Fjallkonan


Fjallkonan - 06.09.1904, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 06.09.1904, Blaðsíða 3
FJALLKONAN. 139 Skipakomur. Hiun 15. f. m. kom s/s „Fridthjof" (589, Pedersen) frá Newcastle með kol til „Sameinaða guf uskipaf élagsins “. 19. f. m. gufuskipið „Patria" (281, N. v. d. Fehr) með kol o. f). til H. P. Duus-verzlunar. 22. f. m. s/s „Vendsyssel" (449, Jakobsen) aukaskip „Sameinaða gufu- skipafélagsins". S. d. s/s „Italia" (356, J. H. Erik- sen) með kol til Björns Guðmunds- sonar frá Grangemouth. S. d. s/s „Norden" (455, Jeiisen) með kol til J. P. T. Brydes-verzlun- ar frá Englandi. 29. f. m. seglskipið „Sylvia“ (133, B. Björno) frá Newcastle með kol til H. Th. A Thomsen. S. d. seglskipið „Bjorn" (38, K. K. Fællestad) með timbur til Dráttar- brautarfólagsins frá Christianssand. Veitt eiubætti. Læknisembættið í Mýrdalshéraði er 23. f. m. veitt Stefáni Gíslasyni, lækni í Hróars- tunguhéraði. Xíðarfar hið æskilegasta á Vest- fjörðum; ágætir þurkar; heyskapur góður. Slysför. Sunnudagiun 24. f. m. druknaði Þorleifur Pálsson í Holtum á Mýrum í Hornafjarðarfljóti. Fljót- ið var mikið og reið hann á sund. Þorleifur sál. var nytsemdarmaður í sveit sinni, duglegur, virtur og vel metinn. Var hann bæði sýslunefnd- armaður og hreppsnefndaroddviti. Látinn í júlím. Sveinn Bjamason í Þórisdal í Lóni, bróðir séra Jóns Bjarnasonar í Winnipeg, sæmdar- og dugnaðarmaður, en löngum tæpur á heilsu. Hann var tæplega sextugur að aldri. Hinn 13. f. m. andaðist að heim- ili sínu Fljótsdal í Fljótshlíð bænda- öldungurinn Jón Jónsson, 94 ára gam- all. — Kennari við lærða skólann, er settur Sigurður Thoroddsen verkfræð- ingur, frá 1. október í haust. Laust enibætti. Sýslumannsem- bættið í Skaftafellssýslu er auglýst laust 29. f. m. Laun 3000 kr. Um- sóknarfrestur til 7. nóv. Læknisembættið í Hróarstungu- héraði er auglýst laust 29. f. m. Umsóknarfrestur til 7. nóv. Árslaun 1500 kr. Sá, er embættið fær, er skyld- ur að setjast að á Stóra-Steinsvaði, Litla-Steinsvaði eða Ekru. Styrktarsjóður Kristjáns IX. Ráðherrann veitti 25. f. m. úr hon- um þeim Guðmundi ísleifssyni bónda á Stóru-Háeyri og Kristjáni hreppstj. Þorbergssyni á Þorbergsstöðum í Dalasýslu, 140 kr. verðlaun hvorum fyrir afarmiklar framkvæmdir í jarða- og húsabótum. Tryggvi konungur, skip Thore- félagsins, kom um miðmorgunsleytið á sunnudaginn. Af því að blaðið var þá um það bil alsett, bíða útlend- ar fréttir næsta blaðs. Þess skal samt getið, að hinn 29. f. m. var Port Arthur ekki fallin í hendur Japönum. IJpplestur og söngur næstkoui- andi sunnudag. O. P. Monrad prestur les upp næstkomandi sunnu- dag í Iðnaðarmannahúsinu „De Ny- gifte" og „Terje Viken,“ úrval úrkvæð- um eftir Bjornstjerne Björnson o. fl. Söngfélag stúdenta syngur ýms kvæði eftir Bj. Björnson o. fl. Sig- fús Einarsson syngur „Solo.“ Ganga má að því vísu, að skemt- un þessi verði mjög góð. Ættu Reyk- víkingar fremur að sækja þær skemt- anir, sem einhver veigur er í, en hinar og þessar loddaralistir. Höfuð- staðarbúarnir kafna undir nafni, ef íeir ekki vilja læra að meta að verð- leikum það, sem eykur og glæðir fegurðartilfinninguna og bætir hinn andlega smekk. Björnsons-fyrirlestrarnir voru eitt hið bezta, sem almenningi hefir verið boðið uppá nýlega. En ekki gátu það heitið nema fáir menn af öllum fjöldanum, sem sóttu þá. Mætti af þvi margur ætla, að blessað fólkið hérna í höfuðstaðnum sé, sumt hvað, ekki svo afar sólgið í bragðgóða and- lega fæðu. En þegar einhver útlendur loddari „étur eld,“ „flær kött,“ „fer í gegn- um sjálfan sig“ o. fl. þh., þá treður hver annan undir. XýlátiilH er hér í bænum 31. f. m. fyrverandi alþingismaður Snæfell- inga Daníel Á Thorlacius. Hann var fæddur í Stykkishólmi 8. maí 1828 og var sonur hins þjóðkunna merkis- manns Árna sál. Thorlacius, umboðe- manns í Stykkishólmi. Hann var kvæntur Guðrúnu Jósefsdóttur, Skafta- sonar, héraðslæknis. Eignuðust þau 8 börn og eru 6 þeirra álífi. Daní- el heitinn fékst við verzlun framan af æfinni, var um eitt skeið kaupfé- lagsstjóri. Hann var valmenni að reynd, prúðmenni í framgöngu og höfðinglegur maður ásýndum. Á síð- ari árum var hann mjög þrotinn að heilsu og kröftum. Meðal eftirlifandi barna hans eru Árni D. Thorlacius búfræðingur, Guð- rún Thorsteinson, ekkja hér í bæn- um og kona Magnúsar Þórarinssonar rakara. Frú Guðrún Jósefsdóttir, kona Dan- íels heitins, lifir mann sinn. Til fískimanna á íslandi, Á hafrannsóknarskipínu „Thor“ hefir í sumar verið merkt og slept aftur allmiklu af þorski á ýmissi stærð (mest þyrsklingi og stútungi). Merkið er hvítur beinhnappur og látúnsplata með stöfunum I)a og núineri (eins og á kolunum í fyrra). Merkið er fest (með silfurvír) á tálknlok (kjálkabarð) fisksins. Ef nú fiskimenn á íslaudi skyldu veiða þannig merkta fiska, eða skar- kola þá, er merktir voru í fyrra, þá er það vinsamleg bón mín til þeirra, að þeir vilji senda merkið, ásamt skriflegri skýrslu um, hvar, hvaða dag mánaðar og á hvaða dýpi ísk- urinn veiðist og nákvmmt mál á lengd fisksins (í þumlungum eða sentimetrum) frá snjáldri til enda sporðuggans, til Bjarna Sœmunds- sonar, fiskifræðings í Reykjavík. Borgar hann fyrir mína hönd 1 krónu fyrir hvert merki (ásamt meðfylg- jandi skýrslu) og burðargjald, er á kann að falla. Ég vil einnig biðja alla málsmet- andi menn, er áhuga hafa á þessu málefni, að hvetja almenning til að hafa góðar gætur á hinum merktu fiskum og vanrækja eigi að gefa Skýrslu um þá, og halda merkjunum til skila, ef þeir veiðast, Þess skal geta, að merking þessi er gerð til þess að komast eftir því: 1. hvernig þorskurinn hagar göngu sinni við ísland og 2. hve lengi hann er að ná fullum vexti. Loks vil eg biðja þá fiskimenn, er ekki halda blöðum sínum saman, að klippa þessa grein úr og geyma hana, svo síður sé hætt við, að þau atriði gleymist, er skýrslu þarf að gefa um. „Thor“ p. t. Reykjavík 27. Ágúst 1904. Joks. Sckmidt, Dr. phil. ®ct»cikNiétcr0mte clectriffe SunbícbítcIU ■ «tsnfttjieret of e« Btrie. Bg ukk«tt*e.t Sttge, 03 mibefatet of -Sp-fjS tufinke* of fpotienkei;. ®et eretufeiU b.v."t ÍKikket mek ftUe ®t)jkomme, fom 53iS. bflr I" ***” fttums i et fuœtfet 3!ertte> ft?ft*m, et kett fitrcfte ftur f*r tPíaöe* /yvM' euker, Siflt, SBlokittínGet, $ooebötne, 1 Smerter un> ker st* *ftet, tobt Siteífroft, Soottiobbtk ete. fpri* futt gr. 15, 20, 25. — 100 Sikerá ittuftoeret ieeoeoikcn* ftobetij SBog fenbeS grrrtiá mek %>rte 0,20. S u r e o i* ^ Sonitob, iíonjeitb ®b. 2, œtjriflionio. i féureouet uktooer mók Jtoution Sr. 5000 ttt ben, ker ton beoife, ot fiiectrooafb ifte inSetjol* ber fotbor, reguterbor eleetrlft Sttym. , Anbefales ai Læger, Til Bureau Sanitas. Paa min Læges Forlangende bedes De være saa venlig, at sende mig et Eleo- tropath-belte. Hol, Hallingdal d. 6. Maj 1904. O. S. D. Til Bureau Sanitas. Efter Brugen af Deres Batteribelfe fpler jeg mig frisk og fremsender stor Tak. Ringebu St. d. 11. Juni 04. A. L. Til Bureau Sanitas, Jeg har brugt Deres Electropsth-belte efter Anvisningpn og er nu bleven gansko kvit mine plagsomme Gigtsnserter. Næs i Aadalen d. 20. Juni 04. S. H. Til Bureau Sanitas, — — Deres Belte er overordentligt virkningsfuldt, det er ingen Humbug af Dem at anbefale det til Publikum. Namsos d. 24. Juni 1904. G. E. P. NB. Originalattesteme beror til Eftcrsyn. Navn og Adresse opgives paa Forlangende. v 48 „Það er hvíta htíslð, sem kallað er“, mæiti Crépin“. „Hvaða hús er það?“ „Það er húsið, sem hann nýi nágranni okkar hefir bygt. Hann er ófluttur þangað, þvi húsið er að eins komið undir þak. Hann hefir, sem stendur, aðsetur í sumarhöllinni. Hann hefir ó- sköpin öll af verkamönnum og alt gengur í loftköstum hjá honum. Það líður ekki langt um, að húsið verði byggilegt.“ Eins og áður hefir verið frá skýrt, lá barónshöllin undir skógi vaxinni brekku. Framundan henni lá dalurinn og tók slétta við fram af honum vinstra megin. Yoru sem fagrar dyr þar sem dalurinn hvarf út í sléttuna, Var það því líkast, sem dyr þær hefðu verið gerðar af ásettu ráði til þess að hallarbúar gætu notið híns fagra útsýnis út yfir sléttlendið og til fjallanna, sem blánuðu í fjarlægð út við sjóndeildarhring. En — nú vai þessi dýrð og fegurð gersamlega horfin. Af hjallanum fyrir framan höllina mátti nú ekki annað sjá, en fram eftir dalnum og í hálfsmíðað hús, fjórloftað. Tók það með úthýsum þeim, sem því fylgdu, rækilega fyrir alla útsjón. „Hann er búinn að loka mig inni“, andvarpaði baróninn. Því næst barði hann sér á brjóst, sneri sér að ráðsmannin- um og mælti: „Það er ekki öll nótt úti enn. Eg skal neyða þenna herra Teteról til að rífa húsið sitt og flytja það. Lóðin undir þessu húsi var seld með því beina skilyrði, að ekki yrði á henni bygt. En þetta ákvæði hefðuð þér átt að þekkja, herra Crépin". sMér var og er vel kunnugt um þetta. En mér er líka 45 fræ§islega Verksmiðju og mundi hún eitra alt nágrennið. Þettá var reyndar alt lýgi. En hvað um það; allir trúðu þvb“ „Mér finst sem þetta komi engum við nema kaupmanninum", svaraði baróninn. „Eg mun ekki taka nærri mér, þó kaupmað- urinn fari. Það tjáir ekki annað en líta skynsamlega á hlutina, Crépin minn! “ „Það er engu líkara en að öll sveitin sé gengin af göílun- um. Allir bændurnir, sem voru búnir að kaupa af yður kotin sín, eru nú búnir að selja þau aftur“. „Er þetta þá alt og sumt, sem þér segið í fréttum, Crépin minn! Blessaðir verið þér ekki að setja upp hvítasunnuandlit út af því arna. Mér kemur alveg út á eitt, hvað þeir heita, sem yrkja kotin, sem eg er búinn að selja". Crépin ráðsmaður þagði stundarkorn; síðan mælti hann með hátíðlegum rómi: „Þér munið efalaust eftir stjórmálaskoðunum Hinriks kon- ungs 4. Hann óskaði, að nágrannalönd Frakklands væru smá- ríki. Honum skildist það, að ef smánkin yxu sarnan í eina heild, þá minkaði Frakkland, enda þótt landamörkin væru þau sömu. Kotin, sem að undanförnu hafa verið kringuin Saligneux, eru nú runnin saman og orðin að einni jörð, höfuðbóli. Það er nýfætt eða nýskapað stórveldi við hliðina á yður. Eg lít svo á, að um leið hafi þér minkað, gengið ofan í jörðina." Þetta hreif. — Baróninn sótroðnaði. Fram að þessu hafði hann hallað sér aftur á bak í vagninum og rétt frá sér fæturna. Þugar hann heyrði þetta, settist hann upp og dró að sér fæturna,

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.