Fjallkonan


Fjallkonan - 01.11.1904, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 01.11.1904, Blaðsíða 2
170 FJALL KONAN. Og takist svo ekki ritstjóranum að færa þær sannanir fyrir sakargiftum sýslunefndarmanna á hendur sýslu- manni, sem dómstólarnir taka gild- ar, þá má geta nærri, hver fögnuð- ur verður í herbúðum stjórnarvald- anna — þeirra stjórnarvalda, sem lótu rannsókn ekki fara fram, en gripu til þess fangaráðs að láta ritstjóra í íteykjavík sanna þær sakir, er sýslu- nefndarmenn vestur á landi bera á sýslumann sinn. Þá á þjóðin svo sem að geta sóð, að fallega hafi hann farið að ráði sínu núna, ritstjórinn sá, við embættismanninn! Margir munu hafa vonað, að þessu málsókna-hneyksli embættismanna létti af með stjórnarskiftunum. Að minsta kosti höfðu menn ástæðu til að vona það. Það er svo bersýnilega og ómót- mælanlega í þjóðarinnar þágu, að blöðin hafl eftir megni gát á því, ef misfellur eru á embættisstarfseminni í landinu, að naumast varð við því búist, að stjórn, sem þykist styðjast við þjóðræðið, vildi halda þessum málsókna-ósóma við — að hún þeg- ar á fyrsta árinu mundi afsegja eftir- grenslun eftir embættisrekstri — eftir- grenslun, sem fulltrúar eins lands- fjórðungsins höfðu heimtað, - en láta í stað rannsóknarinnar yfir embætt- ismanninum höfða mál á móti rit- stjóra fyrir að taka í sama streng- inn eins og þessar fulltrúar. En svona er nú konrið — þegar á fyrsta árinu. Stjórninni er alveg óhætt að trúa því, að þjóðinni lízt ekki á það. Smjör-ílátin. Eitt af því, sem fundið hefir verið að smjörinu hóðan þetta ár, er, að það hafl verið farið að mygla, er það kom á markaðinn. Þessi galli hefir gert meira og minna vart við sig í smjöri frá mörgum búunum. ílátin hafa verið mygluð innan og á pergamentspapp- írnum hafa verið stórir myglublettir, og þá er smjörinu hætt, enda sumt af því myglað utan. Þetta heflr felt smjörið í verði, og verði eigi ráðin bót á þessum galla eftirleiðis, má búast við, að smjörið héðan fái óorð á sig og að enginn þar af leiðandi vilji kaupa það. Mygla í smjörinu getur stafað af ýmsum orsökum, en í þetta sinn er hætt við, að hún eigi rót sína að rekja til smjörílátanna. Þessa skoð- un mína byggi eg meðfram á því, að í Danmörku heflr þetta ár verið nokkuð alment kvartað yfir hinu sama. Á því smjöri, sem sent hefir verið til rannsóknar á efnarannsókn- arstöðina í Kaupmannahöfn, hefir vottað fyrir myglu og það fremur venju. Nefnd sú, er heíur rannsak- að smjörið, fullyrðir, að þessi mygJu- vottur stafi fyrst og fremst frá smjör- ílátunum. Nú er þess að gæta við þetta smjör, að ekkert af þvi er eldra en þriggja vikna, þegar það er rannsakað. í samanburði við það er því eigi að undra, þótt sjái á smjörinu héðan, er það kemur á markaðinn 4—6 vikna gamalt og sumt eldra. — En hvað sem því líð- ur, þá er þetta með mygluna svo alvarlegt atriði og mikilsvert fyrir oss, að öll ástæða er til að geraþað, sem hægt er, til þess að forðast hana framvegis. Nefndin í Danmörku, sem áður er getið, varar alvarlega við að nota „grænt tré“ í smjör-ílátin, vegna þess, að því só svo mygluhætt. Og jafnvel þó efnið í ílátin sé þurt og sýnist gallalaust, þá geta samt leynst í því myglusveppir, einkum hafi ílát- ið eða efni þess verið geymt á rök- um stað. Fyrir því skal þess ávalt gœtt, að gcyma smjörílátin eða efnið í þau — stafi, botna og sveiga, — á góðam stað, þar sem er vel þurt, þokkaiegt og loftgott. Ef myglusveppur hefir komist í tréð, áður en smjörinu er drepið niður, þá er pergamentspappírinn ekki einhlítur til þess að vernda smjörið frá að mygla. Þess vegna þarf að koma i veg fyrir að tróð eða í- látin mygli, eða fara svo með þau, að myglan og myglusveppirnir eyð- ist. Áður en ílátin eru notuð, skal fylla þau með hreinu vatni og láta þau standa með því einar 12 stund- ir. Þvo þau síðan vel innan og því næst lauga þau úr sjóðheitu vatni, eða halda þeim yfir sjóðheitri gufu góða stund. Að því búnu skal láta þau út til þerris, ef veður leyfir, eða þá í þess stað baka þau við glóð. Þegar þessu er lokið, skal smyrja þau innan með salti, og láta síðan peigamentspapp- lrinn eins og hann á að vera. Mygla í smjöri getur einnig staf- að frá pergamentspappírnum. Þetta á sér stað ef pappírinn hefir legið á rökum stað eða verið illa saltbleytt- ur. Ríður því mjög á, að vel fari um hann, og að pappírinn hafi, áður en hann er notaður, legið i sterk- um saltlegi, að minstu kosti 24 stundir. Að endingu vil eg taka það fram á ný og áminna rjómabúin um, að sjá vei um, að smjörílátin,eða efnið í þau só geymt á sem beztum stað, í raka- og lekalausu og loftgóðu skýli. Þetta gildir jafnt um þau ílát, sem geymd eiu frá því er búin hætta að haustinu og þar til er þau taka til starfa að vorinu, og hin, sem fengin eru að nýju. — Þeir sem setja ílátin saman hór, þurfa og að gæta þess, að gera það svo vel, sem þeim er unt. Þeir verða að sjá um, að þau séu heid, sveigarnir vel fastir og að engir blettir eða óhreinindi komi á tréð. Þá þurfa og rjómabústýrurnar að gera ait, sem í þeirra valdi stendur, til þess að vernda smjörið frá myglu, enda enginn vafi á því, að vandinn er hvað mestur á þeim í þessu efni. Þær þurfa að skoða ílátin vel, áður en þau eru notuð, og taka þau frá, sem eitthvað eru gölluð. Að öðru leyti eiga þær að undirbúa þau eins og áður er lýst, og taka pappírinn ekki upp úr saltleginum fyr en rótt um leið og hann er notaður. Sigurður Sigurðsson. Yfirlýsing Deuntzers. — 0 — Ráðherra H. Hafstein skýrði frá því í veizlu, er haldin var hér í bæn- um í síðustu viku, að forsætisráðherra Deuntzer hefði lýst yfir því við sig og samþykt, að það væri gert almenn- ingi kunnugt, að hve nær sem svo bæri undir, að danska ráðaneytið í heild sinni sækti um lausn eða færi frá völdum, kæmi honum eigi til hugar að sækja um lausn fyrir ís- landsráðherrann; „íslandsráðherrann væri í formi og veru algerlega óháð- ur stjórnarskiftum í Danmörku." Svo er að sjá í stjórnarbiaðinu „Reykjavík," sem þessi yfirlýsing hafi þótt stórtíðindi í samkvæminu. í vorum augum eru þetta engin tíðindi, ekkert annað en sjálfsagt mál. Framsóknarflokkurinn hefir stöðugt haldið þessu fram, frá því er oss var fyrst gerður kostur á ráðgjafa, sem ekkí ætti öðrum .stjórnarstörfum að gegna en íslenzkum. Hann bygði það fyrst og freinst á stjórnarskránni. Hún segir, að landið skuli hafa „löggjöf sína. og stjórn út af fyrir sig.“ Þessu ákvæði stjórnarskrárinnar var að sjálfsögðu ekki hlýtt, meðan vér höfðum ráð- gjafa ekki nema að hálfu og ekki það. Það litla brot, sem vér áttum í þeim mannninum, sem var dóms- málaráðgjafi, varð auðvitað að fara frá völdum, þegar dómsmálaráðgjaf- inn fór frá. En Framsóknarflokkur- inn sá, að það færi að verða óhjá- kvæmilegt að hlýða stjórnarskránni í þessu efni, þegar vór fengjum ráð- herra, sem vér værum einir um. Alveg í samræmi við þennan skiln- ing var ritgjörð, sem stóð í „Danne- brog,“ þegar skýrt var frá því frá stjórnarinnar hálfu, að stjórnarskrár- breyting væri í vændum; og alkunn- ugt er, að sú ritgerð var runnin frá þáverandi íslandsráðgjafa sjálfum. Yitaskuld neitaði Heimastjórnar- flokkurinn því á sínum tíma, að þessi yrði afleiðingin af því, að vór fengjum sérstakan ráðgjafa. Hann virtist ekkert byggja á stjórnarskránni, heldur taldi þessi réttindi þjóðar vorrar komin undir alt öðru — kom- in undir því, hvar ráðherrann væri búsettur og hverjir borguðu honum. Eftir kenningum þess flokks átti hann að verða danskur grundvallarlagaráð- gjafi og standa og falla með dönsku ráðaneyti, ef vér létum oss lynda, að hann yrði búsettur í Khöfn og að Danir borguðu honum iaun sín. Framsóknarflokkurinn hefir aldrei við- urkent það, að réttindi íslands væru komin undir peningaborgun eða heim- ilisfangi eins einstaks manns. Enda eru slíks víst ekki dæmi neinstaðar í heimi. Framsóknarflokkurinn bygði hér á skýlausu lagaákvæði, og á þeim grundvelli fór að lokum öll þjóðin að byggja skoðun sína. Og Framsóknarflokkurinn bygði jafnframt á öðru en fyrirmælum stjórn- arskrárinnar. Hann bygði líka á eðli málsins. Það var og er blátt áfram óhugsandi, að ráðgjafi, sem á að semja við alþingi í Reykjavík, sé háð- ur stjórnarskiftum úti í Khöfn. Þetta virtist Framsóknarflokknum svo ljóst. mál, að hann furðaði sig mjög á því, að nokkurir íslendingar skyldu fara að véfengja það. Heimastjórnarflokkurinn vófengdi það samt. Hann virtist ekki fremur viðurkenna eðli málsins í þessu efni en fyrirmæli stjórnarskrár- innar. En sjálfsagt hafa samt Heima- stjórnarmenn sannfærst um þetta at- riði eins og aðrir. Eftir er nýi ráðherrinn var skip- aður, hefir víst engum komið annað til hugar en að hann ætti að vera óháður dönskum stjórnarskiftum — þar til er sú snurða hljóp á í vor, að þjóðin fekk vitneskju um, að stjórn- arskrá vor hefði verið brotin og ráð- herrann hefði verið skipaður sem grundvallarlagaráðherra — með und- irskrift forsætísráðherrans. Þá voru ýmsir, sem ekki vissu, hvað þeir ættu að hugsa. Merki þessi yfirlýsing nokkuð, þá getur það ekki verið annað en það, að stjórnin í Danmörku iðrist þessa stjórnarskrárbrots og lýsi yfir því, að hún ætli að haga sér eftirleiðis eins og það hefði aldrei verið fiamið. Hún lýsir yfir því, að hún ætli að haga sér eftir skýlausum fyrirmæl- um stjórnarskrárinnar og eðlilegum stjórnarfarsreglum en ekki því stjórnar- skrárbroti, sem framið var f vetur. Það er öll tíðindin! Til ritstjóra „Reykjavíkur“, Fyrir nokkru hitti Jón ritstjóri Ó- lafsson mig og spurði alveg eins og af tilviljun, hvort eg vildi gefa lands- sjóði eftirlaun mín, og kvað eg nei við því. Nú sé eg, að þetta er búið að fá dálítið breytta mynd. Rit- stjórinn skýrir svo frá í grein í blað- inu „Reykjavík," að hann hafi spurt mig, „hvort eg liefði ætlað að gefa landssjóði eftirlaun mín, ef eg hefði orðið einn bankastjóri." Þessa spurningu hefir ritstjórinn aldrei lagt fyrir mig. Enn fremur segir ritstjórinn, að mér hefði aldrei dottið i hug að vilja verða landritari. Um þetta veit rit- stjórinn ekkert,. Loks lætur ritstjórinn í ljós, að eg muni hafa viljað verða þingmaður til þess að geta náð hærra og orðið ráð- herra. Þetta er auðsjáanlega ímynd- un ritstjórans. En mér þætti gaman að spyrja hann um það, hvort hann getur eigi ímyndað sér neinar aðrar ástæður til þess að eg gaf kost á mér til þingmensku en fíkn í ráð- herra-embættið. Getur ritstjórinn ekki ímyndað sér, að þetta sé komið af óeigingjörnum hvötum? Getur hann eigi ímyndað sér, að eg hafi viljað styðja að því að koma ein- hverjum málum þjóðarinnar í betra horf, t. a. m. mentamáluin og at- vinnumálum, og að eg hafi álitið að það væri skylda mín gagnvart ætt- jörðinni að liggja eigi á liði mínu? Ef hann getur eigi ímyndað sér þetta, þá væri fróðlegt að vita, hvort hann getur ímyndað sér, að nokkurir aðr- ir þingmenn hafi gefið kost á sér til þingmensku af óeigingjörnum hvöt- um. Páll Briem. Eftirköst ,Reykjavikur‘-baráttunnar. Baráttan um „Reykjavik11, sem getið er um í siðasta blaði Fjallkonunnar, heiir haft tölverð eftirköst í Kaupmannafélaginu hér í bænum, og fráleitt séð fyrir endann á þeim. Máuud. 24. f. m. hélt félagið fund. — Fundurinn var löglegur og alt, sem á honum gerðist, formgallalaust. Þar var samþykt með 7 samhlj. atkvæðum — 9 voru á fundi — svolátanðí tillaga: „Fundurinn lýsir megnri óánægju sinni ýfiv afskiftum D. Thomsens af því að kúga

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.