Fjallkonan


Fjallkonan - 06.04.1904, Page 3

Fjallkonan - 06.04.1904, Page 3
FJALLKONAN. 55 10 millíónir. Þar að auki sé þorsk- urinn nú bæði horaður og lifrarlítill. Lengra norður sé flskui inn samt enn þá lakari og rýrari, en betri aftur, er sunnar dregur. Ekki viti menn, segir blaðið, hverju, sé um aflaleysið að kenna. Sjómenn og fiskikaupmenn sóu vongóðir um, að enn muni úr aflaleysinu rætast. í fyrra hafl gengið 2508 fiskiför, en nú gangi 4024. Verðlag sé ekki hærra en fyr, nema á lifur; hún hafl hækkað í verði síðustu dagana. í Finnmörk voru aflabrögðin sæmi- leg; nákvæmar skýrslur vantaði. í Þrændalögum einnig látið vel af aflanum. Ailur afli talinn 720,000. Kallað gott svo snemma á vertíð. í Romsdalsamti var allur aflinn 1,250,000. Á vesturströndinni fyrir supnan Stað allur afli 100,000. Allur aflinn í Noregi er talinn að hafa verið im þett.a leyti (8. marz) eftir fengnum skýrslum 7,500,000. Undanfarin rýrðarár hefir aflinn verið um sama leyti hér um bil 10 millí- ónir og í góðum árum stundum 20 miilíónir. Fólkstalið á íslandi 1, nóv, 1901, Hagfræðisskrifstofa ííkisins er nú loks búin að leggja smiðshöggið á fólkstalið hér á landi 1. nóv. 1901. Mannfjöldinn hér á landi var þá 78,470. Þar af voru 37,583 karlar, en 40,887 konur. Hundrað árum áður var mannfjöldinn alls 47,000, árið 1840 var hann 57,000, árið 1880 var hann 72,000 og ioks 1890 var hann ekki nema 70,000. Eftirtektarverð er mannfjölgunin síðasta áratuginn (1890- 1900), eink- um er litið er til þess, að næsta áratug þar á undan fór fólkinu fækk- andi. Mest hefirfjölgað í Reykjavík. Árið 1801 voru Reykjavíkurbúar ekki nema 307, 1840 voru þeir 890, 1880 voru þeir 2567, 1890 voru þeir 3886 og 1901 voru þeir orðnir 6682. Beri menn saman ísland og Dan- mörk, þá reka menn augun í það meðal annars, að minna er um hjú- skap á íslandi en í Danmörku. Eru konur samt mikiu fleiri en karlar; er því ekki kvenfólksskortinum um að kenna. Þannig voru í Rvík ekki nema 900 hjón 1901, þótt íbúarnir væru 6682 að tölu. Flestir stunda landsmenn landbún- að og fiskiveiðar, eða 78 af hundraði hverju. Þá koma. iðnaðarmenn ö1/^ af hundraði. (í Danmörku eru þeir 28 af hundraði). Þá eru þeir, sem fást við verzlun og samgöngur, og eru þeir 4 af hundraði. (í Danmörku 15 af hundraði). Jónas Jóliannesson, bóndi í Köldukinn í S.-Þingeyjarsýslu; dáinn í marz 1903. Dauði höggur djarft með stáli, Dæmdir menn úr vörum hrinda, Gögnin verða myrk í máli, Margir eiga um sárt að binda; Helstríðsveinin, hátt þau láta, Hærra þeirra, er lifa og gráta! Stoðir vina og frænda falla; Fjölga sár þín Beru-rjóður, Nýgræðingar hníga og halla Höfði þreyttu að skauti móður, Fögur blóm, sem ylma og anga, Áttu vors um daga langa. Ör-ðug spor frá gröf til grafar geta orðið veikum mætti; Vonargeislum strjálum stafar, — Stilli eg brag með gömlum hætti. Ofið er sorgum öðrum þræði Ungbarnsreifi og dáins klæði. Hnígur látin von með vini, Vætir elskan nábeð tárum. Egill harmar sína syni, Svo sem fyrir þúsund árum! Gráta úr Helju æ um aldur Allir sinn hinn góða Baldur. Þér er engin hneisa að harrr.i. Haflrðu tapað kærstum vini; Blygðast ei, þótt bogi af hvarmi Brennheitt flóð í dagsins skini. Verður dreyra’ og trega tára Tamin jafnt hin vilta bára. Hauður spennir húmið kalda Horflnn eftir dag og sóiu. Hjartans bygðir alira alda Eiga’ og sína myrku njólu. Hveríi það, er líf þeim léði, Ljós og hita, styrk og gleði. Áttu kannské á æfivegi Einn þann vin, er máttu trúa. Kannské von þín eina eigi Alls af himinstjarna grúa, Og ef þessi eina hrapar, Öllu gildi lífið tapar. Og þótt gætir tugum talið Trausta vini á degi nauða, Örðugt mundi verða valið, Væri kostur, lífs og dauða; Alla íiltu örmum binda, Engum fram í dauðann hrinda! Traustu húsi grant að gættu, Glæstri heild af mörgum liðum, Bústu þó við berri hættu, Bresti einn af máttarviðum. Engan sérðu hæfan hinna Hlutverk þess, er féll, að vinna. Stjarnan fagra hrapa hlýtur, Hverfa okkar bezti vinur. Enginn lífsins lögmál brýtur, Lemstrað hjarta i brjósti stynur; „Vonar, trúar, vizku orðið, Varpast máttlaust fyrir borðið“. Gefum beizkum tregatárum Tíma að flóa, renna, drjúpa. Veltu söitum, sollnum bárum, Sorgar úthaf, mikla og djúpa. Lægir að ending alla sjóa, Augun þorna og sárin gróa. Stundar bíður sérhvað sinnar, Sumarblærinn fer að landi; Fölfu rósir, köldu kinnar, Kyssir rjóðar himins andi. — Öldur vona og óska streyma. Enn skal lengi þrá og dreyma! Hér í dag eg kom, að kveðja Kæran vin og frænda, iátinn. Lífs frá ströndum leyst er keðja, Lykur dauðans hrönn um bátiun. Öil mér lokuð sýnast sundin; Svipul von um næsta fundinn. Okkur skildi öllum stundum Ófær löngum, jökulhylur; Dró úr tíðri ferð og fundum. Farartálmi þyngri skilur Nú, því meinsöm milli beljar Myrk og ísköld st.raumröst heljar. Tylli eg mér á tæpan bakka, Tvenna leiði eg sjónum heima. Fjölmargt á eg þér að þakka, Þinni minning ei skal gleyma. Eftir góða íta og þarfa Orð og dæmi lifa og starfa. Lýsing enginn þarf hér þína, — Þín í allra hug er myndin, Út úr henni augljós skína Einkenni þín, hrein sem lindin: Gætni, stilling, greind og festa; Góðra kosta alt hið bezta. Drenglyndi með dáð og kjarki, Djörfung rétt að mæla og gera. Heiður og sæmd að miði og marki. Minna að sýnast heldur en vera. Óbeit sönn á glamri og gorti, Gnóttum heita — og efnda skorti! Ein'æg var þín ária og síðla Ást og trú á þjóð og landi. Vildir ei réttu máli miðla, Metnaðar var ríkur andi, Eitt var betra annara landa, — Ertu nú kominn þar til stranda. Heimilinu harmur mætti Hálfu þyngri en fall af bruna; Sá, er prýddi bezt og bætti, Bjóst þar langa hríð að una. Þess hinn góði burt er Baldur; Bærinn drúpir hijóður og kaldur. Sannlegt er þótt sveitin tregi, Sólbros þýtt í frostbyl snerist; Tel eg hana vel á vegi Vera stadda, og betur en gerist, Séu margir hæflr hinna Hlulverk þess, er féll, að vinna. Vandamanna er von í sárum, Verður skaðinn minnisstæður. Fall þitt gráta fögrum tárum Faðir, móðir, systur, bræður; Er sem hægi harminn ríkan, Hafa átt son og bróður slíkan. Þó er harmi þyngstum lostin Þeirra, er bera ásýnd grátna, Hún, er gegnum funann, frostin Fram gekk trú við hlið hins látna, Starði á heljar háska og ótta, Hugði aldrei samt á flótta. Eg í flokki frænda og vina Foriög þín — og okkar trega. Mér er raun að horfa á hina, Hálfa, smáa, vesallega. — Læt ég hreldan huga líða Héðan burt til fyrri tíða. Fund við okkar fyrsta sinni Fékk eg á þér traust og mætur. Aldrei sviku aukin kynni, Alt af festust dýpri rætur; Æ hinn sami í orði og verki, Aldrei gekstu und fölsku merki. Sá eg þig til dauða dæmdan Duldum rökum æðri valda, Burt úr æsku-Eden flæmdan Út á heljar-gaddinn kalda. Lögum sóttan odda og eggja, Enginn kunni þar ráð að leggja. Sá eg þig í ströngu stríði Staddan síðast fyrir lokin, Fram með hug og hjarta prýði Hólztu unz allur sær var rokinn. Þakinn sárum þyngstu nauða, Þér var ærið hvert til dauða! Lokið er verki þrautar þinnar, Þrárnar hafa náð að landi; Fölfu varir, köldu kinnar, Kyssir heitar drottins andi. Umgirt hold er ættlands sverði. — Eftir þinni trú þór verði! Indriði Þorkelsson frá Fjalli. Úr Landeyjum. Það er eigi oft, að linur sjáat héðan i blöðum. Vildi eg nú rita fáein orð og beiðast, að þeim yrði veitt upptaka í „Fjallkonuna“. Um utanverðan þennan hrepp, Vestur- Landeyjar, flóir hið mikla vatn úr Þverá og eykst að mun á þessum vetri og það svo, að nú horfir til stórra vandræða, eigi að eins að þvi leyti að jarðir fari í eyði, slægjur og hagar undirleggist, heldur og að þvi leyti, að menn missi fénað sinn, já jafnvel'líf sitt, nema koma mætti vatninu annan veg, en nú er raun á. Sjón eru sögu ríkari. Eg er nýkominn heim úr embættiserindi utan frá Skúmstöðum, þar sem býr hinn þjóðkunni, liáaldraði öldung- ur, Sigurður dbrm. Magnússon; hann er 93 ára. — Það er á hjarta skákarinnar í þessum hreppi, óbjörgulegt yíir að líta, hvert stingandi strá undir vatni; það nær upp í kálgarða og standa því býlin þar út um upp úr tilsýndar að sjá á auðu sem þúfur. Hólarnir sem hólmar. Á ís, og þegar kæfir í ána að utanverðu, beljar vatnið yfir bakkana og svo fram á ísa, og þá hækkar æ, þegar frost er, eða þá að áin brýtur og myndar stærri og minni skörð í bakkana, svo sem nú kvað vera, jafnvel stór skörð komin í námunda við Vestra- og Eystra-Fróðholt. Eigi als fyrir löngu kom í frosti stífla í Þverá, svo að hún fór fram yfir milli Hemlu og Skeiðs, og er eftir kunnugum haft, að engum manni hafi þá fært verið þar á milli og varla lifs von, hefði eiuhver þá verið á ferð þar á milli nefndra bæja. Þegar á leið þann sama dag, sáu þeir Krókbændur — Krókur er nefnt svæðið, sem á standa býlin: Þúfa, Sperðill, Vestri- og Eystri- Tunga og Skeggjastaðir — að vatn kom beljandi að austan og ofan og voru þeir höndum seinni að hlaða i kofadyr, sem hurðir vantaði fyrir. Þegar áður en lýsti af næsta degi, fóru menn að gæta að fén- aði í kofum, hvort hann væri lífs eða lið- inn eftir nóttina; var þá vatn i kofum, sem fjær og lægra standa bæjum þar, í mitt læri. í einu fióði í vetur misti Sigurður bóndi | í Þúfu, frumbýlingur, 5 kindur, annar 3 á sama bæ. í fyrra vetur misti Andrés bóndi á Skeggjastöðum 15 sauði gamla í einu flóði. Svona gengur það nú hér út um. Búast má við tjóni á mönnum og skepnum, ef gífurlega leysingu gerir. Þeir, sem geta, hafa báta við bæi sína og frá sumum bæj- um t. d. Skúmstöðum og Klasbarða verð- ur eigi komist til húsa öðruvísi en á bát, þegar autt er. Það er mesta Guðs mildi, hve lítið tjón hefir enn að orðið vatna- voðanum hér út um, og má sannlega um það segja, að „flýtur á meðan ekki sekk- ur“; og það geta menn skilið, að fólkið úti í vatninu er eigi ávalt með hýrri há. Mér vitanlega er ekki neitt útfall smátt eða stórt á milli Þjórsárútfalls og Affallsút- falls, og það er mein mikið. Aðdragand- inn er svo langur austur í Affallsútfall. Vér erum hér margir þeirrar skoðunar, að eini vegurinn til pess að fá létt á vatn- inu sé sá, að fá náð fram góðu útfalli fram undan Skúmstöðum. Því miður mis- hepnaðist slík tilraun í haust, svo vitur- lega og kappsamlega sem þó var að þvi unnið, en það er eigi fullreynt enn og er vonandi, að stjórn Búnaðarfélags íslands láti til sín taka í þessu efni og það fyr en seinna. Hér er eigi um neitt lítilræði að gera. Búnaðarfélagið á heiður og þökk fyrir það, sem það hefir þegarhjálp- að, enn betur má, ef duga skal. Fyrir fáum árum var oftast góður veg-

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.