Fjallkonan


Fjallkonan - 01.11.1904, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 01.11.1904, Blaðsíða 1
Kemur út einu sinni í viku. Yerð árgangsius 4 krónur (erlendis 5 krónur eða D/2 dollar), borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram). FJALL BÆNDABLAÐ tlppsögn (skrifleg) bund- in við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyr- ir 1. október, enda hafi kaupandi þá borgað blaðið. Afgreiðsla : Miðstreeti. Y ERZLUNARBLAÐ XXI. árg. Reykjavík, 1. nóvember 1904. Nr. 43. Augnlækning ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjum mán., kl. 11—1 í spítalanum. Forngripasafn opið md., mvd. og ld. 11—12. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa opin á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 síðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og sunnudagskvöldi kl. 8Va síðd. LÍNDAKOTSKIRK.TA. Gruðsþjónusta kl. 9 Og kl. 6 á hverjum helgum degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj- endur kl. 10!/2—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvem virkan dag kl. 12—3 (md., mvd. og ld. ki. 2—3 til út- lána) 6—8 síðdegis. Landsskjalasafnib er opið hvern þriðju- dag, föstudag og laugardag kl. 12—1. Náttúrugripasafn, í Yesturgötu 10, opið á sd. kl. 2- 3. Tannlækning ókeypis i Pósthússtræti 14b 1. og 3. inánud. hvers mán. kl. 11—1. T i 1 kaupenda „fjallkonmuar". Með því ab eg við næstu áramót sel af höndum „Fjallkonuna", þá vil eg vinsamlega biðja þá, sem skulda mér fyrir biaðið. að greiða þær skuld- ir til mín nú í haust eða fyrir nýár. Reykjavik, 10. okt. 1904. Ólafur Ólafsson. Málsóknir embættismanna. Fyrir nokkurum árum var dæmt í Canada meiðyrðarnál, sem vakti at- hygli um alt hið brezka ríki. Blað eitt hafði borið hinar þyngstu sakir á tvo ráðherra í stjórn eins fylldsins þar vestra, nefndi fjárhæð mikla, sem þeir ættu að hafa stolið, og komst svo að orði, að þeir ættu hvergi að vera nema í betrunarhúsi. Ráherrarnir höfðuðu mál gegn rit- stjóra blaðsins. Máiið var, eins og við mátti búast, rekið af allri þeirri þekkingu og snild, sem frekast var til að dreifa í fylkinu. Ritstjóri gat ekki einu sinni fært neinar líkur fyrir sínum málstað, því síður sannanir. Og dómendur sýkn- uðu hann samt, roeð 9 atkv. gegn 3. Nú er það hugsanlegt, að svo hafi viljað til, að 9 af kviðdómendum hafl verið flokksbræður ritstjórans, og fyr- ir því hafi svona farið. Þá fer dóm- urinn einn út af fyrir sig ekki að verða sérlega merkilegur. Hitt var ómælanlega merkilegt, hvernig blöðin tóku þessum úrslitum yfirleitt, hverjum flokki sem þau heyrðu til. Þau kunnu málshöfðun- inni illa, enda kemur það nálega al- drei fyrir í hinu brezka ríki, að stjórnarvöld fari að lögsækja blöð fyrir meiðyrði, og þau létu í Ijós ánægju út af úrslitunum. Ekki fyrir það, að ritstjóiinn væri ekki ills verður fyrir ofstopa sinn og frumhlaup á sakiausa menn. Þeim þótti vænt um úrslitin vegna þess, að þau mundu aftra stjórn- arvöldunum frá að fara að taka upp þann sið að lögsækja menn fyrir um- ræður um þau mál, er almenning varða miklu. í öllu hina mikla brezka ríki er litið svo á, sem frelsi til að ræða öll landsmál sé einhver traustasti hyrningarsteinn alls þjóðfrelsis og langbezta trygging fyrir því að þjóð- in hafi góða stjórn. Við þeim hyrn- ingarsteini vilja menn alls ekkert láta hagga. Bretar telja margfalt meira mn það vert, að blöð þeirra hafi alveg óskert frelsi til þess að ræða öll mál landsins, en um hitt, að klekt verði á þeim mönnum, sem kunna að misbeita því frelsi. Svo megn er óbeit Breta gegn málsókn- um út af umræðum, sem eru almenns eðlis, að Viktoría drotning bannaði allar málshöfðanir fyrir móðgunarbrot gegn henni sjálfri og ættmönnum hennar. Það þótti Bretum eðlilegt og fagurt, og það jók ástsældir henn- ar að miklum mun. Svona hugsar og breytir veraldar- innar frjálsasta og frjáislyndasta þjóð. Yér förum nokkuð annan veg að þvi hér úti á íslandi. , Það hnittyrði gengur um land alt, að sé embættismanni ekki hœlt í blaði, geti sá embættismaður farið í mál við ritstjórann og fengið hann dæmdan í sekt og fangelsi til vara. Þetta er auðvitað ýkjur. En þeim er að því ieyti eins farið og mörg- um ýkjum Dickens og Mark Tvains, að þær varpa ógleymanlegu Ijósi yfir sannleika, sem ekki má geyma í myrkrinu. Og sannleikurinn er í þessu efni sá, að málsóknir íslenzkra embætt- ismanna gegn blaðamönnum eru fyr- ir löngu orðnar að stórhneyksli. Nú er svo ástatt, að vilji blað hafa orð á nokkurri embættisyfirsjón, getur það átt nokkurn veginn visa von á málsókn. Ekkert gerir til, hvernig málavextir eru. Það skiftir, til dæmis að taka engu, þó að yfirsjónin sé á vitorði fjölda manna, þar á meðal æðstu stjórnenda landsins. Mál er höfðað gegn blaðamanni, sem um hana get- ur, eins fyrir því. Hann verður fyrst og fremst að hafa þann feikikostnað og fyrirhöfn, sem því er oft samfara að færa þær sannanir fyrir frásögn sinni, sem dómstólar taka gilda. Stundum tekst það ekki, þó að blaða- maður hafi vitanlega sagt alt satt, því að slíkt getur verið miklum örðug- leikum bundið. Og þá þarf nú ekki að spyrja að leikslokum. En svo gerir ekkert til, þó að blaða- maður sanni mál sitt gersamlega. Hann er engu bættari fyrir það, nema hvað sektin kann að verða einhverja vitund lægri. Og embættismaðurinn stendur ekki að eins jafnréttur eftir sem áður, heldur eykst sennilega að virðing og metorðum. Því að sjaldn- ast fer hjá því, að dónjararnir finni eitthvert orð í hinni umstefndu grein, sem ekki er nógu gætilega orðað. Svo dæma þeir blaðamanninn í sekt fyrir það orð. Yfirsjónina lýsa þeir sannaða. En þessi munnnmæli mátti ekki um hana hafa. Ágætt dæmi um það ástand, sem vér eigum við að búa, er mál sem dæmt var í landsyfirrétti í sumar. Blaðamaður hafði borið það á einn sýslumanninn, að hann hefði gert ósleitulega tilraun til að hafa 1000 kr. af búi, sem hann átti að skifta. Sökin sannaðist fyrir dómstólunum. Ekki varð eftir nokkur minsti vafi á því, að þetta hafði sýslumaður gert. En blaðamaðurinn var dæmdur í sekt fyrir það að hafa sagt, að yfir- boðari sýslumanns hefði haft sæmd af því að gera ráðstöfun til að fá sýslumanninum vikið frá embætti. í málgögnum þeim, sem dragataum sýslumanns, er svo hælst um og fagnað út af því, hve aðdáanlegan sigur sýslumaður hafi unnið í mál- inu. Hann er bráðlega gerður að amtsráðsforseta, eftir er dómurinn hefir verið upp kveðinn. En blaða- maðurinn verður að sjálfsögðu látinn greiða sektina á sínum tíma, eða þá honum verður varpað í fangelsi, ef hann greiðir ekki féð. Auðvitað er einn vegur fyrir blaða- menn til þess að komast hjá öllum þessum málssóknum og sektar- og fangelsisdómum. Hann er sá, að láta það hlutlaust, þó að embættis- menn reki embætti sín svo, að ekki sé við unandi. Það væri auðsjáan- lega umsvifaminst fyrir þá, áhættu- minst, þægilegast og bezt. En ekki er jafn-sjálfsagt, að það væri bezt fyrir þjóðina — auk þess sem sumir eru með þeim ósköpum gerðir, að þeir hafa tilhneiging til að halda uppi rétti annara manna. Og í því sambandi kemur oss til hugar saga eftir eitt stórskáldið rússneska. Sá, sem þetta ritar, hefir hana ekki við höndina í svipinn, en efnið er þetta: Tveir aiþýðumenn ganga fram hjá gálga, sem maður hangir í. „Fyrir hvað var hann hengdur?" segir annar. „Hann var hengdur fyrir það, að hann var að halda fram rétti alþýð- unnar“, svarar hinn. „Hvað þurfti hann að vera að því?“ sagði þá sá, er fyr tók til máls. — „Þetta var alveg rétt handa honum, fyrst hann var að rekast í því, sem hann þurfti ekki að vera að skifta sér neitt af.“ Það þótti hinum viturlega mælt. Já, sumir eru með þessum ósköp- um gerðir. Á Rússlandi eru þeir hengdir; á Jslandi sektaðir eða íang- elsaðir; en í brezka ríkinu eru þeir verndaðir á alveg sérstaklegan og ó- venjulegan hátt. Eitt málshöfðunar-hneyksiið — eitt- hvert hið allra-lakasta af sínu tægi, og þá er iangt til jaínað — er nú fyrir dómstólunum hér í Reykjavík. Vér gerum það hér að umræðuefni vegna þess, að tilraunin til að leggja höft á frjálsar umræður, frjálsa at- hugun þjóðarinnar er þar jafnvel ó- venjulega háskasamleg. Tveir sýslunefndarmenn, prófastur og skólastjóri, báðir með mestu merkismönnum þjóðarinnar, rita í vor í blað hér í bænum, ítarlega og ágætl- ega rökstudda grein um ísjárverðar embættisyfirsjónir sýsiumanns — yfir- sjónir, sem árangurslaust höfðu ver- ið kærðar fyrir amtmanni. Skömmu síðar telur ritstjórinn upp í blaðinu þær sakir, er sýslunefndarmennirnir höfðu borið á sýslumann. Fáum dögurn síðar er amtsráð haldið. Þar eru lagðar fram kærur frá sýslu- nefnarmönnunum út af þessu atferli, er þeir höfðu ritað um í blaðinu. Amtsráðið telur kærurnar á svo miklum rökum bygðar, að allir sýsiu- fulltrúarnir í ráðinu, að undantekn- um hlutaðeigandi sýslumanni sjálfum, krefjast þess að rannsókn verði hafin. Um stjórnmálaríg gat þar ekki nokk- urn verið að tefla, því að ráðið er skipað mönnurn úr báðum flokkum. Hvað gera nú hin æðstu stjórnar- völd vor — þau er eiga að hafa eft- irlit með embættismönnum landsins? Verða þau við þeirri kröfu amtsráðs- ins að láta rannsaka málið ? Nei. Þau þvertaka fyrir rannsókn. Er þá ekkert gert? Jú. Farið í mál að gömlum vanda. Sýslumaður er látinn hölðameiðyrða- mál. Gegn hverjum? Sennilega gegn sýslunefndarmönnunum, sem höfðu borið fram sakargiftirnar, fyrst í blaðinu, svo lagt þær fyrir amtsráðið, Nei. Málið er ekki höfðað gegn sýslunefndarmönnunum. Málið er höfð- að gegn ritstjóranum - fyrir að hafa eftir sakargiftir, sem amtsráðið heimt- ar að verði rannsakaðar. Hvers vegna er málið höfðað gegn ritstjóranum en ekki sýslunefndar- mönnunum? Er saknæmara að hafa sakargiftir eftir, en að koma með þær fyrstur manna? Sýnileg ástæða er til þess engin önnur en sú, að ganga má að því nokkurn veginn vísu, að ritstjóranum veiti örðugar að afla sér sannana en sýslunefndarmönnunum. Hann yrði að fá setudómara skipaðan, ef hann færi að ieiða vitni í þeirri sveit, þar sem atburðirnir hafa gerst. Hann yrði að fá málfærslumann þar fyrir sína hönd, o. s. írv. í stað þess, að stjórnarvöldin láti rannsaka mái- ið, eins og amtsráðið hafði kraf- ist af þeim, er séð um , að sönnun- arskyldan komist yfir á þann mann- inn, sem örðugast á um sannanir. Á þann hátt er sannleikanum séð borgið í þessu máli — eins og svo mörg. um öðrum hér á landi,

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.