðið.
Dýrafiröi, 9. febr. 1904.
, , , , Fréttir eru héðan engar,
nema alvarleg vetrartíð síðan á ný-
ári; frost eru þó ekki meiri en .6—9°
R. vanalega, stundum minna. Manua-
lát og slys engin. Skepnuhöld góð
alstaðar. Um fiskiafla er hér ekkert
að tala á vetrum; enda hafa botn-
verpingar skilið hór svo við í haust,
að þess mun nú valla að vænta,
að fiskiafli verði hér mikill fyrir
það fyrsta.
Laura fór til útlanda 10. þ. m.
Með henni fjöldi farþega: Ráðherra
H. Hafstein með frú. Kaupmenn
héðan úr bæ: B. H. Bjarnason, B.
S. Þórarinsson, Gun. Einarsson, D.
Thomsen, W. O. Breiðfjörð. Klæð.
skeri Guðm. Sigurðsson. Slökkvistj.
M. Matthíasson, frú Kristín Péturs- j
dóttir, söðlasmiður Jónatau Þorsteins-
son, stud. med. Eiríkur Kjerúlf.
Gestur Einarsson pöntunarstjóri frá
Hæli; kaupmennirnir: E. Markússon
úr Ólafsvík, Guðm. Jónasson í Skarðs
stöð, Ólafur Árnason á Stokkseyri,
faktor Ingólfur Jónsson í Stykkis-
hólrni; járnsmiður Óskar J. Sandholt
frá ísafirði, séra Ólafur Heigason frá
Stórahrauni, sýslum. Gísli ísleifsson,
og nálægt 16 vesturfarar.
Yörð setti bæjarfógeti á Lauiu síð-
asta dægrið áður en hún fór. Mun
varðmaðurinn hafa stuggað að landi
tveim eða þrem gemsum, sem ein-
hver órói var í.
Lúðir liækka í verði. Lóðin
undan húsi frú Guðnýjar sál. Möller
— 1200 ferhyrningsálnir — hefirnýlega
verið seld fyrir 13.000 kr.; húsið
ekki með. Seljandi Haraldur Möller,
kaupandi Sveinn Sigfússon, kaupm.
Sæmdar og- Jakklætisvcrt er
það, sem heyrst heflr, að verzlunar-
stjóri Brydesverzlunar í Vestmann-
eyjum, Anton Bjarnason, hafi sett
undir lás og innsiglað öll vínföng
verzlunarinnar, er hamr frótti, að á-
fengissölu væri lokið á Eyrarbakka
og Stokkseyri.
llm Mj'rdalsJiug; sækja séra Jes
A. Gíslason á Eyvindarhólum, sóra
Þorsteinn Benediktsson í Bjarnanesi
og Jón Brandsson, caud. theoi.
Um lausn fVa prestskap sækir
séra Jón Magnússon á Ríp í Skagafirði
sakir vanheilsu. Lausn veittlS.þ. m.
Bæjarbruui er sagður frá Þing-
völlum í Helgafellssveit; brann hann
til kaldra kola um miðjan dag 19.
f. m. Kviknaði í súð út frá ofnpípu.
Bóndi þar er Guðmundur Magnússon,
háaldraður og biindur. Skotið var
saman i Stykkishólmi um 300 kr.
til að bæta honum skaðann.
Askorun til þingmensku heflr
amtmaður Páll Briem fengið frá
meira en helmingi kosningarbærra
borgara á Akureyri.
Kattarþvott á spjörum lærða
skólans gerir „Reykjavikin" í síð-
asta tölublaði, og það er synd að
segja, að þær hafi batnað.
Þetta blað gerði í fyrra vetur veð-
ur út af lúsinni í barnaskólanum
hérna í Reykjavík. Nú lætur hið
sama blað sér vel sæma, að klóra
yflr bresti lærða skólans og kasta
hnútum og lítt góðmannlegum að
dróttuuum að því blaði, sem einarð-
lega hefir talað um lærða skólann
og farið fram á umbætur á hag
hans,
Svó skynug er íslenzka þjóðin, að
hún kann að meta þessa framkomu,
eins og verðugt er.
Dánir.
Guðmundur Porlelston á Kirkju-
landi í Austur-Landeyjum 10. f. m.
Hann bjó um fjölmörg ár á Brekk-
um í Hvolhreppi. Hann var þjóð-
hagasmiður og heiðvirður mannkosta-
og dugnaðarmaður.
Guðrún Frímannsdóttir, húsfreyja
á Miðhópi í Húnavatnssýslu. Merkis-
kona.
Pétur Björnsson, skipstj. á Bildu-
dal. Hann var dugnaðarmaður mik-
ill og fjáður vel, Var hann fúsari
en títt er á að verja fé sínu til nyt-
samlegra framkvæmda.
Hinn 27. jan. þ. á. andaðist ao
Bjóluhjáleigu í Ásahreppi merkiskon-
an Guðrún íilijipusdóttir, kona Jóns
bónda Eiríkssonar. Hún var fædd að
Bjólu 9. okt. 1834 og ólst upp hjá
foreldrum sínum þar til hún fór að
Odda; en þá bjó þar séra Ásmund-
ur próf. Jónsson. Á því góðfræga
heimili dvaldi hún um hríð og bar
síðan alla tíð menjar veru sinnar þar.
Hún giftist eftirlifandi manni sinum,
Jóni Eiríkssyni, 4. júní 1859. Eign-
uðust þau í hjúskap sínum 13 börn.
11 pilta og 2 stúlkur; af þeim dóu
6 í æsku, en 7 synir komust upp, og dóu
tveir af þeim uppkomnir. Þau hjón
voru mjög samvalin að mannkostum.
dugnaði og hirðusemi og var heimili
þeirra að mörgu leyti til sannrar
fyrirmyndar. Guðrún sál. var kven-
val að mannkostum, vel gefin tii
sálar og líkama, stjórnsöm á heimili
sínu, ástrík eiginkona og móðir. —
Hún vai að öllu leyti í fremstu röð
kvenna í hennar stétt, og kunni bet-
ur til ýmsra kvenlegra starfa en
títt er um alþýðukonur.
Fundur var haldinn 29. f. m.við
Þjórsárbrú. Mættu þar menn frá öli
urn rjómabúum í Arnes- og Rangár-
vallasýslum og þeim, semeru ístofn-
un, eða 15 búum alls. Fundarmai
uiðu 9. Hið helzta var smérsalan
komandi ár og var sú áiyktun gerð:
a, uð senda I. V. Faber í Newcastle
3/4 smérsius til sölu. b, að senda
4 kvartél frá hverju búi með ágúst-
máuaðarferðinni til Matth. Hudson &
Sous í Manchester. c, að senda það,
| sem þá er eftir, þeim Gopland & Bei ry
í Leith.
Rætt vai urn þörf á félagsskap
meb öllum rjómabúunum í báðum
sýslunum og Sig. Sigurðssyni ráðu-
naut falið að semja frumvarp til laga
fyrir slikt sameiginl. félag. Verður
það lagt fyrir næsta fund að ári á
sama stað.
Að Jokum hvatti Sig. Sig. rcenn
til að taka upp nýja mjaltalagið og
gera tiiraun til að ala upp svin við
rjómabúin.
Veitt prestakall, 18. þ. m. Desj-
armýri, séra Einari Þóiðarsyni á Hof-
teigi frá næstu fardögum.
Úr tapaðist í mannþröngínni í for-
dyri Fríkirkjunnar á sunnudaginn var.
«á, er fiuiiur, skili því á skrifstofu
Fjaiikonunnar.
feir, sem ætla sér að ganga
inn í Fríkirkjusöfnuðinn í Reykja-
\i\k, eru beðnir að snúa sér til
Arinbj, Sveinbjarnarsonar
bókbindara.
Leikfélag Reykjavíkur.
^eimilið,
sjónleikur í 4 þáttum, eftir Henn.
Sudermann,
verður leikið
í síðasta sinn,
á Sunnudaginn kemur (28. þ. mán.)
HÉ R með tilkynnist öllum þeim,
er skuida. við fyrrum verzlunina
„Edinborg" á Stokkseyri, að eg
hefi falið herra verziunarmanni Kr.
Jóhannessyni á Eyrarbakka að annast
um innheimtu á skuldunum, og
áminnast allir þeir, er skulda téðri
verzlun, um að greiða skuldir sínar
r.il hans hið allra bráðasta.
Rvík, 19. febr. 1904
Ásgeir Sigurðsson.
í sambandi við ofanskrifaða aug-
lýsingu hr, kaupm. Ásgeirs Sigurðs-
sonar aðvarast ailir þeir, er skuidir
iga að borga til verzlunarinnar „Edin-
borg„ á Stokkseyri, að greiða þær
til mín hið allra fyrsta. Að öðrum
kosti verða þær innheimtar á kostn-
að skuidunauta.
Eyrarbakka, 19. febr. 1904.
Kr. Jóliannesson.
Búnaðarfélag islands
boðar félagsmenn á umræðufund um
B ú n a ð a r s k ó 1 a m á 1 i ð
lnugardagskveid 12. marz n. k. kl. 8.
i Iðnaðarmannahúsinu.
Reykjavík, 17. febrúar 1904.
'.Tórh. (Bjarnarson.
Meðlimir
Fríkirkjusafnaðarins,
sem enn hafa ekki sent manntals-
iista, eru ámintir um, að koma með
þá sem allra fyrst, að minsta kosti
fyrir 28. þessa mánaðar, til Fríkirkju-
prestsins.
GADDAVlR
OG
TEINAR
hvergi ódýrari í smáum og stórum
kaupum en hjá verzluninni
„ 6 o ð t h a a b “
Fríraerki.
Undirritaður vill komast í áreið-
anleg frímerkjaviðskifti; svarar bréf-
um þegar í st-að, en skrifár engum
að fyrra bragði. Menn eru beðnir
að frímerkja bréf til mín með lægstu
frímerkjum.
M. Rieger,
Rothenfels. (Baden).
Deutschland,