Fjallkonan


Fjallkonan - 06.04.1904, Qupperneq 1

Fjallkonan - 06.04.1904, Qupperneq 1
Kemur út einu sinni i viku. Verð” árgangsins 4 krónur (erlendis 5 lcrónur eða l*/a dollar), borgist lyrir 1. júlí (erlendis fyrir- ram). BÆMDABLAÐ V ERZLUNARBXAÐ Uppsögn (skrifleg) bund- in við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyr- ir 1. október, enda hafi kaupandi þá borgað blaðið, Afgreiðsla : Leekjargafa 12. XXI. árg. Reykjavík, 6. apríl 1904. Nr. 14. Augklæknino ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjum mán., kl. 11 — 1 í spítalanum. Forngripasafn opið md., mvd. og ld. 11—12. K. K. U. M. Lestrar- og skriístofa opin á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 síðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og sunnudagskvöldi kl. 8^/2 siðd. Landakotskirk.ta. Guðsþjónusta kl. 9 og kl. 6 á hverjum helgum degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj- endur kl. ÍO1/^—12 og 4—6. Landsisankinn opiun hvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsrókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—3 (md., mvd. og ld. kl. 2—3 til út- lána) 6—8 síðdegis. Landsskjalasafnib er opið hvern þriðju- dag, föstudag og laugardag kl. 12—1. Náttúrugripasafn, í Vesturgötu 10, opin á sd. kl. 2- 3. Tannlæicning ókeypis í Pósthússtræti 14b 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Walker’s giscnits John Walke=Glasgow. baka allar tegundir af hinum ljúf- fengu smákökum og ódýra skipsbrauði. Biðjið ætíð um þeirra brauð. Aðalumboðsmenn þeirra fyrir ís- land: G. Gíslason & Hay, Leith. Útlendar fréttir. Kaupmannahöfn, 18. marz 1904. Daniuörk. í Khöfn er uppi fót- ur og fit vegna bæjarstjórnarkosn- inga, sem fram eiga að fara 29. þ. m. Vinstrimenn skiftast í tvo flokka og gengur annar ílokkurinn að kosn- ingum með hægrimönnum, en hinn með jafnaðarmönnum. Eru það hin- ir frjálslyndu vinstrimenn. Þeir vilja halda áfram stjórnmálastefnu Hörups heit., færa niður herútgjöldin og láta jjani hætta öllum herútbúnaði; segja, að hann sé hégómi og annnað ekki, eyði rniklu fé, en vínni landi og lýð ekkert gagn. Þykir þeim vinstri- mannastjórnin hafa brotið mjög bág við stefnu og skoðanir vinstrimanna áður en þeír náðu um stýrið, og veita henni allþungar ávítur. Er blað- ið „Politiken" máigagn þeirra, er þann flokk fylla; en blöðin „Ðanne- brog“ og „Köbenhavn" halda svörum uppi fyrir stjórnina. Liggja þau frjálslynda flokknum mjög á hálsi fyrir samdrátt þeirra við jafnaðar- menn og láta einkis ófreistað til að bægja þeim frá kosningunum. Spara þar hvorugur annan; má segja um þá líkt og meistari Jón, að „þeir bítast og berjast sem gaddhestar um ilt fóður". Ráðgert er, að Játvarður Engla- konungur og Alexandra drotning hans muni heimsækja konung vorn á aímælisdag hans 8. april. Hörmulegt slys vildi hér til snemma j fljánuðijjuin. Aðfaranótt sunnu- dags 6. þ. m. 'hélt félag eitt grímu- dansleik. Um lágnættisbilið heyrð- ist alt í einu vein mikið í einu sals- horninu. títóð þar skyndilega kona ein í Ijósum loga; hafði kviknað í búning hennar af eldspítu. Lék log- inn um hana frá hvirfli til ilja. — Flestum varð svo bilt við, að þeir íuku á dyr. Einum karlmanni varð samt að vegi, að reyna að kæfa eldinn. Sér hann þá, að þettá er konan hans, og áttr hann sízt von á því. Hún hafði ekki viljað fara með manni sínuin á dansleikinn; en tók þó fyrir að fara á eftir hon um með syni þetrra stálpuðum. .— Maðurinn varð alveg utan við sig, en gat þó drepið eldinn. Stóð þá konan allsnakin uppi, en öll stór- skemd af brunasárum. Var henni þegar ekið til sjúkrahúss. Hjarði hún svo við harmkvæli mikil þang- að til á mánudagsmorgun. Noregur. Kona ein í Frederiks stad réði bana nýl. tveim kornung- börnum sínum; var annað 3 ára, en hitt 3 missira gamalt. Ætlaði hún að farga sjálfri sér á eftir, en brast þá kjarkinn. Hún hafði stolið nafni annars manns á víxil og með þeim hætti svikið 200 kr. út úr sparisjóði einum. Þegar óráðvendni þessi vitn- aðist, greip hún til þessara óyndis- úrræða. Hún var 27 ára gömul og átti 4 börn; 2 börnin voru í orlofi hjá afa sínum og ömmu og héldu þvi lífi. Peningunum var hún búin að eyða tíl skuldalúkninga. Svíþjóð. Tíðrætt hefir orðið um það, að karl- og kvenstúdent í Gauta- borg hafa „gift sig sjálf“, líkt og Ei- ríkur heitinn frá Brúnum. gerði hérna um árið. Þau auglýstu í blöðunum, að eftirleiðis álitu þau sig sem hjón, þó þau hefðu enga hjónavigslu frá presu, og síðan tóku þau saman. — Háskólakennararnir fyltust réttlátri reiði og buðu þeim að fara til K.- hafnar og láta þar vígja sig í borg- aral. hjúskap. — Eftir sænskum lög- um er það ekki leyfilegt. — En þau neituðu og kváðust una vel hag sín- um í þessum nýja hjúskap. Var þeim þá hótað brottrekstri. Uppsalastú- dentar hafa lát.ið óánægju mikla í Ijósi yflr harðýðgi þessari. Einn há- skólakennarinnn í Uppsölum hefiráður gift sig á þessa leið, og var það lát- ið kyrt. Nú virðast stúdentar telja sér leyfllegt að fara í för hans. England. Hundrað ára afinæli biflíufélagsins brezka héidu Englar 6. þ. m. Var þá margt rætt og rit- að um starfsemi félagsins, vegleg guðsþjónusta haldin, sem drotningin var viðstödd 0. fl. En konungurvar þá lasinn og kom því þar lítið nærri, Fyrir skömmu beið stjórnin ósig- ur allmikinn í neðri málstofunni. — Frumvarp, sem hún hafði lagt fram, var felt með drjúgum atkvæðamun. 'JóIíu apdstæðingar hennar því með ! fögnuði miklum og spurðu hana um i leið, live margar siikar hrakfarir hún ætlaði að fara, áður en hún veJtist úr völdum. En ekki lét hún þetta neitt á síg bíta að sinni. Látinn er í dag á Englandi hert toginn af Cambridge. Hann var 84 ára. að aldri. fyzkaland. Þó ekki sé fagurt til frásagnar, þá virðist sá siðurfara í vöxt hjá „betra fólkinú", sem svo er nefnt, á Þýzkalandi, að lifa í hóf- lausu sukku og býlífi, herja út lán hvar sem fæst, og síðan er öll sund eru lokin, þá að ráða sér bana, og það ekki með leynd, heldur svo, að úr því verði umtal eða jafnvel „skemt- an fyrir fólkið“. Þannig var urn fyrv. hershöfðingja eínn í Berlín. Hann réð fyrir skömmu bana sjálfum sér, konu sinni, dóttur og tveim sonum. Þau hjón höfðu borist mikið á og ekkí kunnað sér hóf. En er öll ráð voru þrotin og skuldheimt amenn gáfu ekki lengur grið, tóku þau þetta ráð og völdu til framkvæmdanna afmælisdag dótt- ur sinnar, er hún varð 19 ára. Syn- ir þeirra tveir, nálægt tvítugu, er báðir voru á herforingjaskóla, efni- legir og vel látnir, fengu leyfi og komu heim. Afmælisdagurinn leið í glaum og gleði; foreldrar og börn fóru á ýmsa skemtistaði og er heim kom, var etið og drukkið fast freyð- andi kampavín. Piltarnir urðu drukn- ir og ultu út af í fötunum; gaf faðir þeirra þeirn eiturblöndu að drekka. Dóttirin tók blönduna sjálf og iagðist fyrir í skrautklæðum sínum. Sama gerðu foreidrarnir. Fanst svo alt frændfólkið dautt um morguninn, hver maður alklæddur, en í rúmi sínu með klút breiddan yfir andlitið. Þá skaut og kaupmaður nálægt Berlín konu sína, son sinn 10 ára gamlan og loks sjáifan sig. Orsökin sama, fjáreyðsla, sukk og gjaldþrot. Bankamaður einn, Jóhannes Rein- hart að nafni, stal nýl. einni miilíón þýzkra marka frá banka einum í Ber- lín, sem kendur er við Brendel & Co., og strauk af landi burt. Þeir, sem fé áttu i bankanum, urðu skelkaðir og aðai-meðeigandi bankans, stjórnarráð dr. Brendel, réð sér bana af örvænt- ingu, fleygði sér útum glugga ofan af þriðja lofti. Það kom fyrir á eyjunni Finken- werder í Elben, að snöggleið yfir fjölda fólks um miðja messu 3. s. d. í föstu, og mörgum varð minna ílt. Ætlaði þá söfnuðurinn þegar að tryll- ast af hræðslu. Orsökin var ekki önnur en megn kolasvæla; ofnarnir ekki hreinsaðir um afarlangan tíma. Þegar læknir kom til, batnaði flest- um vonum bráðara aftur; en tvær konur og 6 börn voru samt mjög veik á eftir. í Wien bar það til tíðinda, að greifi einn, Georg Napoleon Qsaky að nafni og skrifari í ungverska stjórnarráðinu, skaut á aimannafæri 4 eða 5 skot- um á frú eina, forkunnarfríða; hún var kona verzlunarmanns þess, er Mrawenetz hét. Fór ein kúlan inn á milli rifja, en önnur kom í annað lærið á frúnni. Hánn var þegar tek- inn höndum; fundust á honum 5 skot og 10,400 kr. í seðlum. En frúnni var ekið til sjúkrahúss og veitt aðhjúkrun. Voru læknar hræddir um líf hennar. Greifinn kvaðst alls ekki þekkja frúna, aldrei hafa séð hana fyrri. Sig hefði bara ait í einu langað til að skjóta einhvern og hún hefði verið hendi næst. Sumir ætla samt, að annað hafi fremur verið í efni. En mörgum þykir sennilegt, að greif- inn sé ekki með öllum mjalla, enda áður brytt á þunglyndi í honum. Hann er vel að sér ger um alla hluti, en „veraldarmaður" í meira lagi hefir hanu verið, borist mikið á og fjárhag- ur hans í óreiðu mikilli. „Svo fer þeim, er sölin eta“. Svissaraland. Hinn 9. þ. m. hófst mál mikið við eiðsvararéttinn í Zurich; eru við það flæktir margir lielztu hershöfðingjarnir á Svissara- landi. Tildrög málsins eru þau, að mikilsvirtur hershöfðingi einn hefir ritað hverja greinina á fætur annari íblað lýðveldismanna, sem heitir „Zúr- icher Post“, og ber þar þungar sak- ir á marga æðstu valdamennina í liernum, sakar þá um margskomir spillingu, mútur 0. fl. Er ekki upp- leystur á málinu því nema annar endinn. Engverjalaiul. í borginni Buda- pest hafa 5000 skraddarasveinar hætt vinnu. Hafa 72 skraddarameistarar tjáð sig fúsa til að ganga að kröfum þeirra. En sveinarnir vilja samt ekki taka til vinnu aftur, nema enn þá fleiri meistarar játist undir sömu kosti. Hafa af þessu hlotist róstur talsverð- ar og margir verið teknir höndum. Frakkland. Nú er Dreyfusmál- inu þar komið, að endurskoðun þess er ákveðin; telja flestir sýknu hans efalausa. Allur undirbúningur undir rannsóknina nýju hefir farið fram með hinni mestu spekt og ^æsinga- laust. Fyrir miðjan þenna mánuð varð þytur mikill í París út úr því, að uppgaus sá kvittur, að ritari ’ einn í flotaráðaneytinu hefði 'áelt Japönum mikilvæg skjöl, er einkum þó væru þýðingarmikil, ef Rússar og Frakkar fylgdust að málum gagnvart Japönum. Ritari þessi heitir Martin og kvaðst hann borinn röngum sökum. Blöðin hafa gert mikið veður út úr þessu. Flotamálaráðherrann hefir að svo stöddu neitað öllum skýringum, en sagt, að málið skyldi verða rannsak- að eftir föngum, og Martin hefir verið fangelsaður. Blaðið „République Fran- caise" segir, að þetta só sízt að undra

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.