Fjallkonan


Fjallkonan - 27.09.1904, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 27.09.1904, Blaðsíða 2
150 FJALL KONAN. þakið er lagt á. Yæri húsið þakið þannig i júm eða snemma í júlí, mundi þakið verða orðið þétt og gró- ið um miðjan ágúst, en öllu lengur má ekki láta biða að leggja járnið sakir haustrigninga. — Yæri þannig farið að, hygg eg það sé áreiðanlegt, að húsin gætu orðið laus við þak- kulda, og þar af leiðandi raka; en önnur ráð þekki eg ekki til þess. — Hefi eg þar á móti reynslu fyrir því, að eitt þak með 4 þuml. þykku lagi af vel þurru fornu heyi ofan á und- irjárninu er ónýtt til frambúðar, þó það sé nógu hlýtt fyrst 1—2 ár; heyið rýrnar svo ákaflega, og komist deigja að því, þornar það ekki aftur, en verður að tómri bleytu, sem svo feygir út frá sér. Eg hefi tekið járn- þak af fjósi, sem staðið hafði í 3 ár, og sem þakið hafði verið á þennan hátt. Það, sem eftir var af heyinu, sem var ótrúiega lítið, var blautt eins og mykja, enda kólnaði ár frá ári í fjósinu. — Eg álít því, að það sé ein- dregið, að hafa ekki annað en torf- þak nægilega þykt undir járninu, og æskilegast, að láta það gióa. Utan á torfþakið verður að leggja rimla til þess að negla járnið á, og og mega þeir ei vera gisnari en svo, að 3 rimlar komi undir hverja 4 álna plötu, sinn undir hvern enda — þar verða endasamskeyti platnanna — og einn undir miðjuna. Rimlar þessir mega ekki vera grenri en 2 þumi. á þykt og 3—4 þuml. á breidd; hent- ugastir í þá eru svonefndir „battings- plankar “, séu þeir 4 þml. breiðir, verða þeir að halda sór, en fáist þeir 6 þuml. breiðir, má strengja þá eftir miðju. Til þess að festa rimlum þessum, er bezt að hafa galvaniseraðan járn- vír, þrí eða íleirþættan, stinga hon- um gegnum þakið, strengja hann yfir rimilinn og utan um máttartré húss- ins og snúa svo endana saman. Má hafa þe%si vírtengsli svo víða á riml- unum, sem þurfa þykir, til þess að ugglaust sé, að járnið ekki geti fok- ið af. — Gott er að bika vandlega þá hlið rimlanna, sem á þakinu ligg- ur, til þess að tryggja þá fyrir fúa, og er það ekki mjög kostnaðarsamt. — Vandvirkni verður að hafa við lagningu járnsins. Það kemur oft fyrir, að plöturnar eru brenglaðar til randanna, og ef eigi er gert við því, getur vatn pískast þar inn uudir randirnar, og sömuleiðis fent þarinn undir járnið. £n bót má ráða á þessu með því, að taka plötur þær, sem brenglaðar eru, og beita brúnina sem ofan á á að liggja á sléttum trékanti, svo slétt, sem auðið er, en varast verður að hafa svo þung högg, að járnið dældist. Þegar platan síðan er negld niður, hlýtur hún að falla vel við þá, sem undir er; hæfilegt er, að skara um U/2 báru, þannig, að önnur hver plata liggur upp í loft, og röndin kemur þá í aðra báru þeirr- ar plötu, sem rétt er lögð; þetta gerir sama gagn og þótt skarað væri um 2 bárur, en sparar talsvert járnið. Skarir tii endanna mega ails ekki vera naumari en 4 þumi. í enda- samskeytin verður að negia í aðra hvora báru, en í fjórðu hverja báru á miðjum plötum. Þakhallinn má alls ekki vera minni en 6 þuml. á alin. Kjölurinn sé úr Sléttu járni, og verður að slá það vel jpiður j hverja dæld á bárujárninu, svo að ekki geti fent þar inn undir, enda riður mjög mikið á, að vel sé umbúið alt um kring, bæði vegna veðurs, sem hætt er við, að geti komist undir þakið og svo vegna súgs og innfennis. — Þetta verður að gera við og athuga á liverju hausti, þar sem að torfveggir eru undir. Loks vil eg taka það fram, að ekki má ganga frá nokkru iárnþaki svo, að ekki séu þegar iátnar vatnsrennur undir þakbrúnirnar, þar sem vatnið fellur niður, einkanlega þar sem torf- veggir eru undir. Sömuleiðis er það nauðsynlegt á framhiið hússins, þó hún sé úr timbri, því það er mjög óþokkalegt., að láta alt vatn af hlið- inni hellast ofan á húshlöðin, og ilt fyrir menn og skepnur að standa und- ir þaklekanum við hýsingar. Eg þykist nú vita, að mörgum muni þykja þessar bj-ggingar óhæfi- lega dýrar. En eg held að mér sé óhætt að fullyrða, að ekki só unt að komast af með öllu minna en hér er tiltekið, ef byggingin á að vera sæmi- lega traust, og vei af hendi leyst, því að járnþakin hús hljóta ávalt að verða dýr, enda þó alt sé sparað, og byggingin verði fyrir það illa af hendi leyst, svo húsin leki og fúni, sligist undan fönn eða fjúki út í veðrið, þeg- ar minst varir. Og einmitt af því, að slikar byggingar hljóta óhjákvæmi- lega að verða dýrar, þá ríður þess meira á, að vanda þær sem bezt, svo að þær geti orðið varanlegar, því þá borga þær sig með tímanum, og ná þannig tilgangi sínum. — En ef þess- ar dýru byggingar eru svo iila af hendi leystar, að þær eyðileggjast á fáum árum, þá er sannarlega ver far- ið en heima setið, því þá er ekki nóg með það, að því fó sé eytt til ónýtis, sem til þeirra hefir verið kost- að, heldur vekur slíkt óhug og ótiú á þessum þörfu umbótum, og verð- ur þannig góðu málefni til hnekkis og hindrunar. Mér virðist, að það sé tiigangslaust, að gera áætlun um, hversu mikið að járnþakið hús muni kosta, eins bygt og eg hefl bent á hér að framan, því sú áætlun hlyti að verða mjög ófull- nægjandi, þar sem að það er svo ótal margt, er haft getur áhrif á kostn- aðinn, svo sem mismunandi viðar- verð, járnverð, aðflutningar, vinnu- laun 0. fl. Embættabreytingar. Á laugardaginn kemur (hinn 1. okt.) leggja amtmenn og landfógeti niður embætti. Konungleg tilskipun um, hvernig skifta skuli störfum þeim, er þessum embættum hafa verið sam- fara, er komin, dags. 23. ágúst. Störfum amtmanna er skift niður á milli sýslumanna og bæjarfógeta annarsvegar og stjórnarráðsins hins vegar. Sýslumönnum og bæjarfó- getum eru faldir á hendur ýmsir sektarúrskurðir, afskifti af barns- faðernislýsingum og hjónaskilnaðar- máium og fjármálum hjóna, skipun hreppstjóra, yflrsetukvenna og sátta- manna utan Reykjavíkur, að veita tombóluleyfl, að gefa út leyfisbréf. Enn fremur skulu sýslumenn vera í stjórn ýmsra sjóða, i stað hlutað- eigandi amtmanns. Stjórnarráðið skipar sýslumenn til að hafa á hendi forsetastörf og framkvæmdarstjórn fyrir amtsráðin, það tekur og að sér önnur störf amtmanna. Störf stiftsyfirvalda (amtmanns sunnan og vestan og biskups) hverfa undir stjórnarráðið, öll þau, er snerta skólamái og kenslumál, yfirumsjón með Forngripasafni og Landsbókasafni, undirbúningur verðlagsskráa og stjórn Thorkillii barnaskólasjóðs. Forstjórn landsyfirréttar tekur að sér forsæti í sýnódalrétti (í stað amtmanns sunn- an og vestan). Biskup tekur að sér önnur störf stiftsyflrvaida. Störf landfógeta tekur Landsbank- inn að sér, gegn 2500 kr. ársþókn- un. Ráðherrann setur nánari reglur um framkvæmd þeirra starfa. Víusðlu verður hætt frá næstu áramótum á Bíldudal og Patreks- firði, eftir áskorun fjölmargra hér- aðsmanna. L’thú Hlutabankans tóku til starfa 1. þ. m. á ísafirði, Akureyri og Seyð- isfirði. Aðstreymi hefir verið rnikið að þeim, það sem af er. „Vesta*4 kom að morgni hinn 23. þ. m. frá útlöndum og Austfjörðum. Frá Khöfn komu Magnús Magnússon stýrimann askólakennari og norskur verkfræðingur frá Ritsímafél. nor- ræna, að nafni Koefod. Frá Aust- fjörðum kom Jón læknir Jónsson á Vopnafirði með frú; enn fremur fjöldi af kaupafólki. Kosinu alþlugismaður á Akur- eyri Páll amtmaður Briem með 135 atkv. Magnús Kristjánsson kaupm. íékk 82 atkv.; 13 atkv. urðu ógild. Skipakomur. Hinn 5. þ.m. kom seglskipið „ Kork“ (51, Gudmundsen) með timbur frá Mandal til Björns Guðmundssonar. Sömul. 8. þ. m. seglskipið „Von- in“ (127, Mortensen) með kol frá Dysart til Thomsens magasíns. S. d. gufuskipið „Stabil" (325, G. Lindtner) með kol til Thomsens magasíns (frá Glasgow). S. d. seglskipið „Mysterious" (66, J. G. Eriksen) með timbur frá Man- dal til lausasölu. 13. þ. m. s/s „Saga“ (260, G. Aa- mundsen) með vörur frá Leith til Bdinborgarverzlunar. Hinn 17. þ. m. kom seglskipið „Hermann" (60, G. Svenning) með timbur til Dráttarbrautarfélagsins frá Noregi. Sömui. 21. þ. m. gufuskipið „Nep- tun“ (485, H. Wulff) með timbur tii Völundar frá Halmstad. Hinn 23. þ. m. seglskipið „Hans“ (216, Albert E. Boye) með timbur til Völundar frá Fredriksstad. S. d. s/s „Isaíold" með vörur til Bryde frá Khöfn. Ilraparlcg tíðindi úr Selvogi bár- ust hingað til bæjarins á sunnudaginn með skilorðum manni austan úr Ölfusi, Hjá Árna Árnasyni bónda í Þor- kelgerði í Selvogi hafði drepist hest- ur úr einhverju bráða fári, að lík- indum úr miitisbrandi. Hesturinn kvað hafa verið gerður til og var Árni bóndi eitthvað við það riðinn. En hann hafði haft bólu eða smá- rispu á andliii og hefir sóttkveikja^ að líkindum komist í sárið ; því and- litið á Arna hafði bólgnað og honum elnað svo sóttin, að hann, að sögn, andaðist aðfaranótt fimtudags síð- astl. Þá er og mælt, að þrír hestar aðrir en þessi, er fyrst var talin, séu og dauðir úr fári þessu. Arni bóndi Árnason var maður á besta skeiði. Hann var einn f tölu helstu bænda þar syðra; var hann um nokkur ár hreppstjóri í Selvogs- hreppi. Hann lagði mjög stund á garðyrkju, bygði mikla og góða garða af nýju og bætti hina eldri. Reynd- ist garðyrkjan honum hin mesta bú- bót, enda var hann orðinn vel í efn- um. Hann var smiður góður og Iagvirkur á alia hluti, gefinn fyrir allan fróðleik, enda fróður um margt. Vinsæll var hann og vel látinn af sveitungum sínum. Árni sál. hafði kvænst. Kona hans hét Guð- rún Grímsdóttir frá Nesjavöllum í Grafnirigi. Hún andaðist mislinga- vorið. Áttu þau eina dóttur, sem er gift og búsett í Rvík. Fyrirlestrar. Hr. Ágúst Bjarnason hefir beðið Fjallkonuna að geta þess, að hann ætli í vetur, sem kemur, frá 10. okt. og fram á vor, að halda 1—2 fyrirlestra á viku sem styrkhafi Hannesar Árnasonar sjóðsins. Verð- ui efni fyririestranna, semhérsegir: Tfirlit yfir sögu mannsandans. I. Helztu trúarbrögð Austurlanda. 1. Kínverjar. 2. Indverjar. 3. Pers- ar, Kong-tse 0. fl. Búddha. Zara- þústra. II. Heimspekin gríska. 1. Náttúruspekin. Ionar-Eleatar- Heraklít — Demokrít. 2. Hugspekin. Sókrates - Plato - Aristoteles. 3. Siðspekin. Stoíkar — Epikurear. 4. Trúspekin. Pliilo-Plótín. III. Kristnin. 1. Kristur og kenning hans. 2. ÚtbreiðsJa kristninnar. 3. Kristindómurinn. Ágústínus — Tómas Aquinas. 4. Skólaspeki miðalda. IV. Endurreisnartimabilið. 1. Almennt yfirlit. 2. Mannúðarstefnan. 3. Siðbót Lúters. 4. Heimsskoðun Kopernikusar. Brunó — Bacó. V. Heimspekiskerfln miklu. 1. Cartesíus. 2. Spíuoza. 3. Leibnitz. VI. Fræðistefnan enska. 1. Locke. 2. Berkeley. 3. Hume. VII. Fræðslustefnan franska. 1. Voltaire 0. fl. 2. Diderot. 3. Rous- seau. VIII. Heimspekin þýzka. 1. Skýrskoðun Kants. 2. Hugspekin. Fichte - Schelling — Hegel — Schopenhauer. 3. Holdhyggjau. Feuerbach — Vogt 0. fl. 4. Raunvísindin. Robert Mayer — Helmholtz. IX. Heimspekin enska, 1. Raunvisi Stuart Mills. 2. Breytiþróunarkenningin. Spencer, — Darvín,

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.