Fjallkonan - 06.09.1904, Page 2
138
FJALLKONAN.
als á 16 fundum og auk þess var
hann á fundi Rækt.unarfélags Norð-
urlands á Sauðárkrók 2.—4. júlí.
Hann var á þremur rjómabúa stofn-
fundum í ferðinni, stofnfundi rjóma-
búsins við Gufá í Borgarhreppi, rjóma-
bús Dalamanna og rjómabúsins Hörgá
í Eyjaflrði. Eru öll þessi rjómabú
stór, eða standa til að verða það, og
skulu rekin alt árið.
(xrasYÖxtur segh- Sig. Sigurðsson,
að hafl verið alveg óvanalega góður
um Norðurland og Dalasýslu í sum-
ar, einkum á túnum og vallendi.
Fjöldi bænda, sem tvíslá meira og
minna af túnum, einkum í Eyjafirði
og Dölum. Einna bezt sprottin tún
í annað sinn sá Sigurður í Kaupangi
í Eyjaflrði, og svo jafnt alt túnið.
Sömuleiðis sá hann vel sprottin tún
í annað sinn á Krossastöðum í Hörg-
árdal, Möðruvöilum og víðar. í Dala-
sýslu tvíslógu margir túnin, og Ólafur
bóndi Finnsson á Fellsenda þrídó
nokkuð af túninu.
Töðuafli er það mikill, sem þeir
hafa fengið af túnum sínum í sumar,
Björn sýshim. og Ólafur Finnsson á
Fellsenda í Dalasýslu. — Björn fékk
um 600 hesta alls af túninu, en það
er um 40 dagsl. Það eru 15 hestar
af dagsláttunni til jafnaðar. Ólafur
á Fellsenda fékk af sjálfu túninu yfir
500 hesta og 70—80 hesta úr nátt-
högum. Hann fékk af dagsl., þar sem
túnið var einna bezt sprottið, 18
hesta af vænu bandi, og af sumum
blettum enda meira. Annais er það
sagt, að tún spretti alment vel í
Dölum, enda segir Sig. Sig. ráðan.,
að þar sé túnrækt víða í góðu lagi
og mikið sléttað. Tún Ólafs í Stóra-
Skógi, Kristjáns Tómássonar á Þor-
bergsstöðum og Hildiþórs á Harastöð-
um hötðu og verið ágætlega sprottin.
ÓJafur í Stóra-Skógi fékk 20 hesta
af dagsl. af nokkru af túninu.
Yestmaniieyjuiii 18. ág. 1904.
Sumarið heflr verið inndælt og
biítt yfirleitt; júlímánuður var mjög
þerridaufur, en ágústmán. kom með
hinn þráða þurk, og hafa menn nú
alhirt tún sín.
Lundaveiði var með betra móti;
fílaferðir að eins byrjaðar.
Afli úr sjó iítili, enda sjór lítt
stundaður, þar sem fjöldi karlmanna
fóru í kaupavinnu til Austfjarða.
Heilsufar manna aiment gott, þó
hefir cand. í læknisfræði Jón Rósin-
kranz, sá er Þorsteinn læknir fékk í
í sinn stað í fjarveru sinni, haft tals-
verðar annir; menn hafa leitað til
hans óspart, og hefir öllum geðjast
vel hans framkoma hér, bæði sem
manns og læknis.
Norðmenn hafa drepið hér hvali
unnvörpum, en nú er hann farinn að
tregast. Hval, forn-skotinn og úid-
inn, reru Vestm.eyingar í land í gær.
Þjóðminning var haldin hér 13.
þ. m. Fyrirkomulag líkt og áður;
fyrst var kappróður (að eins tveir
bátar), siðan sýnd hamrasig.
Öýslumaður Magnús Jónsson setti
þjóðhátiðina með laglegri ræðu.
Sera Oddg. mælti fyrir minni kon
ungs. Jón Rósinkranz fyrir minni
íslands. Steinn Sigurðsson tók að
sér minni Vestm.eyja, Þorsteinn
iæknir minni bænda, Erlendur Bmið-
ur Árnason minni kvenna, og síðast
en ekki sízt mælti mag. Guðm. Finn-
bogason fyrir minni æskuiýðsins.
Þegar á daginn leið, léku menn
fótbolta, síðan dansaði unga fólkið;
kl. 12 var flugeldum skotið, fór síð-
an hver heim til sín ánægður með
daginn, enda var veður hið æskileg-
asta.
Tvo kærkomna gesti höfum vér
haft þessa daga, mag. Guðm. Finnboga-
sonoggarðyrkjufr. EinarHelgas.; héldu
þeir báðir fyrirlestra hér, G. F. um
mentun æskulýðsins, en E. H. um
skógrækt og skrautjurtarækt; var gerð-
ur góður rómur að báðum þessum
fyrirlestrum og var það ekki um skör
fram; það er ánægja að heyra góð-
an framburð samfara skipulegri nið-
urröðun efnisins.
Björninn.
Dresden 1 apríl 1904.
Ó, vesalings bangsi, eg vorkenni þér,
eg veit, hvíiík æfi að baki þér er
og get til, hvað saga þín geymir.
En kannske hann lagt hafi líknsemd með
þraut
sem lét slíka daga þér falia í skaut,
svo öllu, sem gerist, þú gleymir.
Hin fannhvíta víðátta fyrrum þér skein
það féll þér í geð, þegar stormurinn hvein
og lék sér að norðursins logum.
Og þá varstu einvaldur, enginn þér jafn,
og öldurnar léku við jakans þíns stafn,
sem kóngsfley þar vaggaði’ á vogum.
Þeir hefðu’ átt að sjá þig, sem horfa’ á
þig nú,
þar heima sem áttirðu maka og bú
á freisisins ágætu árum,
Já, sjá þína leiki, þinu fimleik og fjör,
þín fallegu viðbrögð, svo hvatleg og snör
og sund þitt í svellandi bárum.
Á botni og haffleti hræddist þig alt. —
það hresti og styrkti, þótt væri það svalt,
að kafa í koigrænum hrönnum.
Og þá fórstu’ í hernað um höf og um lönd
og heimsóttir marga svo auðuga strönd
sem enn þá er ókend af mönnum.
Þá áttirðu tinnudölst tillit og hvast
og traustlega hramma, sem læstu sig fast,
og tennur, svo stæltar og stinnar.
Þá lifðirðu’ i velsæld og alsnægta-auð
því enginn þá vóg eða mældi það brauð,
sem þitt var og fjölskyldu þinnar.
Þitt búr þyrfti ekki svo öflugt og traust
en enn virðast böðlarnir trúa þvi laust
að sért þú ei sami og forðum,
En munurinn á þvi að hitta þig hér.
eða heima, þar nyrðra, sem kynland þitt er,
hann ei verður skýrður með orðum.
Að svífta þig frelsinu brogðum var beitt,
í baráttu þeirri ei stoðaði neitt
þinn vaskleikur, vit eða dugur.
En svo var þ á augnaráð þitt hamramt og
hart,
þótt hreyft þig í böndunum gætir þú vart,
að skipverjum hraus við það hugur.
Þín grind er úr járni og gólfið er steinn,
sem gerist um kopgsfanga hýrist þú einn,
það verðurðu’ að láta þér lynda.
Og stað þess að baðast í bládjúpum sjó,
í búrinu hjá þér er skolavatns-þró -
í for þeirri færðu að synda 1
Og loðnan þín hvíta, sem hrein var sem
mjöll,
nú heflr skift litum, er kleprótt öll,
og væri — já, hundi til vansa.
Og hvatlegu stökkin þú hætt hefir við,
en hermir nú eftir þann borgarasiðl
að hneigja við höfði — og dansal
Og þú, sem með harðdrægni hremdir þér
bráð,
og hirtir ei um það, ef til gastu náð,
hve mörgum sem líkaði miður,
nú spennirðu’ Upp ginið við grihdurnar
fram
og gestunum réttir þinn klóula hramm,
og hópinn um brauðmola biður.
Já, svo hefir þrælkunin sveigt þig og beygt,
og svipan gert skapferlið auðmjúkt og deigt
að eðli þitt alt virðist flúið.
Þú ertekkibjörn — þú ert útlamið skinn,
því eyðst hefir smámsaman sjálfleikur þinn,
alt síðan þér búrið var búið.
Nú tindra’ ekki augu þín eldleg og snör,
það er sem þú mist hafir kjark þinn og fjör
og hættur sért vörn þér að veita.
Og svo ertu rænulaus, vaninn og vær, —
mér virðist þótt hafirðu tennur og klær,
þá kunnir þú hvorugu’ að beita.
Og norður við heimskaut þar ættland þitt er,
þú yndir nú tæplega betur en hér,
þótt ekkert þar hefti þig helsi.
Og þú ert svo ólíkur því sem var,
að þeir mundu fælast þig, birnirnir þar,
sem lifa í fullkomnu frelsi.
Það hryggir mig, bangsi, hve hve beygð er
þin lund
og bugað þitt eðli af kúgarans mund,
og ófrelsið inn í þig lamið.------
Og eg þekki frjálskynjað baráttublóð
og bjarnarins skap hjá lítilli þjóð,
sem einnig er ofmikið tamið.
G. M.
Þingmálafund
héldu þingmannaefni Reykjavíkur með
kjósendum laugardaginn 27. f. m.
Þingmannsefnið Guðm. Björnsson
héraðslæknir tók fyrstur til máls.
Kvaðst hann bjóða sig fram til þing-
mensku til að styðja að atvinnumál-
um, fyrst, og fremst alls landsins, en
einkanl. Reykjavíkur. Lagði hann
litla áherzlu á undirskriftamálið, en
sagði þó, að undirskrift hins fráfar-
andi íslandsráðgjafa undir veitingar-
bréf hr. H. Hafstein hefði verið æski-
legri. Þingræðismann kvaðst hann
telja sig eindreginn, og mundi hann
fylgja hinni nýju stjórn, sem vér
hefðum íengið eftir öllum þingræðis-
reglum, meðan hún bryti ekkert af
sér. Heimastjórnarmann gæti hann
ei kallað sig, þar sem hann hefði
eigi verið í verki með að flytja stjórn-
inaheim. Hann kvaðst ennfremur ekki
verameð hinumflokkunum,hvorugum.
Þingmannsefnið jfón jfensson yfir-
dómari kvað þá menn með ósatt mál
fara, er segðu, að nýi ráðherrann hefði
verið skipaður eftir þingræðisregiunni.
Skipun hans hefði verið í fullu ósam-
ræmi við vilja alls þingsins; það hefði
verið gert að skilyrði af öllum þing-
mönnum og meira að segja af sjálf-
um ráðherranum, að hann (H. H.)
yrði skipaðar af íslemku stjórnar-
valdi, en ekki dönsku. Ráðherrann
væri þvi í ósamræmi við þingið.
Kvaðst hann vera eindreginn þing-
ræðismaður, en að svo miklu leyti
með ráðherranum, sem hann væri í
samræini við þingið. Sitt erindi á
þing væri því, að reyna að halda
uppi landsréttindum vorum ogstuðla
að því, að fyrirvari alþingis í fyrra
sumar yrði tekinn til greina,
Kvaðst hann mundu styðja að at-
vinnumálum og framfaramáium bæj-
arins engu að síður. Sú þjóð eða
þær þjóðir, er gættu landsréttinda
sinna af alhuga, væru aldrei eftir-
bátar annara í atvinnu- eða framfara-
málum, heldur þvert á móti. Því
meir, sem vér létum ganga á rétt
vorn, því vesalli og aumari mundum
vér verða. En því mættum vér eigi
við. Og því betur, som vér gættum
4
landsréttinda vorra, því meiri fram-
faraþjóð mundum vér verða. Þess
þyrftum vér við.
Jón Olafsson og Einar Benedikts-
son ræddu margt um undirskriftar-
málið. Kvað Einar Ben. lítið verða
úr þingræði, ef ekki mætti leggja ráð-
herra neitt til ávirðingar.
Ýmsar spurningar voru lagðar fyrir
þingmannsefnin.
B. H. Bjarnason kaupm. spurði,
hvort þingsmannsefnin vildu stuðla
að því, að hinn fyrirhugaði ritsími
yrði lagður á land á Suðurlandi,
þrátt fyrir 300,000 kr. tillag til land-
síma, að stofnað verði í Rvík toll
frjáls vörubirgðahús og að verzlunar
og siglingalöggjöf landsins verði end-
urskoðuð.
G. B. þótti nægilegt, að ritsíminn
yrði lagður á land á Seyðisflrði, ef
trygging væri fyrir öruggu sambandi
við Rvík.
Jón Jensson vildi hafa ritsímann
til Suðurlands afdráttarlaust. Hinu
tvennu hétu bæði þingmannsefnin.
Björn ritstj. Jónsson spurði, hvern-
ing þingm.efnin vildu rétta við hinn
mikla tekjuhalla landssjóðs á síðasta
þingi.
Jón Jensson kvaðst hallast að sparn-
aðarstefnu, en G. Björnsson vildi
auka tekjur og færa niður gjöld. Hin-
ar fyrirspurnirnar voru uin bindindis-
málið, færslu kjördags til 10. okt.,
vita í Vestmanneyjum, um öflugri
strandgæslu, um iðnaðarskóla og um
ellistyrk alþýðumanna.
Fundurinn stóð frá kl. 81/2—12
í Iðnaðarmannahúsinu, salurinn troð-
fulluraf áheyrendum. Fundarstjóri var
Haraldur Nielsson cand. theol.
„Ceres“ fór héðan til útlanda 27.
f. m. með fjölda farþega.
Til Skotlands: Frk. Kristin Thor-
oddsen, Grúbnau ullarkaupm. frá
New-York með syni, frk. ÞóraMagn-
ússon og margir enskir ferðamenn.
Til Kaupm.hafnar: Árni Eiríksson
leikari, Árni Riis og Páll Torfason
kaupmenn, Finnur Jónsson prófessor
með frú, ráðherra H. Hafstein, Jón
Rosenkranz og Matthías Einarsson,
læknaskólakandídatar; þessir stúdent-
ar: Björgólfur Á. Ólafsson, Björn
Pálsson, Brynjólfur Björnsson, Georg
Ólafsson, Guðm. Lúter Hannesson,
Guðm. Jóhannsson, Guðm. Ólafsson,
Gunnar Egilsson, Jón Kristjánsson
(assessors), Jón Magnússon, Konráð
Steíánsson, Lárus Féldsted, Magnús
Guðmundsson, Oddur Hermannsson,
Ól. Þorsteinsson, Pétur Bogason, Pét-
ur Thoroddsen, Sig. Sigtryggsson,
Skúli Bogason, Stefán Jónsson, Sturla
Guðmundsson og Vernharður Jóhanns-
son. Ennfremur Sigurður Einarsson
skólapiltur o. m. fl.
„Laura“ fór kringum land til út*
landa 28. f. m. Farþegar: Stefán
Guðjohnsen faktor með frú og Ben*
edikt próf. Kristjánsson á Grenjaðar*
stað með frú til Húsavíkur; Guðm.
Sveinbjörnsson cand. jur. til Saúðár*
króks; Kristján Torfason kaupm. og
Ásgrímur málari Jónsson til Bíldu*
dals; Guðm. Jónasson kaupm. í Skaiðs*
stöð til Stykkishólms o. fl.
„ Hólar “ komu 30. f, m. að norð-
an. Með skipinu kom Þórhallur
Bjarnarson lektor og frú, Ólafur
Thorlacius héraðslæknir á Djúpavogi,
fiú Sigríður Eggerii o. íl,