Fjallkonan - 03.08.1904, Blaðsíða 1
Kemur út eiuu sinni í
viku. Verð árgangsins 4
krónur (erlendis 5 krónur
eða lVs dollar), borgist
iyrir 1. júlí (erlendis fyrir-
iram).
FJALL
BÆIKDABLAÐ
Uppsögn (skrifleg) bund-
in við áramót, ógild nema
komin sé til útgefanda fyr-
ir 1. október, enda hafi
kaupandi þá borgað blaðið
Afgreiðsla :
Kliðstreeti.
YERZLUNARBLAÐ
XXI. árg.
Reykjavik, 3. ágúst 1904.
Nr. 31.
Auoni.æknino ókeypis 1. og 3. þrd. á
hverjum mán., kl. 11—1 í spítalanum.
Pokngripasafn opið md., mvd. og ld.
11—12.
K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa opin
á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 síðd.
Almennir fundir á hverju föstudags- og
sunnudagskvöldi kl. 8^/2 síðd.
Laodakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 og
kl. 6 á hverjum helgum degi.
Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj-
endur kl. IOV2—12 og 4—6.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl. 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Landsbókasafn opið hvem virkan dag
kl. 12—3 (md., mvd. og ld. kl.2—3 til út-
lána) 6—8 siðdegis.
Landsskjalasafnib er opið hvern þriðju-
dag, föstudag og laugardag kl. 12—1.
Náttúrugripasafn, í Vesturgötu 10, opin
á sd. kl. 2- 3.
Tannlækning ókeypis i Pósthússtræti 14b
1. og 3. inánud. hvers mán. kl. 11—1.
Walker’s giscuits
John Walke=Glasgow.
baka allar tegundir af hinum ljúf-
fengu smákökum og ódýra skipsbrauði.
Biðjið ætíð um þeirra brauð.
Aðalumboðsmenn þeirra fyrir Is-
land:
G. Gíslason & Hay, Leith.
„Hver verður rektor?11
Það er sjálfsagt engin ein spurn-
ing jafnoft borin upp um þessar mund-
ir, sem þessi: „Hver verður rektor?“
Og þessi spurning er enn fremur
borin upp með innilegri áhuga og
þyngri áhyggju en nokkur önnur.
Hvar sem lærðu mennirnir hittast,
mennirnir, sem sjálfir hafa setið á
skólabekkjunum og sem því frá göml-
um tímum þykir vænt um skólann
og ættu manna bezt að geta metið
hann, þá spyrja þeir áhyggjufullir fyrst
af öllu hver annan: „Hver verðitr
rektor ? “
En það eru fleiri, en lærðu menn-
irnir, sem spyrja þannig.
Valla hittist meðal greindur alþýðu-
maður svo á götum bæjarins, að ekki
spyrji hann fyrst allra orða: „Hver
verður reídor?“
Skreppi maður út tír bænum upp í
sveit, þá er fyrsta spurningin, rétt á
hverjum bæ, jafnharðan og inn er
komið: „Hver verðar rektor ?"
Þetta auk margs annars bendir á,
að mönnum er það vel ljóst, hve á-
kaflega mikið er undir því komið, að
sVo hæfur maður sem frekast eru föng
á, verði skipaður í rektorsembættið.
Þjóðin veit það öll, að lærði skól-
inn er hjartastaður lands og þjóðar,
fyrsta og fremsta uppeldis- og menta-
stofnunin, sem landið á, að tít frá
honum liggja þræðir um land alt,
inn í hvern afdal, tít á hvert annes,
meira að segja inn á hvert heimili
og inn í hvers maqns hjarta, Því
frá lærða skólanum koma flestir leið-
togamir, prestarnir, sýslumennirnir
og læknarnir, allir þeir í einu orði,
sem eiga helzt allra að fræða og
kenna, benda og leiðbeina í andlegum
og líkamlegum skilningi.
Þjóðin veit það vel, að ef þessir
menn koma með Ijós og líf, þá er
koma þeirra tít um bygðir landsins
til gæfu og blessunar; en — ef þeir
koma með myrkur og dauða, þá væri
betur, að þeir létu hvorki sjá sig né
heyra.
Þjóðin leggur stórfé á ári hverju
til þessa skóla og htín telur það aldrei
eftir, ef htín sér og finnur, að skól-
inn er í góðu lagi.
En — htín heimtar það líka, krefst
þess alvarlega, að til skólans sé svo
vandað í öllum efnum, sem frekast
eru föng á.
Sé lærði skólinn verulega góður,
svo að frá honum komi sannarlega
mentaðir, siðprtíðir og göfugir menn,
þá er hverjum þeim pening vel varið,
sem til hans er kostað, þá er aldrei
ofmikið til hans lagt; og þjóðin fær
það fé margendurgoldið með vöxtum
og vaxtavöxtum, m^ð margskonar
andlegri og likamlegri blessun.
En sé lærði skólinn spillingarbæli,
sé hann í því ólagi, að frá honum
komi andlegir og líkamlegir slæp-
ingar og óreglugarmar, þá er hverj-
um eyri illa varið, sem til hans fer.
Hann væri þá ekki annað en rækt-
unarstöð fyrir alls konar illgresi.
Þjóðin hefir því ekki einungis á-
stæðu til að spyrja með áhyggju:
„Hver verður rektor?“ heldur er
htín ir.eira að segja skyldug að spyrja
í þungri alvöru; „Hver verðnr
rektor ?“
Ntí er á prjónunum ný reglugerð
fyrir skólann, sem að ýmsu mun
fara í umbótaátt.
Það er gott og lofsvert.
En skólinn umskapast ekki með
reglugerðinni einni. Það þarf meira
til.
Það þarf annan og betri grund-
völl undir skólann og það þarf nýj-
an. og betri anda inn í skólann.
Þeir, sem ekki finna þetta eða
ekki vilja sinna því, ættu ekki um
skólans mál að fjaJla.
„Hver verður þá rektor ? “ Það er
alvöruspurning.
Það þarf vitran, manntíðarríkan
og ekki sízt styrkan mann, mann
með björtum og heilbrigðum lífs-
skoðunum, til að fara undir stýrið
og stjórna æskulýðnum, sem í skól-
anum er.
Bókstafur hinnar nýju reglugerðar
skapar ekki einn nýtt líf í lærða
skólanum, og htín má alls ekki vera
máttvana höndin, sem á að taka við
stjórntaumunum að þessu sinni.
Það er vandaverk fyrir stjórnina,
að skipa í þetta embætti, satt er
það. En svo er og um margt íleira
bæði fyr og seinna,
En þess væntir þjóðin, að hér sé
gert alt, sem hægt er, að á ekkert
annað sé litið, en á sannarlegt gagn
skólans og þjóðarinnar.
Yerði handaskol á skipun í þetta
mikilsverða embætti, má að sjálf-
sögðu vænta þungra eftirkasta og áf-
leiðinga í bráð og lengd.
Bæði óskandi og vonandi, að vel
takist.
Útlendar fréttir.
Yatnsflóð og manntjón mikið
bar að höndum í miðjum f. m. á eyj-
unni Luzon, sem er stærst af Filipps-
eyjunum; en eyjabálkur sá er, eins
og flestum mun kunnugt, fyrir sunn-
an og austan Austurálfuna. Þar var
bær sá, er hét San Juan del Monte,
liggur hann eða réttara sagt lá í
breiðum dal undir Bataanfjöllunum.
í fjöllum þessum og nærlendis gerði
óumræðilega stórrigningu, sem ekk-
ert lát var á í sólarhring og 3 stundir
umfram. Hljóp þá voða vöxtur í vötn
öll og ruddust þau fram með því
heljarafli, er spyrnti öllu um koll, er
fyrir var. Vatnið steyptist yfir bæ-
inn eins og hávaxin hafalda, flutti
með sér stórgrýti ofan tír fjöllunum,
stórviðu og moldarkekki og færði
alt í kaf. Menn ílýðu sem fætur tog-
uðu i allar áttir, sumir á hestum og
sumir á bátum. En íjöldi manna
lézt samt, einkum konur og börn:
bærinn telst að vera horfinn og ekki
eftir nema rtístir. Vatnsflóð þettakom
svo snögglega, að engan viðbtínað
var hægt að hafa.
Höfuðborgin, Manila, fór og á flot;
en miklu varð þar minna af flóðinu
og skemdir ekki stórvægilegar.
Skaðinn í San Juan er lauslega á-
ætlaður um 8 millíónir marka. Marg-
ir ætla hann samt miklu meiri. Um
manntjónið vantar greinilegar skýrsl-
ur enn sem komið er.
Kiiuinan milli Frakkastjórnar ann-
arsvegar og páfans á hina virðist ekki
fara rénandi. Frá því hefir áður verið
skýrt, að Frakkastjórn kallaði sendi-
herra sinn heiro frá hirð páfans og
og gaf páfanum um leið það vinsam-
lega heilræði, að vasast ekki í stjórn-
mál Frakka.
Viku eftir heimför sendiherrans
bauð páfinn ýmsum biskupum á Frakk-
landi, að sleppa embættum sínum.
Skipun þessi kom flatt upp á bisk-
upana og skýrðu þeir forsætisráðgjaf-
anum og kirkjumálaráðgjafanum frá
henni. Kirkjumálaráðgjafmn lýsti yfir
því, að biskupana bæri að skoða með
fram sem embættismenn ríkisins og
væru þeir því ekki að öllu sjálfráðir
um embætti sín. Forsætisráðherrann
ritaði páfanum alvarlegt bréf og minti
hann á, að páfinn og stjórnin á Frakk-
landi liefðu í sameiningu skipað bisk-
upana í embætti og gæti því ekki
annar málsaðili vikið þeim tír em-
bættum þeirra nema samþykki hin«s
kæmi og til.
Þá lét páfinn skipa biskupunum að
koma til Rómaborgar á hálfsmánaðar-
fresti; ella mundu'þeir sviftir embætt-
istign og réttindum öllum.
Forsætisráðgjafinn lét hart mæta
hörðu og harðbannaði biskupunum
að fara tít úr biskupsdæmum sínum.
Þar við situr.
Kvisast heíir, að Frakkastjórn hafi
hótað Kínverjum, að hleypa þar liði
á land, ef Kínverjar ekki geta sjálflr
bugað óeirðirnar í Tonking. Þykir
stjórninni í Kína það ekki neinar
sældarfréttir.
í Ardennafjöllunuin hófst afar-
mikill skógabruni 14. f. m. Brunnu
á svipstundu 500 hektar lands, stórt
þorp og fjöldi stakra bygginga.
Hltar miklir voru í f. m. á
Þýzkalandi, miklu meiri en næstu ár
á undan. Hinn 16. f. m. voru hit-
arnir mestir, 37—38° C. í forsælunni
í Berlín. Götur þar eru lagðar svo-
nefndu „asfalti“; bráðnaði það í hik-
anum og sukku vagnhjólin djtípt í
það. Hefir það ekki borið við fyrri.
Engu minni er hitinn sagður á
Frakklandi, einkum í París. Hinn 15.
f. m. létust 8 manneskjur af hita
þar á götunum og 3 dagana næstu
á undan létu þar um 50 mauneskjur
lífið.
Sá voða atburður gerðist nýlega í
Benín, að maður einn rak son sinn
í gegn í Ölæði. Pilturinn var liðlega
tvítugur; hann dó innan stundar.
í Svíþjóð geysuðu miklir skóg-
aeldar víða i f. m. Gerðu þeir spell
mikil, en manntjón ekki svo get-
ið sé.
Á Spáni gengu óhemju rigningar
í f. m. og ollu þær stórtjóni í Valla-
dolid. Meira en 1000 htís fóru í kaf
og eyðilögðust alveg. Fjöldi manna
varð htísviltur.
Pall Kriiger, fyrv. forseti Btía,
andaðist í Svissaralandi 14. f. m.—
Hann var fæddur 10. okt. 1825 i
Suðnr-Afríku; var hann einn meðal
hinna fyrstu Btía, sem árið 1837
héldu úr átthögum sínum til að firr-
ast yfirráð Englendinga. Forseti varð
hann 1883. Hann hélt tír landi og
til Norðurálfu, meðan Btía-ófriðurinn
stóð yfir, og mun hafa ætlað að reyna
á náðir stórveldanna til liðveizlu við
landa hans. En það kom, sem
kunnugt er, að engu haldi.
Óvanalegur þjófnaður hefh-ver-
ið framinn nýlega á Rtísslandi. Þar
var stolið „hinni heilögu guðsmóður
í Kasan“, helgasta dýrlingslíknesk-
inu, sem Rtíssar áttu. Þjóðin hafði
hinn mesta átrtínað á líkneski þessu,
og alþýðan telur atburð þenna efa-
laust vott þess, að skaparinn hafl
svift hendi sinni landi eg lýð, —