Fjallkonan


Fjallkonan - 06.04.1904, Síða 2

Fjallkonan - 06.04.1904, Síða 2
54 FJALLKONAN. með óreglu þeirri, sem eigi sér stað í skrifstofum flotamálaráðaneytisins. í gær gerði Millerand fyrirspurn til stjórnarinnar á þingi út af seinlæti fjármálaráðherrans, Rouvier, að því, er snertir meðferð lagafrumvarps um ellistyrk og slysaábyrgð verkamanna. Sagði hann, að forsætisráðherrann, Combes, hugsaði ekki um annað en glímurnar við klerkastéttina, en van- rækti nauðsynlegar endurbætur á hag þjóðarinnar. Eftir allmiklar hnipp- ingar var samþykt dagskrá, sem lýsti trausti á stjórninni, með 284 atkv. gegn 265. Skall þar hurð allnærri hælum. Belgía. Þar verður mönnumtíð- ræddast um málaferli Leopolds kon- ungs við dætur sínar, Louisu af Co- burg og greifafrú Lonyay. Hefir hann reynst þeim harður og kær- leikslítill. Annari vildi hann meina að giftast manni þeim, er hún unni hugástum, en hina hneppir hann í ströngu haldi; hafa læknar sagt hana vitskerta, en grunur mikill er á, að meira ráði um það harðræði konungs en verulegur sjúkdómur. En sjálfur lætur konungur sér vel sæma, að eiga vingott við konu þá, er Cléode Merode heitir, og fer ekki leynt með. Sá heitir Paul Janson, er flytur málið af hendi greifafrúar Lonyay. Hefir hann tekið óþyrmilega á konungi og lesið óþvegið yfir höfði honum. Kon- ungur heldur arfi þeirra systra, en önnur þeirra stórskuidug. Vefur kon- ungur máiið á allar lundir, og enn ekki séð, hvernig því muni lúka. — Málsvari konungs er vitur og lærður öldungur, Wilner að nafni. Spánn. í Valladolid urðu ærsl mikil og uppþot. Skrýllinn tryltist 8. þ. m. og barðist við lögregluna með hnúum og hnefum, braut upp vopnabúr og gerði ýmsan óskunda; »varð riddaralið loks að skerast í leik- inn. Á hinu sama bryddi og í Barcelona, en varð minna úr, því lögreglan tók karlmannlega í streng- inn. Orsakir óeirðanna voru mat- vælaskortur og tollur á matvöru, er stjómin lagði á. Þar við bættist herbúnaður sökum austræna ófriðar- ins; var þjóðinni meinilla við hann. Korntollinn feldi stjórnin niður aftur, og hægði þá um. í bænum Montouro hefir brytt á heimskulegu trúaræði. Bæjarbúar söfnuðust saman í kirkjuna og fór rakarinn fyrir altarið; tók hann að prédika með miklum bæxlagangi krossferð móti Kölska. Síðan ber- háttaði allur söfnuðurinn og skreið svo á fjórum fótum, og rakarinn í broddi fylkingar, út úr kirkjunni í hemaðinu móti Kölsira. Biskupinn taldi kirkjuna svívirta með vitfirringalátum þessum og bauð að loka henni. Astralía. Þaðan hafa spurst þau tíðindi, að gufuskip mikið og frítt, sem „Armagh" hét, hafi strandað fyrir austan álfuna, komist samt á flot aftur, en þá komið að því leki. Fór þá öll skipshöínin í bátana og náðu tveir af þeim landi með 58 manns. Hina bátana vantaði með 100 manns; hefir ekki til þeirra spurst, þó leiti væri þegar gerð. Þá fórst og annað skip hjá Co- chinkina, hét það „Cambodge". Af þeirri skipshöín vantaði og hundrað jnanns, Amcríka. í Uruguay hafa verið óeirðir talsverðar. Hafa uppreistar- menn gert spellvirki mikil, skemt ítalskar verksmiðjur og drepið ítali þar í landi með miklum harmkvæl- um. Stjórnarliði hefir lent saman við uppreistarmenn; féllu af þeim 100 manns, en 300 urðu sárir. Hlutafélag það, sem heitir „Grand Trunc Railway of Canada", hefir gert samning við Kanadastjórn um að leggja nýja járnbraut yfir þvera Ame- ríku frá hafi til hafs. Þá hefir og annað járnbrautarfélag — Pensylvaníu-járnbi autarfélagið — byrjað að gera göng undir Hudson- fljótið. Kostnaður áætlaður 20 miJl- íónir dollara. Niagarafossarnir eru taldir einna fríðastir og hátignarlegastir allra fossa í heimi. En mikið hefir verið að því gert, að nota þá til að framleiða rafmagn. Óttast Bandamenn, aðfyr- ir þá sök muni prýði og hátign foss- anna þverra. Hefir því á þingi Banda- manna verið borin upp sú tillaga, að leita samkomulags við Kanadamenn um, að vernda fegurð fossanna. Kaupmannahöfn, 21. marz '04. Austræni ófriðurinn. — Síðan Japanar skutu á Port Arthur hefir fátt gerst, er í langar frásögur sé færandi. Ito hefir haldið hátíðlega innreið í Söul og bar ekki á neinum óspektum. Þing Japana kom saman 18. þ.m. og hafa stjórnmálaflokkar þeir, sem uppi eru þar í landi, komið sérsam- an um að styðja stjórnina. Er því fjárlagafrumvarp stjórnarinnar, að því er herkostnað snertir, sama sem sam- þykt. Óljósar fregnir hafa borist um blóðugan bardaga við Anju; en allar eru þær á huldu. SendiheiTa Rússa í Peking hefir mótmælt því, að Kínverjar sendi her- lið út yfir „kínverska múrinn" og kraf- ist þess, að lið það, sem út yfir hann er komið, sé kallað aftur. Ann- ars mundu Rússar senda her manns til Peking. Japanar sitja ekki með hendur í skauti; en að öllu virðast þeir fara með gætni, en kappi þó og dugnaði. Her sínum þoka þeir jafnt og þétt norður eftir Kóreu móts við Rússa. Járnbraut eru þeir að leggja frá Fúsan til Söul og frá Söul aftur enn lengra norður. Suyematsu barón, tengdasonur Itos, heflr nýlega sagt við blaðamann einn 1 Lundúnum: „Við (Japanar) lítum smærri augum á Rússa en stjórn- málamenn Norðurálfunnar. Víðþekkj- um fúablettina á Rússum, jafnvel betur en Rússar sjálfir. Við vorum fljótir að sýna þeim, hvilíkir skussar þeir eru á sjó, og við vonum, að við þurfum ekki ógnar-Jangan tíma til að sýna öllum, að þeir eru skuss- ar líka álandi. Við vorum alsjáandi, er við lögðum út í ófrið þenna“. 1 borginni Liége í Belgíu bar það tii tíðinda árdegis 18. þ.m., að sprengi- kúlu var kastað að húsi lögreglustjór- ans; 7 menn særðust, er hún sprakk, 4 hættulega. Sama dag vildi það slys til hjá eyjunni Wight við Englandsströnd, að herskip eitt sigldi á sæsmígil (neðansjávarbát); á bátnum voru 11 menn og druknuðu þeir allir. í Dresden á Þýzkalaudi er Jiroða- mál fyrir dómstólunum. Verkamað- ur einn, Julius Bienert að nafni, gaf konu sinni og 6 börnum eitur og tók það líka sjálfur. Konanogbörn- in dóu, en hann lifði. Konan þjáðist af ólæknandi sjúkdómi og bæði kviðu þau örlögum bamanna, er móður- innar misti við. Tóku þau þá þetta óyndisúrræði. Kveldið áður en þau tóku eitrið, þvoði konan öll húsa- kynni þeirra, prýddi alt og fágaði. Viidi hún, að þeir, sem fyrstir kæmu að, sæju góðan umgang á öllu inn- inhúss. Þetta skeði um miðja jóla- föstu. Síðan hefir heimilisfaðiilnn legið, lengst af milli heims og helju. Er það fyrst nú, að hægt var að taka mál hans til rannsóknar og dómsúrslita. jjúnaðarbálkur. VII. Ljáblöðin. Hið heiðraða BúnaðarféJag íslands hefir með bréfi dags. 2. nóv. f. á. látið þess getið, að því hafi borist kvartanir um, að Ijáblöðin útlendu væru ekki úr eins góðu stáli nú, eins og þau hefðu verið fyrstu árin, sem þau fluttust hingað. Þeir, sem kvört- uðu, höfðu beðið það að hlutast til um bót á þessu. Búnaðarfélagið mæltist til, að eg heimsækti verk- smiðjuna, sem býr til blöðin, og fengi hana til að gera nokkur af þeim til reynslu úr betra og harðara stáli, en áleit samt rétt, að hafa meiri hlut þeirra úr sama efni og að undanförnu. Búnaðarfélagið áleit og, að ljáblöðin ættu helzt að vera tvennskonar, af því að sumir leggja ljái sína á stein, en aðrir klappa þá. Bréf þetta barst mér ekki fyrri en 26. des. f. á., er eg kom til Hafnar. Það gat því ekki komið til mála, að eg færi um hæl til Englands, enda vildi svo vel til, að litlu áður en eg fór frá Englandi brá eg mér til Shef- field, og talaði við tvo af þeim mönnum, er standa fyrir verksmiðj- unni, sem smíðar flest ljáblöð þau, er til íslands koma. Þetta firma heitir Wm Tyzack Sons & Tumer. Erindi mitt við þá var, að fá þá til að smíða Ijábakka eftir íslenzkri fyr- irmynd, sem eg hafði með mér. — Við það tækifæri skýrði eg þeim frá því, að eg hefði heyrt kvartanir um, að ijáblöðin frá þeim væru í aftur- för. Þeir gátu ekki skilið, að svo væri, kváðust jafnan smíða þau úr sama efni. Seinna barst talið að því, að eg sagði, að sumir klöppuðu ljáina. Það kváðu þeir óhæfu og kendu því uro, að blöðin reyndust ekki vel. Þessi ijáblöð væru ekki ætluð til þess, en þeir gætu smíðað ljáblöð svo stilt, að vel mætti klappa þau. Þeir höfðu við orð, að líma miða utan á hverjar umbúðir um ljáblöðin, og vara menn við að klappa þau. Féil þá niður talið um þetta. Þegar eg fékk fyrnefnt bréf frá Búnaðarfélagi íslands, gerði eg enska þýðingu af því, og sendi hana ljáblaða smiðunum. í bréfi því er eg skrif- aði þeim með þýðingunni, minti eg þá á það, er eg hafði nýlega sagt þeim um kvartanirnar ylir Jjáblöð- unum. Þá studdi eg Og tillögu fé- lagsins, að sjálfsagt Vggfj að hafa blöðin tvennskonar, lc.gði til, að hvert blað væri merkt svo, að sjá mætti, hvort þaðunætta klappa eða eigi. Líka skrifaði eg umbjóðendum mínum, Heynssen, Martiensen & Co Manchester, um þetta efni. Þeir skrif- uðust á við smiðina, og einn af skrifstofu umbjóðenda minna ferðað- ist til Sheffield til að ræða málið við þá. Málalok urðu þau, að Wm. Tyzack Sons & Turner ætla fram- vegis að smíða tvennskonar ljáblöð til að senda til íslands. Þau blöð, sem að eins má leggja á stein, verða merkt hvert einstakt með íslenzka orðinu H A R T. Utan á hverjum umbúðum verður miði með þessum orðum: fessl ljáblöð eru hörð, og verður að hvetja þau á hverfi- steini. Þau blöð, sem klappa má, verða merkt hvert einstakt með ís- lenzka orðinu STILT. Utan á hverjum umbúðum verður miði með þessum orðum: fessi ljáhlöð eru stilt og má kiappa ])au. Wm. Tyzack Sons & Turner hafa gert nokkrar tilraunir til að smíða ljábakka eftir fyrirmynd þeirri, sem eg nefndi hér að framan. Sá sein- asti, sem eg hef fengið, er mjög vel gerður, og svo líkur fyrirmyndinni, að eg álít enga ástæðu til að gera hann afturreka. Þeir eru gerðir úr stáli og mega því vera grennri og léttari en úr deigu járni. Nokkru meiri vinna er að búa þá til en þá ljábakka, sem eg hef tíðast séð. Það er búið að gera ráðstöfun til að Jes Zimsen kaupmaður hafi þá til sölu í sumar, og að Búnaðarfélag íslands hafi þá til sýnis. Svo munu þeir og verða til sýnis og sölu hjá N. Chr. Grams Handel í Stykkishólmi og Dýrafirði, Ólafi Árnasyni á Stokks- eyri, Karli Berndsen á Skagaströnd, L. Poppe á Sauðárkrók, Sæmundi Halldórssyni í Stykkishólmi, og svo seinna hjá ýmsum fleiri eftir því, sem þeim gefst færi á að sjá fyrir- myndina og panta eftir henni. Þess má geta, að jafnvel þó Wm. Tyzack Sons & Turner smíði flest ljáblöð þau, er til íslands flytjast, eru og nokkur önnur blöð í verzl- uninni. Ef eitthvert IjábJað reynist ekki vel, þá er [því nauðsynlegt að veita því eftirtekt, hver smíðað hefir, svo að kvörtunin geti náð réttum aðila, ef svo mikil brögð eru að missmíðunum, að rétt þykir að kvarta.' Ljáblöðin eru æfinlega merkt nöfnum þeirra, er smíðað hafa, svo ekki verð- ur vilst á. Rvík 26. marz 1904. Kr. Jönasarson. Yertíöin í Norcgi. Norsk blöð segja mjög rýran afla í Lofoten fyrra hluta vertiðarinnar. „ Throndhjems Folkeblað" skýrir svo frá 8. marz, að allur afli í Tromseyjar- og Nordlands- ömtum — þó er Lofoten ekki þar með — sé freklega 4x/2 millión fiska; en í Lofoten *sé aflirm þó ekki orð- inn nema 646,000. En í venjuleg- um árum sé aflinn í Lofoten um samaleyti vanur að vera jafnmikill aflanum í öllum hinum verstöðunum samanlögðum. Sama blað segir, að undarfarin ár, nema í fyrra, hafi aflinn í Lofoten um þetta leyti (8. marz) venjulega verið 3—4 millíónir fiskja, ogí góð- um árum hafi hann stundura verið

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.